Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. Júní 1957 MOFGUNB* 4f)FÐ 9 Á hestbaki með Fáksfélögum Annao Vw»io iara Fáksfélagar í stórar hópferðir, tíðum í heim- sókn til einhvers af hestamanna- félögum nágrannahéraðanna eða þá í einhverju öðru tilefni. Á vorin bregða þeir sér upp að Hlé- garði í Mosfellssveit og drekka kaffisopa hjá kvenfélaginu þar og verzla á bazar við frúrnar þar efra. Eg átti þess kost að vera þátttakandi í einni slíkri ferð þar sem yfir sjötíu manns riðu í hóp upp eftir, en nokkrir hestamenn komu til móts við hópinn og fylgdu honum svo nokkuð áleið- is til bæjarins aftur. Flestir voru í þessari för með að minnsta kosti tvo til reiðar, en um 150 hross voru í förinni. Það er áð nokkuð oft á leiðin'ni, fyrst í Ártúnsbrekkunni, en þar mætast hóparnir vestan úr bæ, austan úr bæ og sunnan af holt- um og hæðum. Guðmundur Agn arsson @r fararstjóri. Nú er haldið nýtur góða veðursins og gæðings- ms. Innan stundar er rafvirkja- meistari eða klæðskeri kominn upp að hliðinni á manni og það er rabbað smástund um hestana. EIN er sú íþrótt, sem tslendingar hafa dáð kannske mest allra íþrótta í fábreytni fyrri tíma. — Þótt iðkun hennar hafi á síðari árum farið minnkandi, dá þeir hana enn, og nú allra síðustu ár- in fer þeim fjölgandi, sem leggja stund á hana. Einkum á þetta við í kaupstöðum landsins. Þessi íþrótt er bæði heilnæm, fögur og göfgandi. En það er með hana eins og allar aðrar íþróttir, það má bæði beita henni til þroska og til vanþroska. Hér er þó eng- in óþekkt speki sögð. Svo lengi sem við mennirnir verðum ólíkir hver öðrum og ófullkomnir að þroska og menningu er hætt við að víða megi bresti finna í allri okkar breytni hvort heldur við iðkun íþrótta, störf eða almenna hegðun. fþróttin sem við skulum gera að örstuttu umtalsefni er hesta- mennska og útreiðar með Reyk- víkingum. Eg hef nokkrum sinn- um í vetur og vor átt þess kost að koma á bak með Fáksmönn- um, eitt sinn meö þessum og annað skipti með hinum, en alltaf með skemmtilegu og ágætu fólki og síðast en ekki sízt, alltaf setið viðkunnanlega góðhesta og oft jafnvel snillinga. Fákur mun vera stærsta hesta- mannafélag landsins. Þar er mik- ið líf og fjör í allri starfsemi. Það eru ekki einasta útreiðarnar, heldur er mikið félagslíf og fjör- ugt, skemmtikvöld að vetrinum, sameiginlegar vinnuferðir að vor- ínu til þess að gera við girðingar I af stað. Hér kynnast menn og hestar. Þessa stundina ríður mað- ur samsíða forstjóra einhvers stórfyrirtækis en það er ekki minnzt á viðskipti. Hér er alls ekki á ferðinni neinn viðskipta- maður, heldur hestamaður, sem og dytta að skeiðvellinum vió Elliðaár, en nú um þessar mundir hefir vinna verið óvenjumikil við völlinn, því miklar endurbætur fara nú fram á honum. Um næstu helgi verða háðar hinar árlegu kappreiðar félagsins og fyrirhug- að að þá verði lokið miklum endurbótum bæði á vellinum og áhoT-fV"- . „Lipur foli þarna“ og „laglega gengur hann þessi.“ FRÚRNAR ÞEYSA A FJÖRMIKLUM GÆÐINGUM Þá kemur virðuleg frú þeys- andi með tvo til reiðar. Hún læt- ur sig það engu skipta þótt klár- inn hennar sé vitlaus í fjöri og mér sýnist engu líkara en hún njóti þess að ráða varla við hann. Að minnsta kosti vottar ekki fyr- ir hræðslu og endirinn á viður- eigninni verður sá að frúin stjórnar ferðinni. Og það eru margar fleiri konur með í för- inni á öllum aldri, giftar og ógiftar, með og án eiginmann- anna, eða þá að bóndinn er aft- ast í hópnum, og frúin fremst eða öfugt. Þetta skiptir engu máli. Hér eru hestamenn á ferð og hver einfær með sig og sína gæðinga. Og uppi í Hlégarði bíða blessaðar Mosfellssveitarfrúrnar með rjúkandi kaffi, pönnukökur og tertur. Þar er tafið nokkra hríð og veitinga notið, en síðan haldið af stað á ný. FARIÐ 1 EINA BRÖNDÓTTA Nú er títt áð á heimleiðinni, enda er „nesti við bogann og bikar með“, en slíks er helzt Eða menn bregða sér upp í Heiði, eða jafnvel til Hafnarfjarðar og taka góðganginn úr gæðingunum á Kjóavöllum. Einn er þó galli á öllum útreiðum Reykvíkinga og það er hve lítið er um reið- vegi í nágrenni bæjarins. Víðast er of grýtt og óslétt land, því i Með gi ein þessari fylgja nokkr- ar myndir teknar í vor og seint í vetur. Teð þeim fylgja engar skýringar og getur það ver- ið skemmtileg þraut fyrir hesta- menn höfuðborgarinnar að freista þess að þekkja bæði menn og hest- vig. neytt á heimleið. Allt fer þetta fram með hinni mestu prýði. Tveir léttlyndir náungar fara í eina bröndótta fólkinu til skemmtunar. Slikt er þó ekki alltaf talið heppilegt, því eins og menn vita eru reiðbuxur stund- ujn þröngar og vilja þá gefa eftir á saumum. En þetta allt vekur hressilegan hlátur og eykur á skemmtunina. Þannig líður ánægjulegur dagur að kveldi og heim koma menn þreyttir og endurnærðir. Oft er um helgar riðið upp að Geithálsi og miðdegiskaffi drukk ið þar, en síðan haldið til baka. miður. Nokkra bót mun þó vera hægt að ráða á þessu með því hreinlega að ryðja reiðvegi um heiðar og hæðir nágrennisins og er mér tjáð að slíkt sé ætlunin. HORFIÐ FRA SKRÖLTI OG ÞYS En allt um það. Hestamennsk- an fer stórum vaxandi hér í Reykjavík. Hér er saman kominn mikill f.iöldi ágætra gæðinga, sem eru stríðaldir og vel hirtir. Allir til þess að gleðja og hressa fólk, sem er þreytt á vélaskrölti og þys borgarmenningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.