Morgunblaðið - 13.06.1957, Page 2
MORCU JV SLASIB
Fimmtudagur 13. júní 1957
Ferílalélagið
om helgina
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer
þrjár skemmtiferðir um næstu
helgi. f Þórsmörk 2 Vz dags ferð.
í Brúarárskörð 1V2 dags ferð.
Ekið austur í Biskupstungur að
Úthlíð, gengið þaðan í Brúarár-
skörð. Lagt af satð í báðar ferð-
irnar á laugardag kl. 2 frá Aust-
urvelli.
Þriðja ferðin er gönguferð á
Esju. Lagt af stað á sunnudags-
morgun kl. 9 frá Austurvelli og
ekið að Mógilsá, gengið þaðan á
fjallið. Farmiðar í allar ferðirnar
eru seldir í skrifstofu félagsins,
Túngötu 5, sími 82533.
Þetta er stjórn hins nýstofnaða Félags frímerkjasafnara. Lengst
til vinstri er Jónas Hallgrímsson, sem skrifar frímerkjaþætti fyrir
Morgunblaðið, siðan Guðmundur Árnason og Gudio Bernhöft, þá
Magni B. Magnússon og Sigurður Þorsteinsson.
Félag frímerkjasafnara
stofnað hér í bœnum
Á ÞRIÐJUDAGINN var haldinn eru 21 árs að aldri og hljóta sam-
í Tjarnarkaffi uppi, stofnfundur
„Félags frímerkjasafnara“.
Er þetta félag áhugamanna um
frímerkjasöfnun, eins og nafnið
bendir til og hyggjast þeir stuðla
að framgangi alls þess er að frí-
merkjasöfnun lýtur.
Það er alkunna, að félagasam-
tök eru sterkari í baráttu fyrir
framgangi hvers máls heldur en
hinir tvístruðu einstaklingar og
þar sem engin samtök eru hér á
landi meðal frímerkjasafnara, en
þeir hins vegar margir, þá hyggj-
ast þeir á þennan hátt sameina
krafta sína til hagsmuna aukn-
ingar fyrir sem flestra safnara og
almennt, með því að veita sem
flestum uppfræðslu um allt er
varðar söfnun frímerkja, með
fyrirlestrum og hvers konar upp-
lýsingarstarfsemi, fundahöldum
o. fl.
Meðlimir „Félags frímerkja-
safnara" geta allir þeir orðið, sem
HeimdelSingar
HEIMDALLUR F.U.S. efnir til
gróðursetningarferðar í Heið-
mörk annað kvöld (föstudag) og
verður lagt af stað frá Valhöll
við Suðurgötu kl. 8 e. h.
Heimdallur hefur frá því að
gróðursetning hófst í Heiðmörk
lagt drjúgan skerf til skógrækt-
arstarfsins þar.
Allir Heimdellingar eru hvatt-
ir til að taka þátt í þessari ferð
og beðnir að tilkynna þátttöku
sína á skrifstofu félagsins í dag
og á morgun.
Skrifstofan er opin alla daga
frá kl. 10—5, sími 7103.
4, og 5, liæð bæjar-
sjúkrahússms
A FUNDI bæjarrátis er haldin
var á þriðjudaginn var samþykkt
samhljóða tillaga frá byggingar-
nefnd bæjarsjúkrahússins í Foss-
vogi varðandi smíði 4. og 5. hæð-
ar sjúkrahússins, sem nú stendur
fyrir dyrum.
Samþykkti bæjarráð að leitað
verði tilboða Byggingarfél. Brú-
ar hf. í smíði þessarar tveggja
hæða, á sama grundvelli og gert
var þá er smíðaðar voru 2. og 3.
hæð sjúkrahússins. Jafnframt
verði þeim Valgarði Björnssyni
og Árna Snævarr falið að rann-
saka tilboðin og gefa um þau
umsögn sína. \ ’
þykki stjórnar félagsins. Ber
þeim, er áhuga hafa fyrir því að
fá inngöngu í félagið, að snúa
sér til stjórnarinnar, sem veitir
allar nánari upplýsingar.
Á þessum fyrsta fundi félags-
Grenjaleit
og grasspretta
VALDASTÖÐUM, 11. júní: —
Undanfarið hefir Ágúst Guð-
brandsson frá Hækingsdal, (nú
í Reykjavík) leitað að grenjum
hér í sveitinni. Ekki hefir hann
orðið var við neinn dýrbít á þess-
um slóðum. Aftur á móti fann
hann eitt greni í Bleikdal, sem
er vestan í Esjunni. Tókst hon-
um að skjóta bæði dýrin, og auk
þess náði hann 6 stálpuðum yrðl-
ingum.
Grassprettu á túnum fer nú vel
fram, þrátt fyrir töluvert frost í
fjórar undanfarnar nætur. Með
sama útliti ætti sláttur að geta
hafizt á beztu túnum um 20. þ.
m. eða jafnvel fyrr.
Með seinna móti var sett niður
í garða í þetta sinn, vegna óhag-
stæðrar veðráttu. Víða eru hús í
smíðum, aðallega búpeningshús
og hlöður. —St. G.
ins var Guido Bernhöft stór-
kaupmaður kjörinn for-
maður félagsins, en í stjórn með
honum voru kjörnir þeir: Guð-
mundur Árnason, Jónas Hall-
grímsson, Magni R. Magnússon
og Sigurður Þorsteinsson.
Almenn ánægja ríkti á fund-
inum út af félagsstofnun þessari
og má af öllu merkja að fjörugt
félagslíf takist á hinu fyrsta
starfsári félagsins.
99
íslendingar á „slóðum
Egils Skallagrímssonar
s IMoregi — fóru utan í gærkvóldi
IGÆRKVÖLDI um kl. 11 lögðu héðan af stað áleiðis til Noregs
með flugvél 25 íslendingar og voru þeir í för með norska ambassa-
dornum hér, Andersson-Rysst. Menn þessir fara til Noregs í boði
nokkurra aðila í Vestur-Noregi og er þar fyrst að nefna fylkin
þrjú, Möre, Romsdal, Sogn og Fjordane- og Horðalandsfylki, Björg-
vinjarbæ og sambönd ungmennafélaga í þessum fylkjum og byggð-
um Noregs, þar á meðal Álasund. Alls eru í hópnum 30 manns.
Boðsgestir eiga að ferðast um
svæðið frá Björgvin til Álasunds,
það er um Hörðaland, Sogn,
Firði og Sunnmæri. Frá þessum
stöðum varð upphaf landnáms á
íslandi sem kunnugt er og þar
gerðist sá hluti Egilssögu, sem
gerist í Noregi og hafa Norðmenn
nefnt förina: „I Egil Skallagríms-
sons fotefar“, — A slóðum Egils
Skallagrímssonar.
★
Ferðinni mun Ijúka í Álasundi
á Jónsmessu, 23. og 24. júní, en
svo er til stillt að 17. júní verði
hópurinn í Dalsfirði, þaðan var
Ingólfur Arnarson landnámsmað-
ur.
★
Aðalhvatamaður að þessu ferða
lagi, auk Andersson-Rysst am-
bassadors, mun vera Otav Oksvik
fylkismaður í Möre og Romsdals-
JFhaefkeppni verSur
háð i næstu viku
,,Góðflugskeppni" á litlum flugvélum
NÆSTKOMANDI þriðjudagskvöld verður háð hér á landi fyrsta
flugkeppnin, en það er E'lugmálafélag íslands er efnir til þessa
og er öllum þeim sem hafa flugpróf heimil þátttaka. Er hér nánast
um að ræða góðflugskeppni. samanber góðakstur bílstjóra.
Þrír af forráðamönnum Flug-
málafél. íslands, þeir Björn Jóns-
son framkv.stj. hjá flugmála-
stjórninni, Ásbjörn Magnússon
forstjóri og Arnór D. Hjálmars-
son yfirflugumferðarstjóri.
Fyrir nokkru gaf olíufélagið
Skeljungur, sem nú heitir svo, en
hét Shell á Islandi, allmikinn
silfurbikar, sem verða skyldi far-
andgripur til þess að keppa um
í góðflugi. Verður hann nú veitt-
ur þeim, sem sýnir í flugkeppn-
inni bezt flug, sem sé „Bezti
flugmaðurinn 1957“.
Þeir Björn Jónsson og Ólafur
K. Magnússon blaðaljósmyndari,
hafa tekið saman reglur þær,
sem flugmennirnir skulu fara eft-
Uppeldisnaáiaþinffið
sett i
Akureyri, 12. júní.
UPPELDISMÁLAÞINGIÐ var sett í Barnaskólanum í morgun. —
Hannes J. Magnússon skólastjóri bauð fulltrúa velkomna til
Akureyrar að ræða mál kennarastéttarinnar, en almennt kennara-
þing hefur ekki verið háð hér síðan 1936. Þá Ias 11 ára stúlka, Guð-
rún Þórhallsdóttir, fjallkonuljóð eftir Davíð Stefánsson af mikilli
snilld, sem kveðju til þingsirs .
Að því búnu setti Gunnar Guð- Sambands ísl. barnakennara,
mundsson yfirkennari, formaður
— FrakkBand
Frh. af bls. 1.
Sagði Maunoury að efna-
hagsmálaástandið í Frakk-
landi væri alvarlegt. Utan-
ríkisverzlunin væri að sigla í
strand og skjótra aðgerða væri
þörf. Nýir skattar, að upphæð
150,000 millj. franka mundu
verða lagðir á í landinu og
stefnt væri að því, að koma
fjármálunum á fastan grund-
völl innan 12—18 mánaða, til
þess að Frakkar þurfi ekki að
óttast þátttöku í sameiginleg-
um Evrópumarkaði.
þingið með ræðu og gat þess,
að framhaldsskólakennarar stæðu
einnig að þingi þessu og væri sú
samvinna nauðsynleg.
Þingið mun ræða starfsskrá
alls skyldunámsins í barna- og
framhaldsskólum, — og um ríkis-
útgáfu námsbóka.
Hannes J. Magnússon var kjör-
inn fyrsti forseti þingsins. — Jó-
hann Frímann skólastjóri flutti
skörulega ræðu um skólamál og
ræddi um byltingu þá, sem orð-
ið hefur í þjóðfélaginu og áhrif
hennar á æskulýðinn. Lauk hann
ræðu sinni með játningu þekkts
listamanns þjóðarinnar: „Ég trúi
á æskulýðinn",
Við þingsetningu voru mættir
um 130 fulltrúar. —JOB
ir þegar keppnin hefst, en hverj-
um þeirra veða afhent í lokuðu
umslagi flugþrautir þær, sem
þeir skulu leysa, en ekki má opna
bréfið fyrr en þeir eru komnir
í loftið í flugvélinni.
Til taks eru nú 15 litlar flug-
vélar til keppninnar og verða
þrír prófdómarar, þeir Alfreð
Elíasson forstjóri Loftleiða, Örn
Johnson forstjóri Flugfél. Islands
og Björn Jónsson.
Hver flugmaður mun fara í
stutta flugferð og munu menn
verða á þrem stöðum til þess að
fylgjast með flugi hvers og eins.
Búist er við almennri þátttöku
flugmanna, einkaflugmanna og
eins atvinnuflugmanna og vænt-
ir Flugmálafél. góðs árangurs.
Verðlaunin verða afhent á
flugdeginum sem verður 23. júní
n k., en þá verður mikið um
dýrðir á Reykjavíkurflugvelli,
en m. a. verður sýnt flug flug-
belgja, sem komið verður með
alla leið frá Hollandi en hann á
m. a. að fara í póstflug.
fylki, sem mörgum Islendingum
er að góðu kunnur, og hér var
meðal annarra Norðmanna á
Snorrahátíðinni 1947.
Þessir eru þátttakendur £ för-
inni:
Ami G. Eylands stjórnarráðs-
fultrúi, Bjarni Benediktsson rit-
stjóri, Bjarni Guðbjörnss., kons.,
ísafirði, Bjöm Ólafsson fiðluleik-
ari, sr. Eiríkur Eiríksson á Núpi,
sr. Erlendur Sigmundsson sókn-
arprestur á Seyðisfirði, Gizur
Bergsteinsson hæstaréttardómari,
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra, Guðjón Teitsson for-
stjóri, Guðmundur Erlendsson
endurskoðandi, Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur, Guðrún
Magnúsdóttir háskólastúdent,
Halldór S. Sigurðsson alþm.,
Hannibal Valdemarsson félags-
málaráðherra, Ingvar Stefánsson
háskólastúdent, Jón Bjarnason
form. Blaðamannafél. íslands,
Jón Steingrímsson sýslumaður,
próf. Magnús Torfason, Othar
Ellingsen kaupm., Ólafur Hans-
son menntaskólakennari, Ólafur
Þorsteinsson læknir, Siglufirði,
Pétur Ottesen alþm., Sigurður
Greipsson, Haukadal, frá UMFÍ,
Snorri bóndi Þorsteinsson,
Hvassafelli, Norðurárdal, frá
UMFÍ, Sólveig Kolbeinsdóttir,
háskólastúdent, próf. Steingrím-
ur J. Þorsteinsson, Vilhjálmur
Þ Gíslason útvarpsstjóri, Þórar-
inn Björnsson skólameistari og
Þorleifur Þórðarson forstj. Ferða
skrifstofunnar.
Sumir af þessum mönnum eru
nú staddir erlendis, svo sem ráð-
herrarnir báðir. Flogið verður
beint til Bergen og höfð þar 2ja
daga viðdvöl, en síðan hefst ferða
lagið inn Sogn og norður eftir,
slóð Egils Skallagrímssonar.
Fram vann KR
- KR skoraði
ÍSLANDSMÓTI 1. deildar var
fram haldið í gærkvöldi. Fram
sigraði KR með 1 marki gegn
engu, í lélegum leik. — Markið
gerðu KR-ingar sjálfir.
Tjónabætur og útborganir
Sjóvá um 30 millj. kr.
38. AÐALFUNDUR Sjóvátrygg-
ingarfélags íslands h.f. var hald-
inn sl. þriðjudag 11. júní.
Fundarstjórn var Sveinn Bene-
diktsson, framkv.stj.
Form. félagsstjórnar, Halldór
Kr. Þorsteinsson, lagði fram
reksturs- og efnahagsreikninga
sl. árs, ásamt skýrslu félags-
stjórnar, sem flutt var af Stefáni
G. Bjömssyni skrifstofustjóra.
Samanlagðar iðgjaldatekjur
voru árið 1956 rúmlega 32 millj.
kr. en samanlögð tjón og útborg-
anir á líftryggingum námu hins
vegar rúmlega 30 millj. kr.
Iðgjalda- og tjónavarasjóðir,
ásamt iðgjaldavarasjóði Líf-
tryggingardeildar og vara- og
viðlagasjóði félagsins, nema nú
samtals 28.235.00,00 kr.
Hreinn tekjuafgangur nem sL
ár kr. 306.88,96.
Eins og áður rekur félagið fjór-
ar aðal-tryggingadeildir, en tek-
ur auk þess að sér allar tegundir
trygginga, auk endurtrygginga.
I reikningunum er birtur reikn
ingur eftirlaunasjóðs starfs-
manna, er var við árslok rúm-
lega 1.812,00,00 krónur.
Núverandi stjórn skipa þeir;
Halldór Kr. Þorsteinsson, sem er
form. félagsstjórnar, Lárus Fjeld-
sted hrl.; Hallgrímur A. Tulinius,
stórkaupm., Sveinn Benediktsson,
framkv.stj. og Geir Hallgríms-
son hdl.
Endurskoðendur félagsins eru
þeir Einar E. Kvaran, aðalbókari
og Teitur Finnbogason, stór-
kaupmaður.