Morgunblaðið - 13.06.1957, Side 3

Morgunblaðið - 13.06.1957, Side 3
Fimmtudagur 13. júní 1957 M O R G ZJ N B L A Ð 1Ð 3 Sveitarstjórnir ráði út- hlutun atvinnubótafjár STYKKISHÓLMI, 12. júní — Á sýslufundi Snæfellsness og Hnappadalssýslu, sem haldinn var í síðasta mánuði var eftirfar- andi tillaga samþykkt einróma: Alþingi hefur á undanförn- um árum varið töluverðu fé til atvinnubóta út um land, þar sem skortur hefur verið á at- vinniitækjum og almenningur hefur búið við minnkandi at- vinnu ár frá ári. Á yfirstandandi ári hefur Alþingi þrefaldað þá upphæð í fjárlögum, eða í 15 millj. kr., sem veita á í þessu skyni, bor- ið saman við f járveitingar und anfarinna ára. Ber að þakka Alþingi fyrir þá viðleitni að reyna á þenn- Grétar með yrðlingana þrjá. (Ljósm.: Árni Matthíasson) Ánægjulegir hljóm- leikar á Keflavíkur- llugvelli KEFLAVÍK 5. júní 1957 Sin- fóníuhljómsveitin hélt tónleika á Keflavíkurflugvelli í gærkveldi og var hið stóra samkomuhús nær því fullskipað, en það rúinar um 1200 manns. Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjabúar voru þar fjölmennari en varnarliðsmenn. ■f FYRRI VIKU voru nokkrir menn frá ísafirði á ferð á Sléttu í > Hljómsveitinni var ákaft fagn- Sléttuhreppi, en þar voru þeir að rífa hús, sem enn stendur á þessari eyðijörð. Urðu þeir varir við tófur þarna nyrðra. Einn þeirra, 17 ára unglingur, Grétar Skarphéðinsson frá Kirkjubóli í Skultulsfirði, lagði því kvöld eitt af stað á tófuveiðar með byssu í hendi. Eftir um það bil hálftíma kom hann aftur til ferða- félaganna, tómhentur að sjá. an hátt að stöðva flótta fólks- ins úr strjálbýlinu til Reykja- víkur eða annarra verstöðva við Faxaflóa. Þar sem hér er um verulega fjárhæð að ræða, sem getur komið að miklu gagni, ef vel er á haldið, beinir sýslufund- ur Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu þeirri ósk sinni til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að endanleg framlög til hinna ýmsu staða verði ekki ákveðin nema í samráði eða samkvæmt meðmælum sveitarstjórna þeirra staða, sem framlögin eiga að ganga til. —Fréttaritari. Bagnfræðaskóla leflavíkur slifið Kom heim með þrjá tófuyrðlinga í vösunum — o — En svo var þó ekki, því að Grétar dró hróðugur upp úr vös- um sínum þrjá lifandi tófuyrðl- inga — á að gizka hálfs mánaðar gamla. Hafði hann náð þeim út úr greni við túnfótinn. Hafði hann þá sögu að segja, að hann hefði gengið fram á grenisopið og heyrt í yrðlingun- um. Velti hann fyrst nokkrum steinum, sem hann réði við, úr grenisopinu — og, er hann var að bisa við þetta kom einn yrðl- ingur vappandi fram í opið. Þreif Grétar hann þegar og stakk í vasann. — O — Ætlaði hann nú að teygja höndina inn i grenið til þess að, reyna að ná þeim, sem eftir voru. Til þess að fullvissa sig um, að læðan væri ekki inni — og biti í hönd hans, ef hann teygði sig inn, stakk hann byssuskeftinu inn í grenið. Fann hann, að bitið var í það af afli og vissi þá hvers kyns var. í sömu mund og hann dró byssuna út og ætlaði að skjóta inn í grenið þaut læðan út og hvarf bak við næsta hól óðar en Grétar áttaði sig. Harður eltingar- leikur v/ð stórhveli AKRANESI, 7. júní: — í dag bárust á land í hvalstöðinni 6 hvalir meðalstórir og eru þó alls 47 hvalir veiddir á vertíðinni. Ingólfur Þórðarson skipstjóri á Hvali III. sagði frá því í gær- morgun að hann hefði séð mikinn hvalavað á hraðri ferð. Voru í röðinni á að gizka 70—80 hvalir og virtust mjög styggir. Óðu þeir áfram með blæstri og bægsla- gangi. Setti Hvalur III. á fulla ferð og skyttunum var skipað að vera tilbúnum við byssurn- ar. Hófst nú eltingarleikur sem stóð í 5 klst. áður en þeim tókst að skutla tvo hvali úr vaðnum. Leikurinn hafði borizt langt á haf út, svo að Hvalur III. var 14 klst. með veiðina heim í Hval- stöðina. — Oddur. Að lokum var hljómsveitin Síðan tókst honum að ná tveim yrðlingum út úr greninu, en þann fjórða varð hann að skjóta þar inni þar eð hann náði honum ekki. Grétar flutti yrðlingana heim með sér og elur þá nú á mjólk og fiski. Geymir hann þá í kassa úti á túni við Kirkjuból — og þar una þeir hag sínum hið bezta, eru háværir og ólmast mikið, en lyktin af þeim er óbærileg. Mikið hefur orðið vart við tóf- ur við Skutulsfjörð að undan- förnu. Gargið í yrðlingunum á Kirkjubóli dregur tófur að að næturlagi — og hefur Grétar þegar skotið tvær. að og töldu þeir sem vit hafa á, leik hennar frábæran, og hinir sem minna vit hafa á tónlist hrif- ust með. Röngnvaldur Sigurjónsson lék einleik og Thor Johnson var stjórnandi. Leikin voru verk eftir Brahms, Rachmaninoff og Tschai kowsky. Withe hershöfðingi ávarpaði hljómsveitina og gesti með stuttri tæðu og þakkaði komuna. Ragnar Stefánsson liðsforingi, snéri ræðu hans á íslenzku. Jón Þórarinsson þakkaði fyrir hönd hljómsveitar- innar bæði á ensku og íslenzku og lýsti tilgangi hennar og hlut- verki. Stjórnandinn mælti að lok um nokkur orð og lýsti aödáun sinni á störfum og árangri Sin- f óníuhlj ómsveitar innar. Hljómleikarnir voru hinir ánægjulegustu og hefur hljóm- sveitin vafalaust unnið sér marga nýja aðdáendur. Helgi S. Sauðburður gebb vel d Fjöllum GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum, 12. júní. — Sauðburði er nú að mestu lokið hér á Hólsfjöllum og má segja að hann hafi gengið vel. Að vísu þurfa bændur að eiga heilt apótek af meðulum til að halda lífinu í lömbunum og dugir oft ekki til þegar sjúk- dómsgreiningin er röng. Ekki hafa þó verið mikil brögð að sjúkdómum í lömbum en alltaf nokkur lömb á bæ. Mest hefur borið á aflleysi og hefur gengið einna verst að lækna það. Notað hefur verið D og E vítamín með litlum árangri og ennfremur hafa menn prófað kalksprautur með kalíum calii glucomat og hefur það frekar borið árangur. Ekki hafa menn misst svo teljandi sé af lömbum, enda mikið notað sermi gegn blóðsótt, sem er skæð asti lambasjúkdómurinn. Tíð hefur verið fremur köld á sauðburðinum en ekki svo að lambfé hafi sakað og hafa ær borið úti eða verið sleppt jafn- óðum og þær báru. Fénaður allur gekk vel fram i vor, enda var veturinn í vetur einn sá bezti er komið hefur hér um langt árabil. Að vísu voru innistöður um 5 vikna tíma vegna snjóa en allan annan tíma vetrarins var að kalla snjólaust, svo að fé gat valið það bezta hvar sem var. Ær voru þó víða með minna móti tvílembdar og mun það stafa af því hve litlum bata þær tóku við það að taka þær á gjöf af svo góðum högum. Vegir opnuðust með fyrsta móti í vor og eru nú allir færir. Spretta er léleg bæði á túni og úthaga og stafar það af hinum miklu kuldum nú í júní. Frost hefur farið allt niður í 5 stig um nætur nú undanfarið. Innflulningstoilur í V-Þýzhalandi AÐ GEFNU tilefni tilkynnist, að eftirfarandi innflutningstollar eru nú í gildi á ísfiski í Vestur Þýzkalandi: Á ýsu, karfa, lúðu og þorski er 10% tollur frá 1. janúar til 31. júlí, en þessar fisktegundir eru tollfrjálsar frá 1. ágúst til '31. desember. Á ufsa er 10% tollur frá 1. marz til 31. júlí, en hann er tollfrjáls frá 1 .ágúst til febrúarloka. (Frá utanríkisráðuneytinu) KEFLAVIK 4. júní — Gagnfræða skólanum í Keflavík var slitið í kirkju staðarins 31. maí. Athöfnin hófst með því, að séra Guðmundur Guðmundsson á Útskálum las ritningargrein og mælti nokkur orð, þá flutti Röngv. J. Sæm. skólastjóri ræðu og afhenti nemendum einkunna- bækur og prófskírteini. 196 nemendur voru skráðir í skólann í vetur. 193 komu til prófs. Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut Unnur Berglind Péturs- dóttir 1A., ágætiseinkunn, 9,42. Næst varð Sigríður Jóna Árna- dóttir, einnig með ágætiseinkunn 9,21 66 nemendur gengu undir unglingapróf. Hæstu einkunn á unglingaurófi hlaut Eiríkur Ragn arsson, 2A., ágætiseinkunn 9,15. Næstur varð Stefán Bergm., 2A ágætiseinkunn 9,12. í 3ja bekk vordu 35 nemendur þar af tóku 13 landspróf, en 22 árspróf 3ja bekkjar. Á ársprófi þriðja bekkjar varð Lydia Egilsd. hæst með 8,35. Magnús Sigtryggsson varð næstur með 7,92. 12 nem- endur luku gagnfræðaprófi. Sjómannadags- hálíðahöld í Sfykkishólmi STYKKISHÓLMI, 4. júní — Sjómannadagsins var minnzt í Stykkishólmi sem að venju. Hátíða höldin byriuðu með að sjómenn gengu skrúðgöngu til kirkju fyrir hádegi og hlýddu messu hjá prófastinum sr. Sigurði Ó. Lárus- syni. Fánar blöktu hvarvetna við hún og hafskipabryggjan var fán- um prýdd. Kl. 2 e. h. lék Lúðrasveit Stykkishólms og síðan hófst keppni í ýmsum greinum. Skip- stjórar og vélstjórar kepptu í stakkaboðhlaupi og unnu vélstjór- ar. Kappbeitingu vann Sigurður Guðnason og stakkasund Rafn Jó- hannsson. Áhafnir bátanna kepptu í kappróðri og sigraði áhöfnin á Gissur hvíta II. Einnig kepptu starfslið frystihúsanna í kapp- róðri og sigraði starfslið frysti- húss Kaupfélags Stykkishólms. — Umkvöldið var fjölbreytt skemmt- un haldin. Aðalræðumaður var Karl Jónsson, en ávarp flutti Ágúst Pálsson, skipstjóri verð- Iaun voru veitt og dans stiginn til kl. 2. —Á. H. STAKSTEINAR Valdahroki Mörgum hefur fundizt það mjög áberandi, hve mjög athafnir ýmissa leiðtoga vinstri stjórnar- innar hafa mótazt af valdahroka og sjálfglöðu yi'irlæti. Þetta kom m.a. fram í útvarpsræðu eins ráð- herrans í eldhúsdagsumræðun- um. Snérist ræða hans aðallega um það, hve illa leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins liði eftir .að þeir misstu af ráðherrastólum sínum. Útmálaði þessi ráðherra síðan hví líkar þjáningar og sálarkvalir Sjálfstæðismenn liðu nú vegna þess að þeir væru í stjórnarand- stöðu. Þessi orð hins nýbakaða ráð- herra sýna ákaflega vel hans • innri mann. Hann er sjálfur svo himinlifandi yfir upphefð sinni að hann heldur að andstæðingar hans rífi hár sitt og klæði og ausi yfir sig ösku af harmi yfir valdamissinum. En þetta er hinn mesti mis- skilningur hjá manninum Sjálf- stæðismenn una sér ágætlega í stjórnarandstöðunni. Þeir vita að vísu, að vinstri stjórnin mun leiða mikil vandkvæði yfir þjóð- ina og hún hefur þegar gert það. En engu að siður er það gagnlegt, að fólkið fái tækifæri til þess að kynnast úrræðum samstjórnar kommúnista, Framsóknar og krata. Þá fær það samanþurð á orðum og athöfnum þessara flokka. Þá getur það einnig borið saman stjórnarstefnu vinstri stjórnarinnar og Sjálfstæðis- flokksins. □- -□ AKRANESI, 11. júní — Það er ákveðið að bátar héðan haldi norður til síldveiða um 20. þ. m. Héðan fara alls 17 bátar frá helztu útgerðarfyrirtækjum í bænum. Er nú verið að ljúka nauð synlegum undirbúningi um borð í bátunum. —O. □- -□ 9400 kr skattur á hvert heimili. Helztu afrek vinstri stjórnar- innar eru í því fólgin að leggja hrikalegri skatta og tolia á al- menning en nokkur rikisstjórn i þessu landi hefur áður gert. Fyrir jólin lagði stjórnin á þjóð- ina um 300 millj. kr. i nýjum sköttum og tollum. Sú skattlagn- ing þýðir 9400 kr. nýja útgjalda- byrði á sérhverja fimm manna fjölskyldu í landinu. — Á það hefur verið bent, að fyrir þá upphæð gæti fjölskyldan keypt allt kjöt og kjötvörur og alla mjólk og mjólkurvörur til heim- ilis sins á heilu ári. Og svo koma vinstri stjóruar- menn og ætlast til þess að þjóðin trúi því, að dýrtiðin hafi ekki aukizt og kjör almennings hafi ekki verið skert. Það þarf vissulega mikil brjóst heilindi til þes að bera slíkt á borð fyrir vitiborið fólk. MiIIiónirnar við verinn Undanfarin ár hafa kommún- istar haldið því fram, að óhemju- legt auðmagn hafi safnazt á hend- ur örfárra manna á íslandi. — Milljónir króna lægju bókstaf- lega við veginn, og löggjafarvald og ríkisstjórn þyrftu ekki nema að rétta út höndina eftir þessu gífurlega fjármagni. Með því mætti svo leysa allan vanda, út- rýma dýrtíð og tryggja rek«tur framleiðslutækjanna. En svo undarlega bregður við, að fyrsta verk vinstri stjórnar- innar er að binda kaupgjald og leggja drápsklyfjar tolla og skatta á almenning. f þinglok er svo lagt fram frv. um stóreigna- skatt. Eri þessi skattur á ekki að gefa af sér nema 8 millj. kr. í 10 ár, samtals um 80 millj. kr. Eru kommúnistar þá guggnaðir á fyrri staðhæfingum sinum um óhóflegt auðmagn, sem safnazt hefur á hendur einstaklingum í landinu? Það er engu líkara. Sjálfir vita þeir, að jafnvel stóreignaskatturinn bitnar harka- lega á atvinnuvegum þjóðarinnar og er fyrst og fremst á lagður til þess að sýna einhvern lit á að standa við stóru orðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.