Morgunblaðið - 13.06.1957, Blaðsíða 6
6
MORGVTSBL AÐIÐ
Fimmtudagur 13. júní 1957
HLUSTAÐ Á ÚTVARP
SUNNUDAGINN 2. júní lauk
Gísli Halldórsson við erindaflokk
sinn Á eldflaug til annarra
hnatta.
Erindi þessi hafa verið mjög
vandlega samin, vel flutt og fróð
leg. Hefur mátt mjög mikið af
þeim læra og vona ég að þau
komi síðar út í bók, sem ég tel
víst að Gísli gefi út. Hann er
ágætlega máli farinn og ritfær,
hvort sem hann fjallar um vís-
indaleg efni, ferðasögur eða
skemmtiatriði. Auk þess er mér
kunnugt um, að hann er skáld
gott.
f þættinum Á ferð og flugi var
eftirtektarverðust frásögnin um
óhemjuna frönsku, skáldkonuna
Sagan, sem auðheyranlega er
meira éii lítið æst og tryllt. Ég
hef lesið sögur hennar, og mig
furðar á því að þær þykja svo
afburðavel gerðar. Mér finnst
þær hvorki frumlegar né veru-
lega skemmtilegar. En maður
hlýtur að Undrast, hversu vel
þessi kornunga stúlka þekkir
allar „kúnstir" lífsins, og auð-
vitað, er margt athyglisvert í
bókunum. Hún hefur orðið fyrir
miklum áhrifum frá J. P. Sartre
og er varla að búast við að það
hafi haft góð áhrif á hana. Vel
má vera að hún verði mikill rit-
höfundur, er hún eldist og verður
sjálfstæðari .
Á mánudag var erindið Um
daginn og veginn, var það nú
flutt að kennara frá Haganes-
vík, Auðuni Braga Sveinssyni.
Kom hann viða við, og lagði
margt gott og viturlegt til mála.
En gamla ósanngirnin í garð
Reykvíkinga gægðist þó fram,
sem jafnan vill loða við, er
sveitamenn, einkum Norðlend-
ingar, tala um höfuðborgina, sem
að vísu er allt of mannmörg orð-
in, samanborið við landið allt.
Hann sagði að flestir Reykvík-
ingar mundu lifa „luxus“-lífi!
f»etta er auðvitað, hin mesta
fjarstæða. Langflestir Reykvík-
ingar vinna sitt verk frá morgni
til kvölds, verkamenn, iðnaðar-
menn, verksmiðjufólk o. s. frv.
og allflestir hafa þeir aðeins til
hnífs og skeiðar og verða að gæta
þess vel, sem þeir afla. Satt er
það, að fólk gengur hér, yfirleitt,
vel klætt að loknum vinnutíma,
engu síður en í bæjum erlendis,
og lítið eða ekkert sézt hér af
tötrafólki, sem betur fer. Verka-
menn sjást auðvitað lítið á aðal-
götum, nema þeir er vinna að
gatnagerð og hreinsun og eru
þeir margir, einkum í nýjum
hverfum. Við höfnina vinnur og
fjöldi manna. Reykjavíkurhatur
manna úr öðrum landshlutum er
leiðinlegt einkum þegar þess er
gætt að til Reykjavíkur þrá þeir,
margir, að komast og einnig þess,
að Reykvíkingum er, flestum
hlýtt til sveitamanna og þeirra
er búa í öðrum kaupstöðum, svo
sem vera ber.
Fyrirlestur Jónasar Jónssonar
frá Hríflu, Geta skólar verið
skemmtilegir? — var athyglis-
vert og fróðlegt erindi, eins
og vænta mátti. — Það
er óneitanlegt, að skólabákn vort
og fræða-ítroðsla er vandræða-
mál, síðan allt þetta var falið
skólunum og skólaskylda lögleidd
þar sem allir eru sendir í langa
skólavist hvort sem þeir hafa
nokkra hæfileika né löngun til
menntunar eður ekki. — Er það
auðsætt, að skólar eru mjög
skemmtilegir fyrir þau börn og
unglinga er menntun og kennslu
þrá, en sárasta kvöl hinum
sem skortir hæfileika, vilja eða
gáfur til skólagöngu. Þessir ungl-
ingar spilla og skólagleði þeirra
er menntunar þrá og hæfi-
leika hafa og draga úr ár-
angri náms þeirra er til þess
eru hæf með því að sam-
vizkusamir kennarar verja
allt of miklum tíma til þess að
reyna að troða einhverju í toss-
ana, en árangur verður lítill eða
enginn, eins og Jónas Jónsson
sagði. Heimakennsla er víðast
orðin lítt möguleg, sökum mann-
fæðar og anna og ýmissa annara
orsaka. Allur fjöldi fólks ætlast
til þess, að skólarnir sjái um
þetta. Jónas Jónsson gat um
drykkjuskap og óreglu unglinga.
Því miður er þetta rétt, en ætli
kennarar séu ætíð góð fyrirmynd
í því máli? Því miður mun það
ekki ætíð svo, að kennarar séu
reglumenn og er það auðvitað,
eitt hið skaðlegasta ef þeir eru
ekki góð fyrirmynd barna í því,
sem öðru. Yfirleitt munu þó
kennarar vera reglumenn og bind
indissamir, en þar má engin und-
antekning vera. Jónas Jónsson,
hinn ágæti skólamaður, getur
vel úr flokki talað um þau efni,
því hann var, eins og allir vita,
hin prýðilegasta fyrirmynd læri-
sveina sinna í allri reglusemi og
árvakur í hinu mikilsvarðandi
starfi sínu, sem skólastjóri, um
langan aldur.
í erindaflokknum um náttúru
íslands (8. erindi) talaði Óskar
Bjarnason um móinn. Eins og öll-
um er kunnugt eru mómýrar
miklar hér, þó eru mólögin
hvergi nærri eins þykk hér og
erlendis, hér eru þau 2—6 metr-
ar, erlendis allt að 12 metrar
og mórinn, yfir höfuð verri hér,
en í öðrum löndum. Mór hefur
mest myndast hér eftir ísöld og
er stöðugt að myndast. Eins og
steinkol og surtarbrandur mynd-
ast mórinn af jurtaleifum. Mór
hefur fundist hér undir hraunum,
er sá mór mikið eldri en hinn
venjulegi mýramór. Gat Óskar
um mó þann, er fundizt hefur í
flæðarmáli við Elliðaárvog. Þeg-
ar faðir minn bjó í Bjarnarhöfn,
á fyrsta tug þessarar aldar, man
ég, að mór var tekinn upp við
Hraunfjörð, var mór sá undir
þykku lagi af vikri, svartur,
harður og hitamikill, en lagið var
þunnt. Ekki veit ég hvenær gos
hafa síðast verið þar úr gígun-
um við Kerlingarskarð, en ég
bygg að það hafi verið fyrir land-
nám. — Erindi Óskars Bjarna-
sonar var fróðlegt, er mjög slæmt
að geta ekki notað þau ógrynni
af mó sem hér er, því „holt er
heiman hvað“.
Ingólfur Davíðsson magister
flutti á föstudag erindi um runna
rækt í görðum, mjög fróðlegt
fyrir þá mörgu er við garðrækt
fást. Berjarunnar í görðum eru
til gagns og prýði ef rétt er að
farið og vel hlúð að. Gaf Ingólf-
ur góðar leiðbeiningar um rækt-
un. Hvatti hann til þess að menn
ræktuðu runna og tré við hvert
hús og hvern bæ á landi voru og
vil ég taka undir það. Jafnvel
þótt ekki verði sums staðar mikið
gagn né arður af þeirri ræktun
fjárhagslega, er þó slíkt til augna
yndis og auðlegrar hressingar. —
Þetta sama kvöld voru tvö önnur
erindi flutt, bæði fróðleg og
skemmtileg. Voru það þeir Ævar
Kvaran („Um víða veröld“), sem
ætíð er hressilegur og notalegur
fyrirlesari í útvarpi og hitt er-
indið var um Hjörleifshöfða, eft-
ir Magnús Finnbogason frá
Reynisdal. Var það ágrip af
sögu Hjörleifshöfða, einkum þó
um síðustu ættina er þar bjó í
nær 100 ár og var Markús Lofts-
son, sá er ritaði um jarðelda á
Islandi, þeirra frægastur. Nú er
Höfðinn í eyði, sem eðlilegt er.
Á laugardaginn var lesið úr
ævisögu Ara Arndals, valdir
kaflar. En Ari var, svo sem kunn-
ugt er prýðilega ritfær maður og
sagði ágætlega frá. — Þá var
stutt leikrit, Reikningurinn, eftir
Ester Moach, gott verk og vel
með farið.
Þorsteinn Jónsson.
Skólavist í Niðarósi
VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN 1
Niðarósi (Norge Tekniske Hög-
skole, Tronheim) mun veita ís-
lenzkum stúdent skólavist á
hausti komanda. Þeir, sem kynnu
að vilja koma til greina, sendi
menntamálaráðuneytinu umsókn
um það fyrir 8. júlí nk. Umsókn
fylgi fæðingarvottorð, staðfest
afrit af stúdentsprófsskírteini,
upplýsingar um nám og störf að
stúdentsprófi loknu og meðmæli,
ef til eru. Athygli er vakin á því,
að einungis er um inngöngu i
skólann að ræða, en ekki styrk-
veitingu.
( Frá menntamálaráðuneytinu).
Elin Johnson
Margir íslendingar
flytjast nú til Vancouver
segir vestur-islenzkur gestur
ÞESSA DAGANA er stödd hér í Reykjavík stúlka af íslenzkum
ættum búsett í Vancouver, Elin Johnson. Er hún fædd í Winni-
peg, en fluttist 13 ára gömul með foreldrum sínum vestur að
Kyrrahafi. Faðir hennar fæddist vestra, en móðir hennar fluttist
vestur um haf frá Ólafsvík. Heitir hún Hrefna Magnúsdóttir (Guð-
brandssonar).
Elin tjáði fréttamanni Mbl. í
stuttu viðtáli, að hún hefði komið
til fsiands eftir ársdvöl í Evrópu.
Vann hún 6 mánuði í Englandi,.
en hefir síðan ferðazt víða um
Evrópu, Ítalíu, Spán, Frakkland,
Þýzkaland og Norðurlönd. Kvaðst
hún hafa hlakkað mjög til að
koma hingað, þar sem hún hefði
heyrt svo margt frá íslandi sagt
vestra. Hún hefur ekki orðið
fyrir vonbrigðum, enda sérlega
heppin með veðrið. Hefur hún
ferðazt víða um suðurland, en
fór til Akureyrar um hvítasunn-
una.
ÍSLENDINGAR FJÖLMENNIR
Hún skýrði frá því, að ís-
sbrifar úr
daglega lífinu
ÞÁ er enn komið að hinni árlegu
fegurðarsamkeppni. Þegar
þetta er ritað er ekki enn vitað
hver úrslitin verða, enda skipta
þau í sjálfu sér ekki svo miklu
máli, nema þá stúlku sem fyrir
valinu verður og aðstandendur
hennar.
Sveiað og krossbölvað
VID hin látum okkur nægja að
vita að falleg ung íslenzk
stúlka hlýtur þennan heiður. Af-
staða manna til þessarar fegurðar
samkeppni hefir greinilega
breytzt.Hér á árunum þegar þetta
fyrirtæki var nýtt mátti það helzt
hvergi svo í tal berast að maður
heyrði ekki einhvern, sem á um-
ræðurnar hlýddi fussa og sveia
og krossbölva jafnvel yfir að
nokkrar hnátur létu leiða sig upp
á pall til þess að láta þúsundir
glápa á sig í hálftíma. Fyrirtæk-
inu var auk þess það til foráttu
fundið að þetta væri útlendur og
óþjóðlegur skratti, markaður
hégómagirndarinnar og ósæmi-
legt prjál og spé.
En nú hefi ég ekki heyrt til
eins einasta manns í þetta sinn
sem svo hefir talað. Menn láta
margir fegurðarsamkeppnina
liggja á milli hluta, en þeir sem
gaman hafa af, labba sig út í
Tivoli og fylgjast með því, sem
þar fer fram. Og það er gott að
svo er orðið, því að ónotin út í
fegurðarsamkeppnina voru af
merkilega þröngsýnum toga
spunnin. Nöldrið var sama
eðlis og annað nöldur, sem alltaf
heyrist ef brjóta á upp á ein-
hverju nýju einhverju áður
óþekktu.
Óframfærni mörlandans
OG fyrirlitnigar og umvöndunar
tónninn um það að ósæmi-
legt væri að halda slíka sýningu
átti rætur í gamalli óframfærni
mörlandans, og hryllingi hans á
að vekja á sér athygli eða þora
að vera upplitsdjafur og hressi-
lendingar í Vancouver hefðu ný-
lega byggt sér nýja kirkju, sem
var vígð fyrir skömmu, og voru
um 350 þeirra viðstaddir athöfn-
ina. Prestur þeirra er séra Eirík.
ur Brynjólfsson. Hélt Elin að
íslendingar í Vancouver væru
milli eitt og tvö þúsund, og
fjölgar þeim ört, því bæði flytj-
ast margir frá sléttunum inni í
landi út til strandarinnar og eins
er stríður straumur innflytjenda
frá íslandi.
Elin Johnson heldur vestur í
vikunni og fer með margar og
hlýjar minningar frá landi for-
feðra sinna.
Mikill ræklunar-
áhugi
legur 'í framgöngu. Það er erfittt
að yfirvinna slíkar aldagamlar
eigindir, en það er eins og Is-
lendingar eigi ákaflega erfitt með
það að vera jafn frjálsmannlegir
í framkomu og lífsháttum og ann
að fólk, og maður þarf ekki að
koma á íslenzkar skemmtanir til
þess að sannfærast um að svo sé.
Þessi upplitsdirfð, þessi háttur að
vilja helzt alltaf fikra sig með-
fram bæjarveggnum í stað þess
að ganga á bersvæði þar sem ailir
geta séð mann hefir átt sinn þátt
í því að drepa niður nýjungar
sem þessa samkeppni. Nú er ekk-
ert fyrirtæki í eðli sínu saklaus-
ara og ef einhverjir geta af því
haft skemmtun þá er ásæða til
þess að gleðjast yfir því en ekki
hneyklast. Og sem betur fer þá
eru flestir loks hættir þessari
ódýru skemmtun fátæka manns-
ins, að hneyklast í tíma og ótíma.
Við óskum þeirri stúlku sem sig-
ur úr býtum ber hjartanlega til
hamingju, og ekki sakaði það þótt
fleiri slík fjölbreytni væri í ’oæjar
lífinu sem sú er hér hefir verið
gerð að umræðuefni
Rifnir þjóðfánar
HÉR í dálkunum var því hreyft
fyrir skömmu hve óviður-
kvæmilegt það væri að ekki
skyldi 17. júní vera almennur
lögskipaður frídagur. Allt situr
við það sama og enn er 17. júní
ekki orðinn frídagur. — En í
sambandi við þjóðhátíðardaginn
vil ég geta þess að í dag hringdi
til mín húsmóðir. Fánamálin lágu
henni þungt á hjarta og ég skydli
hana vel. Hún sagði að fánar,
tveir metrar á lengd væru svo
dýrir, (þeir kosta á þriðja hundr-
að krónur) að það væru ekki allir
sem hefðu efni á að kaupa sér
þá. Og sérstaklega sökum þess, að
eftir fyrsta vinddaginn væru þeir
allir rifnir og trosnaðir, svo
slæmt væri efnið í þeim. Hús-
móðirin spurði um það hvort hér
væri ekki eitthvað hægt að gera,
hvort það opinbera gæti ekki haft
eftirlit með því að íslenzki þjóð-
fáninn væri búin til úr sæmilegu
efni. Og hún mælti þar satt og
rétt, því það er vanvirða að sjá
hve víða er flaggað með slitnum
fánum af þessum orsökum.
"Ríkið rekur einkasölur með
alla hluti, mögulega og ómögu-
lega. Væri ekki ráð að bæta einni
þeirra við fánaeinkasölu, en gall-
inn er bara þá sá að búast má við
að verðið hækki jafnskjótt en
lækki ekki!
STYKKISHÓLMI, 4. júní —
Tíð hefur verið heldur stirð og
köld undanfarið og snjóað f fjöll,
Almennt eru menn langt komnir
með vorverkin. Flestir búnir eða
eru að setja niður í garða. 1 dag
hefir verið sól og hiti og má segja
aó það sé hlýjasti dagurinn á
sumrinu jnn sem komið er. —•
Ræktunarsambandið hér í sýslu
hefur hafið vorvinnu á félags-
svæðinu og hefur yfir að ráða
talsverðum vélakrafti, þótt ennþá
fullkomnari og betri þyrfti hann
að vera. Er mikill hugur í mönn-
um til ræktunar og að g ia um-
bætur á jörðum sínum. Ibúðar og
peningshús hafa á undanförnum
árum verið mörg byggð í hérað-
inu. —Á. H.
Mitil umferð
FEIKILEG umferð var á öllum
þjóðvegum út frá Reykjavík um
hvftasunnuna, enda var sólskin
alla dagana, þó hvasst væri og
svalt í forsælunni, enda var norð-
austan átt. Eina nóttina féll hit-
inn hér í Reykjavík niður í 2
stig. Á Norðurlandi var mjög
kalt í veðri, svo þar var slydda
á láglendi.
Rannsóknarlögreglan sagði í
gær að henni væri ekki kunnugt
um nein meiriháttar slys. Hún
gat ekki gefið upplýsingar um
stórskemmdan Buick-bíl, sem
stóð undir IngólfsfjaUi á annan í
hvítasunnu og hafði bersýnilega
farið nokkrar veltur, því hann
var allur dældaður og skemmd-
ur. Ekkert blóð var að sjá í þess-
um bíl. Hann mun hafa verið
héðan úr Reykjavík.