Morgunblaðið - 13.06.1957, Page 8

Morgunblaðið - 13.06.1957, Page 8
8 MORCTllVnT AÐIÐ Fimmtudagur 13. júní 1957 Hákon Bjarnasan: A. F. Kofoed-Hansen fyrrv. skógrœktarstjóri IVIinnmgarorð Agnar f. kofoed-hansen fyrrum skógræktarstjóri and aðist í hárri elli hér í bæ föstu- daginn 7. júní s.l. Hann var fæddur hinn 22. maí, 1869 og varð því 88 ára fyrir þrem vikum. Þá var hann and- lega hress og glaður þótt líkams- kraftar hans væru mikið farnir að þverra. Með Kofoed-Hansen hvarf merkilegur og sérkennileg- ur maður. Hann var fæddur í Danmörku af góðu foreldri, og þar ólst hann upp til fullorðinsára. Hann lauk prófi í skógræktarfræðum fyrir aldamótin, en að prófi loknu vann hann um skeið í Svíþjóð við skógamælingar og síðan hélt hann til Rússlands og var þar í fáein ár við skógrækt. Þegar lög- in um skógrækt voru á uppsigl- ingu hér á landi var honum boðið að taka að sér umsjón þeirra mála. Lét hann í haf frá Kaup- mannahöfn hinn 1. maí, 1906 til þess að kynnast landi og þjóð, og síðan hefur hann dvalizt hér óslitið, þegar frá eru skildar nokkrar utanlandsferðir. Þegar skógræktarlögin höfðu verið staðfest 1907 var han skip- aður skógræktarstjóri, og því em- bætti gengdi hann fram á árið 1935. Um líkt leyti voru einnig skipaðir hér 4 skógarverðir til þess að hafa umsjón með fram- kvæmd laganna og vinna að fram gangi skógræktarmálanna. Áður en lögin um skógrækt voru sett höfðu þó ýmsir unnið að skóg- og trjárækt hér á landi um 7 ára skeið. Þetta starf komst aðallega á fót fyrir atbeina tveggja danskra manna, þeirra Carls Ryders skipstjóra og C.V. Prytz, prófessors í skógrækt, en daglegum störfum gengdi C. E. Flensborg, síðar forstjóri Heiða- félagsins. Ennfremur vann Rækt- unarfélag Norðurlands töluvert starf á þesu sviði fyrir atbeina Sigurðar Sigurðssonar siðar bún aðarmálastjóra, Páls Briems amtmanns og Stefáns Stefáns- sonar skólameistara. Þá unnu og þeir Einar Helgason og Guðmund ur Davíðsson kennari að þessum málum af alúð á þessu tímabili. Fyrstu skógræktartilraunirnar komust á fót fyrir samskotafé og framlög einstakra manna, en landssjóður tók brátt að styrkja starfið og áður en langt um leið lagði hann fram mestu fjárhæðirnar til starfsins. Af þeim sökum þótti rétt, að yfir- stjórn skógræktarmálanna flytt- ist inn í landið og því voru fyrstu lögin um skógrækt sett á Alþingi 1907. Kofoed-Hansen kom hingað til lands sem fulltíða maður, 37 ára gamall, og þótt hann hefði tölu- verða reynslu í skógrækt kom hann úr umhverfi, sem var gjör- ólíkt því er hér var þá. Varð hann því að semja sig að alveg nýjum háttum að læra af reynslu smni og annarra. Nærri má geta, hvort það hafi ekki verið erfitt að flytj ast úr frjósemi Mið-Evrópu að nyrstu skógamörkum. Hinar fyrstu skógræktartilraunir voru mjög ófullkomnar og öll þekking á náttúru landsins harla lítil. Hér var að vísu nokkuð almennur áhugi fyrir skógrækt, en hann byggðist eingöngu á óskadraum- um og föðurlandsást en hvorki á reynslu né þekkingu. Þegar slíkt á sér stað, má ávallt búast við að slái í 'baksegl, eins og raun varð líka á innan stundar. Þegar Kofoed-Hansen réðist hingað til lands var Hannes Haf- stein ráðherra, en hann hafði óbil andi trú á skógrækt og studdi hana af öllum mætti. Samstarf þeirra Kofoed-Hansens og Hann- esar var ávallt hið bezta, en þegar hann lét af stjórn varð allt annað uppi á teningnum. Eftirmenn Hannesar Hafsteins á ráðherra- stóli skorti bæði trú og vilja til að halda skógræktarmálunum í sama horfi og hann hafði gert. Þá varð raunin af hinni fyrstu gróðursetningu erlendra trjáa einnig mjög á annan veg en menn höfðu búizt við, þótt okkur, sem nú vinnum á þessu svíði, þyki það lítil furða. Þá áttu menn ekki kost á að afla fræs eða plantna frá þeim stöðum, sem hafa svipaða náttúru og ísland, en urðu að láta sér nægja það, er fræverzlanir og aðrir aðilar gátu útvegað með höppum og glöppum. En mest af þvi, sem hingað var flutt á þessum árum var í raun réttri óhæft til að setja í íslenzka mold. Nokkuð hefur samt vaxið upp og tekið ótrúlega góðum þroska, en sá gróður var allur mjög iengi að vaxa úr grasi, og því var varla að undra þótt Kofoed-Hansen þættu framtíðarhorfur erlendra trjáa ærið tvísýnar. Friðun Hallormsstaðarskógar og Vaglaskógar reyndist aftur á móti miklu árangursríkari en búizt hafði verið við, og því hlaut athygli hans og annarra að bein- ast fyrst og fremst að íslenzka birkinu. Þegar leiðir til annarra landa tepptust og lokuðust meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð, hættu að mestu tilraunir með er- lendar trjátegundir, en þá var öllu starfinu beint að því að vernda birkiskóga víða um land. Kofoed-Hansen hafði næmt auga fyrir lifnaðarháttum íslenzka birkisins, og þegar hann sá hve það var viljugt að klæða landið að nýju þar sem friðunar naut, fann hann aðferð til þess að koma upp birkigróðri á skóglausu landi, sem var bæði einföld og handhæg í senn. Sú fræsáningaraðferð hefur víða verið notuð með ágæt- um árangri og er enn notuð og ávallt kennd við Kofoed-Hansen af skógræktarmönnum. Kofoed-Hansen vann mikið þarfaverk með því að bjarga ýms um landsvæðum með friðun. Þjóðin mun lengi standa í þakkar skuld við hann og þá, sem unnu með honum um friðun Þórsmerk- ur og Ásbyrgis. Ef friðun hefði ekki komizt á á þessum stöðum væri landið miklu fátækara að náttúrugæðum. Ásbyrgi mundi vera skóglaust með öllu en Þórs- mörk sennilega bæði skóglaus og örfoka. Og friðun Þórsmerkur var ekki áhlaupaverk, því að skamm- sýnir menn reyndu hvað eftir annað að bregða þar l'æti fyrir. Nú blandast engum lengur hugur um, þegar litið er yfir nýgræðing inn á Þórsmörk og Goðalandi, að hér hefur alveg ómetanlegum verðmætum verið bjargað frá eyðingu. Þess var áðan getið, að fjár- framlög til skógræktar hefðu ver- ið skorin við nögl eftir að Hannesar Hafsteins naut ekki lengur við, og þessu hélt áfram eftir fyrri heimsstyrjöldina fram til 1927, að þá raknaði nokkuð úr fram að kreppunni miklu. En þá drógust þau enn saman, svo að um skeið lá starfsemin að mestu niðri. Geta má nærri að glíkt hafi verið Kofoed-Hansen mikii raun. En þar með er ekki nema háif sögð sagan. Þegar hann réðist hingað til lands var honum heitið sæmilegum launakjörum og naut hann þess unz launalögin voru sett árið 1919. Þá vou hin fyrri fyrirheit virt að vettugi og hon- um skömmtuð svo lág laun að furðu sætir. Var hagur hans þvi mjög þröngur um mörg ár, og bjó hann við sára fátækt þótt þess yrði aldrei vart að hann léti á því bera. Hlutskipti hans var því ærið erfitt um skeið að því er vinnu- A. F. Kofoed-Hansen. skilyrði og veraldargæði snerti. Þrátt fyrir þetta var hann starfi sínu trúr og mun hafa vitað með sjálfum sér, að fyrr eða síðar kæmi árangur í ljós af því, sem hann átti kost á að gera. ■—o-- Tvennt mun það hafa verið, sem sætti hann við sitt hlutskipti á þessum árum. Annað var það, að hann tók miklu ástfóstri við landið og náttúru þess, og undi sér vel á ferðum um landið, en hitt var að hann mat og virti ís- lenzka bændur. Sagði hann vart mundi finnast betra fólk á jarð- ríki. Köfoed-Hansen mun hafa verið víðförulastur manna um ísland um sína daga og þekkt það betur en flestir samtíðamenn hans. Hann var manna röskastur og duglegastur á ferðalögum, enda var kjarkurinn óbilandi. Frægust er för hans um Vonarskarð, er hann fór einn síns liðs af Austur- landi og ofan í Þjórsárdal haustið MEÐ aukinni umferð á götum Reykjavíkur hin síðari ár, hefur slysahættan stóraukizt. Hafa smá börnin sérstaklega verið í þeirri hættu. Hefir það mörgum verið alvarlegt umhugsunarefni, hvernig ráða mætti bót á þessu vandamáli. Félagar í Lion-klúbbnum Baldri hér í Rvík hafa undanfarið haft þetta mál til umrærðu á fundum sínum. Hafa þeir nú látið smíða lítið garðhús, sem ætlað er fyrir börn til að leika sér í. Þetta litla leikhús er smíðað sem fyrirmynd. Er ætlunin að fjöldaframleiða slík hús, ef einhver áhugi skapast hjá foreldrum í bænum fyrir að eignast þau fyrir börn sín. Lionklúbburinn Baldur hefur nú gefið Barnavinfélaginu Sumar gjöf þetta fyrirmyndar garðhús, og er hugmyndin sú, að það verði til sýnis almenningi í garðinum hjá barnaheimilinu Tjarnarborg við Tjarnargötu. Eru þar hin á- kjósanlegustu skilyrði til þess að kynnast notagildi garðhússins. Húsið er smíðað úr vatnsþétt- um krossviði. Gólfflötur þess er 1,75 m x 2,44 m., en hæð undir ris 1,50 m. Á húsinu er hurð og einn allstór gluggi. Báfar búasf fil síldveiða STYKKISHÓLMI, 4. júní — Fjórir bátar búast nú á rekneta- veiðar frá Stykkishólmi og gert er ráð fyrir að nokkrir bátar fari norður til síldveiða fyrir mánaða- mót. Atvinna hefur verið heldur stopul í vor, enda hafa frysti- húsin ekkert hráefni fengið síðan vertíðinni lauk. Er mikil þörf á að fá togara til að leggja hér á land hráefni. —Á. H. 1912. Hreppti hann hið versta veður mikinn hluta leiðarinnar, svo vont að furðu gegnir að hann skyldi komazt af. Veiktist hann í þeirri ferð en þó hann byggi að afleiðingum þeirra veikinda æ síðan, aftraði það honum ekki að leggja í erfiðar og langar ferðir á ný. Á ferðum hans var Einar E. Sæmundsen skógarvörður oft með honum, og mat Kofoed-Han- sen Einar mikils. — Samstarf þeirra var ávallt gott og fór vel á með þeim þótt þeir væru mjög ólíkir menn. ——O— Þegar Kofoed-Hansen settist hér að varð hann að læra ís- lenzku. Bréfabækur hans sýna, að hann lærði svo vel að rita málið, að þar finnst varla villa, og hann talaði líka málfræðilega rétt. Hinsvegar átti hann erfitt með framburð, og menn, sem hittu hann í fyrsta sinni áttu oft bágt með að skilja hann. Þetta hafði þær afleiðingar, að hann kynntist mönnum síður en ella og hlaut það að einangra hann töluvert, en auk þess held ég að hann hafi verið fáskiptinn að eðlisfari. Kofoed-Hansen ritaði ýmsar greinar í íslenzk og erlend blöð um skógræktina hér, og var það allt gert af stakri vandvirkni. Þá skrifaði hann bók, sem nefndist Skógfræðileg lýsing fslands. Þar setur hann fram kenningar sínar og skýringar á ýmsu varðandi vandamál skógræktarinnar. Sumt er hárrétt og verður aldrei hagg- að, en annað er umdeilt eins og gengur. Hann hafði um tírna tak- markaða trú á ræktun barrtrjáa hér á landi, og þess gætir í bók- inni. En þegar hann sá nú á hin- um síðari árum bæði hvernig sumar af gömlu tilraununum báru þrátt fyrir allt góðan árang- ur og eins hve margt af hinum Ólafur Hallgrímsson ræðismað ur, sýndi blaðamönnum leikhúsið í fyrradag, þar sem það er í garði Tjarnarborgar. Hugmyndin sé, að foreldrar geti fengið húsið keypt ósamsett, sem mjög fljótlegt er að setja saman. Reynt hefur verið að hafa Áður hefur verið skýrt frá því hér í blaðinu, að Þjóðkirkjan muni reka æskulýðsstarf að Löngumýri í Skagafirði í sumar á fjórum námskeiðum: 2.—10. júlí telpur 10—12 ára. 17.—27. júlí drengir 10—12 ára. 31. júlí til 9 ágúst stúlkur 12 ára og eldri. 12.—22. ágúst piltar 12 ára og eldri. nýja gróðri dafnar vel, gladdi það hann mjög. Kofoed-Hansen hafði gaman af stærðfræði, reikningi og mæling- um og hann fann upp fjarlægða- mæli til landmælinga, sem hann fékk einkaleyfi á á sínum tíma. ■—o Ég gat þess áðan, að tvennt mundi aðallega hafa sætt ’iann við hið érfiða hlutskipti hans um miðbik ævinnar, en hins þriðja og mesta er ógetið, og það er að hann kynntist og kvæntist Emilíu Benediktsdóttur, sem varð hon- um hin mesta stoð. Þau áttu einn son Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóra, sem hefur rey nst nýt- ur og góður maður, og er það hverjum foreldrum mesta ham- ingja að eignast efnileg börn. Kofoed-Hansen kunni vcl að meta þetta. Þegar ég nú lít yfir ævi Kofoed- Hansen, hvernig hann ólst upp við ágæt kjör framan af ævi í frjósömu landi, kom svo hingað til lands og varð að reyna ýmis- konar andstreymi í störfum sín- um fyrir land og þjóð, en var ávallt tryggur og trúr í_ verkum sínum og reyndist betri íslending ur en flestir aðrir kemur mér helzt í hug erindi Jóns prófessors Helgasonar úr kvæðinu Áfangar: „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði: áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kalda- kvísl kemur úr Vonarskarði." Kjarkur og þrautseigja og hið hlýja hjarta sem undir sló var aðalsmerki Agnars F. Kofoed Hansens, fyrsta skógræktarstjór- ans á íslandi. húsið eins einfalt í smíðum og unnt er, en þó smekklegt og rúm gott fyrir börnin. Garðhúsið verð ur selt almenningi á kostnaðar- verði, sem mun verða um kr. 1800.00. Endanlegt verð er enn ekki hægt að ákveða, þar sem það mun að sjálfsögðu fara eftir því, hve maragir óska eftir að kaupa það. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur lofað að taka við pöntun- um á garðhúsinu. Er æskilegt, að fólkl, sem ætlar sér að eignast húsið, láti Sumargjöf vita um það sem allra fyrst. Frestur til að skila umsóknum er til 15. júní. Þeir, sem enn hafa hug á að sækja um þátttöku sendi umsóknir sínar til viðkom- andi sóknarprests eða til séra Braga Friðrikssonar, Hólatorgi 2, Reykjavík, sími 80655. Öllum umsóknum verður svarað með bréfi. Barna-leikhús fyrir börnin í húsagörðum Æskulýðsstarfið að Löntfumýri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.