Morgunblaðið - 13.06.1957, Page 10
MORGVHBLJMP
Fimmtudagur 13. júní 1957
0?]0llEÍrItói
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 'eintakið.
Kosningaúrslitin í Kanada
ÞAU tíðindi hafa gerzt að við
kosningar til þings Kanada hefur
Frjálslyndi flokkurinn, sem setið
hafði þar að völdum í meira en
tvo áratugi, missti þingmeirihluta
sinn. Enginn annar flokkur hefur
fengið hreinan meirihluta þing-
manna, en sá flokkur, sem mest
hefur unnið á, er íhaldsflokkur-
inn, undir stjórn manns sem
Diefenbaker nefnist. I fréttum
gremir að flestum hafi komið
þessi úrslit mjög á óvart. Frjáls-
lyndi flokkurinn hefur verið tal-
inn fastur í sessi, enda á hann
að baki sér langan frægðarferil
í stjórnmálum Kanada. Ýmsir
afburðamenn hafa verið í þeim
flokki og er þar að nefna þá
St. Laurent og Lester Pearson,
en mikið hefur borið á þeim síð-
arnefnda á sviði alþjóðamála að
undanförnu.
Staðbundnar ástæður og
almenn stjórnmál
Margar ástæður liggja til ósig-
urs frjálslynda flokksins, en þar
ber raunar mest á tveimur atrið-
um, sem komið hafa mjög skýrt
fram í kosningabaráttunni, en
það er á annan bóginn ýmis kon-
ar staðbundin atriði, sem ein-
göngu hafa haft þýðingu í ein-
stökum kjördæmum og í öðru
lagi almenn stjórnmálaleg atriði.
í kosníngabaráitunni var í upp-
hafi mikið deilt um meðferð
ríkisstjórnarinnar á hinu svo-
nefnda Norman-máli, en það
spratt út af því að kanadiskur
sendimaður, Norman að nafni,
hafði framið sjálfsmorð eftir að
bandarísk nefnd hafði borið hann
þeim sökum, að hann væri dul-
búinn kommúnisti. Andstæðingar
Lester Pearsons töldu, að hann
hefði haldið linlega á þessu máli
gagnvart Bandaríkjamönnum. —
Bandaríkin hafa líka á annan
hátt komið við sögu í kosninga-
baráttunni. Á undanförnum ára-
tugum hefur bandarískt fjármagn
streymt til Kanada og er talið að
það nemi 1 milljarð dollara á
hverjú ári. Andstæðingar frjáls-
lynda flokksins töldu í kosninga-
baráttunni að Bandaríkin hefðu
með þessu fengið alltof mikið
áhrifavald í fjármálum lar.dsins
og hefði stjórninni borið að
stemma stigu við því.
Velmegun en verð'
bólguhætta
í Kanada er mikil velmegun
og atvinna stöðug ög örugg. Þó
hefur ríkisstjórninni ekki tekizt
að vinna bug á verðbólguhætt-
unni að fullu og öllu. Innan iðn-
aðaf landsins veldur það áhyggj-
um að laun hafa hækkað veru-
lega og voru laun í ársbyrjun
11% hærri en á sama tíma á sl.
ári. Er kanadiski iðnaðurinn ótta-
sleginn við að lenda í örðugri
samkeppnisaðstöðu við banda-
rískan iðnað vegna hinna miklu
hækkana á tilkostnaði. Allmikið
hefur þegar borið á söluörðug-
leikum á kanadiskum vörum,
sem leitt hefur af sér halla á
viðskiptajöfnuðinum. Er búist
við áframhaldandi og auknum
erfiðleikum á sviði utanríkis-
verzlunarinnar.
Það er þannig ljóst að þó að
frjálslynda flokknum hafi tekizt
að halda atvinnuvegum landsins
í miklum blóma og stöðugri at-
vinnu og miklum framförum í
landinu, þá hefur þó kjósendun-
um þótt sem nokkur hættumerki
væru fram undan og að rétt væri
að fela öðrum mönnum að taka
nú um stjórnartaumana með því
að ríkisstjórnin hefði ekki hald-
ið svo á málunum sem vera
bæri. Það er sérstaklega verð-
bólguhættan, sem vakað hefur
fyrir kjósendum og vafalaust
hefur átt einn mestan þátt í úr-
slitum kosninganna.
Brosleg viðbrögð
Það er hálf broslegt að sjá,
hvernig Þjóðviljinn og Tíminn,
brugðust við úrslitunum í Kan-
ada. Þjóðviljinn segir, að það sem
við taki sé einhver „Framsókn-
ar-íhaldsstjórn.“ Með þessu á víst
að telja mönnum trú um, að það
sem við taki í Kanada sé einhvers
konar kanadiskur Framsóknar-
flokkur!! Tíminn getur hins veg-
ar ekki um það í forustugrein í
gær um kosningarnar í Kanada,
hvaða flokkur það hafi verið,
sem þar hafi sigrað, þannig að
svo virðist sem Tíminn vilji ekki
eigna sér þennan flokk og er því
gýnu hæverskari en „Þjóðvilj-
inn.“ Annars dregur Tíminn þann
lærdóm af úrslitunum í Kanada,
að Reykvíkingum beri líka að
skipta um meirihluta í bæjar-
stjórn við í höndfarandi kosning-
um. í því sambandi bendir blað-
ið á að útsvörin fari hækkandi.
Það sé leiðin til lækkunar útsvar-
anna að fá Framsóknarmönnum,
kommúnistum, jafnaðarmönnum
og Þjóðvarnarmönnum meiri-
hlutann í bæjarstjórn Reykja-
víkur. Slík kenning er raunar
svo brosleg að hún er ekki svara
verð og henni trúir líka enginn.
En á það má minna að meiri-
hluti allra útgjalda Reykjavíkur-
bæjar er ákveðinn með lögum.
Sú skattastefna, sem fylgt er í
fjármálum landsins undir for-
ystu Eysteins Jónssonar hlýtur
vitaskuld að bitna á Reykjavík-
urbæ. Tíminn bendir á að alls
konar skrifstofukostnaður bæj-
arins aukist hröðum skrefum.
Það er ekkert annað en ein af-
leiðingin af þeirri fjármálastefnu,
sem Eysteinn Jónsson ber öðrum
fremur ábyrgð á, að allur til-
kostnaður við hvers konar rekst-
ur eykst, en á það má benda
í þessu sambandi að rekst-
urskostnaður Reykjavíkurbæjar
hefur á undanförnum tíma vaxið
hlutfallslega miklu minna en
reksturskostnaður ríkisins undir
stjórn Eysteins Jónssonar. „Skrif-
stofubákn“ ríkisins hefur þanizt
út yfir öll takmörk í höndum Ey-
steins.
Það er vitaskuld meira en lítið
ófimlegt að tengja saman kosn-
ingaúrslitin í Kanada og næatu
bæjarstjórnarkosningar í Reykja-
vík. Það er enginn „Framsóknar-
flokkur", sem nú hefur sigrað í
Kanada, þó „Þjóðviljinn" búi til
þá grínsögu. Og í Reykjavík
vinnur „Framsókn" ekki heldur
sigur, heldur er trúlegra að hún
bíði þar meiri ósigur við næstu
kosningar en nokkurn tímann
áður.
UTAN UR HEIMI
Tvenns konar hættuleg reiðiköst
Annar herpresturinn talar við Henderson, áður en hann gafst upp
og afhenti byssuna.
S á atburður gerðist nú
um mánaðamótin um 'borð í
bandarísku herskipi, sem lá í
höfninni í San Francisco, að ung-
ur maður greip til byssu sinnar,
skaut einn af skipshöfninni til
bana, særði annan og hélt fimm
skipverjum í gislingu í sex
klukkustundir á stjórnpalli skips
ins. Hann gafst ekki upp fyrr
en móðir hans kom á vettvang
og sárbændi hann um a<5 sleppa
gíslunum.
Hinn 21 árs gamli sjó-
liði, Jimmie L. Henderson, hafði
gripið til þessara „örþrifaráða" í
reiði sinni yfir „óréttlátum" dómi
herréttar, sem svipti hann undir-
foringjastöðu og gerði hann að
óbreyttum sjóliða.
Frú Henderson, móðir
piltsins, kom út í skipið með
skipstjóranum og tveimur her-
prestum, og áttu þau tal við
Jimmie af þilfarinu fyrir neðan
stjórnpallinn, en hann hélt á
byssu sinni og neitaði að gefast
upp.
A tökin hófust klukkan
6 að morgni. Henderson var í
reiðikasti eftir að hann hafði
verið dæmdur í 4 mónaða fang-
elsi fyrir að stela úri og rauk á
vélamann, lamdi hann niður og
tók byssu hans. Henderson hafði
fengið úrið að láni, en ekki stol-
ið því. Hann hefur verið í sjó-
liðinu í þrjú ár og átti að losna
úr herþjónustu eftir þrjá mán-
uði.
* egar Henderson hafði
náð byssunni, fór hann til bæki-
stöðva yfirmanna sinna og skaut
tvo þeirra, Morris, sem var yfir-
maður hans, og Harrison, sem
hafði verið vitni við réttarhöld-
in. Morris lét lífið. Síðan fór
Henderson rakleitt til ratsjárklef
ans, þar sem sjóliði að nafni Lak-
ey var á vakt. Samkvæmt frá-
sögn Lakeys, sagði Henderson
þegar hann kom inn í klefann:
„Ég hef framið heimskulegan
verknað. Ég held ég hafi drepið
F ranska kvöldblaðið
„France-Soir“ hefur komið fram
með nýja útgáfu á dauða Stalíns.
Samkvæmt henni lézt einræðis-
herrann úr hjartaslagi í reiði-
kasti, sem hann fékk þegar fé-
lagar hans lýstu sig andvíga á-
ætlun hans um stórfellda nauð-
ungarflutninga á Gyðingum til
Síberíu. Blaðið bendir á rúss-
neska sendiherrann í Varsjá,
Panteleimon Ponomarenko, sem
heimildarmann sinn. Hafði hann
sagt pólskum blaðamönnum sög-
una, en þeir ekki þorað að birta
hana af ótta við að skaða sam-
skipti Pólverja og Rússa.
■T etta gerðist síðustu
dagana í febrúar 1953. Var hald-
inn fundur í stjórn æðsta ráðs-
ins í sambandi við meint sam-
særi lækna með það fyrir aug-
um að drepa Stalín. Voru marg-
ir Gyðingar sakaðir um þátttöku
í samsærinu.
MT egar Vorosjilov mar-
skálkur (núverandi forseti Sovét
ríkjanna) heyrði Stalín nefna á-
ætlun sína um flutningana á Gyð-
ingum til þrælabúða nálægt kín-
versku landamærunum, kastaði
hann reiður meðlimaskírteini
sínu í kommúnistaflokknum á
borðið. Molotov, sem á eiginkonu
af Gyðingaættum, sagði skjálf-
andi röddu, að víðtækir nauðung-
arflutningar á Gyðingum mundu
mælast illa fyrir erlendis.
Tið þegsi orð fékk Stalín
svo magnað reiðikast, að hann
varð fyrir hjartaslagi og steypt-
Morris. Mér þykir það leitt, en ég
verð að taka þig í gislingu".
mt eir fóru upp á stjórn-
pallinn yfir ofan. Á meðan hafði
einn af skipverjum, sem vaknaði
við skothríðina, komið Harrison
í rúmið. Sá hinn sami greip eigin
byssu og gerði öðrum skipverj-
um aðvart. Hann fór upp í brúna
til að hjálpa Lakey í viðleitni
sinni til að fá Henderson til að
láta sig lausan. Á meðan þeir töl-
uðust við, hafði Henderson fimm
menn í gíslingu: þ. e. a. s. hann
hafði þá fyrir framan byssu-
hlaupið, en sjálfur var hann einn-
ig skotmark manna, sem miðuðu
á hann víðs vegar á skipinu.
H enderson var þegar
fluttur af skipinu, eftir að hann
gafst upp. Móðir hans fylgdi hon-
um, en síðar var hann fangels-
aður. Dómurinn, sem hann var
svo angraður yfir, var ekki end-
anlegur og átti að takast til
endurskoðunar. Eftir réttarhöld-
in hafði honum verið haldið um
borð í skipinuu, en var ekki
fangelsaður.
ist til jarðar. Hann varð eldrauð-
ur í framan, augun ranghvolfd-
ust og útlimir hans stirðnuðu.
Þegar Beria, hinn alræmdi for-
ingi öryggislögreglunnar, sá
þetta, stökk hann upp og dans-
aði af gleði: Nú erum við loks-
ins frjálsir, sagði hann fagnandi.
Beria dansaði af kæti.
Harðstjórinn er dauður. Hvílík
gleði!
D óttir Stalíns, Svetl-
ana, kom á vettvang og grúfði sig
grátandi yfir föður sinn og
kyssti hann. Stalín lauk upp
öðru auganu. Þegar Bería sá, að
Stalín var ekki dauður, varð
hann örvita af hræðslu, kastaði
sér á kné, kyssti hendur einræð-
isherrans og baðst fyrirgefning-
ar. En hjartaslagið dró Stalín um
síðir til dauða, segir „France-
Soir“.
Rússnesku broddarnir standa heiffursvörð viff líkbörur harffstjórans. Taliff frá vinstri: Krúsjeff, Beria,
Malenkov, Búlganin, Vorosjilov og Kaganovitsj.