Morgunblaðið - 13.06.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 13.06.1957, Síða 16
16 MORGVNBL4Ð1Ð Fimmtudagur 13. júní 1957 !A ustan i Edens eftir John Steinbeck 56 ! „Það hljómar kannske dálítið bjánalega, en samt er það nú sannleikurinn, að ég er alltaf að reyna að hugsa á sama hátt og Sanchez gamli hugsaði fyrir hundrað árum, gera mér grein fyrir tilfinningum hans og sálar- lífi. Hvernig leit dalurinn út um hans daga? Hann hlýtur að hafa verið svo vandvirkur og aðgæt- inn í öllum sínum áformum og framkvæmdum. Veiztu það að hann leiddi vatn inn í húsið? Já, það gerði hann, karlinn, notaði rauðviðarstokka í staðinn fyrir pípur. Við grófum upp smábúta af þeim“ „Það er merkilegt“, sagði hún. — „Hann hlýtur að hafa verið hygginn í meira lagi, gamli mað- urinn, og duglegur“ „Ég hefði viljað vita eitthvað meira um hann. Eftir öllu að dæma bæði staðsetningu hússins og niðurröðun trjánna, þá hefur hann verið gæddur einhverri listrænni tilfinningu" „Hann var spænskur eða hvað?“ „Já, svo hefur mér verið sagt“ „Spánverjar eru víst yfirleitt mjög listhneigðir. Ég man að við lærðum í skólanum um mál- ara------“ „Hvar ætli ég geti helzt fengið □- —□ Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ einhverjar upplýsingar um Sanc- hez gamla?" „Einhverjir hljóta nú að vera sögu hans kunnugir" „Og svo tók Bordoni húsið, sem Sanchez gamli hafði vandað svo mjög til, og notaði það fyrir fjós. En eitt hefði ég gaman að vita“ „Hvað er það, Adam?“ „Hvort hann hefur átt nokkra Cathy og hvað hún hefur heitið“ Hún brosti og leit niður fyrir sig: — „Ja, það sem þér getur dottið í hug að segja-“ „En það hlýtur hann að hafa átt. Annað er ekki hugsanlegt. Ég hafði hvorki einbeitni né áhuga eða, já, í einu orði sagt, ég hafði hreint enga ánægju af lífinu áður en ég kynntist þér“ „Nei, nú held ég að þú sért far- inn að fullyrða nokkuð mikið — Ó, Adam, gáðu nú að þér. Taktu ekki svona fast utan uxn mig. Þú meiðir mig----“ Framleiðendur athugið Þeir íslenzkir framleiðendur, sem koma vildu vöru sinni áfram á innlendum markaði, eru vinsamlega beðnir að senda nafn sitt eða fyrirtækis síns á afgreiðslu Morg- unblaðsins: merkt: „Austurstræti 5120“. DURRSCHRRF RAKVÉLA6L0DIN hafa farið sannkallaða sigurför um landið. Reynið fasan durascharf rakvélablöðin og sar.nfærist um gæði þeirra. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvéla- blöðin fyrr en þér hafið reyntfasan durascharf. Einkoumboð: BJÖRN ARNÓRSSON Bankastræti 10, Reykjavík „Ó. fyrirgefðu. Ég er svo klunnalegur" „Nei, þú ert það alls ekki. Þú gleymir þér bara. Finnst þér að ég ætti að gera eitthvað, pvjóna eða sauma? Mér þykir svo gott að sitja bara svona auðum hönd- um og gera ekki neitt“ „Við getum keypt allt það sem við þörfnumst. Þú átt bara að sitja og láta þér líða vel. Annars held ég nú að þú hafir erfiðari störfum að sinna en nokkur kona önnur hér um slóðir. En laun þín eru líka mikil, dásamleg laun“ „Adam, ég er hrædd um að örið á enninu á mér hverfi aldrei" „Læknirinn sagði að það myndi hverfa með tímanum“ „Stundum hvítnar það og sézt varla, en svo kemur það bara aftur. Sýnist þér það ekki með dekksta móti í dag?“ „Nei, ekki sýnist mér það“ En það var með dekksta móti og líktist helzt fari eftir stóran þumalfingur. Hann studdi fingr- inum á það og hún vék höfðinu til hliðar: „Nei, kondu ekki við það“, sagði hún. — „Það er svo sárt ennþá. Það verður bara rautt, ef þú snertir það“ „Það hverfur áreiðanlega með tíð og tíma. Allt tekur sinn tíma, eins og þú veizt“. Hún brosti til hans, en þegar hann snéri sér við og gekk í burtu voru augu hennar svip- brigðalaus og dauf og hún horfði ekki á eftir honum. Hún færði sig órólega til í sætinu. Barnið brölti innan í henm og olli henni óþægindum. Hún hallaði sér aft- ur á bak í sætinu oð það slakn- aði á öllum líkamsvöðvum henn- ar. Hún beið. Lee kom að stólnum hennar, sem stóð undir stærsta eikar- trénu: — „Missi vilja te?“ „Nei, jú annars. Ég held að mig langi í einn bolla“ Augu hennar hvíldu rannsak- andi á honum, en henni tókst ekki að lesa neitt svar í dökkbrún um augum hans. Hann gerði hana svo undarlega óróa og eirðar- lausa. Cathy hafði alltaf getað rutt sér braut inn í sál hvers karl manns og kallað fram hvatir hans og fýsnir. En hjá Lee rak hún sig á mótstöðu, sem ekki varð yfir- stiginn. Andlit hans var magurt og viðfelldið ennið hátt og greind arlegt og um varir hans lék stöð- ugt bros. Langi svarti, glansandi hárpískurinn með mjóu silki- slaufunni, hékk fram yfir aðra öxlina og hreyfðist í takt við fótaburðinn. Þegar Lee var að vinna einhver störf, vafði hann fléttunni um höfuð sér. Hann var í aðskornum bómullarbuxum, svörtum hælalausum morgun- skóm og víðum, kínverskum stuttjakka. Hvenær sem hann kom því við faldi hann hendurn- ar upp í víðum ermunum, er hann var hræddur um þær. „Ég koma með litla borðið“, sagði hann, hneigði sig lítið eitt og gekk hljóðlega í burtu. Cathy horði á eftir honum og hleypti brúnum. Hún var ekki hrædd við Lee, en hún fann held- ur ekki til neins öryggis i návist hans. En hann var duglegur og kurteis þjónn, trauðla betri fund- inn. Og hvaða mein gat hann gert henni? Sumarið hélt innreið sína í dal- inn og Salinas-fljótið hvarf niður í jörðina eða myndaði græna stöðupolla undir háum árbökk- um. Kýrnar lágu og móktu allan daginn í forsælu víðirunnanna og það var aðeins í náttsvalanum, sem þær héldu til beitar. Grasið varð rauðjarpt á litinn og kvöld- golan, sem blés niður dalinn, þyrl aði upp ryki og mistri, sem var líkast þéttri þoku, og fevkti því upp í loftið, jafnvel upp fyrir hæstu fjallahnúkana. Rætur viili- hafranna stóðu berar, þar sem vindurinn blés jarðveginum burtu. Yfir sviðna og sólþurrkaða jörð fuku strá og greinar unz ein- hver jarðfastur hlutur batt endi Frartitillarstcirf Eitt stærsta framleiðslufyrirtæki bæjarins vill ráða ungan og reglusaman mann á skrifstofu. Eiginhandar- umsókn, er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, sendist afgr. Morgbl. merkt: Framtíð —5110. Ný sending sumarkjólar Skólavörðustíg 17. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd AND I'VE *^ NEVER GiVEN HWV\ THIS LE7TER.'' 1) — Móðir Petu dó í snjóflóð- nu, en Petu litlu var bjargað. 2) — Hallur hélt alltaf að kon - PAT'S FATHEE ALWAVS TMOU6HT HIS WIFE LEFT HIM BECAUSE HE WAS PART INDIAN...SO AU-THESE VEARS HE'S HATED HER j AND THE INDIANS... an hefði ætlað að yfirgef: hann, vegna þess að hann var af Indíán- um kominn. Þess vegna hefur hann ætíð hatað alla Indíána. 3) — Vegna hins skammsýna haturs hans hef ég aldrei sagt honum þetta. 4) — Og ég hef heldur aldrei lótið hann fá þetta bréf. á ferðalag þeirra. Og litlir steinar ultu og skoppuðu í undarlega hlykkjóttum dans, fram og aftur, hraktir af hviklyndum storm- sveipum. Það kom brátt í ljós hvers- vegna Sanchez gamli hafði valið húsinu sínu stað niðri í litiu lægð inni. Hvorki vindurinn né ryk- fokið náðu þangað svo að nokkru næmi og jafnvel þótt uppsprettan. þornaði að mestu leyti, þá seytl- aði þó alltaf kalt og ferski vatn þar. En þegar Adam leit yfir hið þurra rykfallna land sitt, kenndi hann þeirrar skelfingar, sem aust anmenn fá jafnan að kynr.ast á fyrstu dvalarárum sínum í Cali- forníu. Adam sendi Lee með bréf til Samúels Hamilton, þar sem hann bað Samúel um að heimsækja sig og gefa sér góð ráð viðvíkj- andi brunngreftri á þesari nýju landareign sinni. Samúel sat í forsælunni og horfði á Tom son sinn, sem var að búa til gildru fyrir þvotta- birni, þegar Lee ók í hlað á vagni Adams Trask. Lee dró hendurnar upp í jakkaermar sínar og beið. Samúel las bréfið. — „Tom“, sagðiwhann, „Heldurðu að þú get- ir annazt búverkin hérnaámeðan ég skrepp niður í dal og tala um vatn við þyrsta sál? „Má ég ekki fara með þér? Þú þarft kannske á einhverri hjálp að halda“ „Við að tala? O, ekki held ég það. Brunngröfturinn «jálfur byrjar ekki fyrst um sinn, sé nokkuð að marka mína rejmslu. Það þarf mikið að athuga og margt að tala, þegar um brunn- gröft er að ræða. — fimm til sex hundruð orð á móti hverri mold- arskóflu“ „En mig langar til að fara með þér, Er það ekki heim til Trask? Ég sá ekki, þegar hann korn hing að“ „Þú færð það, þegar gröft- urinn byrjar. Ég er eldri en þú og þess vegna hefi ég rétt til að segja síðasta orðið í þessu máli, Sko Tom, þarna gæti hver einasti þvottabjörn stungið litlu lopp- unni út og opnað búrið. Þú veizt hvað þeir eru liðugir" „Sjáðu lokuna þarna. Þegar hún er komin á sinn stað, getur enginn opnað gildruna, ekki einu sinni þú“ „Ég er nú ekki eins lipur og þvottabjörn. Annars held ég að þetta sé bara býsna vel gert hjá þér Tom, viltu leggja hnakkinn á Doxology, drengur minn, á með an ég skrepp inn og segði móður þinni hvert ferðinn sé heitið?“ „Ég koma með vagn“ sagði I-ee. „Já, en ég þarf einhvernveginn að komast heim aftur“ „Ég aka yður heim aftur“ ailltvarpiö Fimmtudugur 13. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,30 Harmonikulög (plöt ur). 20,30 Nóttúra íslands; IX. erindi: Úr sögu íslenzkra jökla- rannsókna (Sigurður Þórarinsson jai-ðfræðingur). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: — „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XXIV. (Séra Sveinn Vík- ingur). 22,10 Upplestur: Lárua Salómonsson les frumort kvæði — 22,25 Sinfónískir tónleikar (plöt- ur). 23,10 Dagskrárlok. Föstudagur 14. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um víða vei*öld“. —Ævar Kvaran leikari flytur þóttinn. 20,55 Is- lenzk tónlist: Lög eftir Sigfúa Halldórsson (plötur). 21,15 Er- indi: „Barnið og brúðan (Viktoría Bjarnadóttir). 21,35 Tónleikar (plötur). 22,10 Garðyrkjuþáttur: Fjölærar blómplöntur og runnar (Jón Rögnvaldsson ráðunautur á Akureyri). 22,25 Harmonikulög: Franco Scarica leikur (plötur). 23,00 Dagskrérlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.