Morgunblaðið - 13.06.1957, Side 19
Fimmtudagur 13. júní 1957
MORCllIV BL ABIÐ
19
Te/ur ekki stafa hœttu
af „Taiwan-flugunni''
í Evrópu
Genf, 12. júni.
rLSMAÐUR alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar lét svo um
mælt í dag, að ekkert benti enn til þess að „Taiwan-flugan“
væri komin til Kvrópu og sérfræðingar teldu einnig litla hættu á
því. Þrátt fyrir það kvatti hann til hinnar ýtrustu varkárni og
strangrar gæzlu til þess að hefta útbreiðslu sóttarinnar.
í Indlandi og Japan geisar sótt-
in hvað mest og einnig hafa bor-
Landsleikur
izt fregnir um að hún væri kom-
in til Pakistan. Hins vegar virð-
ist hún um garð gengin í Cam-
bodia.
Frakkar hafa gert varúðarráð-
stafanir gegn því að sóttin berist
til Frakklands með ferðafólki frá
Asíu — og ná þessar ráðstafanir
sérstaklega til flugfarþega. —
Meðal fcirþega til Parísar frá
Pakistan í dag var maður, sem
kennt hafði lasleika á leiðinni.
Var hann settur í sóttkví á flug-
vellinum, en eftir rannsókn var
honum sleppt þar sem sannað
þótti, að hér var. ekki um inflú-
enzu að ræða.
Franskur sérfræðingur hef-
ur látið svo um mælt, að eins
og veðráttu sé nú háttað í
Evrópu sé lítil hætta á að
„Taiwan-flugan“ nái út-
breiðslu. Öðru máli væri að
gegna að haustlagi. Frakkar
hafa samt undirbúið sig vel
og geta framleitt mikið magn
af varnarlyfi á skömmum
tíma, ef nauðsyn krefur.
Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengdabörnur.i,
systkinum og vinum, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu
7. júní, með rausnarlegum gjöfum, heimsóknum og skeytum
og sýndu mér hlýhug á margan ógleymanlegan hátt.
Jósteinn Kristjánsson,
Efstasundi 87,
Reykjavík.
Krúsjeff og Bulganin
halda heim í dag
HELSINGFORS, 12. júní. — íjhafi boðið Finnlandsforseta að
dag lauk hinni opinberu heim-l sækja þá heim í Kreml, en heim-
Framh. af bls. 1.
en áhorfendur voru rúmlega 26
þúsund.
Svo sem kunnugt er eiga
Norðmenn að leika landsleik
við íslendinga á þessu sumri
Norðmenn tóku strax forystuna
í dag, er þeir skoruðu þegar 10
mín. voru af leik eftir mistök
hjá ungversku vörnirmi. í upp-
hafi síðari hálfleiks tóku Ung-
verjarnir að sækja mjög á, en
norska vörnin stóð föst og tókst
ekki að rjúfa hana.
Leikurinn var harður og mjög
skemmtilegur.
Svo sem kunnugt er hafa
Ungverjar staðið einna fremst
í knattspyrnu í Evrópu og
koma úrslitin því mjög á ó-
vart þeim, sem ekki vita, að
í uppreistinni í Ungverjalandi
í haust flýðu margir af beztu
knattspyrnumönnum landsins
vestur fyrir járntjald.
LONDON, 12. júní. — Vestur-
veldin þrjú, Frakkland, Bretland
Og Bandaríkin, hafa hafnað til-
lögu Rússa um að stórveldir. und-
irriti sameiginlega yfirlýsingu til
fordæmingar valdbeitingu í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins. í orðsendingu þess efnis, sem
bift var í dag, segir og, að slíkt
sé ekki nauðsynlegt. Fjórveldin
hafi þegar heitið að beita ekki
valdi, því að slíkt framferði
sókn Krúsjeffs og Bulganins til
Finnlands með því að fulltrúar
finnsku stjórnarinnar undirrit-
uðu ásamt Rússunum sameigin-
lega yfirlýsingu landanna. Fjall-
ar hún einkum um, að treysta
beri sambúðina svo og að banna
þurfi allar tilraunir með kjarn-
orkuvopn.
Þá hafa verið gerðir miklir
verzlunarsamningar og mun
verzlunin aukast um 100 milljón-
ir rúbla. Einkum munu Finnar
auka kaup sín á brennsluefni frá
Rússlandi.
Frétzt hefur, að þeir félagar
brjóti í bága við stofnskrá SÞ.
Vesturveldin eru þeirrar skoð-
unar, að mun gagnlegra fiiðinum
í löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins verði, að Rússar sýni í
verki einlægan vilja til þess að
jafna deilur ísraels og Araba-
ríkjanna.
Þá er vísað á bug hinum marg-
endurteknu staðhæfingum Rússa
þess efnis, að Bagdad-bandalagið
sé árásarbandalag.
sóknartíminn hefur enn ekki ver-
ið ákveðinn.
Bulganin og Krúsjeff munu
halda heimleiðis á morgun og
munu þeir hafa margt góðra
gjafa meðferðis. Þar á meðal
eimreið þá, er Lenin flýði í til
Finnlands árið 1917 dulbúinn
sem vagnstjóri.
Gísli Einarsson
liéraðsdómslögmuður.
Málflulningsskrifstofa.
Laugavegi 20B. — Sími 82631.
Sigurgeir Sigurjónsson
Hæstarcltarlögmaður.
Aðalstræti 8. — Sími 1043.
Gunnar Jónsson
Lögmaður
við undirrétti og hæstarétt.
Þingholtsstræti 8. — Sími 81259.
Vilja að Rú ssar sýni einlægan vilja
Leikförin til K-hafnar og
Oslóar er nú hafin
5 — 'Steindór
gullsnui
Vahgötu 48 . $tmi 8152
Kristján Guðlaugssor
20 MANNA leikflokkur frá Þjóð-
leikhúsinu fór í gær áleiðis til
Kaupmannahafnar og Osló, þar
sem hann mun sýna sjónleikinn
Grænlenzka Séð
í LESBÓK Morgunblaðsins 9.
júní sl. er getið um fjárkaup
danska fjárræktarmannsins Val-
söe árið 1915, að hann hafi keypt
175 kindur í Skagafirði. Hér við
má bæta, að eftir fjárskiptin í
Skagafirði keypti hann einnig fé
í Húnavatnssýlu, að minnsta
kosti á 2 bæjum: Haga og Sveins-
stöðum, en á þessum bæjum voru
þá rekin sauðfjárkynbótabú.
Talað var um, að Valsöe þætti
ekki sérlega vandlátur á féð enda
fremur spar á greiðslur, en þeg-
ar hann sá féð í Haga og á Sveins
stöðum, sótti hann fast eftir
kaupum og hækkaði verðið. Á
Sveinsstöðum keypti hann aðal-
lega hrúta, en veturgamlar gimbr
ar í Haga. Ekki man ég, hversu
margt hann keypti.
„Gullna hliðið" eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi.
f Kaupmannahöfn mun flokk-
urinn sýna í Folketeatret, en það
hefur boðið öllum Þjóðleikhúsum
Norðurlanda að heimsækja leik-
húsið með leiksýningar í tilefni
af hundrað ára afmæli þess.
í Folketeatret verða tvær sýn-
ingar á „Gullna hliðinu", þann
14. og 15. júní. Síðan verður hald-
ið til Osló og leikurinn sýndur
þar í Nationalteatret, í boði þess,
þann 18. júní.
Lárus Pálsson stjórnar þessum
sýningum á „Gullna hliðinu" og
leikur auk þess eitt aðalhlutverk-
ið, Óvininn. Arndís Björnsdóttir
og Brynjólfur Jóhannesson fara
með hlutverk kerlingar og Jóns
bónda.
Hljómsveitarstjóri Þjóðleik-
hússins, dr. Urbancic, er með í
förinni og mun hann stjórna tón-
list Páls ísólfssonar á sýningun-
um. í fjarveru hans annast
Ragnar Björnsson hljómsveitar-
stjórn á sýningum óperettunnar
„Sumar í Týról“ í Þjóðleikhús-
inu.
Davíð Stefánsson mun lesa
prologus leiksins á öllum þrem
sýningunum.
hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.
Austurstræti 1. Sími 3400.
M.S DRONNING
ALEXANDRINE
fer frá Kaupmannahöfn 17.
júní (via Grænland) til Reykja-
víkur. Verður í Reykjavík 3. júlí.
Flutningur óskast tilkynntur sem
fyrst til skrifstofu Sameinaða í
Kaupmannahöfn.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Erlendur Pétursson.
Vinna
Hreingerningar
Sími 2173. — Vanir og liðlegir
menn. —
I. O. G. T.
St. Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30. Inntaka.
Mælt með umboðsmanni. Kosning
fulltrúa til stórstúkuþings. Rætt
um sumarstarfið og sumarferða-
lög. Mætum öll í kvöld. — Æ.t.
Sankomur
Hjálpræðisherinn
f kvöld kl. 8,30.: Almenn sam-
koma. — Velkomin.
Ásgeir L. Jónsson.
Skrífstofur flugmálastjóra
verða lokaðar frá hádcgi í dag, fimmtudaginn
13. þ. m. vegna jarðarfarar.
Hjartanlega þakka ég börnum mínum og öllum vinum og
vandamönnum, sem glöddu mig á 70 ára afmælisdaginu
minn, með gjöfum, heimsóknum, skeytum og sýndu mér hlý-
hug á margan ógleymanlegan hátt.
Guð blessi ykkur ölL
Matthías Eyjólfsson,
Hörpugötu 11, Reykjavík.
Börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, frændfólki
og vinum, sem glöddu mig með rausnargjöfum, skeytum,
blómum og hlýjum handtökum á 80 ára afmæli minu 7. júní
og gerðu mér daginn ógleymanlegan, votta ég öllum innilegt
þakklæti.
Guð blessi ykkur öll.
Bjarney Einarsdóttir.
I
Lokað
vegna sumarleyfa til 5. júlí nk.
BALTIC TRADING CO. HF.
Móðir okkar
SÓLVEIG GUfiMUNDSDÓTTIR,
frá Efstadal í Ögursveit,
lézt 2. júní.
Jarðarförin hefur farið fram.
Sigríður Ólafsdóttir,
Óskar Sigurvin Ólafsson.
Sonur minn
GUÐBJARTUR,
var jarðsunginn á Hellissandi þann 6. júní.
Séra Magnúsi Guðmundssyni og öðrum, sem sýndu mér
hlýjan hug, þakka ég hjartanlega.
Ásta Vigfúsdóttir.
Útför. móðursystur minnar
INGUNNAR BERGMANN,
frv. húsmæðraskólakennara,
sem andaðist 10. þ. m., verður gerð frá Dómkirkjunni næst-
komandi föstudag kl. 13,30.
Ingibjörg Bergmann Björnsdóttir.
Móðir okkar
ÞÓRA ÞORVARÐARDÓTTIR,
frá Jófríðarstöðum,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14.
þ. m. — Athöfnin hefst með bæn á heimili hennar, Hring-
braut 54, klukkan 1,30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnánir.
Guðmundur Magnússon,
og systkini.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er vottuðu mér
samúð og vináttu við ándlát og jarðarför konunnar
minnar
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR
Laxárdal, Gnúpverjahreppi,
Sérstaklega vil ég þakka læknum og hjúkrunarliði
Landakotsspítala.
Högni Guðnason.