Morgunblaðið - 04.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.1957, Blaðsíða 11
Kmmtudagur 4. júlí 1957 MORGUTSBIAÐIÐ n Rósa Kristiánsdóitir Mimdng RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR var fædd að Ánanaustum í Reykja- vík 30. sept. 1870. Hún ólst að mestu upp í Þingvallasveit, lengst af að Skógarkoti, því að hún missti föður sinn kornung og komst þá til vandalausra. Rósa kynntist fljótt erfiðleikum lífs- ins og hefði nóg getað af þeim sagt eftir langa ævi. Skaplyndi hennar var þó svo háttað, að hún hélt ætíð hinu betra á lofti og létti það mjög ævistig hennar. En fram á efri ár átti hún löngum við þröngan kost að búa. Á því varð sem betur fer breyting hin síðari ár. Þau lifði hún í skjóli Kristínar dóttur sinnar og manns hennar og naut þá umhyggju fjölmenns og vaxandi afkomenda hóps. Hún andaðist 27. júní sl. og fór útför hennar fram í gær. Rósa giftist Kristjáni Guð- mundssyni 1898 og missti hann 1931. Þau áttu 6 börn. Þrjú þeirra eru á lífi, Sigríður, Kristín og Kirstján.Eitt barnið dó ungt en 2 uppkomin: Guðrún og Guðmund ur. Guðmundur vann lengi við i Morgunblaðið en var heilsuveill cg lét móðir hans sér mjög annt urn hann. Þau Rósa og Kristján voru fá- tæk alla sína búskapartíð. I fyrstu áttu þau heima austur í Árnessýslu enda var Kristján upprunninn úr Biskupstungum. Ekki gátu þau þá ætíð búið sam- an og fluttu til Reykjavíkur 1906, þar sem þau dvöldu síðan. Áttu þau þá lengst af heima á Skóla- vörðustíg 11 í húsi, sem nú er búið að rífa fyrir löngu. Krist- ján var mun eldri en Rósa og lét hún ekki sitt eftir liggja að vinna fyrir heimilinu. Hún gerði hreint hjá einstaklingum, í búð- um og á skrifstofum. Hún var því seint og snemma á ferli með fötu og kúst, létt á fæti, sjálfsagt öðru hvoru þreytt en ætíð skraf- hreyfin og oftast hress í tali. Prjónaskap stundaði Rósa af kappi, einkum hin síðari Sr, eft- ir að hún hætti að vinna úti. Verk vildi hún helzt ekki láta sér úr hendi sleppa. Rósa hafði ánægju af góðum félagsskap. Kaffisopa þótti henni RACNAR JÓNSSON gott að þiggja og lengi var hún tryggur meðlimur Verkakvenna- félagsins Framsóknar, Kvenfé- lags Fríkirkjusafnaðarins, síðar Óháða safnaðarins og hin síðari ár Félags Biskupstungnamanna. Samvizkusemi Rósu var mikiL Stundum sögðu foreldrar mínir, að hún teldi rófurnar í garð- inum heima til þess að fylgjast betur með því, að ekki væri hnuplað úr honum. Fyrir kom, að hún ætti í ýfingum við óþekka stráka, en allt færði hún það til betri vegar og minntist eftir á þess eins, sem til góðs horfði. Okkur, sem munum hana frá bernsku þykir nú sjónarsviptir að því að hitta hana eigi framar og skrafa við hana um löngu liðna daga, en fögnum því, að hún hafði þegar í þessu lífi haf- ið uppskeru þeirra ávaxta, sem heitnir eru þeim, sem trúlega gæta síns hlutskiptis. Bjarni Benediktsson. Bútasala Gluggatjaldaeíni margar gerðir á hagstæðu verði. Laugavegi 116 Tækifærisverð: Kvenskór með háum hæl og treikvart hæl Verð 98 kr. Áður kr. 237,00 Garðastræti 6 Málning HÖRPUSILKI úti oe inni hvítt — svart — mislitt HARPO útimálning og þakmálning JÖKULL oe SÍGLJÁI Janan lökk Ódýrir penslar Málningasprautur HELGI MAGNÚSSÖN & CO. TIL SÖLU Mercedes-Benz 220 A sem nýr, rauður að lit með útvarpi, miðstöð og hall- anlegum stólum, klæddur að innan með ekta skinni, er til sýnis allan daginn í dag á Sérleyfisstöð Steindórs, Hafnarstræti 7. Lélegur amerískur BÍLL óskast keyptur. — Tilb. sendist Mbl. f. nk. miðvlku- dag merkt; Lélegur — 5706. Rösk afgreiðslustúlka óskast strax K1DDABÚÐ hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 7752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Hafnarstræti 19 — Sími 3184 Njálsgötu 64 Síðasta stórmót sumarsins í frjálsíþróttum Finnar — ísBendingar — Danir Kl. 8 í kvöld fer fram stórmót í frjálsum íþróttum á íþróttavellinum. Á mótinu keppa tveir af fræknustu íþróttamönnum Finna, ásamt flestum landsliðsmönnum Dana og íslendinga. Keppnisgreinar: 100 m, 1000 m, 3000 m, 110 m grind, 400 m grind, 4x100 m, kúluvarp, kringlukast, sleggjukast, stangarstökk og langstökk. — Hver sigrar? Piironen, Valbjöm eða Larsen? — Nú er kringlukastið spennandi. — Tekst Pétri að sigra Mildh í 110 m grind? — Setur Hilmar met í 100 m? — Sjáið síðasta stórmót sumarsins. Mótsnefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.