Morgunblaðið - 05.07.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.07.1957, Qupperneq 1
20 síðut 147. tbl. — Föstudagur 5. júlí 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Er Krúsjeff orð/nn eínvaldur Rússlands ? Eyjólfur J. Eyfells AÐ ÞESSU sinni eru sýnd í sýn- ingargiugga Morgunblaðsins verk eftir Eyjólf J. Eyfells. Eyj- ólfur er nú 71 árs að aldri ®g er þvi einn af elztu málurum okkar. Hann er ættaður undan EyjafjöSlum, en fluttist ungur að Súluholti í Flóa. Átti hann þar heima öll ungiingsárin og fram yfir tvítugt, en árið 1908 fluttist hann til Reykjavíkur. Eyj ólfur er ekki einn listmálara úr Flóanum, því að Ásgrímur Jóns- son ólst upp á næsta bæ við hann og voru þeir beztu kunn- ingjar. Er til Reykjavíkur kom hóf Eyjólfur nám í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar, sem nefndur var hinn oddhagi, og stundaði námið í þrjú ár. Skömmu síðar, eða 1914, fór Eyjólfur fyrst að mála. Efndi hann brátt til sýn- inga, en hélt árið 1921 til Þýzka- lands og stundaði nám í Dresden. Öðru sinni fór hann til Dresden tveim árum síðar, enn til náms. Eftir að Eyjólfur kom heim hélt hann áfram að mála og efndi til f jölmargra sýninga bæði í Reykjavík og nágrennl. Til Lon- don fór hann árið 1936 til þess að kynna sér verk enskra málara og dvaldist þar í nokkra mánuði. Efndi hann til sýningar í London og sýndi hér heima skömmu eft- ir heimkomuna. Síðan hefur Eyj- ólfur Eyfells ekki efnt til sýn- ingar á verkum sínum, en málað hefur hann engu að síður alla tíð síðan. Kveðst hann sjálfur vera impressioniskur naturalisti og æ- tíð hafa farið sínar eigin götur. Engin þeirra mynda, er Eyj- ólfur sýnir, er til sölu. Ævilan«t farigelsí PARÍS, 4. júlí: — Hæstiréttur Ungverjalands hefir kveðið upp dóm yfir rithöfundunum Obers- ovski og Cali, sem ákærðir voru fyrir „byltingarstarfsemi“. Þeir höfðu áður verið dæmdir til dauða, en fjölmargir heimsfræg- ir rithöfundar sendu Kadar- stjórninni mótmæli og hefir hæstiréttur Ungverjalands nú breytt dauðadóminum í ævilangt fangelsi. Margt þykir benda til Jbess, að hann hafi stuðning hersins Lundunum, 4. júlí: OÍÐDEGIS í dag tilkynnti Moskvuútvarpið, að Molotov, ^ Malenkov og Kaganovitsj hafi verið reknir úr ráð- herraembættum sínum, en áður hafði verið skýrt frá því, að þeir hefðu verið reknir úr ábyrgðastöðum kommúnista- flokksins. — Molotov var sviptur embætti aðstoðarforsætis- ráðherra og ráðherra skipulagsmála ríkisins, Malenkov var sviptur embætti aðstoðarforsætisráðherra og raforkumála- ráðherra og Kaganovitsj embætti aðstoðarforsætisráðherra. Shepilov og Sahorov, sem einnig hafa verið reknir úr ábyrgðastöðum innan kommúnistaflokksins, áttu ekki sæti í ríkisstjórninni. Moskvuútvarpið segir, að hvarvetna hafi alþýða Rússlands haldið fjöldafundi í dag og látið í ljós reiði sína yfir flokks- fjandsamlegri starfsemi þessara manna. Alþýða Ráðstjórn- arríkjanna hafi lengi treyst þeim. — öllum þessum mönnum var bæði vísað úr stjórnarnefnd miðstjórnar kommúnista- flokksins og úr miðstjórninni sjálfri. Áður hefir verið getið um ákærurnar á hendur þeim. HVAÐ VERÐUR UM GROMYKO? Ekki er enn vitað um afdrif Gromykos, utanríkisráðherra, eftir stjórnarbreytingarnar. Hann var talinn skjólstæðingur Molo- tovs, þegar hann tók við utan- ríkisráðherraembættinu af Shepi lov og því haldið fram, að Krús- jeff hafi á sínum tíma skipað hann í embætti til að ná sam- komulagi við Molotov. Þá má geta þess, að Moskvuút- varpið tilkynnti í gærkvöldi, að Alexij Pavlenko hafi verið skip- aður eftirmaður Malenkovs sem raforkumálaráðherra. Hafði hann þetta embætti með höndum á ár- unum 1945—1955, eða þangað til Malenkov tók við því. „UNGUR OG ÓRE¥NDUR“ Mikoyan, sem enn einu sinni hefir sloppiff í gegnum hreins- unareldinn, sagffi í bandaríska sendiráffinu í dag, þar sem hann var gestur á þjóffhátíff- Allir í sömu gröf BREZKA stórblaffiff The Tim- es ræffir ýtarlega um atburff- ina i Moskvu síðustu daga og segir, að máliff sé hiff flókn- asta. Blaðiff segist ekki skilja, hvernig þaff hangi saman, aff fjórmenningarnir séu í sömu klíkunni, þar sem ekki sé hægt aff sjá annað af ferli þeirra undanfarin ár en þeir hafi veriff á öndverffum meiff um framkvæmd stefnunnar. Kaganovitj og Molotov hafi t. d. viljaff leggja höfuffáherzl- una á þungaiffnaðinn — stefna þeirra hafi alltaf veriff í fullu samræmi viff stefnu Stalíns. Malenkov og Shepilov hafi hins vegar veriff nefndir „frjálslyndir umbótamenn“ og hafi þeir einna helzt barizt fyrir því, aff framleiðsla neyzluvarnings yrffi aukin. Blaffið hallast loks einna helzt aff þeirri skoffun, aff þessir menn hafi allir átt samstöðu í því aff fella Krúsjeff. — En þeir hafi fallið á sjálfs sín bragffi, allir í sömu gröf. ardegi Bandaríkjanna, að sennilega yrffu engar breyt- ingar í Rússlandi þrátt fyrir hreinsanirnar. Þaff, sem breytt ist, yrffi þá til batnaðar, sagði hann. — Þetta er hiff fyrsta, sem heyrist frá rússneskum ráðamanni eftir breytingarn- ar. — Þegar Mikoyan var aff því spurffur, hver væri ástæff- an til, aff Pervukin hefffi einnig verið lækkaður í tign, svaraði hann ósköp rólega: „Hann er of ungur og óreynd- ur“. KRÚSJEFF EINVALDUR? Krúsjeff var væntanlegur til Prag í gær, en á síðustu stundu sendi hann skeyti þess efnis, að hann yrði að fresta förinni „vegna óvenjumikilla anna“. Skeytið kom ekki fyrr en allt var tilbúið undir móttökurnar, meira að segja herma fregnir, að rauð- ur dregill hafi beðið foringjans á flugvellinum. — í dag skýrði Tassfréttastofan frá því, að þeir Krúsjeff og Búlganin væru vænt- anlegir í opinbera heimsókn til Tékkóslóvakíu hinn 8. júlí n.k. — í framhaldi af þessari frétt er leitt getum aff því, hvort Krúsjeff sé ekki orffinn einvaldur í Rúss- landi. Segja stjórnmálafréttarit- arar, aff margt bendi til þess, aff herinn og leynilögreglan styffji hann a. m. k. í bili. Svíakontmgur ánægður STOKKHÓLMI — Þegar konung- ur og drottning Svíþjóðar komu úr íslandsför sinni, var hið feg- ursta veður í Stokkhólmi. Kon- ungsvélin fékk beitivind alla leiðina, og var konungur mjög ánægður með ferðina. Vélin kom til Svíþjóðar nokkrum mínútum fyrr en ráðgert var. Þegar flug- vélin var sezt, lét konungur þau orð falla, að heimsóknin til ís- lands hefði verið ógleymanleg. íslendingar hefðu verið ákaflega vinsamlegir og veðrið hefði ver- ið hið fegursta og hitinn næstum því 15 gráður í skugga. Krúsjeff sagffi í vetur: „Viff erum allir Stalínistar, ef nauffsyn kref- ur“. RÁÐHERRUM SPARKAÐ Þá herma fregnir, að í kjölfar breytinganna í Moskvu hafi tveir kommúnistaleiðtogar í Rúmeníu verið reknir úr embættum. — Fregnir frá Peking herma einnig að tveimur ráðherrum hafi verið vikið úr embættum. Þeir ku báðir hafa játað undirróðurs- starfsemi gegn flokknum og kommúnistastjórn landsins. ★ ★ T J ÓRNMÁLAFRÉTT ARIT- ARI brezka útvarpsins sagði í gær, að brottrekstur fjórmenn- inganna Molotovs, Kaganovitsj, Malenkovs og Shepilovs, úr em- bættum og miðstjórninni, svo og hinar alvarlegu ákærur á hendur þeim, hafi verið aðalumræðuefni blaða um allan heim. Síðan gaf hann Rússlandsmálasérfræðingi Manchester Guardians orðið. Sér fræðingurinn sagði, að þessir at- burðir sýndu, að Krúsjeff óttað- ist, að eining kommúnista- flokksins sé í hættu. Þess vegna hafi hann gripið til þess ráðs að lýsa því yfir, að fjórmenning- arnir hefðu unnið skemmdar- starfsemi í flokknum og skaðað hann á margan hátt utanlands og innan. Þetta væru sömu ákærur og á hendur Berí'a á sínum tíma, en til slíkra ásakana hefði Stalín einnig gripið, þeg- ar hann ruddi mönnum úr vegi. Þá benti hann á, að það hafi ekki verið nægileg ákæra á hend ur fjórmenningunum, að þeir hefðu verið á öndverðum meið við stefnu Krúsjeffs sjálfs. Ekk- ert minna dugði en ásökun um skemmdarstarfsemi og föður- landssvik. Svikarar eru yfirleitt skotnir í Sovétríkjunum, enda er lagaheimild fyrir því. Krúsjeff á því betri leik á borði, ef hann getur sannfært einhvern hluta þjóðarinnar um það, að fjór- menningarnir hafi verið svikar- ar, og þá á hann auðveldara með að láta til skarar skríða gegn þeim. Nehrú ræddi mál þetta á blaða mannafundi í Lundúnum í dag og benti m. a. á þá staðreynd, að unga kyiislóðin hugsi allt öðru vísi en hin eldri og því sé líklegt, að ýmislegt breytist í Ráðstjórnarríkjunum, þegar hún fer að láta að sér kveða. — í Júgóslavíu hefur brottrekstur fjórmenninganna vakið mikla at hygli. Júgóslavnesku blöðin fagna tíðindunum og segja, að þessir atburðir eigi eftir að stuðla Frh. á bis. 2. Asíuinflúeiisaii HAAG, 4. júlí: — Heilbrigffis- málaráffuneytið hollenzka hef ur látiff þá skoffun sína í ljós, aff Asiuinflúenzan svonefnda muni breiffast út um alla Ev- rópu, og sennilega um allan heim. Allt er gert til aff fram- leiffa bóluefni viff veikinni, enda þótt ástæða sé til aff ætla aff hún sé væg. Þá herma fregnir, aff engin ástæffa sé til aff bera þennan faraldur saman viff spönsku veikina svokölluðu, sem geis- affi í Evrópu 1918. Þessi inflú- ensufaraldur sé miklu vægari, a. m. k. enn sem komiff er. Kjör Petersens dæmf ógilt KAUPMANNAHÖFN, 3. júlí — Kjörbréfanefnd danska þingsins gaf í dag einróma úrskurff þess efnis, aff kjör Thorsteins Peter- sens til þings skuli ógilt talið vegna hæstaréttardóms, sem fall- inn er á hann. Mun Iiakon Djur- hus hljóta þingsætiff. 2-24-80 XO >-i 0 > a o 0 B § M co RITSTJORN AFCREIÐSLA AUCLÝSINCAR BÓKHALD PRENTSMIÐJA JÍluröimililaííiiJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.