Morgunblaðið - 05.07.1957, Page 2
2
M6RCI’ IV BLAÐIÐ
Fðstudagur 5. júlí 1957
Óeirdng arkitekta kom í veg fyrir
samkeppni um ráðhússteikning
Sex arkifektar vinna nú að feikningonni.
AFUNDI bæjarstjómar í gæt voru ráðhúsmálin til umræðu. Gerði
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri grein fyrir þeirri samróma
ákvörðun ráðhúsnefndar að fela 8 húsameisturum að vinna að
teikningum af ráðhúsinu, en bjóða ekki verkið út til samkeppni.
Umræðurnar hófust með því,
að Þórður Bjömsson gerði fyrir-
spum um það vegna blaðaskrifa
um málið og bréfs 14 arkitekta
til dagblaðanna, af hverju útboð
hefði ekki verið viðhaft um ráð-
húsið svo sem í upphafi hefði
komið til máls.
Gunnar Thoroddsen rakti sögu
málsins allt frá því, að ráðhús
nefndin var skipuð í des. 1955,
en hún átti að undirbúa og hrinda
í framkvæmd byggingu ráðhúss.
Var þá í upphafi rætt um það í
nefndinni að efna til samkeppni
um teikningar og tillöguupp-
drætti að hinu fyrirhugaða ráð-
húsi, en að sjálfsögðu með því
fororði, að sem flestir arkitektar
tækju þátt í samkeppninni.
Kn þegar ráðhúsnefnd var að
leggja síðustu hönd á útboðið,
lýsti meirihluti félagsmanna í
Arkitektafél. því yfir, að ef til-
tekinn húsameistari verði ekki
útilokaður frá þátttöku í þessari
samkeppni þá muni verða sára-
lítil þátttaka í samkeppninni.
Ráðhúsnefnd var sammála um
það, að það væri ekki í verka-
hring hennar að útiloka einn eða
annan húsameistara frá sam-
keppninni. Ákvað ráðhúsnefnd
að hætta við áform um útboð og
fara aðrar leiðir.
Það er þvi ekki ráðhúsnefnd,
sem komið hefir í veg fyrir
samkeppni, sagði borgarstjóri,
heldur óeining arkitektanna
sjálfra.
UÖNG TÖF OG KOSTNABUR
Varð nefndin þvi að taka
ákvörðun um það, hvort hún vildi
efna til samkeppninnar sem tæki
á annað ár, myndi kosta um hálfa
milljón króna og þar að auki
allar líkur til skv. forsögu máls-
ins að þátttaka yrði lítil.
Því varð nefndin samróma um
að leita annarra leiða og fól
8 kunnum arkitektum að vinna
saman að teikningu ráðhússins.
Tveir þeirra skoruðust undan
starfinu og vinna nú 6 arki-
tektar að teikningunum.
ÚTBOÐ A NORÐURLÖNDUM
Umræður urðu um málið, og
komu þeir Bárður Daníelsson,
sem átaldi harðlega framkomu
Arkitektafélagsins í málinu, og
Þórffiur Björnsson með þær rök-
semdir, að ef til vill væri hæpið
að fela svo mörgum að gera eina
teikningu og rétt hefði verið að
bjóða verkið út á Norðurlndum.
Því svaraði Gunnar Thorodd-
sen, að 16 arkitektar hefðu unnið
saman við að gera uppdrætti að
húsi Sameinuðu þjóðanna. Og nú
ynnu 4 arkitektar að uppdrátt-
um að nýju stjórnarráðsbygging-
unni og hefði ekki annai frétzt
en það samstarf gengi vel.
— Ég er á þeirri skoðun, hélt
borgarstjóri áfram, að íslenzkir
arkitektar eigi að teikna ráðhús
Reykjavíkur og því hafi ekki
verið ástæða til þess að efna til
samkeppni um teikningar erlend-
is. Arkitektar vorir standa er-
lendum starfsbræðrum þeirra
hvergi að baki.
Að lokum harmaði borgarstj.
það, að ekki hefði tekizt að
koma á samkeppni meðal ís-
lenzkra arkitekta um málið
vegna ofangreinds ágreinings.
Samkomulagstilraunir hefðu ver-
ið reyndar, mánuðum saman, en
árangurslaust.
LÍTILVÆG RÖKSEMD
Óskar Hallgrímsson hvað fram-
komu arkitektafélagsins í málinu
vítaverða, það hefði enga megin
þýðingu um verkið, hvort einn
maður mætti taka þátt í sam-
keppninni eða ekki. Þá kvaðst
hann algerlega sammála borgar-
stjóra um það, að íslenzkir menn
en ekki erlendir ættu að vinna
verkið.
Síðan var samþykkt dagskrár
tillaga frá Alfreð Gíslasyni, Auði
Auðuns og Gunnari Thoroddsen
að þar sem ráðhúsnefnd hefði
falið nokkrum húsameisturum
að gera sameiginlega uppdrátt
að ráðhúsinu og þar sem vænt-
anleg væri á næstunni greinar-
gerð ráðhúsnefndar, þá væri
tekið fyrir næsta mál á dagskrá.
í ráðhúsnefnd.eiga sæti Alfreð
Gíslason, Guðmundur Vigfússon,
Auður Auðuns, Jóhann Hafstein
og Gunnar Thoroddsen.
Heine
„ÞÝZK-ÍSLENZKA menningar-
félagið" nýstofnaða, sem er syst-
urfélag MÍR og hefur að mark-
miði aukin tengsl við A-Þýzka-
land, gengst um þessar mundir
fyrir sýningu á myndum úr lífi
þýzka skáldsins Heinrich Heine.
Var sýningin opnuð í gær af
Kristni E. Andréssyni.
LÁTRUM, 3. júlí. — Undanfarið
hefur verið hér ágæt heyskapar-
tíð og sláttur víða að hef jast. Gras
spretta lítur út fyrir að verða í
góðu meðallagi. Vorið var ágætt
og skepnuhöld alls staðar mjög
góð. — Fréttaritari.
w.'a ■■ >■,'■?
Myndin er af Piz Palu. Þar sem hvíta strikið er hröpuðu mennirnir.
Fjallgöngumaður lifði
af 700 metra fall
Pontresina, Sviss:
ALAUGARDAGINN hröpuðu tíu svissneskir fjallgöngugarpar,
þar á meðal tveir kvenmenn, sem voru á ferð í Ölpunum, niður
700 metra snarbratta fjallshlíð.
— Krúsjeff einvaldur?
Frh. af bls. 1.
að því, að dregið verði úr við-
sjám í heiminum. Einnig eru
blöðin þeirrar skoðunar, að at-
burðirnir eigi eftir að hafa heilla
vænleg áhrif á þróun sósíalism-
ans. Þá benda blöðin á, að fyrir
Júgóslava séu það góð tíðindi,
þegar áhrif þeirra manna, sem
bezt studdu Stalín á sínum tíma,
eru minnkuð og bezt sé það,
þegar slíkir menn séu fjarlægðir
úr áhrifastöðum. — Vestur-
þýzku blöðin segja, að nú loks
hafi valdabaráttan í Kreml orðið
heyrinkunn, þótt vitað sé, að
ólga mikil hafi verið undir niðri
allt frá dauða Stalíns. Undir yf-
irborðinu hefir alltaf logað í glæð
um valdabaráttu og ósamkomu-
lags, segja blöðin, og stundum
hefur glórt í þær. Sum blöðin
eru þeirrar skoðunar, að deilt ]
hafi verið um það, hvort halda
ætti fram gömlu Stalínstefnunni
og kúga lönd og þjóðir undir járn
hæl Rauða hersins eða reyna nýj-
Pestir
LUNDÚNUM, 4. júlí. — Löm-
unarveikifaraldur herjar nú í
Ungverjalandi, eins og skýrt
hefur verið frá í fréttum. Hafa
héröðin í norð-austurhluta lands-
ins orðið verst úti. Fréttir herma,
að slæm tilfelli séu nú orðin um
570 og enn breiðist veikin út.
Mikil hræðsla hefur gripið um
sig vegna útbreiðslu veikinnar,
enda óttast læknar, að hún eigi
eftir að færast í aukana með
haustinu. — Bólusetning við
veikinni hefur ekki farið fram í
Ungverjalandi.
Fregnir herma, að Asíu-inflú-
ensan breiðist út um Holland
frá hafnarborgunum. Fjöldi
manns hefur fengið veikina, að
því er fregnir herma; í sumum
skólum hafa allir nemendurnir
lagzt. Veikinnar hefur t. d. orðið
vart í Bussum, Amsterdam, Ut-
recht og Rotterdam. — Frá
Tékkóslóvakíu berast fregnir um
inflúensufaraldur, en ekki hefur
enn verið gengið úr skugga um,
hvort þar er á ferðinni Asíu-
inflúensan.
Frá Asíu berast þær fregnir,
að inflúensan sé í rénun á þeim
stöðum, þar sem hennar varð
fyrst vart. Undanfarið hefur hún
geisað í íran, Jemen, Aden og
þar um slóðir. — Þær fregnir
berast frá Bandaríkjunum, að
sex lyfjaverksmiðjur þar í landi
vinni nú að framleiðslu á bólu-
efni við Asíu-inflúensunni og er
vonazt til, að það verði tilbúið
með haustinu.
Þær fregnir berast frá Japan,
að læknar þar í landi þurfi nú
að berjast við nýjan sjúkdóm,
sem þar herjar, blóðsótt. Herma
fréttir, að ný inflúensuveira,
Nagoya 11, valdi veikinni. — Um
25 þús. menn hafa fengið veik-
ina, þar af hafa 1000 látizt. Um
1 milljón Japana hefur fengið
inflúensu í ár.
ar leiðir, slaka á klónni og afla
kommúnismanum vinsælda þann
veg. Segja blöðin, að Krúsjeff
hafi verið fulltrúi hinnar síðar-
nefndu stefnu.
’Á"
BREZKUM blöðum hefur orðið
tíðrætt um atburðina í
Moskvu. Times segir, að menn
hafi vitað, að stalínistarnir, sem
nú hafa verið reknir, hafi verið
að missa völd sín smám saman
undanfarna mánuði. Frá dauða
Stalíns hafi tvær spurningar
verið mönnum efst í huga: Hvort
gamla Stalínsstefnan mundi
verða allsráðandi áfram eða
hvort frjálslyndara stefna yrði
upp tekin. Víst sé, að fulltrúar
þessara tveggja andstæðu stefna
hafi skipzt í tvær fylkingar, en
svo virðist sem þær hafi sam-
einazt, þegar átökin í Ungverja-
landi náðu hámarki, en nú sé
þeim báðum rutt úr vegi. —
Blaðið segir, að ekki sé ósenni-
legt, að meiri breytingar verði
í Rússlandi sjálfu og Rússar verði
viðræðuhæfari á erlendum vett-
vangi. — Daily Express segir, að
Vesturveldin verði að horfast í
augu við þá staðreynd, að Rúss-
land sé mjög voldugt ríki, en
hinu beri ekki að neita, að þeir
dagar séu liðnir, þegar þjóðinni
var þjappað saman undir forystu
eins manns. — Daily Mail segir,
að atburðirnir nú séu hinir
merkilegustu, jafnvel þó að litið
sé á blóði drifna sögu Sovétríkj-
anna í heild. Blaðið segist engu
geta spáð um áhrif breytinganna
á alþjóðavettvangi, en bætir við,
að Krúsjeff hafi sýnt, að hann
sé slægur, ófyrirleitinn og óáreið
anlegur. Vesturveldin verða nú,
heldur blaðið áfram, að semja
við hann og þá stjórn, sem hann
veitir forystu, en geta þó hvorug-
um aðilanum treyst. Blaðið held-
ur því fram, að Malenkov hafi
sýnt mannlegri hliðar en Krú-
sjeff,eða eins og komizteraðorði:
hann hafi virzt vinsamlegri en
Krúsjeff í allri umgengni sinni
við alþýðu manna. The Western
Mail segir, að Vesturveldin geti
fagnað örlögum fjórmenninganna
með varkárni. Enginn geti ann-
að %n glaðzt yfir því, að Molotov,
maðurinn með járnhnefann og
„nei-ið“ á vörunum hafi verið
sviptur öllum völdum og áhrif-
um. Margar þjóðir eigi um sárt
að binda hans vegna, og hvernig
sem þessum málum annars reiðir
af, sé ástæða til dálítillar
bjartsýni.
★ ★
DÖNSKU blöðunum hefur verið
mjög tíðrætt um atburðina
í Moskvu og valdabaráttu leið-
toganna í Kreml. Segja má, að
þau séu sammála um eftirfarandi
atriði: Krúsjeff hefur unnið öt-
ullega að því að styrkja aðstöðu
sína frá því Stalín leið. í Rúss-
landi á sér nú stað einhver al-
varlegasta valdabarátta frá stríðs
lokum. Efnahagsstefna Krúsjeffs
hefur sætt mikilli gagnrýni, m.a.
hefur Molotov lagzt gegn henni
af öllum kröftum. Þessa andstöðu
hyggst Krúsjeff nú berja niður
með harðri hendi. — Enginn vafi
er á því, að mikil ókyrrð ríkir
nú í Rússlandi, einkum meðal
æskulýðsins. Alvarlegasta vanda-
mál, sem Kreml þarf að glíma
við, er þó ólgan í leppríkjunum.
Vandamálin þar voru ekki leyst
með hernaðarárásinni á Ung-
verja, eins og margir hafa hald-
ið, því að þar horfast Rússar enn
í augu við hina mestu erfiðleika.
Þá eru blöðin á einu máli um
það, að Rússum sé í hag, að dreg-
ið verði úr kalda stríðinu, þeir
þoli ekki áframhaldandi
„spennu“. Krúsjeff vilji varpa
Stalínsaðferðunum fyrir borð,
því að það sé nauðsynlegt fyrir
Rússa nú, að traust Vesturveld-
anna á þeim aukist aftur. Hann
álíti, að blíðubrosin og silki-
hanzkarnir séu áhrifameiri í
þessari baráttu en hnúarnir og
„nei-in“. Þess vegna hafi aðal-
fulltrúa „nei-anna“, Molotov fyrr
um utanríkisráðherra, verið fórn-
að á altari valdabaráttunnar. —
Stjórnmálafréttaritarar í Lund-
únum voru þeirrar skoðunar í
gærkvöldi, að ósennilegt væri, að
utanríkisstefna Ráðstjórnarríkj-
anna mundi breytast vegna hinna
nýju viðhorfa, sem hafa skapazt
eftir brottrekstur fjórmenning-
anna. Rússar muni lítt láta á sér
kræla, á meðan valdabaráttan er
í algleymingi og sennilega muni
þeir ekki undirrita mikilvæga
alþjóðasamninga.
Var hópurinn staddur á Piz
Palu fjallstindinum, sem er 3912
m hár. Gekk fólkið fram snævi-
þakta fjallsbrúnina og fram á
snjóhengju, sem hékk fram af
brúninni. Álitu fjallagarparnir
að hengjan væri vel traust, en
svo var þó ekki. Hengjan brast
og hópurinn féll niður hlíðina
og hafnaði á kafi í fönn 700
metrum neðar.
Var í fyrstu álitið, að allir
væru látnir. Björgunarleiðangur
var kominn á staðinn skömmu
eftir slysið og hóf þegar gröft.
Var grafið eftir fólkinu alla að-
faranótt simnudags.
Einn fjallgöngugarpanna fannst
með lífsmarki. Eftir skamma
stund hjarnaði hann við og var,
þótt undarlegt megi virðast, með
heila útlimi, en óttazt var, að
hann hefði skaddazt innvortis.
Skýrði hann svo frá, að í fallinu
niður fjallshlíðina hefði snjór
hlaðizt utan um hann og varið
hann höggum — og víst væri,
að það hefði orðið honum til
bjargar.
Misjefii veiði
á Laxá
HÚSAVlK, 4. júlí — Undanfarið
hefur verið léleg veiði ofan til í
Laxá, en saemileg og stundum góð
neðar, í Laxamýrarlandi. —■
Hefur hún þó verið misjöfn. T.d.
fékk Heimir Sigurðsson í fyrra-
dag 8 laxa árdegis á neðra
svæðinu en þann dag fengust 13
laxar. Árdegis í gær fengu
tveir Danir, 9 laxa á eina stöng,
— Greiniíega hefur komið í ljós
að veiðin er alltaf mest fyrrihluta
dags.
Laxveiðimenn segja að töluverð
ur lax sé í uppánni en hann vilji
ekki taka. Þó hafa fengizt þar
nokkrir laxar, t. d. fengust 3 í
Neslandi í gær. —Fréttaritari.
Lítil sprelta
SAUÐÁRKRÓKI, 3. júlí — Túna-
sláttur er hafinn víðast hvar í
Skagafirði. Grasspretta er í lak-
ara lagi, vegna hinna miklu kulda
og þurrka, sem héldust mestallan
sprettutímann. Fram á síðustu
helgi voru kuldar en þá fór að
rigna
%