Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 12

Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 12
12 Monnripntr/4ÐíÐ Töstuöagur 5. júlí 1957 Ný 3ja herbergja íbúðarhæð með sér þvottahúsi og góðri geymslu í sambyggingu við Kleppsveg til sölu. Laus strax. Söluverð kr. 285 þúsund krónur. ftlýja fðstelgnasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 81546. A hestum á Borgarfjarðarmótið Hestamannafélagið Fákur efnir til skemmtiferðar á kappreiðar Faxa við Faxaberg 14. þ.m. Þátttaka sé tilkynnt eigi síðar en á mánudagskvöld. Nánari upplýsingar í síma 3679 og 4032. NEFNDIN. Nýtt! Nýtt! Hafið þér fengið yður frakka fyrir sumarið 1957? Ef ekki þá mun „Franski frakkinn“ fullnægja kröfum yðar. „Franski frakkinn“ er nýr á markaðinum. „Franski frakkinn“ verður sumartízka karlmannanna í ár. „Franski frakkinn“ er léttur og þœgilegur. „Franski frakkinn“ er sérlega skemmtilegur og er óbrotinn í sniði. „Franski frakkinn er ódýrasti sumarfrakkinn á markaðinum. ATHUCIÐ! „Franski frakkinn“ fæst aðeins hjá okkur. GEGNT AUSTUBBÆJARBÍÓI Jakob Karlsson „orðsírr deyr aldregi, hveim sér góðan getur". (HávamáJ; EINN allra merlrasti borg- ari Akureyrarkaupstaðar, Jakob Karlsson, var í dag til moldar borinn, að viðstöddu fjölmenni. Hann var fæddur hér á Akur- eyri 17. ágúst 1885. Foreldrar hans voru Karl Kristjánsson verzlunarmaður og Guðný Jó- hannsdóttir, kona hans. Traust og harðgert dugnaðarfólk stóð að honum í ættir fram. Ungur missti Jakob föður sinn, en ólst upp með móður sinni, ásamt bróður sínum Kristjáni, nú framkv.stj. í Reykjavík. Áttu þau mæðgin skjól og athvarf hjá Magnúsi kaupmanni Kristjáns- syni, síðar alþm. og ráðherra, bróður Karls. Jakob gerðist strax innan ferm ingar starfsmaður við verzlun frænda síns og var það óslitið til ársins 1910, er hann gerðist sýslu skrifari hjá Guðlaugi Guðmunds- syni þáverandi sýslumanni Eyja- fj.sýslu og bæjarfógeta Akureyr- ar. Gegndi hann því starfi í 2 ár. Árið 1912 hóf hann eigin verzl- un og keypti þá um þær mundir húseignina nr. 93 við Hafnar- stræti, þar sem hann bjó og rak verzlun sína um árabil. Hann hafði mikil afskipti af sjávarút- vegi, átti 2 vélbáta, er hann gerði út og keypti mikinn fisk af út- gerðarmönnum hér við fjörðinn, er hann flutti til Akureyrar og lét verka til útflutnings. Afgreiðslu póstbátsins hafði hann á hendi um skeið og af- greiðslu fyrir EimskipaféJag fs- 'lands og Skipaútgerð ríkisins hafði hann á hendi frá stofnun þessara fyrirtækja til ársins 1952, er hann varð að*láta af störfum sökum heilsubrests. Umboðsmað- Minning ur Olíverzlunar íslands var hann frá stofnun hennar til ársins 1948. Framkvæmdastjóri Landsverzlun arinnar, er starfaði á fyrri heims- styrjaldarárunum, var hann fyrir Norðurland. Upp úr fyrri heimsstyrjöldiuni gerðist hann einn aðalforgöngu- maður hér um kaup á stórvirkum vélum til jarðræktar, við stofnun Þúfnabanafélagsins og sjálfur tók hann stórt land til ræktunar hér fyrir ofan bæinn, en á því landi reisti hann síðar stórbýli sitt, er hann kallaði Lund, þar sem hann bjó frá árinu 1926 til ársins 1949, er hann hætti búrekstri og flutti aftur í bæinn. Við býli sitt kóm hann upp fögrum trjágarði og þar skammt frá ræktaði hann stóran trjáreit. Síðar keypti hann jörðina Rangárvelli og lagði und ir býli sitt. Þrátt fyrir stórbúskap, sinnti hann sínum fyrri störíum í bænum. Mörg voru hans áhugamál önnur, sem hann hafði ýmis af- skipti af, eða forgöngu að. T.d. hafði hann forgöngu að hinni miklu trjárækt í brekkunni neðan við Eyrarlandsveginn og að anda pollinum var komið upp í Grófar- gilinu. Hann hafði sérstakan áhuga á dýralífi og dýravernd og átti mestan þátt í því að Poliur- inn var friðaður fyrir skotum. Stórt safn af stoppuðum fuglum átti hann, en gaf Akureyrarbæ það og lagði með því grundvöll- inn að náttúrugripasafni bæjar- ins. Hann hafði mikinn áhuga á byggingu heilsuhælisins í Krist- nesi og lagði því máli mikið lið og ríflegan skerf í fjárframlagi og á ýmsan annan hátt. Hann var í stjórn Vinnuveitenda félags Akureyrar um árabil. f stjórn Ræktunarfélags Norður- lands í mörg ár og í sóknarnefnd. Eins og við var að búazt, um slíkan athafna og hæfileikamann, fór hann ekki varhluta af trúnaði til ýmissa opinberra starfa.Hann var um langt skeið í niðurjöfn- unarnefnd Akureyrar, í bæjar- stjórn 1923—1929 og aftur 1938— 1942 og ætíð sjálfsagður í hinar mikilvægustu nefndir bæjar- stjórnarinnar. í hafnarnefnd var hann um langt skeið og formaður yfirkjörstjórnar. Sáttamaður um áratugi. Öllum bar saman um að enginn gæti rækt störf sín af meiri trú- mennsku og heiðarleik en hann. 23. desember 1909, gekk hann að eiga Kristínu Sigurðardóttur frá Lundi í Fnjóskadal, mestu sæmdar- og myndarkonu. Var hjónaband þeira mjög farsælt og hún manni sínum samhent í öllum framkvæmdum. Hún dó íyrir nokkrum mánuðum, eftir langvar andi vanheilsu. Þeim varð 5 barna auðið. Eina dóttur, Kristbjörgu, misstu þau kornunga úr svæsinni lömunar- °V Vörur ffyrir yður Útvarpstæki — Perur — Allar gerðir saumavéla að vinnu — Tatæki — Ritvélar og margföldunarvélar — Skurðvélar — Stækkunarvélar fyrir ljósmyndir og skuggamyndir — Sjón- gler allar gerðir. — „Sintered Carbide Tipped Tools“ — og Grafopress prentvél, sem prentar myndir fyrir yður — verður til sýnis á sýningunni. PRAHA KOYO Czechoslovakia 47 Dukelských á tékknesku vörusýningunni í Austurbæjarskólanum 6. júlí Reykjavík 21. júlí þar, sem yður verða veittar allar upplýsingar. Ennfremur í Tékkneska sendi- ráðinu, — verzlunarfulltrúi, Smáragölu 16, Reykjavík. Vi'ð immum að sjálfsögðu bjóða yður mun meira á Tékknesktu véla-iðnsýn- unni Brno, Czechoslovakia, 1. sept.—22. sept. 1957.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.