Morgunblaðið - 10.07.1957, Page 3
MSSvikudagur 10. júlí 1957
MOR'GVNM AÐ1Ð
3
Creinargerð frá samninganefnd
Stýrimannafélags íslands :
Hvers vegna birtir Tíminn
ekki hagfrœbingaálitiB?
f TÍMANUM 21. júní birtist eftir-
farandi greinarkorn undir stórri
fyrirsögn:
„HAGFRÆÐINGANEFND HEF-
IR ATHUGAB KRÖFUR YFIR-
MANNA Á KAUPSKIPUNUM.
Álitsgerð frá henni vaentanieg
f dag.
Blaðið hafði fregnir af bví í
gær, að nefndin væri um það bil
að ljúka störfum og hefði tilbuna
álitsgerð. Blaðið snéri sér til Her
manns Jónassonar, forsætisráð-
herra, og spurði hann um álits-
gerðina. Hann kvað það rétt, að
ríkisstjórnin byggist við að fá
álit þetta í hendur í dag eða á
morgun. Um efni þess kvaðst
hann ekki vita“. Lýkur Tíma-
greininni með þessum orðum:
„Ætla verður, að álitsgerð hag-
fræðinganna skýri málið og flýti
því, að verkfallið leysist hið
bráðasta.“
Nú eru liðnir 18 dagar síðan
hagfræðingaálitið fæddist og
ekkert gerist enn. Menn spyrja:
Hvað dvelur Orminn langa?
Hvernig stendur á því að forsætis
ráðh. birtir ekki hagfræðingaálit
ið? Var það svo óhagstætt, að
jafnvel Tíminn fæst ekki til að
Stýrimenn beru minnu úr
býtum en húsetur
TIL skýringar á kröfum yfir-
manna á kaupskipaflotanum í
yfirstandandi kjaradeilu hefur
verið gerður samanburður á
kaupi og vinnutíma stýrimanna
annars vegar og háseta hins veg-
ar. Eitt dæmi úr þessum saman-
burði fer hér á eftir. Er miðað
við eins mánaðar tímabil og
reiknað út, hvað mikið hver að-
ili fyrir sig ber úr býtum. Önn-
ur dæmi um samanburð á laun-
um háseta og yfirmanna eru
hliðstæð og jafngild.
Samanburður á vinnutíma og
kaupi háseta og 2. stýrimanns
á millilandaskipi í 5. fl. í
Evrópusiglingum miðað við
18 daga á sjó, 4 daga í Rvík
og 8 daga í erlendum höfn-
um.
A. Kaup.
Háseti: títýrimaður:
Grunnkaup ............. 1.950.00 .................... 2,580.00
Aldursuppbót........... ............................. 150.00
Vísitala .............. 1.599.00 .................... 2.238.60
Yfirvinna (10 t. á 19.65) 196.50 ...... (15 t. á 32.76) 491.40
— (90 t. á 28.94) 2.604.60
6.350.10
5.460.00
B. Vinnutími.
Háseti:
18 dagar á sjó.. 144 vinnust.
4 dagar í Rvík .... 16 —
3 dagar í erl. höfn 44 —
Yfirv. 50% 50 —
Stýrim.:
144 vinnust.
32 —
96 —
15 —
30 dagar
254 vinnust. 287 vinnust.
birta glefsur úr því, eða er blað-
ið hrætt við að fara eina kúvend-
inguna enn? Er hugsanlegt að rik
isstjórnin vilji ekki gangast við
hagfræðingaálitinu og að það sé
orðið nokkurs konar lausaleiks-
barn í þjóðfélaginu, sem enginn
vill kannast við?
í baðstofuhjali Tímans hafa
eiturtungur haldið uppi rógi í
garð yfirmanna á kaupskipaflot-
anum, sem nú standa í kjara-
deilu, til þess að rétta hlut sinn
miðað við aðrar stéttir. Eru alls
konar gróusögur um kröfur far-
manna tíndar til og dylgjað um
ósvífni yfirmanna. f lok baðstofu
hjalsgreinar segi: „Látið almenn-
ing fá tækifæri til að dæma sann
gjarnlega".
Væri ekki ráð fyrir þessar eitur
tungur að birta álitsgerðina, sem
ríkisstjórnin lét gera og upplýsa
almenning um sanngirni krafna
okkar í stað þess að halda þessari
moldvörpustarfsemi áfram? Við
skorum á Tímann að birta hag-
fræðingaálitið allt, svo að við
sjáum, hvort ríkisstjórnin vill
gangast að faðerninu.
(Frá samninganefnd Stýrimanna-
félags íslands).
STAKSTEIMAR
Samkomulagið, sem
aldrei var til
TtMINN skrifar í gær langa for-
ustugrein um verkalýðsmália,
sem er eins konar heildarsumma
af öllu því moldviðri, sem blaðið
hefur þyrlað upp í þeim efnum.
Meðal þess, sem þar er sagt,
er að „núverandi stjórnar-
meirihluti" eins og það er orðað,
hafi á s.l. vetri gert „samkomu-
lag við heildarsamtök stéttanna
í landinu", um að kaup skyldi
ekki hækka. Þetta er ný og mikll-
væg upplýsing. Hins vegar «r
augljóst mál, að „samkomulag**
það, sem Tíminn talar um, hefur
ekki verið haldið. Sést þaS
bezt á því, að mikill fjölði
af verkalýðsfélögum og launþega
félögum hefur sagt upp samning-
um á undangengnum mánuðum.
Meðal þeirra samtaka, sem sagt
hafa upp samningum og hótað
verkföllum hafa verið félög, þar
sem kommúnistar hafa öll völd
og ráð í félagsstjórnum. Þessi fé-
lög og samtök, sem hafa sagt upp
samningum að undanförnu,
skipta tugum, og eru þá völd
Sjálfstæðismanna innan verka-
lýðshreyfingarinnar orðin meiri
en Tíminn hefur hingað til viljað
vera láta, ef Sjálfstæðismenn
eiga að hafa ráðið öllum þessum
uppsögnum.
Tíminn bendir í þessu sam-
bandi á samningana við Iðju og
segir að Sjálfstæðismenn hafi
boðið þar fram kauphækkun. Allt
er þetta marghrakið og um þessi
mál liggur fyrir yfirlýsing frá
stjórn Iðju, þar sem einn stjórn-
arflokkanna á hlut að máli. Ann-
ars ferst Tímanum sízt af öllu að
f jargviðrast út af því, þó að lág-
launafólk í Iðju, sem bjó við
verri kjör en flestir aðrir, fengi
nokkra hækkun á sama tíma,
sem ríkisstjórn Tímans beinlínis
gekkst fyrir því, að hálauna-
menn, eins og t. d. flugmenn og
ýmsir aðrir, fengju stórkostléga
hækkun á kaupi sinu.
Vöruhappdrœfti SÍBS
Kr. 500 þús. 6954 7207 7257 7438 7558
12184 8258 8400 8694 8819 9279
9315 9817 10533 10537 11092
Kr. 50 þús. 11693 12183 12378 12536 12546
60575 12552 12608 12652 12930 13274
13560 13668 14311 14373 14516
Kr. 10 þús. 14535 14872 14884 14888 14904
4990 9796 11516 17653 21848 15191 15432 15465 15750 16017
27911 41746 61557 16063 16150 16266 16458 16553
17164 17301 17470 17527 17717
Kr. 5 þús. 17891 17916 17941 17978 18435
10344 14224 16275 29700 39561 18466 18488 18832 19333 19577
46656 50713 54577 61456 64351 19795 19852 19912 19956 20015
20036 20805 21046 21296 21635
Kr. 1 þús. 21750 21906 22196 22644 22872
2785 3708 6263 7243 8387 23041 23526 23660 24016 24241
11662 13112 13175 13608 14428 24623 25068 25190 25984 26043
15849 15982 15991 20752 28877 26646 26735 26810 26985 26999
30343 35465 36548 40967 41374 27313 27598 27651 27764 27780
42262 44548 44890 46995 50527 27796 27970 28246 28282 28750
51703 54835 58336 60503 63548 28754 29215 29313 29818 29822
29836 30076 30350 30842 30880
500 krónur 30887 30926 31041 31595 31704
12 360 649 924 1001 31872 31951 32126 32658 32687
1248 1823 1998 2074 2222 33098 33275 33223 33491 33532
2553 2662 2718 2788 2964 33574 33903 34525 34688 34809
3420 3453 3492 3552 4521 34948 35685 35984 36247 36375
5342 5452 5637 5701 5944 36542 37000 37220 37445 37665
5947 6369 6421 6616 6904 Frá á bls. 15.
Tvö lystiskip í heimsókn
Ý FYRRADAG sáu Reykvíkingar skrautlegt skip liggja fyrir
akkerum á ytri höfninni. Þar var komið nýjasta lystiskip norsku
Ameríkulínunnar, Bergensfjord, með bandaríska skemmtiferða-
menn á Evrópuferð. — 100 leigubílar og 100 túlkar biðu eftir
farþegunum er þeir stigu á land, en um daginn skoðuðu þeir
bæinn og nágrennið. Skipið lét úr höfn aftur í fyrrakvöld.
Á elnum mánuði vinnur há-
setinn 254 vinnustundir og fær
í kaup kr. 6.350.10. Á sama mán
uði vinnur stýrimaðurinn 287
vinnustundir og fær í kaup kr.
5.460.00. Að meðaltali fær háseti
kr. 25.00 fyrir hverja vinnustund,
en stýrimaður fær kr. 19.02. Hér
Vinna stýrimanna reiknuð
18 dagar á sjó.........
4 dagar í Rvík .......
8 dagar í erl. höfn ..
Matar- og kaffitímar.
er reiknað með hæstu launum
2. stýrimanns í hæsta flokki. Þótt
stýrimaður hafi skilað 4 árum af
ævi sinni til útgerðarinnar á
lægri launum og hafi að baki
langa skólasetu, sem er undir-
búningur fyrir starf hans, fær
hann samt kr. 5,98 minna á tím-
ann en háseti.
samkv. Dagsbrúnartexta.
154% st. dagv. = kr. 2.894.41
20 st. eftirv. = kr. 461.10
128% st. næturv. = kr. 4.796.55
kr. 8.152.06
Ef vinnustundir 2. stýrimanns
1 hæsta flokki eru reiknaðar skv
kaupi Dagsbrúnarverkamanns,
ætti hann að hafa kr. 8.152.06
fyrir þessa vinnu, en raunveru-
lega fær hann kr. 5.460.00. í dæmi
þessu eru allar vinnustundir
stýrimanns á sjó reiknaðar á
dagvinnukaupi, þótt unnið sé á
ðllum tímum sólarhringsins.
(Frá samninganefnd
Stýrimannafélags íslands).
429 FARÞEGAR
Bergensfjord kom hingað til
Reykjavíkur beinustu leið frá
New York. Þar tók skipið 429
skemmtiferðamenn. Skip þetta
er nýtt af nálinni, mun hafa
byrjað siglingar fyrst nú í vor.
Á skipinu er 420 manna áhöfn
eða jafnfjölmenn og farþegar og
skipið er 18.738 brúttólestir að
stærð. Það er mjög íburðarmik-
ið og búið hinum fullkomnustu
þægindum, sundlaugum, tónlist-
arsölum og kvikmyndasölum svo
nokkuð sé nefnt.
Héðan fór skipið áleiðis til
Noregs, þaðan til Stokkhólms,
Helsinki, Kaupmannahafnar,1
Hamborgar og Hollands en frá
Hollandi heldur það beint heim
til New York. Mun þessi för taka
alls 32 daga.
SKOÐUÐU SIG UM
Farþegarnir óku um bæ-
inn og var einn túlkur í hverj-
um leigubíl. Margir fóru farþeg-
arnir austur að Þingvöllum og til
Hveragerðis. Veður var fagurt.
í gær kom svo gamall gestur
hingað á ytri höfnina, Caronia.
Skipið kom einnig með banda-
ríska farþega frá New York, eft-
ir því sem Ferðaskrifstofan
skýrði Mbl. frá, en hún ann-
' ast alla afgreiðslu þessara skipa.
Til viðbótar við framanritað
fylgir hér með yfirlit yfir kaup-
greiðslur í 6 mánuði hjá skipa-
deild SÍS frá október 1956 til
marz 1957. Athygli er vakin á
því, að greiðslur þessar sýna
meiri mun á launum stýrimanna
©g háseta en útreikningarnir hér
að framan.
Háseti 2. stýrim. Mism.’
Jökulf. 7.230.00 5.113.94 2.116.06
Helgaf. 6.885.44 5.213.62 1.671.82
Hvassafr 6.315.48 5.027.01 1.288.47
(Frá samninganefnd
Stýrimannafélags íslands).
Skemmtiferðaskipið Caronia
Nú ráða Sjálfstæðis-
menn öllu!
ÞEGAR Framsóknarmenn voru
að reyna að finna afsakanir fyrir
því að rjúfa samstarf borgara-
flokkanna og leiða kommúnista
til valda, var helzta atriðið, aS
ekki væri unnt að tryggja vinnu-
frið, ef Sjálfstæðismenn ættu
hlut að ríkisstjórn, með því að
samtök launþega og verkalýðs
væru þeim andvíg og Sjálfstæðis-
menn hefðu þar engin ráð. Nú er
þessu snúið við. Þegar ríkisstjórn
in ekki ræður við neitt í verka-
lýðsmálunum og allt logar í upp-
sögnum, verkfallshótunum ag
verkföllum, þá á þetta allt að
vera Sjálfstæðismönnum af
kenna, af því þeir ráði svo miklu
meðal launþega. Þannig er allt
á eina bókina lært í þessum
áróðri Tímans um afstöðu Sjálf-
stæðismanna til kaupgjaldsmála.
Hvort man nú enginn - - ?
HVORT man nú enginn Her-
mann Jónasson í verkföllunum
miklu 1955 og hvort man nú eng-
inn Tímann og skrif hans um
þau örlagaríku verkföll?
Þegar verkfallsalda kommún-
ista reið yfir 1955 stóð Hermann
Jónasson að baki kommúnista og
hvatti þá sem mest til „djarf-
legrar framgöngu". Og Tíminn
skrifaði svo fagurlega um verk-
föll kommúnista að Þjóðviljan-
um fannst ástæða til að þakka
Tímanum sérstaklega fyrir þann
otuðning, sem blaðið hafði veitt.