Morgunblaðið - 10.07.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.07.1957, Qupperneq 12
n MORGVNBL 4Ð1Ð Miðvikudagur 10. júlí 1957 i *ustan Edens' I________________________ D---------□ Þýðing eftir John Steinbeck 77 Kate gat verið svikari, en hún var það samt ekki. Hún rækti starf sitt af kunnáttu og skyldu- rækni. Og þegar viðskiptavinir komu aftur og aftur og spurðu eftir sömu stúlkunni, þá vissi maður að hún hafði einhverja yf- irburði til brunns að bera. Það var ekki einungis að þakka snotru andliti. Faye g-rði sér það ijóst, að Kate var enginn vinðvaningur í starfi sínu. Það er tvennt, sem gott er að vita, þegar um nýja stúlku er að ræða í fyrsta lagi: Vill hún vinna? Og í öðru lagi: Mun hún koma sér vel meðal hinna stúlknanna? Ekkert er jafnskað- iegt fyrir hóruhús og þrjózk og skapvond stúlka. Faye var ekki lengi í neinum vafa um síðara atriðið. Kate gerði allt til að vera sem þægilegust í allri umgengni. Hún hjálpaði hin- um stúlkunum við þvott og hrein- gemingar á herbergjunum. Hún annaðist þær, þegar þær voru veik- ar, tók þátt í áhyggjum þeirra, gaf þeim heilræði í ástamálum og lánaði þeim peninga strax og hún hafði fengið einhver auraráð. Það var naumast hægt að óska sér betri stúlku. Hún varð b átt bezti vinur allra í húsinu. Hjálpsemi Kate virtust engin takmörk sett og hún hræddist ekkert erfiði. Auk þess jók hún viðskiptin að miklum mun. Brátt hafði hún eignazt stóran hóp af föstum viðskiptavinum. Kate var líka hugsunarsöm. Hún mundi allt af eftir afmælisdögum og var ör- lát á afmælisgjafir. Faye þakkaði |) — í>ú talaðir svo mikið urn Sirrí meðan þú lágst í öngvxti, að éfi vissi að þú myndir elska hana. Svernr Haraldsson □---------------------□ hamingjunni að hafa fengið svo ágæta stúlku í sína þjónustu. Fólk, sem ekki er nægilega kunnugt þeim málum, álítur það mjög hægt og rólegt starf að stjórna hóruhúsi —- bara að sitja í þægilegum stól, drekka bjór og hirða helming þess er stúlkurnar vinna sér inn. En þannig er því alls ekki farið. Mat þurfa stúlk- urnar að fá og miklir peningar fara til slátrarans og nýlendu- vörusalans. Stúlkunum verður að líða eins vel og hægt er og sumar þeirra geta orðið meira en lítið móðursjúkar. Sjálfsmorð mega helzt ekki koma fyrir og vændis- konur — einkum þær sem eru að reskjast — eru fljótar að grípa til rakhnífsins og flýta þannig fyrir brottför sinni úr þessum heimi. Og það kemur óorði á stofn- unina. Þetta er hægara sagt en gjört og ef nú við þetta bætist óþarfa eyðslusemi eða skortur á hagsýni, getur farið illa. Þegar Kate bauðst til að annast innkaup og mat- reiðslu, varð Faye bæði hrærð og þakklát, enda þótt hún vissi ekki hvernig stúlkunni vannst tími til I þess. Og það var ekki aðeins að I maturinn batnaði þegar Kate tók — Peta; þú ert ein bezta stúlka, sem ég hef kynnzt og ég mun aldrei gleyma þér. að sér stjórnina, heldur iækkaði líka allur fæðiskostnaður um rúm- an þriðjung. Og þvottahúsið — ekki vissi Faye hvað ZCate hafði sagt við manninn þar, en skyndi- lega lækkaði reikningux-inn um 25%. Faye gat yfirleitt ekki skilið það lengur hvernig hún hafði kom- izt af án Kate. Eftir hádegið, áður en viðskipta tíminn hófst, sátu þær saman inni í einkaherbergi Faye og drukku te. Þar var miklu vistlegra síðan Kate málaði glugga og lista og setti upp ný, ljós gluggatjöld. Stúlkunum fór að verða það Ijóst að forstöðukonurnar voru tvær, ekki ein og þær fögnuðu því, vegna þess að Kate var svo vinsæl og öll- um þótti vænt um hana. Hún kenndi þeim fleiri brögð og klæki og það á svo skemmtilegan hátt, að þær hlógu innilega að útskýr- ingum hennar og lýsingum. Þegar eitt ár var liðið frá komu Kate, voru þær Faye og hún orðn- ar eins og móðir og dóttir. Og stúlkurnar sögðu sín á milli: — Sannið þið bara til — innan skamms verður hún orðin eig».ndi hússins. Þess var heldur ekki langt að bíða, að Faye, sem var móðurþelið holdi klætt, færi að skoða Kate sem sína eigin dóttur og þá kom líka siðfræðin til sögunnar. Hún vildi ekki að dóttir sín væri vænd- iskona. Þetta var alls kostar eðli- leg afieiðing. Faye hugsaði lengi um það, hvernig hún ætti helzt að færa þetta í tal. Það var torleyst vanda 2) — Þú kemur einhverntíma aftur og heimsækir okkur. — Já, vissulega. ?1 — Á meðan þetta gerist mál. Faye var eðlilegast að nálg- ast hvert mál eftir krókaleiðum. Hún gat ómögulega sagt: — „Ég vil ekki að þú sért vændiskona". Hún sagði: — „Ef það er leynd- armál, þá þarftu ekki að segja mér það, en mig hefur lengi lang- að til að spyrja þig að því. Hvað sagði héraðsfógetinn við þig — herra minn trúr, er liðið heilt ár síðan? Ja, hvernig tíminn þýtur áfram. Hraðar eftir því sem mað- ur eldist, finnst mér. — Hann var inni hjá þér í næstum heila klukkustund. Hann hefur þó aldrei viljað — nei, auðvitað ekki. Hann er svo siðvandur og þar að auki kvæntur maðúr. Annars var það ekki mín ætlun að taka þig til neinnar yfirheyrslu". „Það var sosum hreint ekki neitt, sem ég þarf að leyna“, sagði Kate. — „Ég hefði sagt þér það, hvenær sem þú hefðir spurt. Hann sagði mér að ég skyldi fara heim. Hann var reglulega viðfeldinn. Þegar ég sagði honum að ég gæti það ekki, þá skildi hann mig fylli- lega“. „Sagðirðu honum hvers vegna þú gætir það ekki?“, spurði Faye, örlítið afbrýðisöm. „Auðvitað ekki. Heldurðu að ég myndi segja honum það sem ég vil ekki segja þér? Þú átt ekki að spyrja svona barnalega, Faye“. Faye brosti og hagræddi sér í djúpa hægindastólnum. Kate sýndi engin merki óróleika, en hún mundi hvert orð af samtali henn- ar og héraðsfógetans. Annars hafði henni líkað vel við héraðs- fógetann. Hann gekk hreint til verks og sagði sína skoðun um- búðalaust. III. Hann hafði lokað svefnherberg- isdyrunum hennar og rennt snör- um athugunaraugum hins reynda lögreglumanns um herbergið — engar ljósmyndir, ekkert sem veit- ir persónulegar upplýsingar, að- eins fatnaður og skór. Hann settist í litla spanskreyrs- skulum við hvei'fa heim á bú- garð einn í grennd við Týndu skóga. Þar er hryssa ein komin að því að kasta. stólinn hennar, spennti greipar framan á maganum og talaði í kuldalegum rómi, líkast því sem hann hefði alls engan áhuga á því sem hann var að segja. 1 fyrstu setti hún upp fremur einfeldnislegan vandræðasvip, en hann hafði ekki lengi talað, þeg- ar hún hætti allri uppgerð, en starði á hann og reyndi að lesa hugsanir hans. Hann gerði hvorki að horfast í augu við hana né líta undan. En henni varð það þeg- ar Ijóst, að hann var að rannsaka hana, eigi síður en hún hann. Hún fann augu hans hvíla á örinu, jafn greinilega og það hefði verið snert. „Ég kæri mig ekkert um neina skýrslugerð“, sagði hann stillilega, —• „Starfstími minn er nú orðinn langur, en ef þetta hefði gerzt fyrir fimmtán árum, þá hefði ég strax hafið nákvæma rannsókn og mig grunar að eitthvað Ijótt hefði þá komið fram í dagsljósið". Hann þagnaði og beið þess að sjá viðbrögð hennar, en hún hreyfði engum andmælum. Svo kinkaði hann kolli hægt: „Ég vil hafa frið og spekt í héraðinu, engin uppþot, ekkert ónæði um nætur. Ég hefi aldrei séð mann- inn yðar“, hélt hann áfram og hún vissi að hann tók eftir viðbragði hennar, þegar strengdist á hverj- um vöðva líkamans. — „Mér er sagt að það sé allra geðugasti maður og mér er líka sagt að hann hafi særzt mikið". — Hann harfði hvasst í augu hennar eitt andar- tak: — „Langar yður ekki að vita hvernig honum líður?“. „Jú“, sagði hún hljóðlega. „Hann er á góðum batavegi — öxlin að vísu mölbrotin, en hann verður samt albata. Þessi Kín- verji annast hann með fi-ábærri umhyggjusemi. Auðvitað býst ég ekki við því að hann lyfti neinu þungu hlassi með vinstri hend- inni fyrst um sinn. Ef Kínverjinn hefði ekki komið heim um nóttina, þá hefði honum blætt út og þér hefðuð >á gist hjá mér í fangels- inu“. Kate hélt niðri í sér andanum og beið eftir einhverju merki um það sem í vændum var, en árangurs- laust. „Ég sé svo eftir þessu“, sagði hún lágt. Augu héraðsfógetans urðu hvöss og athugul: —- „Þarna yf- irsést yður í fyrsta skiptið“, sagði hann. — „Þér sjáið ekki eftir því. SHlltvarpiö Miðvikudagur 10. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. —- 19.30 Lög úr óperum (plötur). — 20.30 Frá saga: Gi'enjaskyttan, eftir Öskar Aðalstein Guðjóns'on rithöfund (Anurés Bjöi-nsson flytur). — 20.55 Tónleikar: Píanólög eftir Franz Liszt (plötur). — 21.20 Út- varp frá leikvanginum í Laugar- dal við Reykjavík: Islendingar og Danir heyja landsleik í knatt- spyrnu. — Sigurður Sigurðsson lýsir síðari hálfleik. — 22.25 Kvöldsagan: „ívar hlújárn" eftir Walter Scott; II.. (Þorsteinn Hannesson). — 22.45 Létt tónlist frá Rúmeníu (plötur). — 23.15 Dagskrárlok. Fiinmtudagur 11. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Finnborg Öm- ólfsdóttir). — 19.30 Harmonikulög (plötur). —. 20.30 Náttúra Is- lands; XII. erindi: Snjórinn og gróðurinn (Steindór Steindóxisson menntaskólakennari). — 20.55 Tónleikar (plötur). •—- Útvarps- sagan: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XXXI. (Séra Sveinn Víkingur). 22.10 Kvöld- sagan: „Ivar hlújám“ eftir Walt- er Scott; III. (Þorsteinn Hannes- son). — 22.30 Sinfónískir tónleik- ar: Sinfóníuhljómsveit Isianda leikur. Stjómandi: Thor Johnsou. (Hljóðr. á tónleikum í Austur- bæjarbíói 21. maí í vor). — 23.10 Dagskrárlok. GÆÐI EFNI STÖÐUG ÞRÓUN STÆRST I SKANDINAVÍU í meira en 50 ár höfum vér framleitt næstum allar gerðir gúmmívarnings til sænskra nota. Fram- leiðslan nær einnig til vatnsþétts fatnaðar, yfir- hafna og sportvara. — Plast af ýmsum gerðum er orðið mikilvægt fyrir gúmmíiðnað og Trelleborg hefir stofnsett plastverksmiðju í Ljungby. Framleiðum t.d.: slöngur, vélreimar, mottur, svampgúmmí; hjólbarða á traktora, bíla, mótorhjól og reiðhjól. Kápur úr poplin, gúrnmí og plasti^ kafarabúninga, vindsængur. TRELLEBORGS GUMMIFABRIKS AKTIEBOLAG, TRELLEBORG -*• -** •** -*• a •*»* • •% »% «% ♦% *!• •!**** *t* MARKÚS Eftir Ed Dodd * **♦ •*«*♦ «5* •*«*ím5mímí4 *' VOU TALKED SO MUCH ABOUT CHERRV WHILE VOU WERE DELIRIOUS, MARK...I KNEW VOU LOVED Meanwhile, ON THE LAZY J P RANCH NEAR LOST FOREST, A QUARTER HORSE MARE NAMED DUSTV IS SEARCHING FOR A SHELTEP.ED PLACE TO GIVE BIRTH TO HER. COLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.