Morgunblaðið - 18.07.1957, Page 2

Morgunblaðið - 18.07.1957, Page 2
2 MORCUNDLAÐIÐ Fimmtudagur 18. jálí 1957 Sýning á Anstnr-þýzknn vörum opnnð í Listamannoskálanum OPNUÐ hefur verið í Listamannaskálanum vörusýning, eins konar viðbótarsýning við vörusýningu Kaupstefnunnar. Standa að þessari sýningu fjögur fyrirtæki hér í bænum, sem flytja inn vörur frá Austur-ÞýzkalandL FYRIRTÆKIN Fyrirtækin eru: Ólafur Gísla- son h.f., sem sýnir vogir og smíðavélar, Heildverzlun Hauks Bjömssonar, sem sýnir trésmíða- vélar, Borgarfell h.f., sem sýnir skrifstofuvélar og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, sem sýn ir saumavélar. OPIN 4—10 Sýningin sem opnuð var í fyrra dag, er opin frá kl. 4—10 síð- degis dag hvern og mun hún standa yfir fram eftir næstu viku. Hvert fyrirtæki hefur séð um uppsetningu sýningarmuna sinna. SÝNING AÐ KLAPPARSTÍG 26 • Auk þess sem Borgarfell h.f. hefur sýningu á skrifstofuvélum í Listamannaskálanum, hefur fyrirtækið einnig opnað litla sýn- ingu að Klapparstíg 26 á smærri áhöldum fyrir prentsmiðjur og bókband. Fréttamönnum var boð iS að skoða sýninguna í Lista- uannaskálanum í gærdag. Ága Khan Jarðsettur *>------------------------- Hvallátrar í vegasamband PATREKSFIRÐI, 17. júlí: — Hvallátrar eru nú komnir í vega- samband og 15. júlí kom fyrsta stóra langferðabifreiðin hingað. Var það R-3723. Bifreiðarstjóri var Hafsteinn Sölvason. Flutti hann 29 farþega, félaga úr KFUM og KFUK. Fararstjóri var Bjarni Eyjólfsson. i)t A látrabjarg Ekki komst ferðafólkið á bif- reiðinni út á Látrabjarg en lagði land undir fót og gekk fyrst út á strandstaðinn þar sem enska skip ið Dhoon strandaði og síðan eftir brún Látrabjargs allt niður að Bjargtangavita. Þaðan var hald- ið heim að Látrum. Hafði fólkið farið yfir 20 km leið. ÁNÆGT MEÐ FERÐINA Veður var gott svo ferðafólkið taldi Bjargferðina ógleymanlega. Fararstjórinn, kvaðst vera þreytt ur eftir ferðina en mjög ánægður.| — Þórður. Cóð aðsókn að mynd- listarmarkaðinum MÁNUDAGINN, 8. júlí sl. var opnaður myndlistarmarkaður í Sýningarsalnum við Hverfisgötu. Er þetta smámyndasýning með myndum eftir 12 málara og einn- ig sýna 2 myndhöggvarar lista- verk. — Þá er einnig sölusýning í listiðnaðardeildinni, með mjög nýtízkulegum skartgripum, eftir Sigríði Björnsdóttur og Svisslend inginn diter rot. GÓ» AÐSÓKN Aðsókn að þessum myndlist- armarkaði hefur verið mjög góð og mörg af listaverkunum hafa helzt. Er sá háttur hafður á að jafnóðum og myndirnar seljast eru þær teknar niður og aðrar settar upp. f viðtali við blaðamenn í gær sagði frú Sigríður K. Davíðsdótt- ir, sem veitir Sýnin’garsalnum forstöðu að leitast hefði verið við að hafa listaverkin af hæfi- legri stærð og viðráðanlegu verði. Eftirtaldir listamenn eiga myndir á sýningunni: Kristín Jónsdóttir, Valtýr Pét- ursson, Kjartan Guðjónsson, Jó- hannes Jóhannesson, Karl Kvar- an, Veturliði Gunnarsson, Bene- dikt Gunnarsson, Eiríkur Smith, Bragi Ásgeirsson, Sigurbjörn Kristinsson, Hafsteinn Austmann og Bjarni Jónsson. Þá sýna og bræðurnir Jón og Guðmundur Benediktssynir höggmyndir úr steini, tré og járni. SVISS, 17. júlí: — Karim prins, sonarsonur og arftaki hins ný- látna Aga Khan, tók í dag á móti gestum í höll hins látna við Genfarvatnið. Margir komu til þess að votta prinsinum samúð sína. Líkami hins látna lá á legu- bekk, sem allur var þakinn blóm- um. í kvöld átti að flytja jarð- neskar leyfar Aga Khan flugleið is itl Egyptalands, en þær verða jarðsettar við Aswan á föstudag- inn. Karim prins mun fara með flug vélinni, en hann mun hverfa til Evrópu strax að útförinni lokinni til þess að halda áfram námi. Aly Khan lét þess getið við blaða menn í dag, að veðreiðahestar Handhœgur leiðarvísir land og Jb/óð um BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur sent á bókamarkað sjöttu útgáfu hins vinsæla upplýsinga- rits Ólafs Hansonar menntaskóla- kennara, „Facts about Iceland“. Hefur ritið þá alls verið prentað í 38 þús. eintökum og er sala þess sízt í rénun, enda er bæklingur þessi hið ágætasta kynningarrit. Jafnframt hefur rit þetta nú verið þýtt á dönsku og þýzku. Er danska útgáfan þegar komin I bókaverzlanir, en hin þýzka föður hans mundu áfram hlaupa, mun koma út í byrjun ágústmán- með sama einkennislit og áður. aðar. Dönsku þýðinguna hefur Sjounda Sovétríkin: Tal 1 Spassky bið Gurgenidze 1 Gipslis bið umferð Danmörk: B. Larsen P. Ravn B. Andersen Spalk 0 bið 0 bið Tékkóslóvakía: Dr. Filip 1 Mongolía: Tumubaator 0 Kosma bið Munhu bið Blatný 1 Miagmarsuren 0 Wisslovizl bið Zuhber bið Ungverjaland: Benkö bið Búlgaria: Kolarov bið Portisch bið Minev bið Forintos bið Tringov bið Haag y2 Bodanov % ísland: Friðrik í Finnland: Lahti 0 Guðmundur % P. Kajaste Ingvar í Aaltio 0 Þórir í Samalisto 0 Equador Munoz 0 AusOur-Þýzkaland: S. Dittmann 1 Yépes 0 Bertholdt 1 Benites 0 H. Liebert 1 O. Yépes % H. Júttler Vi Svíþjóð: Bandaríkin: B. Sönderborg bið Lombardy bið Hággquist % Mednis % B. Sehlstedt 0 Saidy 1 S. Palmkwist 0 Sobel 1 Rúmenía: England: Mititelu 1 Persitz 0 Drimer 1 Martin 0 Gitezcu bið Davis bið Szabo bið Gray bið Einna mesta athygli vakti skák Larsens og Tal. Larsen hafði svart og hafði jafnað stöðuna. Reyndi vinningsleið sem var hættu- leg — og tapaði. Biðskák Guðm. Pálmasonar við Sviann Haggquist varð jafntefli. í dag eiga skákmennirnir frí. annazt frú Grethe Benediktsson, en hona þýku Herman Höner, sendikennari. Upplýsingarit þessi eru 72 bls. að stærð, sett með mjög drjúgu letri og prýdd fjölda mynda, ásamt íslandsuppdrætti. Margar myndanna eru nýjar, og hefur Hjálmar R. Bárðarson tekið flest- ar þeirra. í bæklingunum eru upplýsing- ar um flest það er máli skiftir fyrir tlendinga, eða líklegt þykir að þeir hafi áhuga fyrir. Bæklingar þessir eru einkum við það miðaðir, að erlendir menn geti fengið í hendur hóf- lega langan og ódýran en efnis- mikinn leiðarvísi um íslenzk mál- málefni og íslenzka menn. Sú hefur og orðið reynslan af enska bæklingnum, að jafnt innlendir menn sem erlendir hafa haft hans mikil not, því að bæklingar þess- ir eru ekki aðeins hentugir fyrir gesti, er ber að garði, heldur einnig fyrir íslendinga, er reka erlend viðskipti eða fara utan. Hörður Ágústsson, listmálari, hefur séð um bókakápu og skipað efninu í síður. KVIKMYNDIR: Lyfseðill Safens LYFSEÐILL SATANS, sem Austurbæjarbíó sýnir fjallar af miklu raunsæi og á áhrifaríkan hátt um eiturlyfjanotkun og sölu eiturlyfja, sem er eitt af mestu vandamálum Bandaríkjanna í dag. — Segir svo í texta mynd- arinnar að ekki minna en 75% nýrra neytenda marihuana- vindlinga þar í landi séu ungling- ar innan við tvítugt. — Efni þess- arar myndar er ekki tekið nein- um listrænum tökum, en af því meira raunsæi, svo að manni hrýs hugur við. Er myndin gerð í samráði við eiturlyfjasérfræð- inga bandarísku lögreglunnar, sem einn þáttur af ótal mörgum í baráttunni gegn þessu hræðilega böli þar í landi. Er ekki vafi á því að slíkar myndir sem þessi, hafa mikið áróðursgildi í barátt- unni gegn eiturlyfjanautninni, sem breiðist nú út víða um iönd. Ættu því sem flestir, ekki sízt unga fólkið, að sjá mynd þessa. Ego. Þegar ljósmyndari Mbl. náði þessari mynd utan við taflmóts- staðinn í gær þá hafði Guðmunda afhent Namsarail farar- stjóra dollarana 400. Hann var of fljótur að stinga þeim í vasann (og ætlar aldrei að fara svo gáleysislega með mikla peninga aftur) til þess að seðlarnir kæmu fram á myndinni. En þakklætishandtak hans var langt og bros hans blítt til hinnar heiðarlegu íslenzku stúlku. Það varði enn er ljós- myndari Morgunblaðsins ól. K. M., smellti af. Ung stúlka færði Mon- golanum 400 dalina í FYRRADAG týndi farar- stjóri Mongolíumanna á stúd- entaskákmótinu 400 dollurum er hann geymdi lausa í vasa sínum. Bar hann sig að von- um illa og frétt var sett um þetta tjón í Mbl. í gær. Blaðið hafði varla verið borið til allra lesenda í gær, er ung stúlka, Guðmunda Guð- mundsdóttir, Tjarnargötu 5 B, starfsstúlka á Hótel Skjald breið, kom með seðlana fjóra og spurði símastúlku Mbl.: „Hvar á að skila þessum pen- ingum?“ * ÓLÍKIR STAÐIR Hafi einhver efast um að til væri heiðarlegur Islendingur enn í dag, þá er sagan um fjár- fund Guðmundu og heiðarleika góð lexía. Mongolíumaðurinn Namsarail fullyrti, að hann hefði týnt pen- ingunum í Hafnarstræti nálægt Optik. Guðmunda, sem eins og fyrr segir er starfsstúlka á Hótel Skjaldbreið, fann þá I Kirkjustræti, utan hótelsins. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvað hún átti við fjármunina að gera, en um leið og hún sá frétt- ina í Mbl. fór hún þangað og spurði: „Hvar á að skila þessum peningum?“ ★ ÞÖGULT ÞAKKLÆTI Einn af blaðamönnum Mbl. fór með Guðmundu á fund Namsarail. Hann var í þungum þönkum, en er hann vissi að peningarnir voru fundir varð and lit hans eitt bros — Mongolíu- sól. Hann gat ekki tjáð Guð- mundu þakklæti sitt með orðum því ekki mun hann mæla nema slavneska tungu auk móður- málsins. — En þó hann hafi aðeins þrýst hönd hennar í gær, þá mun hann hafa fullan hug á að launa henni fundinn með einhverri gjöf. Hylki með geislavirkum etnum tapaðisf Á reki undan BandaríkjastrÖnd NEW YORK, 17. júlí. — Á sunnu^ dagskvöidið var birt aðvörun til skipa undan austurströnd Banda- ríkjanna þess efnis, að um 300 km. suð-austur af New York væri á reki stálhylki, sem hefði inni að halda geislavirkt efni. Sigling um þetta svæði væri því var- hugaverð. Ástæðan var sú, að General Electric-verksmiðjurnar höfðu sent skip út á Atlantshaf með 25 stálhylki, sem öll höfðu inni að halda geislavirk úrgangsefni. — Átti að sökkva hylkjunum til botns undan ströndinni. Verk- smiðjumar hafa nú í smíðum kjarnorkuknúinn kafbát, og átti úrgangurinn rætur sínar að rekja til þeirrar smíði. Var hylkjunum sökkt að kvöld- lagi. Sáu skipverjar, að eitt þeirra sökk ekki — og flaut það frá skipinu og hvarf út í myrkr- ið. — Bandaríska strandgæzlan gerði strax ráðstafanir til þess að finna hylkið og allri skipaumferð var beint frá þessum slóðum. Hættan liggur í því að skip sigli á hylkið og setji á það gat. Flæða hin geislavirku efni þá út í sjóinn og geta á þann hátt skað- að sjávarlífið. Hins vegar er engin hætta fólgin í því að sökkva slíku efni í þéttum umbúðum til sjávar- botns. Fréftabréf úr Holfum MYKJUNESI 14. júlí. Hér hefur verið öndvegistíð síðustu vik- urnar. Miklir hitar flesta daga ea þoka og dögg um nætur. Hey- skapur hefur gengið mjög vel, og eru einstakir bændur langt komnir með fyrrri slátt. Mikið er búið að hirða, en einnig er mjög mikið í sæti og göltum. — Spretta á túnum er yfirleitt mjög góð og lýtur vel út með heyskap- inn í ár ef ekki breytir til hins verra með tíðarfarið. Annars, er jörð mjög vel sprottin bæði mýr. ar og móar og er langt síðan út- hagar hafa verið jafnvel útlítandi eins og nú. 1 dag er suðaustan gola og út- lit fyrir rigningu væri til bóta að fá skúr a.m.k. á hána en hér hefur ekki komið dropi úr lofti s.l. hálfan mánuð. Menn hafa ver- ið að grípa í að ríja féð með hey- skapnum og er því að mestu lok- ið. Fyrir nokkru eru hafnar framkvæmdir við barnaskóla- bygginguna að Langalandi. Um síðustu helgi fór Ungmenna félagið Eyjólfur hér í sveit í tveggja daga skemmtiferð um Skaftafellssýslu. — M. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.