Morgunblaðið - 18.07.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. júlí 195T MORCUIVRLAÐIÐ 3 íþróttasjóður á 3,7 milljónir kr vangoldnar til íþrótfasvœðisins í Laugardal íþróttanefnd nkisins hefir ákvebib 40 prósent framlag af kostnaðarverði Svar við fréttatilkynningu mennfamálaráðherra MENNTAMÁLARÁÐHERKA, Gylfi Þ. Gíslason, hefir látið ráðu neyti sitt senda út fréttatilkynn- ingu, sem lesin var í ríkisút- varpinu og birt í öllum Stjórnar- blöðunum sl. laugardag. Er það vegna raeðu minnar við opnun íþróttasvæðisins í Laugardalnum. Stjórnarblöðin segja, hvert með sínu orðalagi, að þessi frétta- tilkynning „leiðrétti rangfærsl- ur“ mínar (sbr. Alþýðublaðið), „leiðrétti fleipur" mitt (sbr. Þjóðviljann) eða „hreki ósann indi“ mín (sbr. Tímann). Fleira orðaskrúð er í þessum ágætu blöðum, sem eg hirði ekki um að svara. Fyrst vil ég taka til athugunar svokallaða „leiðréttingu“ frá menntamálaráðherra. Það sém allur úlfaþyturinn er út af og á að leiðrétta, eru þau ummæli mín við opnun íþróttasvæðisins í Laugardalnum, að íþróttasjóður ríkisins eigi „vangoldnar fleiri milljónir króna til þessara fram- kvæmda“. Um þetta segir í fréttatilkynn- ingu menntamálaráðuneytisins: „Hvorki í lögum né reglugerð um eru nein ákvæði um, a3 íþróttasjóður skuli greiða bæjar- og sveitarfélögum ákveðinn styrk vegna byggingar íþróttamann- virkja, né heldur, hvenær sá styrkur skuli greiddur, sem ákveðinn kann að vera. Það er því alrangt að tala um, að íþrótta- sjóður eigi nokkuð vangoidið til þessa eða hins íþróttamannvirk- is. Er mjög miður, að slík um- mæli skuli viðhöfð á hátíða- stundu íþróttahreyfingarinnar". Fær nú slík „leiðrétting" menntamálaráðherra staðizt? Það er þungamiðja málsins. Þrjú atriði koma hér fyrst í stað til álita. f íþróttalögum nr. 25 frá 1940 segir m.a. um íþróttasjóð: 1. „Alþingi veitir sjóðnum árlegai fé til ráðstöfunar, eða sér hon- um fyrir öruggum tekjum á' annan hátt“. (5. gr.). 2. f 7. gr. 2. töluliður: „Bæjar-, sveitar- eða sýslufélög og skólar", — geta notið styrks úr íþróttasjóði. S. í 4. gr. 3. mgr.: „íþróttanefnd stjórnar íþróttasjóði og úthlut- ar fé úr honum“ —. Hvað segir þá sá aðili, sem stjórnar íþróttasjóði og úthlutar fé úr honum? Varðandi íþróttaleikvanginn í Laugardal segir íþróttanefnd rík isins sjálf, í bréfi til Laugardals- nefndar 6. apríl sl. og er það ljós- prentað hér: Það sem íþróttanefnd rikisins telur „vangreitt" og „vanti upp á þátttöku sjóðsins“ (sbr. 7. lið að framan) leyfði ég mér að kalla „vangoldið". En við uppgjör íþróttanefndar frá 6. apríl sl. er því að bæta að frá þeim tíma hefir hæjar- sjóður greitt til íþróttaleikvangs- ins 1 Laugardalnum nálægt 2,5 millj. kr., til þess m.a. að hægt væri að opna hann með þeim hætti, sem nú er kunnur. — Er þá hinn „ógreiddi" hluti íþrótta- sjóðs orðinn einni milljón hærri, eða nærri 3,7 millj. króna. Mér er ekki kunnugt um að íþróttasjóður hafi greitt hinar lofuðu 200 þús. kr. á þessu ári, en það verður nóg rúm fyrir það fé í framkvæmdirnar. íþróttanefnd ríkisins hefir ár- lega sent Laugardalsnefnd skýrslu um það, sem hún telur íþróttasjóð eiga „vangreitt" til íþróttamannvirkja á hverjum tíma og alltaf miðað við 40% framlag til íþróttaleikvangsins í Laugardal, eins og í framan- greindu bréfi. Ég get því með öllu vísað á bug aðfinnslum í minn garð : fréttatilkynningu menntamála- ráðherra og er með öllu óskiljan- leg sú staðhæfing „að alrangt sé að tala um, að íþróttasjóður eigi nokkuð vangoldið til þessa eða hins íþróttamannvirkis". Þegar fjárlög voru til meðferð- ar í vetur skrifaði ég sem for- maður Laugadalsnefndar fjár- veitinganefnd Alþingis og fór fram á, vegna óska íþróttasam- takanna, um að völlurinn yrði opnaður í sumar að veitt yrði „viðbótarframlag til íþróttasjóðs að upphæð 2 millj. kr., er ákveð- ið sé, að renni til íþróttaleik- vangsins í Laugardal“. Þegar nefndin tók málið ekki upp bar ég fram breytingartillögu við fjárlögin um 2 millj. kr. framlag „til íþróttasjóðs til greiðslu upp í hluta af kostnaði við íþrótta- leikvanginn í Laugardal í Reykja vík“. Alfreð Gíslason, læknir var meðflutningsmaður að tillögunni, en aðrir stjórnarsinnar, sem ég bað um að vera meðflutnings- menn neituðu, og ég held að að- eins einn eða tveir hafi fylgt varatillögu okkar um 1 millj. kr. framlag við síðustu umræðu fjár- laga. Jóhann Hafstein. reglur um hin minni skip Skipa- útgerðar ríkisins. Á sama hátt eru útborguð mán- aðarlaun fyrsta vélstjóra: kr. 7.753.20 og fyrsta stýrimanns: kr. 6.006.00. Til viðbótar þessu koma síðan sams konar hlunnindi og skipstjórar njóta að undanteknu landgöngufé. Stýrimenn fá greidda eftirvinnu og tilskilda frídaga, sem ekki kann að reyn- ast imnt að veita þeim, en 1. vélstjórar hafa ekki vaktskyldu og ekki yfirvinnuþóknun, en fastaþóknun kr. 200.00 á mánuði, þess vegna. Skiptar skoðanir eru um það, hvers virði þau hlunnindi eru, sem ofanritaðar stéttir hafa, en þessar tölur eru hins vegar stað- reyndir, sem ekki þarf um að deila. Síðar mun birt nánara yfirlit um kjör verkfallsmanna og skip stjóra. Reykjavík , 17. júlí 1957, STAKSIEINAR Frá Vinnuveitendasambandi Islands og Vinnumálasamb. samvinnufélaganrta SKIPSTJÓRAR kaupskipaflotans eiga í kjaradeilu og hafa krafizt hækkunar launa sinna. Þeir hafa nú greitt atkvæði um tillögu sáttanefndarinnar og fellt hana. Einn skipstjóri greiddi henni atkvæði, en 18 voru á móti. Vélstjórar standa í verkfalli, og af 99, sem greiddu atkvæði um tillögu sáttanefndar, greiddi hver einasti atkvæði gegn henni. Af 67 stýrimönnum, sem einnig eiga í verkfalli, sögðu 65 nei, einn Ferðafélag íslands UM næstu helgi efnir Ferðafélag Islands til þriggja eins og hálfs dags ferða. — Eru þær í Þórs- mörk, Landmannalaugar og um Kjalveg í Kerlingarfjöll. Þá verður einnig farin um helgina tveggja og hálfs dags ferð — hringferð um Borg- arfjörð. Lengsta ferðin sem farin verð- ur í um þessa helgi á vegum fé- lagsins er ferð um Norðurland. Farið verður í Herðubreiðarlind- ir, Hólmatungur, Hljóðakletta og Ásbyrgi. Einnig verður komið við hjá Dettifossi. Þessi ferð tekur níu daga. Farið verður í allar þessar ferðir á laugardaginn á sama tíma og venjulega. já og einn atkvæðaseðill var auð' ur. Það er ekkert launungamál, að útgerðarfélögin greiddu atkvæði gegn tillögunum, meðal annars vegna þess, að þær fólu í sér kjarabætur og launahækkanir til allra yfirmanna skipanna, einnig þeirra, sem í hæstu launaflokk- unum eru, — og heildarútgjöld, sem af tillögunum hefðu leitt, gætu útgerðirnar ekki tekið á sig. Hins vegar hafa útgerðirnar boðið, fljótlega eftir að viðræður hófust, einhverja grunnkaups- hækkun til þeirra lægst launuðu, en ekkert til þeirra, sem bezt kjörin hafa. Skipaútgerðirnar hafa verið spurðar um, hver laun þessara stétta séu. Almenningi til upplýs ingar er rétt að greina frá eftir farandi: Á skipum Eimskipafélags ís- lands og Sambands íslenzkra sam vinnufélaga er kaup skipstjóra, útborgað í peningum, með nú- verandi vísitölu: kr. 10.008,90. Þar við bætist risna og landgöngu fé. Hlunnindi, sem samfara eru gjaldeyrisréttindum, svo og ýmis önnur atriði, sem til kaups má meta, eru þá ekki meðtalin. Laun á „Esju“ og „Heklu“ eru 10% hærri í strandsiglingum en ofanritað, en annars gilda sér Annað hefti Kenn- aratals á Islandi komið út FYRIR rúmu ári kom út fyrsta hefti ritsins Kennaratal á íslandi, 10 arka bók með 713 æviágripum. Hófst það á Adam Þorgrímssyni og endaði á Gísla Magnússyni. Nú er annað hefti þessa mikla verks nýkomið út, 160 bls. bók með 701 æviágripi. Hefst það á Gísla Ólafssyni og endar á fsaki Jónssyni. Eru þá samtals komin út 1414 æviágrip kennara í æðri og lægri skólum á íslandi. Safnað hefur verið nokkuð á 4. þúsund æviágripum og þykir sýnt að Kennaratalið verði alls 5 bindi, með viðbótum og leiðréttingum. Myndir fylgja æviágripunum og vantaði ekki nema 29 myndir í fyrsta heftið og aðeins 5 í annað bindi, og má það teljast mjög góður árangur. Kennaratalið er því stærsta mannamyndabók, sem gefin er út hérlendis. 3 HEFTHE) í UNDIRBÚNINGI Verið er að búa þriðja hefti Kennaratalsins undir prentun. f því verða æviágrip kennara, sem hafa í,j,k,l,m,n,o, og ó að upp- hafsstöfum. Biður kennaratals- nefndin alla þá sem eiga að vera í næsta bindi, að skrifa nefndinni hið bráðasta, ef þeir þurfa að koma á framfæri æviágripi, við- bótum eða leiðréttingum. Myndir þurfa að fylgja öllum æviágrip- um. Utanáskrift er Kennaratal á íslandi, pósthólf 2, Hafnarfirði. Prentsmiðjan Oddi, Grettisgötu 16, Rvík, gefur Kennaratalið út og annast sölu og útsendingu heftanna. Kennaratalsnefndin vill hér með færa öllum þeim, sem veitt hafa margháttaða aðstoð við söfnun æviágripa og mynda, sínar beztu þakkir. ' í kennaratalsnefndinni eiga sæti: Ingimar Jóhannesson, full- trúi, formaður, Ólafur Kristjáns- son, ritstjóri, Guðm. I. Guðjóns- son, og Vilberður Júlísusson. Tregur vöxtur Alþýðublaðið birti i gær for- ystugrein með yfirskriftinni; Verkföll og ábyrgð. Margt i þeirri grein er á fyllstu skynsemi byggt en einhver myndi segja, að hún hefði allt eins getað staðið í einhverju af þeim blöðum, sem kommúnistar hafa nefnt „harð- svíruð atvinnurekendamálgögn“. Alþýðublaðið flytur þá góðu kenningu, að launþegar eða þeir, sem verkfallsrétt hafa, eigi að finna til ábyrgðar gagnvart þjóð- félaginu og haga sér samkvæmt þvi. Blaðið talar í þessu sam- bandi um yfirmennina á skipun- uin og segir: „Hjá svo vel sett- um mönnum launalega, á verk- fall að vera þrautalending, verk- fallsrétturinn bakhjarl, en ekki ísbrjótur“. Hér er blaðið sýnilega á þeirri skoðun að hinn „heilagi verkfallsréttur", sem það og flokkur þess hafa þó barizt fyrir um áratugi, sé takmörkunum háð ur og beri þeim, sem vel erui laun aðir, að beita honum sérstaklega varlega. Það fer ekki hjá þvi að ýmsum muni finnast sem Alþýðu blaðið hafi þroskazt að vizku nokkuð hægt. Koma þá jafnvel til hugar þessar línur úr gömlu gamankvæði: „Tregiur var vöxtur í tuttugu ár ein tomma til likama og sálar“. tXl séarsai sé' í b&tfefe kestnaSl v;Ú> E<?:.ids.ri'0stétsr cr siðacts:. , 95.3 ié..... * ...!™“1!!!!5SSK || |lil|||ii n ídr i-.vcr •.'•rnl ~í } ~V , v>r:: írl bví > ifjfósíftS fna ■yil „ p| li ,,, ,?. H wteyupp ,á : tu 2 V .,-yS~7- er, •iKtm y* ÍC#,. < c lill|||lÍÉÍ|ÍÍÍÍÍilllll! Byrjað að bræða á Skagaströnd SKAGASTRÖND, 17. júlí. — í fyrsta skipti síðan 1951 var síld unnin her í SR í gær og voru brædd um 3500 mál, sem verk- smiðjunni hafa borizt. Engar tafir hafa verið á vinnslu síldarinnar og virðist verksmiðjan í fullkomnu lagi, enda hefur henni verið vel við haldið á undanförnum árum. Bræla hefur verið á síldarmið- unum fyrir öllu Norðurlandi sl. þrjá daga og engin eða sáralítil veiði. í dag lægði á miðunum og fóru skipin út í nótt en þau höfðu legið í landveri við Grímsey og á Siglufirði. Hafa þau ekki orðið vör við síld í dag. — Fréttaritari. Dæmið um Iðju I sömu forystugrein segir i Al- þýðublaðinu að „Sjáifstæðismenn láti sér í léttu rúmi liggja vand- ræði alþjóðar og njóti þess að fiska í gruggugu vatni, sem þeir sjálfir óhreinka“. Þarna er AI- þýðublaðið að bera sér í munn hinn sama áróður og Þjóðvilj- inn og Tíminn hafa viðhaft í þá átt, að Sjálfstæðismönnum sé að kenna þau verkföll og þær samn ingsuppsagnir, sem hafa átt sér stað. Alþýðublaðið ætti þó að hafa tekið eftir því að bæði Tím- inn og Þjóðviljinn benda sérstak- lega á samningana við Iðju í þessu sambandi, en stjóm þess félags er samansett af Sjálfstæð- ismönnum og Alþýðuflokksmönn um. Munu hinir síðarnefndu sizt af öllu vilja halda því fram, að þeir hafi engan þátt átt í þvi að Iðjufólkið, sem almennt var tal- ið lágiaunað, fengi nokkra hækk Hin 27 félösr Annars er þessi áróður um, að Sjálfstæðismenn standi á bak við verkföllin og vinnustöðvanirnar, sem orðið hafa nú fyrrihluta árs- ins, vitaskuld gersamlega út í loftið. Þ. 14. júní birtist hér í blað inu skrá yfir þær samningsupp- sagnir og -verkfallshótanir, sem gerzt höfðu fram að þeim tíma. Vora það alls 27 félög, sem sagt höfðu upp samningum frá ára- mótum og fram til miðs júní. Engum manni kemur tii hugar að Sjálfstæðismenn hafi staðið á bak við þær nærri því 30 upp- sagnir sem um er að ræða og beri ábyrgð á þeim. Meðal þessara fé- laga eru líka nokkur, þar sem kommúnistar ráða öllu í stiórn- unum og Aiþýðuflokkurinn mun sízt af öllu telja sig áhrifalausan í nrörgum þeim félögum, sem sögðu upp. Alþýðublaðið ætti ekki að vera að tala um að fiska í graggugu vatni. Það vatn, sem AlþýðUflokksbroddarnir synda nú í upp í háar stöður, í bönkum og annars staðar, er ekki hreint vatn. Ludwigshafen Farmannadeilan er sízt af öllu nokkurt gamanmál, en gárungar kasta því nú á milli sin, að ríkls- stjórnin ætti að hlutast til u að Reykjavíkurhöfn verði endur skírð og kölluð Ludwigshafen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.