Morgunblaðið - 18.07.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.07.1957, Qupperneq 9
Fímmtudagur 18. júlí 1957 MORGUISBLAÐIÐ 9 SILD Með tognranum Jörundi frú Strandagrunni að Digranesflaki „-----og hvern fjandann ert þú nú eiginlega að flækjast?" „Ráðinn á skútuna og fer út með ykkur í nótt“, segi ég hinn roggnasti. „Því lýgurðu", segir vinur minn Bjössi kokkur. Þeir sem þekkja hann geta rétt ímyndað sér hve sannfærandi rödd hans var um leið og hann stakk undir sig hausnum og velti vöngum. „Ekki nema helmingnum. Það er satt, ég fer út með ykkur í nótt“. Eftir að við höfðum rabbað nokkuð saman um gamla daga í Hrísey, formanninn minn gamla, hann Nonna Villa, og fleiri góða náunga, fer ég í „koju“ og sofna með það sama. segir hann mér það í fréttum að nokkrir strákanna séu farnir í land í Grímsey. Þar eigi að halda ball í kvöld og þeir hafi ætlað þangað. Ég spyr hann hvenær hann sé búinn á vaktinni. Hann segir það vera kl. 12. Eigum við þá ekki að bregða okkur líka, ef við fáum lánaða „julluna" hjá Guðmundi, en auk nótabátanna hangir lítill prammi á bakborðs- hlið skipsins. Jú, jú. Hann er til í það. Við róum síðan í land og er Einar 1. stýrimaður með okkur. Ekki höfum við haft neitt fyrir því að búa okkur upp á, enda ekki ætlunin að fara að dansa, Guðmundur og Einar 1. stýrimaður (báðir.nieð kíki) huga að sílð. „Kokkurinn við kabyssuna stóð, faliira .. ÞÓTT klukkan sé langt gengin ellefu er kvöldsólin enn hátt á lofti. Það glitrar á snæviþakta tinda hins hrikalega fjallgarðs miili Eyjafjarðar og Skagafjarð- ar. Flugvélin tekur að ókyrrast. Við erum að nálgast Eyjafjörð- inn, sléttan eins og spegii. En úti við sjóndeildarhringinn sé ég örla á dökkum þokubakka. Mér segir svo hugur um að hann viti ekki á gott. Ég er á leið norður á Akureyri. Þaðan ætla ég að reyna að kom- ast á síld. Þarna blasir við okkur Hjalteyrarverksmiðjan og Dag- verðareyrarverksmiðjan. — Við beygjum inn yfir fjörðinn og nú sé ég Krossanesverksmiðjuna. — Hvergi stígur „peningareykur- inn“ til lofts enn sem komið er, þótt nokkur þúsund mál séu þeg- ar komin í þrær verksmiðjanna. En þær eiga víst að byrja að bræða á morgun. Rétt í þann mund er við fljúgum inn yfir Akureyri sé ég að flaggskip ís- lenzka síldveiðiflotans, Jörundur, rennir upp að Krossanesbryggj- unni. FISKIFÆLUM ER HENT FYRIR BORÐ & Ég býð ekki boðanna. Þeg- ar á flugvöllinn kemur næ ég mér strax í bil og sendist út í Krossanes. Ég hef í hyggju að komast út með Jörundi ef hægt er. Og á bryggjunni hitti ég síid- arkónginn gamalkunna, Guð- mund Jörundsson. „Jú, blessaður vertu. Það er sjálfsagt að lofa þér að vera með. En ef við fáum enga sild, þá hend um við þér fyrir borð“. „Skítt með það. Eg hætti á það“. „Hérna er lykillinn að „be- stikkinu". Það er opið inn til mín. Stýrimaðurinn veit um lyk- ilinn að brúnni. Búðuðu um þig á bekknum hjá mér. Við förum út um leið og lokið er við að landa seinnipartinn í nótt“. Ég þakka fyrir mig um leið og ég tek við lyklinum, held heim á leið til þess að búast til farar. Klukkan tvö um nóttina „hífa“ ég pokann minn inn yfir „lunn- inguna“ á Jörundi og klöngrast upp í brú. Auk pokans er ég bæði vopnaður ritvél og myndavél, svo ekki skortir mig veiðitækin, ef einhver síld kann að sjást. En ég get ekki varizt þeirri hugsun að helvíti væri það hart ef henda þyrfti mér fyrir borð sem fiski- fælu. Þegar ég er búinn að koma mér fyrir í hlýrri og notalegri íbúð skipstjórans gríp ég myndavélina mína og fer að ganga um skipið. Ég hitti karla, sem eru að gera við nótina aftur á bátadekki. Ég þekki þá flesta frá gamalli tíð. Þeir vinna á netaverkstæði á Ak- ureyri. HEILSAÐ UPP Á KOKKINN ^ Allt í einu sé ég lítir.n og ~~ snaggaralegan náunga. Þenn- an fugl þekkti ég þegar ég var í Hrísey um árið. Ég stekk niður af bátadekkinu og snarast á eftir honum inn í eldhús. Um leið og hann sér mig segir hann: „Hver andskotinn. Ert þú kom- inn hér? Komdu blessaður------” Gömul og góð sjóarakveðja, sem ég kann vel við; BRÆLA „Ræs í grautinn". Klukkan er ekki nema sex um morguninn, þegar Bjössi kall- ar þetta til okkar úr dyrunum. Við Guðmundur rísum upp við dogg og bjóðum hvor öðrum góð- an daginn. Ég hafði ekki orðið var við að hann kom um borð og að skipið sigldi út fjörðinn. Þeg- ar ég lít út um kýraugað förum við framhjá Kjálkanesinu. Eftir að hafa hámað í mig skyr og brauð, hendi ég mér í bælið á ný. Ég er ákveðinn í að halda mér þar fyrsta kastið, ef ekkert verð- ur um að vera, til þess að tryggja mig fyrir sjóveikinni. Það er nú orðið svo langt síðan ég hef komið á sjó að ég veit ekki almennilega hve sjóhraustur ég er. Þegar ég vakna í hádegismat- inn lónum við út af Grímsey og höfum gert alllengi. Það er suð- austan bræla, ekkert síldveiði- veður. Skipunum fjölgar óðum í kringum okkur og þegar líður á daginn leggjumst við í var upp við eyjuna. Það er ástæðulaust að vera að brenna olíunni til einskis. Ég fæ ekki neitað því að held- ur finnst mér útlitið dökkt. Allt bendir til þess að mér verði hent fyrir borð sem óveðurskráku frekar en fiskifælu, ef svona heldur áfram, því að auðvitað dettur engum í hug að saka blessuð börnin um þetta. Það komu nefnilega tvö börn um borð í Krossanesi, 12 ára strákl- ingur, sonur skipstjórans, og 13 ára telpa, dóttir fyrsta vélstjóra. Ævar litli, en svo heitir snáðinn, dregur nú fisk gráðugt í soðið á handfæri, þarna sem við liggjum við eyjuna, en telpan spréllar um og geri at í hásetunum, sem allir eru ungir og glaðværir strákur. Um kvöldið nokkuð seint geng ég fram í brúna og rabba við einn hásetann, Hrein Hreinsson. M.a. Austur á Digranesflaki kom hrefna í heimsókn að skipinu. Hér sést hún koma upp úr og blása. né dufla við konur. Við höfum líka fengið nákvæmar lýsingar á því hvernig Grímseyingar gæti kvenna sinna, svo það muni ekki þýða hið minnsta fyrir okkur að gera hosur okkar grænar fyrir þeim. En okkur leikur samt for- vitni á að vita hvernig dansleikur fari fram í Grímsey, og þá eink- um mér, sem ekki hef fyrr komið í danshús þeirra Grímseyinga. Á BALLI f GRÍMSEY ^ Skammt innan við kirkjuna í Grímsey stendur gamall hjallur. Þar úti fyrir eru nokkrir menn á tali. Þangað göngum við. Erum við þá komnir að sam- komuhúsinu. Ég lít inn í danssal- inn. Þar úti í einu horninu þenur ungur maður dragspilið og nokk- ur pör líða um gólfið eftir hljóð- falli rólegs „tangos". Salurinn sýnist fullur af fólki. Þó geta vart. verið þarna meira en 20—30 Fyrri grein manns, enda er þetta ekki stærr« en stofa á meðalheimili. Mér er sagt að kvenfélagið á staðnum standi fyrir þessum dans leik. Heitir félagið „Baugurinn”, sjálfsagt kennt við heimskauts- bauginn, enda mun ekki annað kvenfólk norðar hér á landi. Það hefur í hyggju að safna fé til byggingar félagsheimilis á eyj- unni og mun sannarlega ekki af veita, ef þarna á að haldast byggð er nokkurs á að njóta af þæg- indum nútímans. Þegar síldveiði- skipin liggja í vari við Grímsey er oft kátt og fjörugt í og við samkomuhússhjallinn þar, þótt lélegur sé, og kvenfélagið græðir á öllu saman. Það er dansað af krafti til kl. hálftvö um nóttina, þótt í miðri viku sé. Hvað ætli i Grímseyinga varði líka um einhverjar vitlausar reglur, sem tíðkast í landi um lok dansleika. Böllin eru ekki svo oft þar og sldveiðiflotinn hefur ekki alltaf tækifæri til þess að mæta á rétt- um tíma á ballið. Á þessum tíma eru heldur engin skil milli dags og nætur norður við heimskauts- baug. FRÉTTIR FRÁ NORÐMÖNNUM Skipið er komið á fulla ferð þegar ég vakna snemma næsta morgun. Akkeri hefur ver- ið létt og nú er haldið á svipaðar slóðir og síldin fékkst um dag- inn í fyrstu hrotunni. En allt I einu berast fréttir á öldum ljós- vakans, eins og menn segja þeg- ar þeir vilja vera hátíðlegir. Það er árvakur náungi, sem situr við talstöðina á Raufarhöfn. Þeir kalla hann Sigga svo að sennilegt er að hann beri sama nafn og loftskeytamaðurinn okk- ar. Þeir eru slungnir við loft- skeytatækin þessir Siggar. Sá hjá okkur er kunnur að því að hafa miðað fjölda síldveiðiskipa þeg- ar þoka er og dimmviðri. Hefur hann þannig orðið mörgum hinna smærri báta að liði, bæði beint þeim að veiðisvæðum og leiðbeint þeim í hafvillum norður í íshafi. Það er nefnilega orðið algengara að stunda síldveiðarnar hundrað mílur norður í íshafi heldur en inni á fjörðum og uppi við land- steina eins og tíðara var í gamla daga. En þetta var nú útúrdúr. Hann Siggi á Raufarhöfn hafði heyrt í Norðmönnum, sem sáu síld nyrst og austast á Digranes- flaki. Og nú var snarlega snúið þangað. Ég spurði hvert ætti að halda. „Austur á Digranesflak“, var svarið. „Já, einmitt svo það er þá náttúrlega fyrir austan“. Ég hafði einhvern tíma heyrt talað Framh. á bls. 10 Skipshöfnin á Jörundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.