Morgunblaðið - 18.07.1957, Page 12

Morgunblaðið - 18.07.1957, Page 12
1S M0RCV1SBLAÐ1Ð Jlmmfudagur 18. jðlí 1057 I A ustan Edens eftir John Steinbeck 83 Og allar fengu'stúlkurnar að handleika erfðaskrána og lesa hana. Þetta voru svo fá orð og auðskilin, að þær gátu endurtek- ið þau, hver fyrir annarri. Þær gáfu Kate nánar gætur, til að vita hvaða breytingar þetta kynni að hafa í för með sér, hvort hún yrði kannske ráðríkur harð- stjóri. En ef það var nokkuð, þá var húr enn alúðlegri i viðmóti, eftir en áður. Vjku síðar, þegar Kate veiktist lét hún á engu bera og hélt áfram að síjórna heimilishaldinu, eins og ekkert hefði í skorizt. Og eng- inn heíði fengið neitt að vita, ef einhver af stúlkunum hefði ekki séð hana úti á ganginum, reik- andi í spori og með andlitið af- myndað af kvölum. Hún bað stúlkurnar að nefna þetta ekki við Faye, en þær brugðust þagn- arheitinu og það var Faye sem dreif hana í rúmið og gerði boð eftir dr. Wild. Hann var viðfeldinn maður og mjög góður læknir. Hann skoð- aði í henni tunguna, taldi æða- siögin, spurði hana nokkurra O- Þýðing Sverm Haraldsson □-------------------□ spurninga og sat svo um stund þegjandi og hugsi. „Nákvæmlega hérna?“, spurði hann og studdi fingrinum allfast á mjóhrygginn á henni. — „Ekki þarna? En hér? Er þetta sárt við- komu? Já, einmitt. Sennilega er eitthvað að nýrunum“. Svo lét hann hana fá gular, grænar og rauðar pillur, sem hún skyldi taka inn sitt á hvað. Áhrif pill- anna reyndust góð. Nokkrum dögum síðar fékk hún nokltuð slæmt kast og sagði þá við Faye: — „Ég ætla að skreppa á lækningastofuna til dr. Wild.“ „Ég skal biðja hann um að koma hingað“. „Bara til þess að fá hjá honum nokkrar pillur? Vertu nú ekki Búsáhöld fyrir Pottar r/ Skaftpottar Pönnur með loki ^iyerpoal. r rafeldavélar 2 lítra kr. 91.00 3 — — 106.00 4 — — 118.00 5 — — 133.00 6 — — 146.00 7% — — 165.00 1 % — — 78.00 — 122.00 Gistihúsið á Hólum í Hjaltadal er tekið til starfa svona barnaleg. Nei, auðvitað fer ég til hans á morgun“. 2. Dr. Wild var góður maður og ráðvandur maður. Hann var van- ur að segja það um starf sitt, að hið eina er hann vissi væri það að brennisteinn dræpi kláða. Hann rækti starf sitt með alvöru og skyldurækni. Eins og margir hér aðslæknar í þá daga, var hann samborgurum sínum allt í senn, læknir, sálusorgari og andlegur ráðunautur. Hann þekkti flest leyndarmál, sjúkleika og sorgir í Salinas. Hann hafði aldrei lært að bregðast kæruleysislega við dauðanum. í hvert skipti sem ein hver sjúklingur dó, fann hann sárt til vankunnáttu sinnar og getuleysis. Hann var hvorki vog- aður né djarfur og uppskurð gerði hann ekki, nema í ýtrustu nauðsyn. Lyfjbúðir voru að rísa upp, læknunum til hagræðis, en dr. Wild var einn þeirra fáu, sem ráku sínar eigin lyfjasölur og blönduðu meðulin eftir eigin lyf- seðlum. Margra ára yfirvinna og svefnröskun hafði gert hann dá- lítið gleyminn og viðutan. Einn miðvikudagsmorgun klukkan hálf níu gekk Kate upp eftir Main Street, arkaði upp stig ana í Montery County Bank- byggingunni og gekk inn eftir ganginum, unz hún kom að hurð- inni, sem bar áletrunina: — „Dr. Wild — Viðtalstími kl. 11—2“. Klukkan hálf níu ók dr. Wild litla eineykisvagninum sínum inn í slcýlið og tók svörtu töskuna sína með þreytulegum hreyfing- um. Hann hafði verið í Alisal og skrifað dánarvottorð gamallar, þýzkrar konu. Hún hafði ekki getað dáið í friði og ró. Alveg fram til síðasta andartaks hafði hún verið að breyta erfðaskrá sinni og bæta við hana. Jafnvel nú efaðist dr. Wild um það, að lífið hefði raunverulega skilið við hinn seiga, magra og sina- bera líkama hennar fyrir fullt og allt. Hún var níutíu og sjö ára og hún hafði leiðrétt prestinn, sem bjó hana undir dauðann. Leynd- ardómur dauðans ásótti hann eins og svo oft áður. í gær hafði Allen Day, þrjátíu og sjö ára gamall, sex feta hár, sterkur eins og uxi, fjölskyldumaður og eig- andi stórra jarða — í gær hafði hann kvatt þetta líf, eftir þriggja daga lungnabólgu og sótthita. Dr. Wild vissi að þetta var leynd- ardómur. Hann var þreyttur og svefnvana. Hann ætlaði sér að fara í bað og hressa sig á einu glasi, áður en fyrsti sjúklingur- itm kæmi með magakvilla sinn. Hann staulaðist upp stigana og stakk slitna lyklmum í skráar- gatið á lækningastofuhurðinni sinni. En lykillinn vildi með engu móti snúast. Hann lét töskuna á gólfið og beitti kröftum, en lyk- illinn hreyfðist ekki. Hann tók í snerilinn, kippti í hurðina og hamaðist á lyklinum. Þá voru dyrnar opnaðar innan frá og Kate stóð andspænis honum. „Ó, góðan daginn. Læsingin hefur víst hlaupið í baklás. Hvern ig komust þér hingað inn?“ „Dyrnar voru ekki læstar. Ég kom snemma og fór beint inn til að bíða þar“. „Ekki læstar?" Hann snéri lykhnum til baka og fann að hún hafði rétt að mæla. „Ég er víst farinn að verða gamall", sagði hann. — „Ég er orðinn anzi gleyminn". Hann stundi. — „Annars veit ég nú ekki til hvers ég er að læsa þessu. Það gæti hver maður opnað með svolitlum vísspotta. Og hvern myndi sosum langa til að komast hingað inn?“ Það var eins og hann veitti henni nú fyrst at- hygli: — „Ég hefi ekki viðtals tíma fyrr en klukkan ellefu“. „Ég þurfti að fá meira af pill- unum og ég gat ekki komið seinna“, sagði Kate. „Pillum? Ó, já. Þér eruð stúlk- an hjá Faye?“ „Já, það er rétt“. „Líður yður betur?“ „Já, mér varð gott af pillun- um“. „Jæja, þær skaða a.m.k. eng- an“, sagði hann. — „Skildi ég dyrnar á apótekinu eftir ólæstar líka?“ „Hvar er það?“ „Þarna hinum megin — dyrnar þarna“. „Að öllum líkindum". „Já, ég er að verða gamall. Hvernig líður Faye?“ „Ég hefi áhyggjur út af henni. Hún varð mjög veik fyrir skömmu. Fékk krampa og hafði óráð.“ „Hún hefur verið magaveik áð- ur“, sagði dr. Wild. — „Maður getur ekki haldið góðri heilsu með því að lifa slíku lífi og borða á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Ég gæti það a.m.k. ekki. Slíkt gerir mann magaveikan. Já — svo voru það þessar pillur. Mun- ið þér hvernig þær voru á litinn? „Ó, já. Ég man það vel“. Hún stóð í dyrunum á meðan hann hellti pillunum í kringlótta dós. „Mikil ósköp eru hér af meðul- um“. „Já og því eldri sem ég verð, þeim mun færri nota ég“, sagði dr. Wild. — „Ég fékk mér sumt af þeim þegar ég hóf læknisstarf- ið. Notaði þau aldrei. Á þeim ár- um hafði ég gaman af að gera til- raunir — með alchemy". „Hvað er það?“ „O, sosum ekki neitt. Jæja, hérna eru svo pillurnar. Segið Faye að hún verði að sofa meira framvegis og borða grænmeti. Ég var á fótum í alla nótt og nenni því ekki að fylgja yður til dyra. Verið þér svo sælar“. Hann gekk þungum skrefum og óstyrk um inn í skurðstofuna. Kate horfði á eftir honum og svo renndi hún augunum yfir raðirnar af glösum og krukkum. Hún lokaði dyrum lyfjaherberg- isins og litaðist um í fremri skrif- stofunni. Ein bókin í skápnum skagaði lengra út en hinar. Hún flýtti sér að koma henni fyrir á M A R K U S Efíir »5d Dodd 1) — Má ég setjast við borðið yðar. — Gerið svo vel. 2) — Eruð þér að ferðast langt. — Nei, ekki mjög. Ég er að fara til Týndu skóga. Það er skammt frá Kaldá. 3) — Þetta var skemmtileg til- viljun. Ég var nýlega að kaupa búgarð einn, sem er næsta býli við Týndu skóga. 4) — Ég heiti Markús. Ég er ljósmyndari og rithöfundur. — Það var skemmtilegt, en er mikið upp úr slíku að hafa? réttan hátt. Svo tók hún töskuna sína af leðurbekknum og gekk út. Þegar Kate var komin inn 1 herbergið sitt, tók hún fimm lít- il glös og þéttskrifaða pappírs- ræmu upp úr töskunni. Þessu va’fði hún vandlega innan í sokk og stakk svo bögglinum niður í öklaháa skóhlíf. Skóhlífina lét hún innst inn í horn á klæða- skápnum sínum. 3. Á næstu mánuðum varð mikil en hægfara breyting í húsi Faye. Stúlkurnar voru önugar og hirðulausar. Ef þeim hefði verið skipað að þvo sér og hirða her- bergin sín, þá hefðu þær vafa- laust tekið því mjög illa og allt húsið hefði liðið fyrir það. En Kate kunni önnur ráð betri. Eitt kvöld, þegar setið var und ir borðum, gat Kate þess að hún hefði af tilviljun þurft að skreppa inn í herbergi Ethels og þar hefði allt verið svo snyrti- legt og hreint £ð hún hefði mátt til með að kaupa smágjöf handa henni. Ethel tók umbúðirnar ut- an af gjöfinni, sem reyndist vera stór flaska af Eau de Cologne- Ethel var í sjöunda himni og von- aði það heitt og innilega að Kate hefði ekki séð öll óhreinu fötin undir rúminu. Eftir kvöldmatinn fjarlægði hún ekki aðeins ó- hreinu flíkurnar, heldur þvoði líka gólfið og hreinsaði skúmið úr hornunum. Svo var eitt kvöld, að Grace leit svo snyrtilega út að Kate mátti til með að gefa henni fallega brjóstnælu í viðurkenn- ingarskyni. Og Grace flýtti sér upp og fór í hreina blússu, svo að nælan nyti sín sem bezt. Alex, kokkurinn, sem annars var ekki vanur því að fá lof fyrir matargerð sxna, var nú gladdur með því, að hann væri hreinasti snillingur við kökubakstur. Hann komst að þeirri staðreynd, að matargerð var ekki neitt sem hægt var að læra, heldur með- fæddur, listrænn hæfileiki. Cotton Eye varð þess vís, að enginn hataði hann. Hinn hikandi og ójafni píanóleikur hans breytt ist smátt og smátt. „Það er undarlegt hvað mað- ur getur munað eftir möirgu, þegar maður hugsar um hið liðna“, sagði hann við Kate. „Eins og hverju?" spurði hún. „Ja, eins og t.d. þetta“ og hann lék fyrir hana. „Þetta er fallegt“, sagði hún. — „Hvaða lag er þetta?“. „Ég veit það ekki með vissu, Ég held að það sé eftir Chopin. Bara að ég hefSi getað séð nót- urnar“. 3|Utvarpiö Fimmtudagur 18. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Finnborg Örnólfs- dóttir). 19.30 Harmoníkulög (pl.) 20.30 Náttúra íslands XIII. er- indi: Kísiljörð og perlusteinn (Tómas Tryggvason jarðfræðing- ur). 20.55 Tónleikar: Kórlög úr ýmsum óperum (plötur). 21.30 Útvarpssagan: „Synir trúboð- anna“ eftir Pearl S. Buck; 33. — sögulok (Séra Sveinn Víkingur). 22.10 Sinfónískir tónleikar. (pl.). 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 19. júl. Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Létt lög (plötur). 20. 30 „Um víða veröld". — Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn. 20. 55 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig- urð Þórðarson (plötur). 21.20 Upplestur: Kvæði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Sig urð Júl. Jóhannesson (Olga Sig- urðardóttir). 21.35 Tónleikar (plötur). 22.10 Kvöldsagan: „ívar hlújárn" eftir Walter Scott; VIIL (Þorsteinn Hannesson les). 22.30 Harmonikulög. (plötur.) 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.