Morgunblaðið - 09.08.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. ágúst 1957 Moncnisnj ifíiÐ 9 Hcrðubreið á Mývatnsöræfum er nærri 700 m á hæð og eitt- hvert tígulegasta og fríðasta fjall landsins. í Öskjuferð með Orlofi Viðursfyggð eyðileggingar Á MORGUN legg-ur upp hópur ferðamanna á erfiðasta fjallveg landsins eða öllu heldur vegleysu, sem Guðmundur Jónasson hefur fundið færa leið yfir og troðið nokkrum sinnum á undanfösjium árum. Leiðin liggur fyrst í Land- mannalaugar, en þá yfir Hófsvað á Tungnaá, sem Guðmundur fann fyrir nokkrum árum og hefur jafnan komizt slysalaust yfir, þótt öðrum hafi stundum orðið hált á því. Veiðivötn eru skammt handan Tungnaár, og verður gist þar eða í Jökulheimum, skála Jöklarann- sóknafélagsins í Tungnaárbotn- um. Er sá skáli heimill Guðm. Jónassyni og farþegum hans, en óheimill öðrum ferðahópum nema leyfi Jöklarannsóknafélagsins komi til. Frá Veiðivötnum eða Jökul- heimum er sennilega greiðtær leið í hinn tröllum týnda Nýjadal í Tungnafellsjökli. Er. þar gist tvær nætur og dvalizt einn dag til þess að ganga á jökulinn. Er þaðan mikið itsýni yfir Vonar- skarð og Bárðarbungu á Vatna- jökli. Þá tekur við erfiðasti kafli leiðarinnar austur með norður- jaðri Vatnajökuls og yfir Dyngju háls. Hann er þakinn eldgígum og nýjum hraunum, um 1100 m. yfir sjó. Frá Kistufelli er tekin stefna á Herðubreið, en tjaldað við Öskju op austan undir Dyngjufjöllum. Askja er einhver stórkostlegasti eldgígur, sem til er í víðri ver- öld. Þangað hefur verið fáförult, en margt ber þar nýstárlegt fyrir auga. Er sérstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast Öskju að njóta leiðsagr ar dr. Sig. Þórar- inssonar í þessari ferð, tækifæri, Sem fráleitt endurtekur sig oft. Af þessum slóðum er tilkomu- mikil fjallasýn, þótt mest beri á Herðubreið og Kverkfjöllum. Frá öskju er haldið í Herðu- breiðarlindir. Þar er stórvaxinn hvanngróður, og tærar lindir. — Þaðan er gengið á sjálfa Herðu- breið, og er það flestum fært und- ir öruggri fararstjórn. Úr Lindunum er nú allgreið leið til Mývatns, og er verið um kyrrt í Reykjahlíð eina dagstund. Þar er Sig. Þórarinsson manna kunn- ugastur, þótt Mývatnssveit verði ekki skoðuð að gagni á einum degi. — En gott er að hvíla þar eftir vegleysurnar. Þessi ferð er aðeins gerleg á traustum bílum. Hafa fáir .reynt að feta þessa öræfaslóð G. J. enda tekizt misjafnlega. En nú er vit- anlega gott tækifæri til þess að elta hann, meðan ekki er fokið í slóðina! ÞINGVELLIR er töfraorð. — | Það er eins og slegið sé á vk • kvæman streng í brjósti hvers ts- lendings, þegar það er nefnt, enda táknar það þann stað, sem helgastur er með þjóð vorri og örlagaríkustu viðburðir í sögu hennar eru við tengdir. Þingvellir eru þá líka einn þeirra staða, sem erlendir menn, fullir eftirvæntingar, koma hing- að hópum saman til að sjá. Nýlega var frá því greint í fréttum, að einn slíkur hópur ferðamanna hefði orðið að snúa við á leið sinni til Þingvalla vegna kæfandi moldryks úr veginum. Ekki er fréttin góð, en því mið- ur sönn. Það segir sig sjálft, að slík landkynning er æði óhugnan- leg og enginn getur sagt um það, hversu mikið og margháttað tjón fyrir þjóðina getur hlotizt af slík- um moldaraustri yfir saklausa langferðamenn, sem einskis ills eiga sér von og eru að sjálfsögðu alls óvanir slíkum „traktering um“. Og þó að fullhraustir íslend ingar láti sig löngum hafa það að brjótast í gegnum moldar mökkinn vegna þess dýrlega út- sýnis, sem þeir þekkja og vita að þeir eiga í vændum, hljóta allir að skilja, að hér er aðkallandi verk- efni, sem alls ekki er hægt að slá á frest, nema til stórskaða og skammar fyrir land og þjóð. — Ef til vill opnar sementsverk smiðjan nýja leiðina til þess, að vér fáum bráðiega breiðan og ryk lausan Þingvallaveg. En svo er önnur saga, e. t. v. ennþá Ijótari, því að þótt það sé alveg óhæfilegt ástand, að eldra fólk og lasburða geti ekki heim sótt þennan dásamlega stað i blíðviðrisdögum, og að erlendir gestir neyðist til að snúa við, til þess að bjarga lungum sínum, þá er það þó ennþá verra, að trjá- gróðurinn á staðnum sjálfum sé gjöreyðilagður a-f yfirþyrmandi rykmekki, frá vegum þeim, er liggja um hið friðhelga svæði, einkum á leiðinni að Armanns- felli. Þarna er um að ræða einhverja fegurstu leið á Islandi. Þessi feg urð er ekki sízt að þakka trjá- gróðrinum, sem nú er reyndar að eyðileggjast vegna vegarryksins, og að nokkru leyti vegna sand- foks, þegar nokkuð hreyfir vind, frá nærliggjandi uppblásturs- svæðum framan og ofan við Ár- mannsfell. Þarna eru því einnig sandgræðsluframkvæmdir aðkall- andi nauðsyn. Auðvitað þarf að leggja fleiri vegi um Þingvelli, t. d. frá Vell- andkötlu til Hrafnabjarga og yf- ir að Ármannsfelli, en þeir verða allir að vera þannig gerðir, að engir rykmekkir breiðist yfir skógarsvæðin og eyðileggi vöxt trjánna á þessu friðaða landi, svo sem nú gerist. Slíkt er sú regin ómenning og ræktarleysi við þenn an stað, sem vér Islendingar erum þó svo stoltir af, að vér getum ekki verið þekktir fyrir að láta slíkt viðgangast og allra sízt á þessari miklu skógræktaröld, sem vér nú lifum á. Gætið þess, góðir Islendingar, að séu umferðarbrautirnar um Þingvelli ekki gerðar ryklausar í þessari gífurlegu umferð, sem þar er, getur auðveldlega svo farið, að naktir og lífvana lui'kar og gulgráar kalviðarrenghir heilsi Þingvallagestum, þegar moldar- súgurinn er horfinn af heiðinni, og nýi vegurinn loksins kominn S. E. Hjörleifsson. Opnar málverliasýningu í d*»g Hefur haldið marg- * ar sýningar i Paris í DAG kl. 2,30 verður opnuð mál verkasýning í Sýningarsalnum á horni Ingólfsstrætis og Hverfis- götu. Er það bandarískur list- málari sem sýnir þar verk sín, Valentin Griado. Sýningin verð- Margar leiðir til sósialisma ur opin daglega frá kl. 10 f.h til kl. 7 e.h. og kl. 8—10 e.h. til 18. ágúst næstkomandi. Valentin Griado er fæddur í Bandaríkjunum 1931 og hefur * L EÍÐÍR TÍL SÓSÍALÍSMAN5 -FRÍÁLST VAL " Bftir að 20. flokksþingi russneska kommúnistaflokksins lauk í fyrra hefur Krúsjeff mikið talað um það, að til séu margar leiðir til sósíalismans. Þótt mánuðir hafi liðið hafa þó ekki sézt í verki aðrar leiðir en þaer sem teikningin sýnir. Valentin Griado lagt stund á málaralist, högg- myndagerð og leirkeragerð við háskólann í Suður-Californíu. Einnig var hann í einkanámi hjá Zakian og Peticola í Los Angeles. Sl. tvö ár hefur hann lagt stund á málaralist í París, bæði á Academie de la Grande Choumi- ere og einkanám hjá Szabo, einn- ig las hann listasögu við La Sor- bonne, atilier Ruelland. Hefur Griadó haft sýningar í heimalandi sínu, og einnig hef- ur hann haft nokkrar sýningar í París. í september næstkomandi mun Gallerie Creuze hafa sýn- ingu á verkum hans í Salle Mess- ine. Á sýningunni eru bæði olíu- málverk, vatnslitamyndir og myndir búnar til með indversku bleki. Eru allar myndirnar til sölu og er verð þeirra allt frá 450 kr. upp í 6500 kr. HTAKSTEIWR Víxlspor Þjóðviljinn hefur undanfarið ráðizt á Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn fyrir það, aS þeir hafi verðlagt oliuna allt of hátt og þar með afhent olíufé- lögunum stórgróða, eins og það er kallað. Bak við þetta er gremja kommúnista yfir því að samið skyldi vera við „Hamra- fellið“ um oliuflutningana fyrir 65 sh. allt árið í stað þess að semja við Rússa um flutningana gegn sama gjaldi en gegn greiðslu í íslenzkum peningum. Það hefur aldrei verið upplýst hvernig á því stendur að samið var við „Hamrafellið", sem þarf mikinn erlendan gjaldeyri til sins rekstrar, i stað þess að semja við Rússa, sem taka vildu við greiðslu í íslcnzkum gjald- eyri. — Vafalaust hefði mikill gjaldeyrir sparazt ef hinu rúss- neska tilboði hefði verið tekið, ef á annað borð átti að semja til langs tíma. Munu margir segja, að sízt hafi verið vanþörf á sparnaði á gjaldeyri, eins og nú stendur. Svo er hitt atriðið hvernig það má vera, að samið er við „Hamra fellið“ um svo háa skipsleigu eða 65 sh. á smálestina þegar frjáls skipamarkaður stendur nú i 35 sh. og ekkert útlit fyrir neina hækkun. Ef notað hefði verið tækifærið til að leigja skip á htnum frjálsa markaði, hefði verið unnt að lækka verð á oliu og benzini. Öll þessi oliumál heyra undir einn ráðherra, Lúðvík Jósefsson, og hefur hann stigið þar hvert víxlsporið á fætur öðru. Síðan hann gerði okursamninginn við „Hamrafellið“ í fyrra hefur hvert hneykslið rekið annað i sambandi við þessi mál í hönd- um lians. Fundir Sjálfstæðis- manna og Tíminn Sjálfstæðismenn hafa að und- anförnu haldið nokkra fundi úti á landi til að ræða um stjórn- málaviöhorfið. Hafa fundir þess- ir verið vel sóttir og vakið at- hygli í héruðunum. Tíminn er í gær mjög illskufullur út af þess- um fundahöldum og reynir að gera lítið úr þeim. Hann telur að ræður manna þar hafi verið „andlausar“, eins og blaðið tekur til orða, og virðist liggja i því að áróður Framsóknarmanna hafi upp á síðkastið verið eitthvað sérstaklega „andlegur“. Eins og kunnugt er hafa Framsóknar- menn sent erindreka út um land og haldið þar að öðru leyti uppi öflugum áróðri til að sverta Sjálfstæðisflokkinn í sambandi við farmannadeiluna. Sá áróður hefur verið þess efnis, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haldið uppi farmannadeilunni og bein- línis mútað farmönnum með peningum, til að halda henni áfram. Þetta hafi allt verið gert í þvj, skyni að skaða ríkisstjórnina lóg landið í heild. Sams konar áróðri hefur verið haldið uppi í Tím- anum, en þó hefur hinn munn- legi áróður úti á landsbyggðinni verið öllu eitraðri en sá, sem verið hefur í dálkum blaðsins og er þá nokkuð langt 01 jafnað. Fundir Sjálfstæðismanna hafa upplýst þessi mál, auk þess sem ræðumenn hafa talað um lands- málin almennt og er því von að Tímanum sé illa við að þessir fundir séu haldnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.