Morgunblaðið - 09.08.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1957, Blaðsíða 16
2-24-8» fWtrpiwMaMtSii 176. tbl. — Föstudagur 9. ágúst 1957** 2-24-80 Ný farmgjalclahækkun ákveðin M.a. til oð hindra verðlækkun, sem „mismuni hinum ýmsu vörutegundum" Skipin voru um 18 RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið nýja hækkun farmgjalda. Hækk- unin var ákveðin til þess, að unnt yrði að fullnægja uppgjafar skilmálunum, sem Lúðvík Jós- efsson varð að sæta hjá farmönn- um til lausnar verkfalli þeirra. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur fengið, mun Innflutningsnefnd enn ekki hafa staðfest þessa hækkun. Að sjálfsögðu verður hún að lúta forsögn ríkisstjórnarinnar, og hlýtur hækkunin því að fá form- legt gildi einhvern næstu daga. Enn hefur ekki verið gefin út tilkynning um hækkunina, en að sögn stjórnarblaðanna er hún þessi: 1%% hækkun farmgjalda á svonefndum taxtavörum, þ.e. stykkjavörum. Ennfremur 8% á farmgjaldi fyrir sement og timbur. Virðist hin síðartalda hækkun hugsuð þannig, að leggja eigi nýtt yfirfærslugjald, sem þesöú nemur, á sumar erlendar skipa- leigur. Fái íslenzku skipin sam- tímis að hækka sams konar farm gjöld sín, án þess að hið nýja yfirfærslugjald lendi á þeim. Sú ráðstöfun er nánar skýrð á þessa leið í forystugrein Þjóðviljans í gær: „Þá varð ennfremur að sam- kortiulagi að ríkisstjórnin mundi bráðlega leggja 8% yfirfærslu- gjald á erlendar skipaleigur, en þó yrðu undanþegnar í því sam- bandi skipaleigur vegna olíu- flutninga, salts og kola, og snert- ir þessi hækkun því fyrst og fremst sement og timbur, þar sem það eru aðalvörurnar sem fluttar eru á leiguskipum auk þeirra sem áður var minnzt á Um áramót, þegar 16% yfir- færslugjald var almennt sett á allar gjaldeyrisgreiðslur voru skipaleigurnar undanþegnar, ein- mitt vegna þess að með ieigu- skipum voru fluttar vörur eins og olía, kol, salt, sement og timbur. Síðar í vetur var leyft að hækka stykkjavöruflutnings- gjöldin (en að þeim býr Eimskip mest) um 5% og nú í sambandi við lausn deilunnar, aftur um 1%%. Hafa því flutningsgjöld á stykkjavörur hækkað um 6*í>% frá því um áramót. Flutnings- gjöld á sementi og timbri hafa hinsvegar ekkert hækkað til þessa, heldur meira að segja lækkað jafnt og þétt, og hefur því einnig verð á þeim vörum farið lækkandi. Þar sem ekki getur talizt brýn nauðsýn að mismuna hinum ýmsu vörutegundum á þennan hátt, var nú ákveðið í sambandi við lausn deilunnar að leggja 8% yfirfærslugjald á skipaleig- urnar. Verður þetta í leiðinni nokkur tekjuauki fyrir Útflutn- ingssjóð, sem mjög er tekjuþurfi. Þetta ætti ennfremur að hafa þau áhrif að sem fæst erlend leiguskip séu tekin, og bæta að- stöðu íslenzku skipanna í sam- keppni við erlendu leiguskipin, en aðstaða íslenzku skipanna í þeirri samkeppni hefur farið versnandi". Almenningi mun vissulega þykja það fróðleg lesning, að ekki „getur talizt brýn nauðsyn að mismuna hinum ýmsu vöru- tegundum“ á þann hátt, að vöiu- verðslækkun verði almenningi til gagns. Við þennan fróðieik bæta stjórnarblöðin svo því, sem Alþýðublaðið hafði að fyrir- sögn: „Farmgjaldahækkunin hef ur engin áhrif á verðlagið í landinu"! Hversu lengi skyldu stjórnar- herrarnir ætla að níðast á trú- girni fylgismanna sinna, með því að bera slíkan fróðleik á borð? Búið að bræða 30 þús. mál á Seyðisf. SEYÐISFIRÐI, 8. ágúst. — Síld- arverksmiðjan hér er nú búin að fá til vinnslu rúmlega 30 þúsund mál af síld. Unnið er nú í verk- smiðjunni bæði dag og nótt. Þyr- ill er væntanlegur í nótt til þess að tæma lýsisgeyminn, sem orð- inn er fullur. — Benedikt. SIGLUFIRÐI, 8. ágúst. —- f dag var lögð fram hér útsvarsskrá Siglufjarðarkaupstaðar 1957. Er alls jafnað niður kr. 4.968.800 kr. Hæstu einstaklingsgjaldendur Hæstu einstaklingsgjaldendur eru sem hér segir: Þráinn Sig- urðsson 81.400 kr., Skafti Stefáns son 60.300 kr., Dánarbú Ól. Hin- riksen 29.300 kr., Jón Jóhannsson 25.000 kr., Ólafur Þorsteinsson 19.800 kr., Ólafur Ragnarsson 17.500 kr. Félög Af félögum bera hæst útsvör Pólstjarnan hf., 71.700 kr., Olíu- verzlun íslands 70.800 kr., .Skelj- ungur hf., 55.300 kr., Kaupfélag Siglfirðinga 55.300 kr., Gunnar Halldórsson hf. 42.200 kr., Hafliði hf. 37.900 kr. klsf lil lands RAUFARHÖFN, 8. ágúst. — Sama og engar veiðifréttir af síld inni hafa borizt hingað í dag, en síðasta sólarhring lönduðu skip hér um 20 þúsund málum af síld sem veidd var austur í hafi, um 90—100 sjómílur austur af Dala- tanga. Lítið hefur verið saltað af síld- inni vegna þess hve horuð hún er. Skipin voru 16—18 klukku- stundir á leiðinni hingað. — Einar. Mest á almcnnum gjaldendum Álagningarstigi er heldur lægri en á sl. ári. Þar sem nær allur stærri atvinnurekstur hér er á vegum ríkis og bæjar eða í samvinnuformi og því ýmist út- svarsfrjáls eða nýtur stórra fríð- inda á því sviði, lendir megin- þungi útsvarsbyrðarinnar á al- mennum gjaldendum. Velt yfir á launþega og einka- rekstur Útsvarsbyrði sem þessi rekstur ætti með réttu að bera, er með lögum velt yfir á launþega og einkarekstur. Þetta veldur því, að útsvarsstigi hér er í hærra lagi, þótt heildarupphæð sú sem jafnað er niður sé mun lægri en í sambærilegum kaup- stöðum. — Stefán. Fjórar fegurðardrottningar. Frá vinstri: Terezinha Morango frá Brazilíu; Bryndís Schram; Carol Morris, sem var fegurðar- drottning Baudaríkjanna og „Miss Universe“ í fyrra; og Ana Walda Olyslager, fegurðardrottning Guatemala. Myndin var tekin á Langasandi á dögunum og eru fegurðardrottningar Brazilíu, fslands og Guatcmala í þjóðbúningum sínum. Þar sem aðalatvinnureksturiim er ríkis- eða samvinnurekstur lendir þungi úfsvaranna á almenningi Louis F. Foght, forstjórl frá Kaupmannahöfn, heimsótti sl. mið- vikudag Listasafn rikisins og skoðaði m.a. olíumálverk þau, et hann gaf safninu 1953. Foght hefur alls gefið Listasafninu 35 myndir eftir danska listamenn. — Myndin sýnir Foglit ásamt einu af málverkum þeim, sem hann hefur gefið safninu. Tveir Danir fœra Skál- holtskirkj u stórgjöf T V E I R ágætir og kunnir ís- landsvinir í Danmörku, þeir Ed- vard Storr og Louis F. Foght, stórkaupmenn, hafa afhent Her- manni Jónassyni, kirkjumála- ráðherra, gjafabréf fyrir öllum gluggum í Skálholtsdómkirkju úr steindu gleri, en íslenzkir listamenn munu gera frumdrætti að myndskreytingu glugganna. Gjöf þessi er ein hin vegleg- asta og rausnarlegasta, sem ein- staklingar hafa gefið íslenzku þjóðinni, og er það von gefenda, að hún megi treysta vináttu og bræðrabönd með báðum þjóðun. um um komandi ár. Afhending gjafabréfsins fór fram sl. þriðjudag í skrifstofu kirkjumálaráðherra, að við* stöddum sendiherra og aðal- ræðismanni Dana, biskupi ís- lands, ráðuneytisstjóra kirkju- málaráðuneytisins, húsameistara ríkisins og forseta guðfræðideild ar, sem er framkvæmdastjóri bygginga í Skálholti. Kirkju- málaráðherra þakkaði hina fögru gjöf. (Frá kirkjumálaráðuneytinu) Eldur í mannlausum háti við Verðbúðabryggjuna KLUKKAN rúmlega sjö f gær- morgun kviknaði í vélbátnum Geir goða, þar sem hann lá mann laus við Verbúðabryggjuna. Var slökkviliðið kvatt á staðinn og réði það niðurlögum eldsins, sem var orðinn talsvert magnaður, á skömmum tíma. Eldur í „káetunni“ Báturmn Geir goði KE 28, skemmdist nokkuð í eldinum, en hann var mestur í káetunni. Sviðnaði hún að mestu leyti að innan og ein „koja“ brann alveg, stjórnborðsmeginn. Það tók slökkviliðið skamman tíma að róða niðurlögum eldsins, en tveir menn voru látnir gæta bátsins nokkuð ó eftir, en eldurinn gaus ekki upp aftur. ...annlaus Báturinn var mannlaus er eld- urinn kom upp. Var reynt að hafa upp á einhverjum sem hefði með bátinn að gera, eða til hans þekkti, en enginn fannst. Um upptök eldsins er heldur ekki kunnugt. Vestur-íslendingur fœrir Skálholti 10,000 krónur V-í SLENDIN GUR, Páll Guð- mundsson, frá Leslie, Sask., Kanada, hefur afhent mér undir- rituðum, formanni Skálholtsfé- lagsins, stórhöfðinglega peninga- gjöf til styrktar endurreisn Skál- holts. Nemur gjöfin tíu þúsund krónum. Páll Guðmundsson hefur hald- ið upp á sjötugsafmæli sitt með því að heilsa upp á ættland og æskustöðvar, sem hann kvaddi fyrir fjörutíu og sex árum, þeg- ar hann fluttist vestur um haf og settist að í Kanada. Páll er Vopnfirðingur, frá Rjúpnafelli í Vopnafirði, bróðir Björgvins tónskálds. Hefur hann lengstum verið bóndi vestra og búið góðu búi. Nú í sumar hefur hann komið á gamalkunnar slóðir heimlandsins og heimsótt vini sína hérlendis. Öllum er hann aufúsugestur sakir fjörs og áhuga, glaðlyndis og góðvildar. Þessi rausnarlega gjöf til Skól- holts ber glöggt vitni þjóðholl- ustu hans og drengskap. 8. 8. 1957. Sigurbjörn Einarsson. Benkö lapaði einni skák á Húsavík HÚSAVÍK, 8. ágúst: — Ung- verski skákmaðurinn Pal Benkö tefldi fjöltefli við Taflfélag Húsa víkur í gær. Teflt var á 23 borð- um. Úrslit urðu þau að Benkö vann 22 skákir, tapaði einni fyrir Jónasi Sigurmundssyni. í kvöld teflir hann á Akureyri, við Taflfélag Akureyrar. Verður þar teflt á 30 borðum. — Fréttar. WASHINGTON, 8. ágúst. — Frú Mamie Eisenhower forsetafrú gekk í gær undir uppskurð á sjúkrahúsi hér í borg. Ekki er skýrt frá hver meinsemdin var, en frúin er á batavegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.