Morgunblaðið - 11.08.1957, Side 1

Morgunblaðið - 11.08.1957, Side 1
44. árgangur. 178. tbl. — Sunnudagur 11. ágúst 1957, Prentsmiðja Morgunblaðsina- $®Lor$imbhiJí&m9 kemur ekki með blaðinu í dag, heldur næsta sunnudag. Vegna sumarleyfa kemur Lesbókin út hálfsmánaðarlega næstu vikur. Fjallgöngumanna leitað GENF, 10. ágúst. — Fjögurra, fjallgöngum&nna hefir verið saknað í svissnesku ölpunum. — Leitarflokkar hafa nú lagt af stað ©g þegar síðast fréttist, var gert ráð fyrir, að einn hópur þeirra mundi komast til fjórmenning- anna, áður en langt um líður. — Áður var haldið, að einn þeirra væri látinn, en síðustu fregnir herma, að þeir séu líklega allir á lífi. LARSEN I MOSKVU LUNDÚNUM, 10. ágúst. — Moskvuútvarpið tilkynnti í gær, að sendinefnd frá danska komm únistaflokknum væri komin til Moskvu til skrafs og ráðagerða við Sovétleiðtoganna. Margir forystumenn danskra kommún- ista eru í nefndinni, þ.á.m. Axel Larsen formaður danska komm- únistaflokksins. Frá því var sagt í blaðinu í gær, að brotizt hefði út „rokk-æði“ í Kaupmannahöfn. Á myndinni sjáum við lögregluþjón á Ráð- hústorginu í Höfn, sem er að veita hinum ungu villingum eftirminnilega lexíu. Unglingurinn á myndinni er sagður hafa verig nógu kotroskinn, þegar hann þóttist öruggur, en þegar lögregluþjónninn nálgaðist hann, saknaði hann einskis fremur en mömmu, ef dæma má af myndinni. SkœSur lömunarveiki- faraldur í Bretlandi 600 jbús börn b'iða eftir bólusetningu LÖMUNARVEIKIN færist nú mjög í aukana í Bretlandi og bendir margt til, 'að 1957 verði versta lömunarveikiár í sögu landsins. Ennþá hefir aðeins fjórðungur barna milli 3ja og 10 ára verið bólusettur við veikinni, og er ástæðan su, að framleiðsla brezka bóluefnis- ins hefir nokkrum sinnum dregizt saman vegna óhappa, Heilbrigðisyfirvöldin hafa ekki leyft innflutning á er- lendu bóluefni. — Um 600 þús. börn í Bretlandi bíða nú, eftir að þau verði bólusett. Lömunarveikin hefur verið einna skæðust í bílabænum Cov- entry (263 þús. íbúar), og er nú vitað um 84 tilfelli, þar af 54 lamanir og eitt dauðsfall. Þing- maður kjördæmisins hefur beð- ið heilbrigðisyfirvöldm um auka- skammta af bóluefni, en fengíð synjun. Er bent á, að önnur hér- uð og borgir hafi orðið næstum því jafnilla úti af völdum veik- innar og segja heilbrigðisyfir- völdin, að ef Coventry fái meira bóluefni en gert er ráð fyrir, þá muni það koma niður á öðrum sveitafélögum. Coventry hefur orðið að sætta sig við þetta og nú bíða um 5000 börn þar eftir bólusetningu. Aðems hefur verið hægt að bólusetja 600 börn á viku, svo að það líða meira en tveir mánuðir, áður en öll þessi börn hafa verið bólusett. Fjögur ný lömunarveikitilfelli hafa ver- ið að jafnaði á dag í bænum og hefur borið á nokkurri ókyrrð meðal foreldra. Komið hefur tii mála, að Danir sendu ölium börnunum i Coventry bóluefni, en það hefur strandað á brezku heilbrigðisyfirvöldunum. And- staða þeirra kemur af því, að þau eru þeirrar skoðunar, að brezka bóluefnið, sem franileitt er eftir fyrirsögnum Salks, sé hið áhrifaríkasta, sem komið hefur á markað. Vilja heilbrigðisyfir- völdin, að brezk börn séu cin- göngu bólusett með því, það veiti meira ónæmi fyrir veikinni en önnur bóluefni. Á tímabilinu frá 1. janúar til 1. júlí 1957 fengu 2105 Bretar lömunarveikina, en 1112 á sama tíma 1955. Eins og skýrt var frá hér f blaðinu gekk hinn heimsfrægi celió-leikari, Fablo Casals, sem lifað hefur landflótta síðan Franco kom á einræði á Spáni, nýlega í hjónaband. — Casals er áttræður, en brúður hans, Marta Montanez, aðeins 21 árs. Hún var nemandi hans í celló-leik. Þau giftu sig í San Juan á eyjunni Puerto Rico, sem er verndarsvæði Bandaríkjanna í Karíba-hafi. Á myndinni eru brúðhjónin við eftirlætisiðju sína. Fyrrverandi njósnari Rússa kom upp um yfir- mann sinn NEW YORK — Borizt hafa nánari fregnir af njósnamálunum í Bandaríkjunum, en eins og kunnugt er, hefir háttsettur njósnari Rússa, Rudolf Ivanovitsj Abel að nafni, verið handtekinn þar og Ieiddur fyrir rétt. Það var annar njósnari Rússa, Reino Hayhanen, sem kom upp um Abel, en Reino þessi hefur dvalizt í 6 ár í Bandaríkjunum og gaf sig fram við bandarísku lögregluna fyrir nokkrum mán- uðum, kvaðst vera rússneskur njósnari. Bíðan hefur hann hjálp að bandarísku lögreglunni við að afhjúpa Abel og njósnahring hans. f ákæruskjalinu á hendur Abel eru nefndir þrír samstarfs- menn hans, G. Pavlov, sem var áður annar sendiráðsritari í rúss neska sendiráðinu í Ottawa og rekinn var úr landi eftir að upp komst um njósnir Rússa í Kan- ada 1946, Alexander Mikhailo- vitsj Korotkov og Mikhail Svirin. Abel, sem er 55 ára að aldri, kom til Bandaríkjanna 1948 frá Kanada og hefur verið njósnari Rússa síðan. Kazantzakis lagður á sjúkrahús í Höfn Krít fylgir manni j O alltaf, segir hann EITT helzta skáld, sem nú er uppi, Grikkinn Niko Kazant- zakis, kom til Kaupmanna- hafnar á föstudagsmorgun og var lagður inn á sjúkrahús samdægurs. — Skáldið hugg- aði sig þó við það, að hann fyndi á sér, að Kaupmanna- höfn væri skemmtilegur bær. „Hún hlýtur að vera Aþena Norðursins“, sagði hann, „og hún gerir mig brátt frískan aftur og hamingjusaman." Skáldið var í fylgd með konu sinni, þegar hann kom til Kast- rupflugvallar frá Anchorage í Alaska. Hann hugðist vera í Kaupmannahöfn til sunnudags og halda þá áfram til Vínar, en atvikin hafa hagað því svo, að hann verður lengur í Höfn en ráðgert var. Þegar til Kaup- mannahafnar kom, hafði annar handleggurinn bólgnað upp vegna margra bólusetninga, sem hann hafði orðið að gangast und- ir, áður en hann fór til Ausíur- landa. En læknarnir í sjúkrahús- inu vildu ekki sleppa honum strax vegna þess að þeir óttuð- ust, að blóðeitrun mundi hlaupa í handlegginn. Fréttamaður danska blaðsins Dagens Nyheder átti stutt sam- tal við skáldið: — Þér komuð yfir Norðurpól- inn? — Já, úr mánaðarferð í Aust- urlöndum, var m.a. í Kína og Japan. — Það sprettur kannski bók upp úr þessari ferð yðar? — Engin sérstök bók. Ég skrifa um svo margt. En auðvitað hef- ur slík ferð sem þessi áhrif á rit- höfund. — Þér búið á Krít? — Nei, ég er fæddur þar — en eyjan fylgir manni alltaf, svo oð maður getur farið hvert á land sem er. Ég bý í Frakklandí, á strönd Miðjarðarhafs milli Nice og Cannes. Þar þekkir mig eng- inn og ég engan — en ég er mjög hamingjusamur. Úr einveru sprettur eitthvað — og svo hef ég líka konu mína hjá mér. V ★ Eins og íslenzkum bókaunn- endum er kunnugt, kom Frelsiö eða dauðann eftir Kazautzakis nýlega út hjá Almenna bókafé- laginu. Kazantzakis í sjúkrahúsi í Höfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.