Morgunblaðið - 11.08.1957, Qupperneq 6
6
MORGVTSBL ÁÐ1Ð
Sunnudagur 11. ágúst 1957
Efling samtaka skr ifstofu og
verzlunarfólks nauðsyn
Útvarpsávarp Sverris Hermannssonar
formanns Sambands ísl. verzlunarmanna
VERZLUN ARM ANN AFÉL AG
Reykjavikur er nú næststærsta
launþegafélag landsins. Félags-
menn þess eru rúm 2 þúsund. í
landinu eru nú starfandi 11 félög
skrifstofu- og verzlunarmanna á
eftirtöldum stöðum: Reykjavik,
Akranesi, Borgarnesi, ísafirði,
Siglufirði, Akureyri, Neskaup-
stað, Rangáryallasýslu, 4rnes-
sýslu, Suðurnesjum og Hafnar-
firði.
Sverrir Hermannsson
Eins og kunnugt er var Lands-
samband íslenzkra verzlunar-
manna stofnað í júníbyrjun sl.,
fyrir forgöngu Verzlunarmanna-
’ félags Reykjavíkur. Átta féiög
stóðu að stofnun sambandsins.
Eitt starfandi félag gat ekki
mætt til stofnþingsins af óvið-
ráðanlegum orsökum. — Siðan
Landssambandið var stofnað,
hafa tvö ný félög verzlunar-
manna verið stofnuð og hafa
bæði sótt um inngöngu
í sambandið. Félagafjöldi peirra
félaga, sem að Landssambandinu
standa er á fjórða þúsund manns
og má af því marka að hér eru
á ferðinni samtök, sem á hafa að
sjdpa öflugum liðskosti þegar í
byrjun.
fslenzkir verzlunarmenn hafa
nú loks tekið höndum saman og
stofnað heildarsamtök um hags-
muni sína. Tilgangur Landssam-
bandsins er sá, að efla samtök
skrifstofu- og verzlunarmanna,
vera málsvari þeirra og hafa á
hendi forystu í hagsmunamálum
þeirra. Á hvern hátt sambandið
hyggst ná tilgangi sínum segir
svo í lögum þess:
1.
3.
Gangast fyrir stofnun verzl-
unarmann^élaga hvar sem
er á landinu og gangast fyrir
upptöku slíkra félaga í sam-
bandið.
Hafa sem nánasta samvinnu
við þau félög, sem i sam-
bandinu eru og styðja þau
eftir mætti í hagsmunarnál-
um þeirra.
Vinna að því að fá fullkomna
löggjöf um verzlunaratvinnu
og reyna að tryggja að réttur
verzlunarmanna sé ekki fyrir
borð borinn. Fylgjast með
framkvæmdum laga er snerta
verzlunarmenn á einhvern
hátt.
Vinna að því að halda uppi
fræðslustarfsemi fyrir verzl-
unarmenn, t.d. með því að sjá
um að gefnir séu út ritlingar
um verzlunarstarfsemi og
ennfremur að halda uppi
annarri fræðslustarfsemi, t. d.
með fyrirlestrum kunnáttu-
manna og öðru sem að gagni
má koma.
Landsambandið hefur þegar
haít forgöngu um stofnun
tveggja félaga verzlunarmanna,
á Akranesi og ísafirði. í undir-
búningi er stofnun nýrra félaga
á nokkrum stöðum öðrum og er
hugmyndin að sjálfsögðu sú, að
stofna félög hvarvetna á land-
inu. Þar sem dreifbýlla er og
verzlunarstaðir fáir, er eðlileg-
ast að stofnuð verði félög fyrir
heilar sýslur. Fræðslustarfsemi á
vegum sambandsins mun þegar
verða hafi* á hausti komanda, og
mun í byrjun verða lögð áherzla
á fræðslu fyrir afgreiðslufólk.
Væntir Landssambandið góðrar
samvinnu við vinnuveitendur í
þeim efnum sem öðrum.
Verkefnin sem býða úrlausnar
eru fjölmörg. Landssambandið
telur það vera eitt helzta verk-
efni sitt *ú, að sjá svo um, að
allt starfandi skrifstofu- og
verzlunarfólk í landinu njóti
þeirra miklu hlunninda sem líf-
eyrissjóður veitir. Með samning-
um V. R. við vinnuveitendur
1955 náðist fram sú krafa, að
settur skyldi á stofn lífeyrissjóð-
ur vérzlunarmanna í Reykjavík.
Nú hefur sjóður þessi starfað á
annað ár og er þegar orðinn öfl-
ugur. Má meðal annars geta þess,
að hafin hafa verið lán úr hon-
um til húsabygginga. Eftir að
V. R. fékk þessa miklu kjarabót,
hafa önnur félög verzlunar-
manna fylgt í kjölfarið. Verzlun-
armenn gera sér ljóst, að hér er
um að ræða eitt mikilvægasta
hagsmunamál þeirra. Af þessum
sökum og fjölmörgum öðrum ber
brýna nauðsyn til að fyrir hendi
séu starfandi félög verzlurar-
manna um land allt og enginn
verzlunarmaður má utan félags-
samtakanna standa.
Saga hagsmunasamtaka verzl-
unarmanna er með nokkuð öðr-
um og ólíkum hætti en saga
flestra annarra hagsmunasam-
taka í landinu. Félög verka-
manna, verkakvenna, sjómanna
og flestra launþega þessa lands
eiga að baki sér áratugagamla
sögu harðvítugrar verkalýðsbar-
áttu, þar sem hinum sjálfsagða
rétti launþegans, verkfallsréttin-
um, hefur tíðum verið beitt.
Enga slíka sögu eiga félög verzl-
unarmanna að baki sér. Fram á
þennan dag hafa launþegar og
vinnuveitendur í verzlunarstétt
borið gæfu til að starfa saman
í einlægni og af fullkominnx á-
byrgðartilfinningu að lausn
vandamálanna. Verzlunarmenn
eru stoltir yfir því, að hafa aldr-
ei beitt hinu tvíeggjaða verk-
fallsvopni og bera þeir þó síður
en svo skarðari hlut frá borði í
kjaramálum en aðrar stéttir
launþega í landinu. Verzlunar-
menn gera sér Ijóst, að hagsmun-
ir vinnuveitenda og vinnuþiggj-
enda fara saman og haga sér sam
kvæmt því. Þetta gera og fleiri
stéttir sér Ijóst. En það sem hef-
ur þó líklega úrslitaþýðingu í
þessu sambandi er, að þeir
menn, sem beitt hafa hinu skæða
verkfallsvopni í pólitískum til-
gangi, hafa átt formælendur fáa
í röðum verzlunarmanna. Verzl-
unarmenn hafa ekki haft af
þeim mönnum að segja, sem ekki
hafa vílað fyrir sér að efna til
stórfelldra verkfalla i þeim til-
gangi einum saman að grafa
undan stjórnmálalegu og fjár-
hagslegu sjálfstæði landsins. —
Það er hörmulegt til þess að vita,
en þó um leið kaldhæðni örlag-
anna, að þegar þessir sömu
menn eru seztir að völdum í
landinu, þá skuli verkfallsdraug-
urinn, sem þeir sjálfir hafa
magnað áratugum saman, sækja
svo fast að þeim, sem raun ber
vitni um nú. Og stórmannlegt er
það ekki að vilja kenna öðrum
um þá sendingu.
Landsamband íslenzkra verzl-
unarmanna væntir þess, að sér-
hver starfandi verzlunai’maður
ir merki þess og skapi því þar
og kona í landinu fylki sér und-
með möguleika til að hi-inda í
framkvæmd hagsmunamálum
þeirra og standa vörð um hag
þeirra og kjör. — Sambandið
treystir þvi, að íslenzkt skrif-
stofu- og verzlunarfólk láti ekki
stundarhagsmuni ráða orðum
sínum og gerðum, heldur byggi
kröfur sínar á sanngirni og fylgi
þeim fram með fullkomnu tilliti
til þjóðarhags. — Landssamband
ið væntir samstarfs við aðrar
vinnandi stéttir í landinu svo og
vinnuveitendur, því að með ein-
lægu samstarfi vinnuveitenda og
vinnuþiggj enda hlýtur mestu og
beztu að verða áorkað til hags
landi og þjóð.
Landssamband íslenzkra verzl-
unarmanna flytur verzlunarfólki
heillaóskir á frídegi verzlunar-
manna. — Megi starf þess verða
til blessunar landi og lýð.
KVIK MY N DIR
HAFIÐ þið heyrt, að Jeanne
Crain og Paul Brinkmann eru
búin að taka saman aftur og virð
ast aldrei hafa verið hamingju-
samari. Jeanne hefur gefið þá yf-
irlýsingu að það hafi kostað þau
hjónin 100 þúsund dollara að
komast að raun um að þau elski
hvort annað . . .
Rosemary Clooney á von á
þriðja barni sínu í október næst-
komandi. Hún ku hafa sagt, er
hún giftist José Ferrer, að þau
hefðu í huga að eignast fjöldann
allan af börnum. — Þau virðast
ætla að standa við það.
Anita Ekberg og Tony Steel
eiga við mikla erfiðleika að etja,
— hann vinnur að kvikmyndum
í Englandi, en hún í Hollywood.
— Við viljum vera saman, segir
Tony, — en ég vil einnig stunda
mína vinnu. — Sagt er að Linda
Christian, fyrrverandi frú Tyrone
Kainer, prinsinn hennar Grace Keliy, er mjög „pappalegur“ á
þessari mynd, þar sem hann heldur á hinni langþráðu dóttur sinni,
Karólínu prinsessu.
Power, —'lskreyti sig með fleiri
og dýrmætari skartgripum nú en
nokkru sinni fyrr, enda er nýjasti
aðdáandi hennar, Portago mark-
greifi, mjög efnaður. — En Tyr-
one Power verður samt að greiða
þessari fyrrverandi konu sinni
svo háan lífeyri, að vafasamt er
að hann .hafi nokkru sinni ráð
á áð kvænast aftur!!!
Marlene Dietrich hefur nýlega
fengið sér mjög íburðarmikinn
kvöldkjöl, sem saumaður er úr
300 svanabringum. Kjóllinn kost-
aði 50 þúsund dollara. Var sex
mánuði verið að sauma kjólinn
og þurfti að stinga milljón spor
til þess að festa niður 227 þúsund
perlur, sem einnig skreyta kjól-
inn.
Sagt er, að Audrey Hepburn
ráði öllu í hjónabandi sínu og Mel
Ferrers. En hann virðist mjög
ánægður með lífið, því út á við
lítur svo út, að hann ráði þar
öllu. Audrey virðist kunna tökin
á karlmönnunum!!
Eftirlætissaga Ingrid Bergman
um börnin sín, er sagan af þvi,
er Robertino, sem nú er 7 ára
gamall og gengur í skóla í París,
var eitt sinn á gangi og varð á
vegi fréttamanns, sem vildi fá við
tal við drenginn. Fréttamaðurinn
var með hljóðnema, sem hann
bar upp að munni Robertino, en
hann hristi höfuðið, ýtti frá sér
hljóðnemanum og sagði: „Ég
neita að tala við fólk, sem ég get
ekki séð“!
í FYRSTA skipti í sögu kvik-
myndabæjarins Hollywood er nú
í ár verið að búa til nákvæma
eftirlíkingu af hinum fræga rétt-
arsal Old Bailey í London, þar
sem svo margir hafa verið yfir
heyrðir og sekir fundnir. Er það
í kvikmyndaveri Samuel Gold-
wyn á Formósu-stræti.
Þar sem bannað er af skiljan-
legum ástæðum að kvikmynda
shriFap úr
daqlega lifinu
R
Frá ferffamanni
EYKJAVÍK er fjölmennur
bær á íslenzkan mælikvaiða.
Það er því ekki undarlegt þó að
margir ferðist þaðan vítt um ís-
land og önnur lönd einnig, því
að margir hafa langt sumarfrí.
En þá kemur þessi vandaspurn-
ing: „Hvert skal halda?“
Mikill fjöldi fólks streymir til
útlanda, en ekki ætla ég að ræða
hér um þær ferðir. Hins vil ég
geta, eins og margir aðrir hafa
gert, að ýmsir staðir hér á landi
eiga svo sérstaka náttúrufegurð,
að slíka er óvíða að finna. Þó nú
sé nokkuð liðið á sumar vildi ég
með línum þessum benda ferða-
fólki á skemmtiferð og dvalar-
stað að Búðum á Snæfellsnesi, og
er það samkvæmt eigin reyns'u.
Þar er ró og næði, gulur sEpidur,
mjúkur og sléttur, og hreinn sjór.
Hraun, Búðahraun, með berja-
lyngi og notalegum grasiautum.
Fögur fjöll með konung sinn,
Snæfellsjökul, efstan. Tilvalið að
fara frá Búðum til ýmissa sér-
kennilegra staða í nágrenninu,
t.d. Arnarstapa, Hellna og Lón-
dranga, og svo gönguför á Snæ-
fellsjökul. Þá er nú síðast, en
ekki sízt, að það er ágætt að búa
á hótelinu að Búðum nú. Hús-
ráðendurnir, Lóa Kristjánsdóttir
og Friðsteinn Jónsson, sjá um
það. Annars sér nú frúin að
mestu um reksturinn, því að
Friðsteinn þarf í fleiri horn að
líta. Matur er framúrskarandi
góður og mikill, og viðmót allt
aðlaðandi og ljúfmannlegt og
góð þjónusta.
Þeir, sem lesa þessar línur,
verða að trúa því, að þarna er
gott og hollt að dveljast, hvort
sem er í hótelinu eða hafa með
sér tjald og elda eða kaupa veit-
ingar, þær
sanngjarnt.
eru góðar og verð
Meira léttmeti
VELVAKANDI góður!
Ég vildi gjarna biðja yður
um að koma á framfæri fyrir mig
ósk um smábreytingu á_ kvöld-
dagskrá útvarpsins. Ég vinn úti
allan daginn og fer snemma í
rúmið. Svo þreytist ég á því að
lesa alltaf, en ef maður opnar
fyrir útvarpið eru alltaf einhverj
ir karlar að lesa leiðinleg erindi
eða kvæði. Þetta er ekki við hæfi
mitt og margra annarra unglinga,
sem ég hef talað við um þetta.
Væri ekki hægt fyrir útvarpsráð,
að láta einhvern vel máli farinn
lesa skemmtilega gamansögu
einu sinni eða tvisvar í viku,
svona um hálftíuleytið? Ég vona
að útvarpsráð taki þetta til at-
hugunar. Með þökk fyrir birt-
inguna.