Morgunblaðið - 11.08.1957, Side 8
MORCUIVBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. ágúst 1957
mtfrlðMfe
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
BYGGINGARMALIN
OG ÆSKUFÖLKIÐ
TÍMINN heldur öðru hverju
áfram að rangfæra til-
lögur Sjálfstæðismanna
í húsbyggingarmálunum og telur
þær lýsa umhyggjuleysi í garð
æskulýðs í sveitum. Ekkert er
fjær sanni.
Sjálfstæðismenn lögðu til, að
samningsbundin spariinnlán yrðu
undanþegin tekjuskatti og út-
svari allt að 5000,00 kr. á ári.
Þetta var markviss leið til fjár-
öflunar til íbúðarlána, þar sem
slíkt skattfrelsi hlaut að vega
þungt hjá meginþorra fólks eða
því fólki, er hefur miðlungstekj-
ur og lægri.
Þá var í tillögum Sjálfstæðis-
manna lagt til, að hin samnings-
bundnu spariinnlán bæru hærri
vexti en venjulega innlánsvexti.
Ennfremur var í tillögum Sjálf-
stæðismanna gert ráð fyrir for-
gangsrétti tií íbúðarlána handa
þeim, er þátt tækju í hinum
samningsbundna sparnaði.
Með slíkum tillögum um skatt-
frelsi, hærri vexti og lántökurétt
var bent á einu raunhæfu leið-
ina til að koma á frjálsum sparn-
aði í landinu með almennri þátt-
töku þjóðarinnar til fjáröflunar
til íbúðarlána.
Tillögur ríkisstjórnarinnar um
frjálsan sparnað, sem nú eru lög-
festar með hinum nýju húsnæðis-
lögum, eru þýðingarlausar til
fjáröflunar til íbúðarlána, þar
sem þar er ekki gert ráð fyrir
skattfrelsi, hærri vöxtum né for-
takslausum forgangsrétti til íbúð-
arlána, svo sem fólst í tillögum
Sj álf stæðismanna.
Þetta er raunverulega viður-
kennt af ríkisstjórninni sjálfri
með tillögunum um skyldusþarn-
að unglinga, sem lögfestar hafa
verið. Allar vonir ríkisstjórnar-
innar eru sýnilega bundnar við
hinn lögbundna sparnað, en eng-
ar við hinn frjálsa.
Það er mál útaf l'yrir sig, hvert
réttmæti er í því að skylda ungl-
inga til sparnaðar, svo sem gert
hefur verið og hver árangur verð-
ur sýnilegur í auknu fjármagni
til íbúðarlána. En allt tal um,
að unga fólkið sé betur sett nú
ep verið hefði eftir tillögum
Sjálfstæðismanna, er markleysa.
Eftir tillögum Sjálístæðismanna
var unga fólkið frjálst. Ef það
kaus að spara, átti það bæði að
fá skattfrelsið og hærri vexti, svo
og forgangsrétt til lána.
Æskufólk í sveitum væri betur
sett eftir tillögum Sjálfstæðis-
manna en núgildandi lögum á
sama hátt og annað ungt fólk í
landinu. Hitt er í étt, að það
hefði getað spillt fyrir sveita-
æskulýðnum ef ríkisstjórnin not-
aði sér ekki heimild laga til að
lána byggingasjóði Búnaðarbank-
ans af því fé, sem inn hefði kom-
ið með sölu A-bankavaxtabréfa
hins almenna veðlánakerfis. Um
það væri ríkisstjórnina að saka
en ekki tillögur Sjálfstæðis-
manna.
SKOLI I SKALHOLTI
UTAN UR HEIMI [
ÆT
Ur ýmsum átfum
UPPBYGGING Skálholts-
staðar miðar óðum áfram.
Nú þegar er orðinn mikill
munur að koma til staðarins mið-
að við það, sem áður var.
Embættisbústaðurinn er snotur
bygging og vonandi hagkvæm,
þótt vitanlega hafi verið nokkrir
örðugleikar á að reisa slíkt hús
á meðan enginn vissi, hvert það
embætti er, sem sá á að gegna,
sem verið var að byggja yfir.
Kirkjan er enn hálfköruð.
Hún virðist munu verða hin veg-
legasta bygging og ef marka má
líkan og uppdrætti, mun hún
hæfa staðnum vel. Henni hafa
þegar borizt gjafir víðs vegar að.
Nú síðast mikilsverð gjöf frá
tveimur dönskum heiðursmönn-
um, þeim Edvard Storr og Louis
F. Foght.
★
Hér er því vel af stað farið.
Enn er þó eftir það, sem mestu
máli skiptir, að kveða á um til
hvers eigi að nota staðinn í fram-
tíðinni.
Ýmsir vilja gera hann að bisk-
upssetri. Sú hugmynd mun
áreiðanlega valda ágreiningi. Ef
fjölgað væri biskupum, mundi
seta annars eða eins þeirra í Skál
holti mjög koma til greina. En
eins og biskupsembættinu nú er
háttað, er ærið hæpið, að biskup
geti gegnt því svo vel fari, ef
hann er búsettur austur í Skál-
holti. Þá yrði að gera gerbreyt-
ingu á störfum hans. Víst kemur
það til mála og er sjálfsagt að
athuga allt það mál nánar.
Jafnframt er eðlilegt að íhug-
uð verði önnur hugmynd, sú, að
flytja menntaskólann, sem nú
hefur verið settur niður að Laug-
arvatni til Skálholts. Sá flutn-
ingur þarf engan veginn að
brjóta í bág við biskupssetur í
Skálholti, ef menn svo vilja.
★
Raun er þegar á það komin,
að ekki er allsendis heppilegt
að hafa svo marga skóla staðsetta
hvern ofan í öðrum eins og eru
á Laugarvatni. Menntaskólinn er
þar í húsi, sem upphaflega var
ætlað til annarra nota. Hús-
ið þarf mikilla umbóta og við-
bygginga til þess, að það verði
nothæft fyrir menntaskóla.
Ágreiningur er, hvernig breyt-
ingum skuli háttað og þær verða
ekki gerðar svo vel fari, nema
að kosta offjár til þeirra.
Söguleg hefð og minningar
segja ótvírætt til um, að mennta-
skóli eigi að vera í Skálholti. Með
því væri hnýttur þráðurinn við
fortíðina og unglingum gefinn
kostur á að dveljast viðkvæm-
ustu þroskaárin á einum fegursta
og sögufrægasta stað íslands.
Enginn efi er á, að það umhverfi
mundi hvetja marga til dáða, og
hafa í heild hin hollustu áhrif.
í Skáholti er aðstaðan að engu
leyti síðri en að Laugarvatni. Þar
er hægt að byggja upp frá grunni
með þarfir menntaskólans í huga.
Ekki þarf að klastra við gamalt
fat til að bæta úr fyrri yfirsjón-
um. Hér er um að ræða mál, sem
er utan við stjórnmálaerjur, og
vonandi sjá allir aðilar, áður en
of seint verður, sóma sinn í að
gera hið eina rétta.
tAÐ er orðið hljótt um Sovét-
leiðtogana þrjá, sem hröpuðu úr
valdastólunum á dögunum.
Fregnir frá Moskvu herma, að
Malenkov sé lagður af stað til
hinnar afskekktu raforkustöðv-
ar í Síberíu, sem hann á að
stjórna. Molotov er enn í hinu
íburðarmikla skrauthýsi sínu
rétt fyrir utan höfuðborgina og
hefur sézt í borginni nokkrum
sinnum síðan hann „féll“. Sagt
Malcnkov er konulaus
er, að Krúsjeff hafi að lokum
fallizt á að leyfa Molotov að
halda skrauthýsi sínu, eftir að
margir af nánustu samstarfs-
mönnum hans hiöfðu beðið um
það fyrir hönd Molotovs. *
í náinni framtíð mun Malenkov
skilja við konu sína, Elenu, sem
er 47 ára gömul. Áður en hún
giftist og fyrstu ár hjónabands-
ins var hún óperusöngkona við
Bolsjoi-leikhúsið í Moskvu.
Hjónaskilnaðurinn er byggður
á gagnkvæmu samkomulagi,
þannig að hún getur verið áfram
í Moskvu með tvö börn þeirra
hjóna. Hún hefur einnig fengið
leyfi til að halda skrauthýsi
(dascha) þeirra fyrir utan borg-
ina — a.m.k. í bili.
Hertoginn selur
Hertoginn og hertogafrúin af
Windsor fóru í síðustu viku í
langa ferð frá París til Cap
d’Antibes í Suður-Frakklandi í
þeim tilgangi einum að heim-
sækja grafreit hunda sinng. Áð-
ur en þau lögðu upp, lét hertog-
inn selja heilmikið af heimilis-
munum sínum og gjöfunum, er
hann fékk þegar hann var kon-
ungur Bretlands. Meðal þessara
gjafa var lítill japanskur skáp-
ur, sem hann fékk á sínum tíma
frá japanska krónprinsinum,
sem nú er Hirohito keisari.
Tékknesk smásaga
í Prag er þessi saga sögð:
Rússneskur ferðamaður kem-
ur í kvikmyndahús og biður um
miða. Þar sem kvikmyndin er
rússnesk, fer hann fram á að fá
að borga aðgöngumiðann í rúbl-
um. Miðasölustúlkan leyfir hon-
um það og réttir honum skamm-
byssu með miðanum.
— Hvað á ég að gera við hana?
spyr Rússinn undrandi.
— Salurinn er mjög stór, svar
ar miðasölustúlkan. Og það gæti
vel verið ,að þér yrðuð hræddur
að sitja þar aleinn.
Að koma til dyranna
eins og maður er
klæddur
Klæðskerar og verzlanir, sem
lána samkvæmisföt í Bonn, höf-
uðborg Vestur-Þýzkalands, hafa
reiknað það út, að áttundu hver
kjólföt eða önnur samkvæmis-
föt, sem menn klæðast við opin-
berar móttökur í höfuðborginni
eru fengin að láni.
Misskilningur
í náinni framtíð verður hald-
ið upp á 200 ára afmæli franska
hershöfðingjans Lafayettes. Til
að minnast þátttöku hershöfð-
ingjans í ameríska frelsisstríð-
inu gegn Bretum, ákvað borgar-
stjórinn í París að bjóða þangað
borgara frá bandaríska bænum
Lafayette í Colorado. Gesturinn
átti að fá ókeypis ferð fram og
til baka, og hann átti að vera
sérstakur heiðursgestur við há-
tíðahöldin. En borgarstjórinn í
Lafayete, C. W. Dinsmore, hef-
ur samt kurfeeislega afþakkað
þetta veglega boð með tilvísun
til þeirrar staðreyndar, að borg
Elízabet drottning — hvar
á hún að búa?
parið dansaði fram hjá henni
litlu síðar, brosti hún góðlátlega
og sagði aðeins eitt lítið orð:
„Snob. . “
Hvar á hún að sofa?
Bandarísk blöð eru þegar far-
in að skrifa um væntanlega
heimsókn Elízabetar Bretadrottn-
ingar og hertogans af Edinborg
í október í haust. Það er eink-
um tvennt ,sem blöðin ræða af
miklum hita. Annað þeirra er:
eiga bandarískar konur að
hneigja sig fyrir drottningunni.
Hitt er: eiga drottningin og her-
toginn að búa í Hvíta húsinu eða
í sérstöku gestahúsi forsetans,
Blair House, sem stendur gegnt
Hvíta húsinu? Áður fyrr bjuggu
tignir gestir försetans alltaf í
Hvíta húsinu, en fyrir tveimur
árum breytti frú Eisenhower
þeirri venju.
Þurrkarnir
orðnir of
miklir
DESJAMÝRI, 10. ágúst: — Hey-
skapur hefur gengið vel hér und-
anfarið. Þurrkar hafa verið góðir
og «egja má of góðir, því þeir
standa gróðri nokkuð fyrir þrif-
um. Þó er túnaspretta nokkuð
góð, en útengi eru illa sprottin
vegna þurrka. Einnig hefur garða
gróðri farið lítið fram og lítur
illa út með garðávexti.
Segja má að ekki hafi rignt
neitt hér síðan snemma í vor,
nema smáskúrleiðingar undan-
farið o gsums staðar er neyzlu-
vatn þrotið. — Ingvar.
Myndin er tekin þegar Elízabet drottningarmóðir heimsóttl kon-
unglega leikskólann í London fyrir nokkru. Einn nemenda tók á
móti lienni með djúpri lotningu, og hvorki hún né skólastjórinn,
sir Kenneth Parnes, gátu stillt sig um að brosa.
hans er ekki nefnd eftir hinum
fræga franska hershöfðingja,
heldur eftir nautaræktarmanni
frá þessum slóðum, Lafayette
Miller.
„Snobberí“
Brezka drottningarmóðirin,
Elízabet, var fyrir skömmu á
hirðdansleik og dansaði þá við
ungan liðsforingja. í miðjum
dansi varð hún að bregða sér frá
til að taka á móti nýjum gestum.
Þegar hún kom til baka upp-
götvaði hún, að dansherra henn-
ar var aftur kominn út á gólfið
— í þetta sinn með dóttur henn-
ar, Elízabetu drottningu. Þegar
Mörg blaðanna eru hins veg-
ar þeirrar skoðunar, að gera beri
undantekningu á reglunni þegar
Elísabet kemur í heimsókn. For
eldrar drottningarinnar bjuggu
á sínum tíma í Hvíta húsinu, og
þegar Truman forseti sýndi
Elizabetu, sem þá var krónprin-
sessa, húsið, sagði hann, að þar
mundi hún einhvern tíma búa
sem drottning. Forseti repúblik-
ana getur ekki ónýtt þetta loforð
segja menn ,ekki sízt þar sem í
hlut á Elísabet, sem í augum
allra Bandaríkjamanna er
„Drottningin". í Hvíta húsinu er
nóg rúm: á fyrstu hæð eru tvær
auðar gesta-íbúðir og á þriðju
hæð eru 15 auð gestaherbergi.