Morgunblaðið - 11.08.1957, Page 9
Sunnudagur 11. ágúst 1957
MORCVNBLAÐIÐ
9
Frá Helsingfors, höfuðborg Finnlands. Myndin sýnir hátíðahöld á Senatstorginu, sem er hjarta
höfuðborgarinnar. Vinstra megin er náskóli borgarinnar, þá bókasafn háskólans og haegra megin
Stórkirkjan, sem er frægasta kennileiti borgarinnar. Á miðju torginu er stytta af Alexander II.
Rússakeisara, sem veitti Finnum stjórnarskrá árið 1856.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 10. ág.
Heimsókn
F innlanclsf orseta
HÆTT er við að sumum þyki
nokkuð skammt á milli þjóð-
höfðingjaheimsóknanna. Hingað
til lands kom í fyrra konungur
Danmerkur, í sumar konungur
Svíþjóðar og nú í þessari viku
er von á forseta Finnlands. Þetta
fylgir sjálfstæði þjóðarinnar og
ber að fagna því, að nágrann-
arnir vilja sýna okkur ekki
minni virðingu en öðrum.
öruggt er, að Finnlandsfor-
seti á von á góðum móttökum á
Islandi. í fáum löndum er íslend-
ingum betur tekið en í Finnlandi.
Alveg að því slepptu bera ís-
lendingar mjög hlýjan hug til
finnsku þjóðarinnar. Hetjubar-
átta hennar við grimm Örlög hef-
ur vakið aðdáun í brjóstum ís-
lendinga um langan aldur. Sög-
ur herlæknisins og kvæði Rune-
bergs í þýðingu Matthíasar
Jochumssonar voru lengi lesin af
öllum ungum mönnum. Svo er
vonandi enn ,ef ekki, er það tjón
þeirra, sem láta það undan fall-
ast. —■
Hetjudáðir Finna eru ekki ein-
ungis frá fyrri öldum, heldur
einnig frá síðustu áratugum.
íslendingum er það sannarlega
sæmd, að æðsti maður svo ágætr-
ar þjóðar ~skuli heimsækja land
okkar.
Handritamálið
Handritamálið er nú mjög um-
talað í íslenzkum blöðum og ekki
síður dönskum. Ástæðan er sú,
að ríkisstjörnin nefur hafizt
handa um framkvæmd þingsá-
lyktunartillögu þeirrar, sem Pét-
ur Ottesen beitti sér fyrir, að
samþykkt var á síðasta Alþingi
um málið. Of mikið er þó að
segja, að málið hafi nú verið
endurvakið. Því hefui ætíð ver-
ið haldið vakandi. Sigurður Nor-
dal sendiherra hefur með stöð-
ugri vinnu og samtölum á marg-
víslegan hátt greitt götuna fyrfr
góðri lausn. Bjarni M. Gíslason
rithöfundur hefur unnið ötult
starf á öðrum vetvangi og hvatt
fjölmarga til umhugsunar um
málið og fylgis við sanngjarna
úrlausn okkur Islendingum til
handa. Eins hafa ýmsir víðsýnir
Danir alltaf öðru hverju hreyft
málinu bæði opinberlega og
manna á milli.
Ekki samnmgar
um „kompromis44
Málið þurfti að gerjast í hug-
um ráðandi manna Dana. Tillaga
dönsku stjórnarinnar um lausn
málsins 1954 sýndi, að þeir, er
að henni stóðu, skildu ekki meg-
inkjarna málefnisins. Tillögu sína
gerðu þeir heyrum kunna þvert
ofan í ráðleggingar ábyrgra ís-
lenzkra stjórnmálamanna. E. t. v.
hefur þetta þó ekki skaðað, því
að undirtektirnar hafa vonandi
sannfært alla aðila um, að sú
lausn eða önnur hliðstæð kemur
ekki til greina.
Bollaleggingar í dönskum blöð-
um um, að Islendingar muni
nú verða fáanlegir til „kompro-
mis“, sem þeir vildu ekki áður,
eru vonandi gripnar úr lausu
lofti. Handritin koma heim áður
en yfir lýkur. Á málinu þarf að
halda svo að Dönum verði sem
sársaukaminnst. Þeir verða að
skilja, að hér er fyrst og fremst
um að ræða þeirra eigin sam-
vizkumál, sem ekki verður leyst
með neinum samningum um
„kompromis", heldur ber að gera
það, sem samvizka góðs drengs
segir honum að gera.
Beztu listamenn
landsins
Um þessar mundir er óðum ver
ið að halda hin árlegu héraðsmót
Sjálfstæðismanna .víðs vegar um
byggðir landsins. Mót þessi vekja
mikla athygli bæði meðal al-
mennings og í stjórnarherbúðun-
um. Stjórnarblöðin hafa látið sér
riðrætt um mótin að undan-
förnu. Alþýðublaðið hefur m.a.
haft orð á því, sem rétt er, að
Sjálfstæðismenn hafi nú fengið
beztu listamenn landsins til þess
að koma fram á héraðsmótunum.
Þetta er hverju orði sannara. —
Söngleikurinn Ást og andstreymi
vekur t. d. hvarvetna mikla at-
hygli og ánægju, þar sem hann
er sýndur. Fyrirfram hefur þess
sums staðar orðið vart, að menn
hafa óttazt, að hann yrði of þung
ur fyrir smekk almennings. —
Raunin hefur orðið öll önnur.
Jafnvel þar sem skilyrði til sýn-
inga hafa verið einna erfiðust,
hafa áhorfendur haft oblandna á-
nægju af leiknum. Listamennirn-
ir vinna menningarstarf með því
að leggja á sig þessi ferðalög og
Sjálfstæðisflokkurinn á þakkir
skilið fyrir að gefa mönnum kost
á að njóta svo ágætrai skemmt-
unar.
Af hverju ekki
ræða um
stjórnmál?
Andstæðingunum er mjög illa
við, að Sjálfstæðismenn skuli
nota tækifærið til þess að ræða
um aðkallandi úrlausnarefni í
stjórnmálum dagsins á þessum
samkomum sínum. Tíminn segir
t. d. fimmtudaginn 8. ágúst sl.
svo:
„Á héraðsmótum svonefndum,
sem foringjar Sjálfstæðisflokks-
ins efna til, virðist aldrei vera
talað um hin stóru framtíðarmál
íslands, um byggingu nýrra at-
vinnugreina, stóriðju, ræktun
landsins, skógræktina, né önnur
þau málefni, sem kveikja eld í
brjósti ungu kynslóðarinnar.“
Undarlegt er að heyra þessa
umkvörtun úr munni manna, sem
nýlega hafa ritað hverja grein-
ina eftir aðra til að barma sér
yfir, að æskulýðurinn láti sér fátt
finnast um þau félagassamtök,
svo sem Samvinnuhreyfinguna,
er Framsókn hefur helzt reynt
að misnota sér til framdráttar.
Sjálfstæðismenn þurfa ekki að
kvarta undan því, að æskan dauf-
heyrist við málflutningi þeirra
né skorti eldmóð til að berjast
fyrir hinum góða málstað flokks-
ins. Hið sívaxandi fylgi æsku-
manna um land allt er einmitt
eitt ánægjulegasta vitnið um ör-
ugga framtíð þessa meginflokks
þjóðarinnar. — Sjálfstæðismenn
minnast auðvitað oft á þau mál,
er Tíminn telur upp og mörg önn
ur í ræðum sínum en þeir hafa
enga löngun til að leiða huga
áheyrenda sinna frá vandamál-
um líðandi dags, heldur ræða
þau mál. einnig hispurslaust í
raunsærri leit að hinu rétta. En
á þessi mál má ekki minnast að
dómi Tímans. Hann veit, að hver,
sem hugleiðir þau af sanngirni
og án öfga, hlýtur að undrast þá
niðurlægingu, sem nú verandi
stjónarflokkar hafa leitt yfir þjóð
ina.
Tilvitnaiiafölsiin
ekki hefur staðið á Sjómanna-
félaginu. Farmenn hafa sjálfir
mótað kröfur sínar og stjórn Sjó
mannafélagsins komið þeim á-
leiðis. Hefur í engu verið þar
farið að ráðum kommúnista enda
ólíklegt að nokkru sinni hefði
komið til samningsuppsagnar ef
þeir hefðu einhverju um ráðið“.
Tíminn notar
Kadars-aðferðina
Allir þeir, sem grein Morg-
unblaðsins lesa, sjá, að um til-
vitnun i Alþýðublaðið er að
ræða, og því fer svo fjarri að
Morgunblaðið hvetji til farmanna
verkfalls að í sama dálki blaðs-
ins segir: •
„Vonandi er-----að ekkert
verði úr verkfalli farmanna
vegna þess að samningar náist
áður“.
Ritstjóri .málgagns forsætis-
ráðherrans snýr sem sé alveg við
skoðunum ritstjóra Morgunblaðs
ins. Tileinkar honum ummæli,
sem höfð eru orðrétt eftir Alþýðu
blaðinu, stuðningsblaði sjálfs
forsætisráðherrans. Um þvílikan
málflutning er óþarft að fara
mörgum orðum. En á meðan
stjórnarvöldin hugsa á þennan
veg og haga gerðum sínum í
samræmi við það, er ekki von að
þeim takist að leysa neinn vanda.
Þeirra eina úrræði er að loka
alveg augunum fyrir raunveru-
leikanum og þykjast sleppa úr
þeim ógöngum, sem þeir hafa
leitt þjóðina í, með því að kenna
öðrum um eigin óvirðingar.
flatkökur og er verðið á þeim
kr. 1,20—1,50 stykkið eða kílóið
h.u.b. kr. 14,40—16,40. Ef þetta
verð væri talið í vísitölunni í
stað þess brauðaverðs, sem
reiknað er með, myndi hún verða
202—203 stig í stað þess, að hún
hinn 1. júlí sl. var talin 191 stig.
Þetta er ekki eini leikur stjórn-
arinnar með vísitöluna, því að
um þessar mundir er raunveru-
legt verð á kartöflum kr. 7,10
kg. í vísitölunni er reiknað með
verði á erlendum kartöflum, sem
nánast eru ófáanlegar, þó að ör-
litlu sé mylgrað til að réttlæta
fölsunina, og er verð þeirra kr.
1,40 kg. Svar stjórnarblaðanna
við hinu síðasttalda er, að svip-
að hafi verið farið að áður.
Hvaða afsökun er það? Ætlaði
V-stjórnin sér ekki að koma á
umbótum einmitt til hags fyrir
hinar fátækari stéttir? Einu úr-
ræði hennar eru aftur á móti þau
að halda við og magna þær til-
tektir fyrrverandi stjórna, er
hæpnastar voru og helzt mátti
gagnrýna með rökum.
Tímans
Hvernig á öðru vísi en illa að
fara, þegar slíkum aðferðum er
beitt, sem Tíminn tíðkar. Rétt
eitt dæmi þeirra er það, að Tím-
inn hefur hvað eftir annað að
undanförnu vitnað til þess, að
Bjarni Benediktsson hafi í janú-
ar haldið því fram, að aldrei
mundi hafa komið til uppsagna
hjá farmönnum, ef stjórnarliðar
hefðu haft meiri ráð í félögum
þeirra. Með þessu þóttist Tím-
inn sanna, að leiðtogum Sjálf-
stæðisflokksins hefði verið mjög
hugað um að ltoma farmanna-
verkfallinu af stað.
Hver er sannleikurinn í þessu?
Hann er sá, að í Mbl. 10. jan.
1957 segir blaðið frá grein, sem
birtist í Alþýðublaðinu 8. sama
mán. Um þessa grein segir Mbl.:
„í þessari grein er því harð-
lega mótmælt að stjórn Sjó-
mannafélagsins hafi verið of lin
í kröfugerð fyrir hönd far-
manna.“ Síðan tekur Morgun-
blaðið orðrétt þessa tilvísun upp
úr Alþýðublaðinu.
„Af framan sögðu ér ljóst að
Bakaraverkfallið
Ekki hefur enn tekizt að leysa
hið skaðsamlega og hvimleiða
bakaraverkfall. Óljóst er, hvað
veldur, en sennilega hefur ríkis-
stjórnin ekki mikla löngun til
að láta húsmæðrunum á ný brauð
í té, samanber kjörorð Hermanns
Jónassonar. „Betra er að vanta
brauð“.
Skrif stjórnarblaðanna framan
af verkfallinu sýndu og glöggt,
að stjórnin var því beinlínis and
víg að verkfallinu yrði aflétt. Þá
var hamrað á því, hversu hollt
væri fyrir húsmæðurnar að fást
við heimabakstur. Sýnilega var
þá miðað við þær, sem úr nógu
hafa að moða, bæði um tíma og
peninga. Minna hugsað um hinar,
sem nóg erfiðið hafa fyrir. Þær
telur Hannibal vera fylgifé sitt,
sem eigi að láta sér allt lynda
úr því, að hann sjálfur sé ráð-
herra.
Aukin niður-
greiðsla mjólkui
Út af fyrir sig er gott, ef stjórn
in vildi standa á móti hækkun
á brauðverðinu. En þegar 214
eyrir bættust ofan á mjólkur-
lítrann vegna kostnaðar við
kauphækkun til mjólkurfræð-
inga og annarra skjólstæðinga
kommúnista, þá gerði stjórnin sér
lítið fyrir og tók féð til þess úr
ríkissjóði. Niðurgreiðslurnar það
an voru einfaldlega auknar svo
að almenningur yrði þessarar
verðhækkunar ekki var. Auðvit-
að segir hún til sín síðar í hækk-
uðum sköttum, en þá verður
bara Sjálfstæðismönnum kennt
um! Bakararnir njóta auðsjáan-
lega ekki sömu umhyggju stjórn
arinnar og sumir aðrir. Hér er
þó ekki fyrst og fremst um að
ræða hagsmuni bakaranna sjálfra
heldur alls almennings. Brauð-
gerðarhúsin starfa ekki einungis
til gróða og gagns fyrir bakar-
ana, heldur af ríkri nauðsyn al-
mennings í nútímaþjóðfélagi.
Flatkökurnar
og vísitalan
Vegna bakaraverkfallsins
verða nú margir að notast við
Verður Hannibal
rekinn?
í vetur voru uppi ráðagerðir
um það, innan stjórnarflokkanna
að hrekja Hannibal Valdimars-
son úr ráðherrastóli. Mun flest-
um í því liði hafa litizt vel á það
ráð, nema sjálfum honum. Vegna
forsætis hans í Alþýðusambandi
íslands þótti þá ekki ráðlegt að
ganga í berhögg við hann. Nú eru
raddirnar um það að losna við
Hannibal orðnar mjög háværar
á ný. Sem fyrr á hann sér for-
mælendur fáa meðal stjórnar-
herranna. Er honum þó enginn
andstæðari en samflokksmaður-
inn, Lúðvik Jósefsson. Það er
notað sem agn fyrir Hannibal, til
að reyna að fá hann úr stólnum,
að segja, að vonlaust sé að hann
haldi sessi sem forseti Alþýðu-
sambands Íslands, ef hann verði
áfram í ríkisstjórn, sem fer
að sem þessi. Eina ráðið fyr-
ir Hannibal sé að losna úr rík-
isstjórninni í tæka tíð og reyna
að auka veg sinn sém forseti Al-
þýðusambandsins með því, að
koma fram sem sjálfstæður aðili
gegn stjórninni. Enn er þetta í
deiglunni og úrslit óviss. Helzt
mun í róði, ef úr verður, að Finn
bogi Rútur, bróðir Hannibals
verði eftirmaður hans. Enda
mundu völd ættarinnar ekki
bíða verulegan hnekki, ef sá
háttur verður á hafður, því að
ekki þarf að efa, að góð jata
finnist fyrir „socialministeren“.
Lítill vegur
Lúðvíks
Andúð kommúnista sprettur al
ýmsum orsökum, ekki sízt þeirri,
að Hannibal lýsti við erlenda
blaðamenn yfir fylgi sínu við
Atlantshafsbandalagið, þvert of-
an í yfirlýsingu, ekki aðeins
kommúnistaflokksins, heldur
sjálfs Alþýðubandalagsins. Eins
er Lúðvík Jósefsson honum mjög
gramur út af úthlutun atvinnu-
bótafjár, sem hann telur nær allt
hafa gengið til Eýsteins og kaup-
félaganna. Sjálfur segist Lúðvík
þar engu hafa um róðið. Óvild
Lúðvíks skiptir þó ekki miklu
máli í þessu sambandi, því að
sjálfur á hann nú mjög í vök að
verjast Framkoma hans í far-
mannadeilunni gekk fram af öll-
um, er til þekktu. Og ekki bætir
„humarveiðileyfa“ hneykslið úr,
þó að þar eigi Karl Guðjónsson
einnig sxnn hlut, að ógleymdum
Hermanni Jónassyni. Kommún-
istar treysta sér þó ekki til að af-
neita báðum ráðherrum sínum
samtímis. í stjórninni vilja þeir
umfram allt vera, til að njóta þar
skjóls á meðan óvirðingin á þeim
meðal almennings er jafnrik og