Morgunblaðið - 11.08.1957, Side 12

Morgunblaðið - 11.08.1957, Side 12
12 MORCVNBL AÐIÐ Sunnudagur 11. ágúst 1957 :A ustan Edens eftir John Steinbeck 102 D- -O Svarta aurleðjan slettist á skóna hans og buxnaskálmarnar. Það var heill kílómetri til Mon- tei'ey Road oyr Adam var oiSinn holdvotur, þegar hann kom loks þangað og beygði til hægii, til Saiinas. Djúpa brotið á derby- | hattinum hans var fullt af vatni Og kraginn Jians var gegnblautur og óhreinn. Við John Street skipti vegurinn sér og myndaði Main Street. Adam stappaði aurinn af skónum sínum, þegar hann kom upp á gangstétt- ina. Húsin skýldu honum fyrir vindinum og jafnskjótt fór hann að skjálfa af kulda. Hann herti gönguna. Nærri hinum enda Main Streets brá hann sér inn i Abbot House krána. Hann bað um gias af koniaki og drakk það i einum te;.*g, en samt gat hann ekki náð úr sér kuldahi’ollinum. Mr. Lapierre, sem stóð innan v’ið afgreiðsluborðið , sá hvað Adam leið: — „Það er bezt að þér fáið yður annað“, sagði hann. „í>ér hafið ^ersýnilega ofkælzt. Viljið þér fá heita rommblöndu? J>að er bezta neðalið við kulda". „Já, mér veitir víst ekki af því“, sagði Adam. „Fáið yður annað koníaks-glas á meðan ég hita vatnið". Adam fór með glasið að einu borðinu og settist þar, enda þótt honum liði mjög ónotalega í hrá- blautum fötunum. Hr. Lapierre kom með rjúkandi ketil framan úr eldhúsinu. Svo setti hann glas 1) — Sirrí er barn. Ég mdrast að þú skulir vera hrifinn af hemu. Þýðing Sverru Haraldsson □---------------------D á bakka og kom með það að borð- inu: — „Drekkið þér það eins heitt og yður er mögulegt“, sagði hann. — „Það dregur áreiðanlega úr skjálftanum". Hann færði ann an stól að borðinu, settist, en stóð begar upp aftur: — „Þér hafið komið kuldanum í mig lika“, sagði hann — „svo að mér veitir ekki heldur af einu glasi“. Hann kom með glasið sitt og settist and- spænis Adam. — „Þetta ætlar að gera sitt gagn“, sagði hann. — „Þegar þér komuð inn voru þér svo fölur að ég varð skelfdur, en nú eruð þér farinn að roðna ofur- lítið. Eruð þér aðkomumaður hér?“ „Já, ég á heima nálægt King City", sagði Adam. „Komuð þér til þess að vera við jarðarförina?" „Já, hann var gamall vinur minn“. „Fjölmenn jarðarför?" „Oh, já“. „Mig undrar það ekki. Hann átti marga vini. Leiðinlegt að veðr ið skyldi vera svona vont. Nú ætt- uð þér að fá yður eitt glas til við- bótar og fara svo beint í rúmið*. „Já, það ætla ég einmitt að gera“, sagði Adam. — „Þessi blanda er hreinasta töfralyf. Nú líður mér ágætlega". 2) — Hún er dásamleg 3túlka, Lovísa og við eigum mörg sameig- inleg áhugamál. Bíðum nú við, ég „Já, meðalið er gott. Þér hefðuð getað fengið lnugnabólgu, en nú sleppið þér vonandi við það. Þegar hann hafði fyllt glösin aftur, kom hann með blautan klút. — „Þér getið þurrkað leir- sletturnar af yður með honum", sagði hann. — „Jarðarfarir eru aldrei skemmtilegar, en þegar veðrið er svona slæmt — ja, þá eru þær meira en lítið ömurlegar". „Það byrjaði ekki að rigna fyrr en á eftir", sagði Adam. — „Ég blotnaði aðallega á leiðinni hing- að“. „Hvers vegna leigið þér yður ekki þægilegt herbergi hérna? Þá getið þér farið beint í rúmið og svo skal ég senda rommblöndu upp til yðar og á morgun verðið þér alveg jafngóður". „Ég ætti líklega að fara að ráð- um yðar“, sagði Adam. Hann fann hvernig blóðið þaut fram í kinnar hans og streymdi heitt um arm- ana, líkast því sem líka.ni hans væri fullur af einhverjum ókunn- um, heitum vökva. Svo brauzt hit inn inn í hið kalda, leynilega skot, þar sem hann geymdi for- boðnar hugsanir og hugsanirnar komu hikandi og hræddar upp á yfirborðið, eins og börn sem ekki vita, hvort tekið verði á móti þeim. Adam tók við blauta klútn- um og laut riður, til að þurrka aurinn af buxnaskálmunum. Blóð- ið þandi út æðarnar á gagnaugum hans. — „Kannske ég fái mér enn eitt glas“, sagði hann. „Ef það er vegna kuldans", sagði hr. Lapierre, — „þá hafið verð víst að fara »ð koma mér af stað. 3) — Þakka annars kærlega fyrir tilboðið, en.... þér þegar fengið nóg. En ef það er bara vegna drykkjarins, þá á ég örlítið af gömlu Jamaica- rommi. Þér verðið að drekka það óblandað. Það er fimmtíu ára gamalt. Vatnið myndi spilla bezta bragðinu". „Ég vildi gjarnan smakka á því“, sagði Adam. „Og ég ætla þá að drekka eitt glas yður til samlætis. Ég hef ekki opnað flösku af því í heilan mánuð. Það er ekki mikið spurt eftir rommi. Menn drekka mest viskí hérna í borginni". Adam þurrkaði af skónum sín- um og lét svo klútinn á gólfið. Hann fékk sér sopa af hinu dökka rommi og hóstaði. „Gott, er ekki svo?“ spurði hr. Lapierre. — „En maður verður að gæta sín vel. Ég myndi ekki drekka nema eitt glas í yðar spor- um — ef þér viljið þá ekki verða drukkinn. Sumir vilja einmitt verða það og drekka því sem mest“. Adam studdi olnbogunum á borðið. Hann fylltist ákafri sam- talslöngun og hugsaði til þess með kvíða, hvað hann kynni að segja. Hann þekkti varla sinn eigin málróm og orðin skelfdu hann. „Ég kem ekki oft hingað", sagði hann. — „Þekkið þér nokkurn stað hérna í borginni, sem kennd ur er við einhverja Kate?“ „Rommið er næstum betra en ég hélt“, sagði hr. Lapierre og hélt svo áfram með alvörusvip: ■— „Stundið þér búskap?" ,,.Tá, ég á jörð nálægt King City. Nafn mitt er Trask“. „Gleður mig að kynnast yður. Kvæntur?" „Nei, ekki núna“. „Ekkjumaður?" „Já‘. „Þér skuluð fara til Jennyar. Haldið yður frá Kate. Það er ekki neinn sómastaður. Jenny er hérna skammt frá. Ef þér farið þængað, fáið þér allt sem þér þarfnizt". )rEr mjög stutt þangað?" „Já, já. Þér gangið bara ör- stuttan spöl til austurs og beygið svo til hægri. Það er rétt þar sem brautarteinarnir liggja. yfir göt- una“. Adam var farirn að verða loð- mæltur: — „Hvað er athugavert við þessa Kate?“ spurði hann. „Þér skuluð bara heimsækja Jenny“, sagði hr. Lapierre. 3. Kvöldið var hráslagalegt og dimmt. Castroville Street var blautt og forugt og í kínverska hverfinu var vatnselgurinn svo mikill, að íbúarnir höfðu lagt planka yfir þröngu götuna, sem aðskildi kofana þeirra. Skýin á kvöldhimninum voru ömurlega grá og loftið var rakamettað. — Vindinn hafði lægt að mestu, en kvöldloftið var nógu svalt til þess að víman rann af Adam, án þess þó að hann fyndi til nokkurs ótta eða kvíða. Hann gekk hratt meðfram húsaveggjunum og horfði stöðugt niður fyrir sig, til þess að sneiða hjá forarpollunum. Salinas Row var mjög myrkt, enda aðeins eitt götuljósker þar sem brautarteinarnir skáru göt- una og annað dauft skriðljós yfir dyrunum á heimkynnum Jennyar. Adam hafði fengið allar nauð- synlegustu upplýsingar. Hann — Buidu, Markús, ekki taka strax endanlega ákvörðun. Hugs- aðu þig betur um. Góða nótt. taldi tvö hús og hafði næstum gengið framhjá því þriðja vegna hinna háu og þéttu runna, se*n uxu fyrir framan það. Hann lauk hægt upp hliðinu og gekk hikandi eftir grasigrónum stígnum, heim að húsatröppunum. í hálfrökkr- inu sá hann að forskyggnið var mjög hrörlegt og þrepin sundurét- in af fúa. Öll málning var löngu máð af veggjunum og í garðinum hafði aldrei verið unnið eitt handtak, að því er séð varð. Adam hefði áreiðanlega gengið framhjá hús- inu og haldið það mannlaust og autt, ef hann hefði eklci séð dauf- ar ljósrákir smjúga út undan nið- urdregnum gluggatjöldunum. — Tréþrepin svignuðu undir fótum hans og það brakaði ömurlega í gólfborðum forskyggnisins, þegar hann gekk yfir þau, Forstofudyrn ar opnuðust og hann sá móta fyr- ir einhverri mannveru, sem hélt í hurðarhúninn. „Viljið þér ekki koma inn?“ sagði lág rödd. Tveir litlir lampar með rauðum var sveipað rökkri. Adam fann hjálmum vörpuðu daufri birtu var sveipað rökkri. Adam 'ann a? fætur hans stigu á þykka gólf- ábreiðu. Hann sá glampa á gljá- fægða húsmuni og gyllta mynda- ramma og hann sannfærðist um það, að hér bar allt svip auðlegð- ar og reglusemi. Lága röddin sagði: — „Þér hefðuð átt að ■■’era í regnkápu. Er- uð þér kunnugur bér?" „Nei, það er ég ekki“, sagði Adam. SHÍItvarpiö Sunniidagur 11. ágú&t: Fastir liðir eins og venjulega, 11,00 Messa í Neskirkju (Prestur Séra Bjöm O. Björnsson. Organ- leikari: Jón Isleifsson). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,30 Veðurfregnir. — Færeysk guðs- þjónusta (hljóðrituð í Þói'shöfn), 17,00 „Sunnudagslögin". 18,30 Barnatími (Stefán Sigurðsson kennari). 19,30 Tónleikar (plöt- ur). 20,20 Tónleikar (plötur). — 20,40 í áföngum; VIII. erindi: I Þórisríki (Guðmundur Thorodd- sen prófessor). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,25 „Á ferð og flugi". Stjórnandi þáttarins: Gunnar G. Schram. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 12. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega, 19.30 Lög úr kvikmyndum (pl.). 20.30 Tónleikar (pl.). 20,50 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 21,10 Einsöngur: Georg Hann syngur, (pl.). 21,30 Útvarpssagan: — „Hetjulund“ eftir Lám Goodman Salverson; VI. (Sigríður Thorla- cius). 22,00 Fréttir og veðurfregn irir. — Síldveiðiskýrsla. — 22,20 Fiskimál: Eftirlit og viðhald véla í skipum (Þorsteinn Loftsson vél- fræðiráðunautur). 22,35 Nútíma- tónlist (plötur). 23,10 DagskrárL Þriðjudagur 13. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 13,55 Útvarp frá Reykjavíkurflug velli: Lýst komu finnsku forseta- hjónanna í opinbera heimsókn til ISlands. —- Leiknir þjóðsöngvar Finnlands og íslands. 19,00 Húa í smíðum; XXII: Múrhúðun (Marteinn Björnsson verkfræð- ingur). 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (pl.). 20,15 Finnsk tónlist. Útvarp frá veizlusal að Hótel Borg: Fonseti íslands og forsetl Finnlands flytja ræður. 21,30 Frindi: Úr sögu Finnlands (Ólaf- ur Hannsson menntaskólakenn- ari). 22,10 Kvöldsagan: „ívar hlú- járn“ eftir Walter Scott, XXI — (Þorsteinn Hannesson flytur). —. 22.30 „Þriðjudagsþátturinn". —- Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens sjá um flutninginn. — 23,20 Dagskrárlok. Cunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti og hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259. Smárakvartettinn í Rcykjavík Ný hljónploto KéH Kærleiksóðurinn (Trunt, trunt, trína) Að lífið sé skjálfandi lítið gras. KOMIN AFTUR: Ég veit að þú kemur þegar hljótt í húmi nætur. Hfijóðfæraverzkui Sigríðar Helgadóftur Vesturveri Sími 11315 MARKUS Eftir Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.