Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 2
s
MOHfíVNBt. 4Ð1Ð
Sunnudagur 18. ágúst 1957
Höfuðborgarádstefnan:
Jóhann Hafstein flutti framsögu
erindi um húsnæhismál í gær
Landhelgisgæzlan tók við Albert
5. björgunar- og varðskipinu í gær
fieð/ð var í röska ’/j klst.
Fullfrúarnir skoða Reykjavík og umhverfi í dag
í GÆR var annar dagur sjöundu
höfuðborgaráðstefnu Norður-
landa, hinnar fyrstu sem haldin
er hér á landi. Hófust fundir kl.
10 í gærmorgun, og var þá rætt
um húsnæðisvandamálin. — Jó-
hann Hafstein flutti stutta fram-
söguræðu um málið og lagði
fram greinargerð fyrir viðhorf-
unum 1 Reykjavík. Jafnframt
lágu fyrir greinargerðir frá hin-
um höfuðborgunum um húsnæðis
vandamálin.
Jóhann Hafstein kvað fyrir-
liggjandi greinargerðir að mörgu
leyti merkilegar, þar sem við at-
hugun þeirra kæmi fram, að
höfuðborgir Norðurlandanna
hefðu mörg sameiginleg eða
skyld vandamál, en hins vegar
væru aðstæður og starfshættir
mjög ólíkir á mörgum sviðum.
Rétt fyrir síðari heimsstyrjöld
virðist hvergi hafa verið neinn
teljandi húsnæðisskortur, og víða
var framboðið meira en eftir-
spurnin. f fyrirliggjandi greinar-
gerðum er sleginn sá varnagli,
að janfvægið milli framboðs og
eftirspurnar eftir húsnæði verði
að skoðast í ljósi þess, að kaup-
máttur aimennings er nú miklu
meiri en áður. Áður var byggt
þéttar og íbúðir voru minni en
þær eru nú.
Húsnæðisskorturinn á síðari ár
um er afleiðing hinna marg-
háttuðu áhrifa striðsins, sagði
Jóhann, og þau hafa ekki verið
eins í öllum höfuðborgunum.
I>ar sem áhrif stríðsins voru
alvarlegust, var húsnæðið lagt í
rúst. Annars staðar stöðvuðust
byggingar í lengri eða skemmri
tíma vegna efnisskorts eða ann-
arra orsaka. í Reykjavík hafði
stríðið þau áhrif, að fólksstraum-
urinn til borgarinnar fór sívax-
andi, eins og rakið er í greinar-
gerðinni. Þegar byggingar hefj-
ast á ný af meira framtaki en
nokkru sinni fyrr, koma hinar
breyttu efnahagsaðstæður til
skjalanna og valda því, að úr-
bætur húsnæðisvandræðanna
koma seinna en búast hefði mátt
við, þar eð fólk gerir í æ ríkara
mæli kröfur um stærri og betri
íbúðir, en um þetta efni liggja
fyrir hinar merkilegustu upplýs-
ingar.
Jóhann Hafstein kvaðst ekki
vilja fara nánar út í samanburð
á skýrslum frá höfuðborgunum
að svo komnu máli, enda þótt
slíkt kynni að vera fræðandi. —■
Það væri ljóst af fyrirliggjandi
greinargerðum, að ráðstafanir
höfuðborganna i húsnæðismálum
væru í mörgu tilliti svipaðar,
enda þótt þær hafi stundum verið
mjög ólíkar.
Benti hann sérstaklega á þær
athyglisverðu stökkbreytingar,
sem orðið hefðu á byggingamál-
um í Kaupmannahöfn að því er
snerti þátttöku einstaklinga í
byggingum annars vegar en þátt
töku borgarinnar og byggingafé-
laga hins vegar. Þáttur bygginga
félaganna er næstum hinn sami,
eða kringum 50%, á árunum
1917—1926 og 1940—1056. Þáttur
borgaryfirvaldanna er líka nokk-
urn veginn hinn sami á þessum
tveimur skeiðum, eða tæp 23%.
Aftur á móti sjá sjálfstæðir bygg
ingameistarar um 80% bygging-
anna á árunum 1926—40. Þetta
gæti orðið merkilegt rannsóknar-
efni, sagði Jóhann.
Samanburður við Reykjavík
leiðir í ljós, að þáttur borgar-
innar í byggingum er nokkuð
jafn, 5,2% á árunum 1931—37
og 5,7 % á árunum 1948—1957.
Þáttur byggingameistara og bygg
ingafélaga 1 byggingafram-
Jóhann Hafstein
kvæmdum var 88,3% á fyrra
skeiðinu og 91,4% á siðara skeið-
inu.
Möguleikarnir á öflun bygg-
ingalána hafa verið mjög ólíkir,
og er Reykjavík í því efni í al-
gerri sérstöðu meðal höfuðborga
Norðurlanda. Þar sem hinar höf-
uðborgirnar virðast hafa haft auð
veldan aðgang að ríkislánum,
stundum sem nemur 90% eða
jafnvel 100% af byggingakostn-
aðinum, þá hefur Reykjavík ár-
um saman alls ekki átt kost á
slíkum lánum, og möguleikarn-
ir á lántökum hafa yfirleitt ver-
ið mjög takmarkaðir.
Að lokum þakkaði Jóhann Haf-
stein fulltrúum ráðstefnunnar fyr
ir hinar stórfróðlegu og mikils-
verðu greinargerðir um þetta
mál.Hann kvað fulltrúana mundu
fá tækifæri til að kynnast þróun
þessara mála hér í borginni nánar
með eigin augum, og þannig gætu
þeir fengið fyllri mynd af ástand
inu í Reykjavík en greinargerð
hans og hi» stutta framsöguræða
gæfu.
Að ræðu Jóhanns Hafsteins
lokinni var gert fundarhlé, en
klukkan 11.45 fóru fulltrúarnir
og skoðuðu fiskiðjuverið. Kl.
12,30 var hádegisverður í Tjarnar
café, en kl. 14 komu fulltrúarn-
ir aftur saman til fundar í Al-
þingishúsinu og hófust umræður
um húsnæðisvandamálin.
Kl. 19 í gærkvöldi heimsóttu
fulltrúar ráðstefnunnar Þjóð-
minjasafnið, og hélt dr. Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður stutta
kynningarræðu. Eftir að safnið
hafði verið skoðað, var boðið upp
á „kalt borð“, íslenzka rétti.
í dag verður Reykjavík og
nánasta umhverfi hennar skoðað,
en kl. 19,30 í kvöld heldur bæj-
arstjóm Reykjavikur fulltrúun-
um veizlu í Sjálfstæðishúsinu. Á
morgun verður farið í ferðalag
til Hveragerðis, Sogsvirkjunar-
innar og Þingvalia. Verður
snæddur hádegisverður í Skíða-
skálanum, en kvöldverður í Val-
höll. Ráðstefnunni lýkur á þriðju
dag.
Hnúðorma hefir ekk-
erl orðið varl
SELFOSSI, 17. ágúst: — Góð
kartöfluuppskera hefur verið á
Eyrarbakka í sumar og var
snemma byrjað að taka upp. Það
sem af er hefur sala á kartöfl-
um þó verið lítil til Reykjavík-
ur. Aðrir garðávextir eru einnig
ágætlega sprottnir eins og gul-
rófur.
Hnúðorma hefur ekki orðið
vart á Eyrarbakka í sumar, enda
hefur ekki verið sett niður í þá
garða sem þeirra hefur orðið vart
í undanfarin ár. Eru Eyrbekking-
ar nú að vona að þeir séu algjör-
lega lausir við þá plágu. — G.Ó.
,Pressuleikur‘ þriðjud.
Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ klukkan 8 fer fram á grasvellinum í
Laugardal „pressuleikur" í knattspyrnu. Eru liðin þegar valin. .
Landsliðsnefnd KSÍ hefur valið sitt landslið og blaðamenn hafa
valið sitt lið.
Lið landsliðsnefndar er þannig.
Helgi Danielsson
Árni Njálsson Guðmundur Guðmundsson
Halldór Halldórsson
Reynir Karlsson Guðjón Finnbogason
Ríkharður Jónsson Sveinn Teitsson
Gunnar Gunnarsson Þórður Þórðarson Þórður Jópsson
Sem sagt þeð er úrvalsliðið, sem vánn Rússana að því undan
skildu að Guðjón Finnbogason kemur í stað Páls Aronssonar sem
vinstri framvörður.
Blaðamenn kusu í þetta sinn, að láta hina yngri menn fá tæki
færið. Það hefur nokkuð borið á því í undanförnum pressuleikum,
að því hafi verið lítill gaumur gefinn, þó menn sýndu þar mjög góða
leiki og ættu skilið sæti í landsliðinu. Af þessum sökum einna helzt
er pressuliðið nú ekki eins sterkt og það hefði getað verið. En hinir
ungu menn eru óráðin gáta og falli þeir saman geta þeir leikið
vel. — Liðið er þannig:
Skúli Nielsen Jakob Jakobsson
Fram Akureyri
Guðmundur Óskarsson
Fram
Einar Sigurðsson
Hafnarfirði
Halldór Sigurbjörnsson
Akranesi
Ragnar Sigtryggsson
Akureyri
Páll Aronsson
Val
Kristinn Gunnlaugsson
Akranesi
Jón Leóssoa Halldór Lúðvíksson
Akranesi Fram
Björgvin Hermannsson
Val
e/f/r 4 ráðherrum en
enginn þeirra kom
KLUKKAN 10 mínútur yfir 11 í gærmorgun var íslenzki ríkisfán-
inn dreginn að hún á varð- og björgunarskipinu Albert. Jón Jóns-
son er skipherra á hinu nýja skipi, sem er fyrsta stálskipið, sem
íslendingar smiða, en það var fyrir frumkvæði Norðlendinga, með
stofnun Björgunarskútusjóðs Norðurlands, sem skipið var byggt. —-
Mun það sigla til helztu hafna á Norðurlandi á næstu dögum, og
sagði talsmaður Norðlendinga, að þar myndi skipinu verða vel
fagnað. — Enginn af þeim fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,
sem boðið var að vera viðstaddir er þessi athöfn fór fram í gær,
kom. —
Beðið *■
Varð- og björgunarskipið Al-
bert lét úr höfn klukkan rúmlega
10,30, eftir að hafa beðið rúman
hálftíma eftir einhverjum hinna
fjögurra ráðherra, sem Stál-
smiðjan hafði boðið. En þeir létu
ekki sjá sig og sendu ekki boð
um forföll, né heldur sendu þeir
sérstaka fulltrúa sína. Vakti
jetta eðlilega athygli og höfðu
menn mjög orð á þessu, er Albert
sigldi með 12 mílna hraða út af
ytri höfninni og stefndi inn á
Kleppsvík.
Siglt
Gestir voru milli 25 og 30 og
notuðu þeir tækifærið til þess að
skoða skipið stafna á miili. Það
var mál manna að skipið væri
gleðilegur vottur um trausta
smíð, unna af góðum iðnaðar-
mönnum á tré, járn og stél.
Það var norðan kæla. Loft var
skýjað og svalt í veðri.
Akkerum var varpað á utan-
verðri Kleppsvíkinni og á þil-
fari, sem tjaldað var yfir, söfn-
uðust gestir saman. Þar kvaddi
sér hljóðs fyrstur Jóhannes
Zoega, framkvæmdastjóri Lands-
smiðjunnar, en það var hún sem
boðið hafði gestunum.
Erfiffur hlutur íslenzkra
skipasmiða
Eftir að hafa gert grein fyrir
smíði skipsins sagði hann, sem
og var samdóma álit annarra
ræðumanna: Engum sem skoðað
hefur skipið getur blandazt hug-
ur um, að hér hefur verið unnið
vandað verk og frá öllu gengið
eins og bezt gerist meðal ann-
arra þjóða. Smíði skipsins hefur
veitt okkur dýrmæta reynslu,
sagði hann og hann kom nánar
inn á þetta atriði, er hann gerði
grein fyrir ýmsum erfiðleikum
varðandi smíði stálskipa hér á
landi, að ófært væri með öllu, að
útveganir efnis og tækja erlendis
frá, séu tafðar með gjaldeyris-
hömlum og tollum og kvað þetta
óafsakanlegt á sama tíma
og séð er viðstöðulítið um
yfirfærslur á greiðslum til smíði
skipa erlendis. Hann gat þess i
sambandi við smíði þeirra fiski-
skipa, sem ríkisstjórnin hefur
samið um erlendis, að hún hefði
algerlega sniðgengið íslenzk fyr-
irtæki, sem auðveldlega hefðu
getað tekið að sér smíði skip-
anna. Um þetta áttu aðilar tal við
ríkisstjórnina, svo og nefnd
manna frá járniðnaðarmönnum,
en árangurinn af öllum þessum
viðtölum hefur enginn orðið enn.
En forstjórinn kvað ekki með
öllu vonlaust, að þetta mál yrði
tekið fyrir á ný, svo að vísir að
skipasmíði, sem skaþazt hefur
hér á landi, kali ekki og deyi.
Jóhannes Zoega lauk máli'sínu
með því að biðja varðskipsmenn
um að draga ríkisfánann að hún
til merkis um að landhelgisgæzl-
unni hefði verið afhent skipið.
Brauzt nú sólin fram úr skýja-
þykkninu stundarkorn, ea Jón
Jónsson skipherra dró fánann að
hún.
Skipinu lýst.
Þessu næst tók til máls Pétur
Sigurðsson forstjóri landhelgis-
gæzlunnar, er lýsti skipinu öllu.
Gat hann þess m. a. að í skipinit
væru ýmsar nýjungar áður ó-
þekktar hér. Kvaðst hann fagna
því að geta tekið á móti svo
ágætu skipi og færði hann 511-
um þeim, sem hlut áttu að máli
þakkir. (Lýsing á skipinu birtist
síðar ásamt mynd).
Þá tók til máls skipaskoðun-
arstjóri ríkisins, sem undirstrik-
aði nauðsyn þess, að áfram yrði
haldið og eigi látið staðar numið
í Ssl. skipasmíði, heldur raynt að
vinna að lausn málanna þannig,
að ísl. skipaiðnaður þróaðist.
Þakkir.
Guðbjartur Ólafsson forseti S
VFÍ tók til máls. Gat hann þess
að 24 ár væru liðin fró því að
Norðlendingar hefðu bent á nauð
syn þess að hafa björgunarskip
fyrir norðan. f nafni Norðlend-
inga þökkuðu þeir Júlíus Hav-
steen, fyrrum sýslumaður og
Steindór Hjaltalín en þeir eru
báðir framámenn um slysavam-
armál á Norðurlandi. Mun Júlíus
Havsteen sigla með skipinu til
helztu hafna á Norðurlandi á
næstunni.
Það var komið aftur til Reykja
víkur laust fyrir kl. 1 og er gest-
ir kvöddu skipherra og skipshöfn
báðu þeir skipinu og skipshöfn
velfarnaðar í því veigamikla
starfi sem framundan er.
Athugasemd við
athugasemd
ÚTAF athugasemd, sem herra
Þorbjörn Sigurgeirsson frkv.stj.
Rannsóknarráðs Ríkisins hefir
gert í blaði yðar í dag, vegna
blaðaummæla í sambandi við um
sögn þýzkra vísindamanna um
Hveragerði o. fl., þá er rétt að
gefa eftirfarandi upplýsingar:
í bráðabirgða umsögn þeirri,
er þýzku vísindamennirnir af-
hentu blaðamönnum og rituð er
á þýzku — um athugun þeirra
á notkun hverahita til lækninga
— sérstaklega þó í Hveragerði,
er hvergi minnzt á Rannsóknar-
ráð — enda áttu þeir aðeins tal
við herra Þorbjörn Sigurgeirs-
son, sem gaf þeim að sjálfsögðu
margar upplýsingar. Annað eða
meira var ekki það samstarí —
enda ekki eftir því óskað.
Hitt er rétt að eg minntist á
Rannsóknarráð í samtali mínu
við blaðamenn og útvarp — og
átti þá við fyrrnefnt samtal.
Ýtarlega greinargerð munu
þýzku vísindamennirnir gera á
næstunni og mun hún send hlut-
aðeigandi aðiljum. —
17. ágúst 1957,
Gisli Sigurbjörnsson.