Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 9
Sunnudagur 18.ágúst 1957 MOKCVISBIAÐIÐ 9 Unglingar að Úlfljótsvatni ganga til kirkju. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 17 ágúst Góðir gestir FORSETI Finnlands, frú hans og fylgdarlið dvelja að vísu enn hér í landi, en hinni opinberu heim- sókn þeirra er lokið. Hún hefur orðið til þess, að íslendingar vita xnun meira en óður um Finnland og finnsk málefni. Vinarþel ís- lenzku þjóðarinnar til hinnar finnsku hefur enn aukizt og er nú stutt fastari stoðum þekk- ingar en fyrr. Öllum, sem orðið hafa á vegi forsetahjónanna, hef- ur getizt vel að þeim, og vafa- laust hafa þau öðlazt nánari skilning á högum íslands en þau áður höfðu. Orð forsetans, þau, er hann maelti í ræðu sinni á Hótel Borg, sýndu raunar, að hann hafði þegar við komu sína glöggan skilning á sögu íslands og þýðingu hinna kröppu kjara, sem íslenzka þjóðin oft hefur átt við að búa, fyrir þróun hennar. Barði Guðmunds- son látinn Mjög kom mönnum á óvart hið skyndilega andlát Barða Guð- mundssonar, þjóðskjalavarðar. — Barði var frá æsku allra manna sagnfróðastur, og var þegar á námsárum hans haft orð á sér- stakri þekkingu hans í þeim efn- um. Eftirminnilegast í lífsstarfi hans verður hugarflugið, sem hann beindi að rannsóknarefn- um sínum. Hvort sem menn eru sammála kenningunum, er hann setti fram í Njálu-ritgerðum sín- um, eða ekki, þá er þar óneitan- lega um að ræða nýstárlegar og mjög íhyglisverðar hugmyndir. Um margt þær skemmtilegustu, er sagnfræðingar okkar hafa lát- ið frá sér fara seinni árin. Senni- lega hefur Barði farið of langt í hugarflugi sínu, en víst er það, að eftir tilkomu kenninga hans verður Njála ætíð skoðuð í öðru ljósi en áður var. Er mikill skaði, að Barða skyldi ekki endast ald- ur til að safna ritgerðum sínum um þessi efni í heillegt ritverk. Stefán Jóhann sendilierra Ef velja átti mann úr stjórn- málalífinu til að verða sendi- herra í Danmörku, þá var vand- fundinn betri maður til þess en Stefán Jóhann Stefánsson. Um hitt er deilt, hvort eingöngu eigi að taka til þessara verka þá, sem starfað hafa í utanríkisþjón- ustunni, eða fara eigi út fyrir hana. Engin stjórn hér á landi hefur treyst sér til þess að halda sig eingöngu við utanríkisþjón- ustuna. Enda hefir sú þjónusta verið að vaxa upp síðustu árin og má segja, að meðan svo var hafi verið óhjákvæmilegt að leita til áberandi manna í þjóð- lífinu til að taka að sér sendi- herrastöðunnar. Eftir því, sem útanríkisþjónustunni vex fiskur um hrygg, verður vitanlega minni ástæða til að sækjast eftir öðrum en þeim, sem þar hafa fengið þjálfun. Þessu verða þó seint eða aldrei föst mörk sett. Víst er, að Stefán Jóh Stefáns- son hefir marga kosti til að gegna sendiherraembætti í Danmörku með ágætum. Hann er manna kunnugastur norrænu samstarfi. Þekkir fjölda áhrifamanna í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndum og er gerkunnug- ur þeim viðfangsefnum, sem úrlausnar bíða. Um stjórnmála- mennsku Stefáns Jóhanns er enn of snemmt að kveða upp fulln- aðardóm. Mörgum þykir, að hann hverfi of fljótt af þeim vettvangi. Aðrir eru efalaust fegnir að vera lausir við hann. Sannleikurinn er sá, að Stefán Jóhann er dug- mestur af foringjum Alþýðu- flokksins og mundi margt hafa tekizt betur í sögu flokksins á seinni árum, ef Stefán hefði feng- ið betur að njóta sín þar. Það er þeirra innanflokksmál. Allir góðviljaðir íslendingar fagna því, að svo virðulegur full- trúi íslenzku þjóðarinnar skuli eiga að skipa sendiherrasess hjá okkar gömlu sambandsþjóð. Fátt sýnir betur, hversu ríka áherzlu íslendingar leggja á góð sam- skipti við Dani. Spádómsgáfa Kiljans íslandsklukkan hefir orðið vin- sælt leikrit á íslandi, þó að um sumt sé þar fremur um að ræða sundurlausar sýningar en sam- fellt leikrit. Hvort það hentar til hátíðarsýningar eins og höfð var fyrir Finnlandsforseta er enn annað mál. En ekki tjáir að dylja sig þess, að menn hljóta eftir sýn- ingu leikritsins nú að fá meiri virðingu fyrir spádómsgáfu skáldsins en áður. Aðvörunarorð- in gegn landssölu hitta nú beint í mark hans eigin flokksbræðra eftir samninga þeirra um lán- tölcu vestra í sambandi við end- urnýjun varnarsamningsins á s.l. vetri, Sultutau í stað snæris Það var ekki einungis talið um landsöluna sjálfa, sem hlaut að minna menn á betlifarir núver- andi ríkisstjórnar, heldur rifjaði boð Dansksins um sultutau í stað snæris óþyrmilega upp aðfarir stjórnarvaldanna þessa dagana. öllum ber saman um, að á- standið í gjaldeyrismálunum nú sé hið hörmulegasta. Þrátt fyrir tilfinnanlegan gjaldeyrisskort hafa stjórnarvöldin mestan áhuga á því, að fá fluttann inn ýmiss konar óþarfavarning, sem vegna hárra tolla á að veita fé í út- flutningssjóð eða gera mögulegt að ráðast í nytsamar framkvæmd ir eins og Sogsvirkunina. Fjár- málakerfið í höndum „bjargráða- mannanna" er orðið hin einstak- asta svikamylla, sem sögur fara af. Eina andsvarið er, að eitt- hvað svipað hafi áður tíðkazt. Reglan virðist vera sú að taka það, sem vafasamast var af úr- ræðum fyrrverandi ríkisstjórna, j margfalda það og ýkja á allan veg og byggja alla tilveruna á slíkum tiltektum. Enda er nú svo komið, að lýsingarnar frá mesta niðurlægingartíma íslenzku þjóð- arinnar eiga hörmulega vel við það ástand, sem fyrir augum blasir. Sekur í fyrra - saldaus í ár Þó að fjárhagsásíandið hafi stórum versnað hjá „bjargráða- stjórninni“, stendur þjóðlífið þó enn á gömlum merg. Við eigum t. d. við öruggt og óspillt réttar- far að búa. Lýsingar Halldórs Kiljan Laxness af réttarfari ein- veldistímabilsins eiga því sem betur fer ekki við það, sem við nú þekkjum af eigin raun. En átakanlegt er hversu lýsingar hans á því, hvernig þeir, sem saklausir voru í fyrra, verða nú allt í einu dæmdir sekir og hinir seku gerðir saklausir, líkist því, sem nú tíðkast austur í hinu kommúnistiska sæluríki. Skáldið gefur þar óafvitandi lýsingar af réttarástandinu í því þjóðfélagi, sem. hann hefur sjálfur gert manna mest til að gylla fyrir íslendingum. Það er vitni manndóms, að hann skuli þó hafa sent vinum sínum í Kreml mótmæli gegn Ungverjalandsaðförunum. Hér sem ella duga orðin ein þó lítið. Lætur skáldið sér undanbrögðin að kenningu verða eða tekur hann yfirklór Bulganins gegn Ungverjalandsskeytinu fyrir góða og gilda vöru? Bréf Bulganins og skrif Tímans Lærdómsrikt fyrir íslendinga er að athuga upphafið að svari Bulganins til Halldórs Kiljans. Þar segir: „Eins og staðreyndirnar sýna hafa afturhaldsöfl í Ungverja- landi, studd af heimsveldissinn- um í Vesturlöndum, skipulagt gagnbyltingu með það fyrir aug- um að kollvarpa alþýðulýðveld- inu í Ungverjalandi. Slyndrulaust múgæði gegn kommúnistum, embættismönnum og stjórnmála- mönnum hefir verið látið við- gangast í landinu, svo og gegn öllum öðrum,>sem fylgdu alþýðu- lýðveldunum að málurn. Iðnað- arfyrirtæki, opinberar stofnanir, sögulegir minnisvarðar og menn- ingarverðmæti hafa verið eyði- lögð. Raunverulega var hætta á, að Ungverjaland yrði fasisma að bráð með öllu því, sem leiða mundi af slíku.“ Ef þetta er borið saman við lýsingar Tímans t. d. s.l. fimmtu- dag á starfsháttum Sjálfstæðis- manna og hvernig þeir séu að eyðileggja allt í íslenzku þjóðlífi getur engum blandazt hugur um líkinguna. Sök Hermanns Bæði Bulganin og málgagn Hermanns grípa til þess ráðs, að kenna aðilum, sem hvergi hafa nærri komið, um þann ófarnað, sem þeir sjálfir eiga sök á eða hafa ekki ráðið við, þó að þeir hafi tekið ábyrgð á sig um, að slíkt skyldi ekki henda. Her- mann Jónasson skrökvar því upp og lætur linnulaust halda áfram að útbreiða þá falskenningu, að Sjálfstæðismönnum sé að kenna óróinn, sem er og hefur verið í íslenzku efnahagslífi. Fyrir ári þóttist hann kunna öll tök. Þá áttu Sjálfstæðismenn að vera alls ómegnugir. Nú, pegar komið er á daginn, að Hermann Jónasson og bandamenn hans ráða ekki við neitt, er manndóniurinn ekki meiri en svo, að sannleikanum er hafnað, sökin felld á Sjálf- stæðismenn. Hvað líður Ung- verjalands- skýrsliumi? Þessi liking á vinnubrögðum hefur oft komið fram, er auðsæ af Bulganin-bréfinu og hefur þó hvergi orðið bersýnilegri en í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Ungverjalandsuppreisnina. Sú skýrsla er ómetanlegur lærdóm- ur fyrir þá, sem unna lýðræði og vilja kynna sér vopnin, sem beitt er til að vega að því. Ef stjórnar- flokkarnir væru jafneinlægir lýðræðisvinir og sumir þeirra oftast láta, mundu þeir vissu- lega hafa tekið fegins hendi til- lögunni um, að ríkisstjórnin léti þýða Ungverjalandsskýrsluna og gæfi sem allra flestum lands- mönnum kost á að kynna sér hana. Með því mundi fleiri Is- lendingum en nokkru sinni fyrr gefinn kostur á að kynna sér mestu hætturnar, sem nú steðja að hinum frjálsu þjóðum. Af liverju lætur stjórnin ekki þýða skýrsluna? Stjórnarliðar tala um hollustu sína við lýðræðisþjóðirnar; jafn- vel Hannibal Valdemarsson á ekki nógu sterk orð við erlend- an blaðamann til að lýsa fylgi sínu við Atlantshafsbandalagið. Þetta gerir hann eftir að Alþýðu- bandalagið, sem hann er í for- ustu fyrir, hefur nýlega lýst At- lantshafsbandalagið heimsfriðn- um hættulegt. Að vonum blöskra mönnum slík óheilindi. Þó eru þau litlu meiri hjá Hannibal en lýsa sér í atferli stjórnarinnar í heild. Ef hún væri orðum sínum trú, mundi hún umyrðalaust fallast á tillöguna um þýðingu Ungverjalandsskýrslunnar. Á þá tillögu fást stjórnarblöðin ekki til að minnast vegna þess, að for- ustumenn stjórnarliðsins vita að lýsingarnar á atferli Kadars og kommúnistabræðra hans sjálfum sér til afsökunar líkjast óþægi- lega mikið stjórnarháttum Her- manns Jónassonar og fylgifiska hans á Islandi. Lúðvík og „humar- veiðileyfiir4 Hvernig lízt mönnum á, þegar málgagn sjávarútvegsmálaráð- herrans, Lúðvíks Jósefssonar, ræðst á forstjóra landhelgisgæzl- unnar fyrir það, að hún reynir að fylgja fram lögunum um bann við dragnótaveiðum í landhelgi? Það er mál alveg út af fyrir sig, hvort menn telja, að slaka eigi á reglunum, sem banna veiðar á flatfisk innan landhelginnar. Þar má efalaust færa rök bæði með og á móti. Ef breytingu á að gera í þeim efnum, verður hún að vera gerð vísvitandi og að athuguðum málsástæðum beggja vegna. Lúðvík Jósefsson fór öðru vísi að. Karl Guðjónsson hafið lofað því, að veittar yrðu undanþágur í þessum efnum. Aðferðin til þess að standa við það var sú, að gefa út leyfi undir fölsku yfirskini. Að slíku getur orðið fjárhags- legur ávinningur um sinn, en hættan, sem það færir yfir þjóð- ina, er miklu geigvænlegri en svo, að hún verði bætt upp með peningum. Vesaldómur kommúnista er nú slíkur, að þeir reyna að breiða út í Vestmannaeyjum, að skrifin um „humarveiðileyfin" hafi orð- ið til þess að hafa gróðamögu- leika af mönnum þar. Sá mál- flutningur dæmir bezt sjálfan.sig, þegar íhugað er, að opinberlega heldur Þjóðviljinn og Lúðvík Jósefsson því fram, að „humar- veiðileyfin" hafi verið afturköll- uð án nokkurrar íhlutunar stjórn arandstöðunnar eða vegna áhrifa opinberra umræðna, heldur ein- ungis fyrir ábendingar Fiskifé- lags íslands. Sú fullyrðing Lúð- víks og Þjóðviljans er raunar vísvitandi röng, og sjávarútvegs- málaráðherrann hefur verið stað- inn að augljósri fölsun í þeim efnum. Ef hann teldi þann mál- stað sinn verjanlegan, að ætla að opna landhelgina á þennan laumulega hátt, mundi hann vit- anlega nota það sér til varnar. Til þess skortir hann kjark, og er það raunar vitni nokkurrar sómatilfinningar í hans brjósti. Því ætti hann og félagar hans einnig að játa hreinskilnislega yfirsjónir sínar og viðurkenna, að með „humarveiðileyfa"- hneykslinu voru þeir beinlínis að stefna góðu áliti íslands út á við í yfirvofandi hættu og rífa nið- ur það, sem áunnizt hefur hingað til um stækkun landhelginnar. GjaWeyrisbrask og Moskvuhátíð Morgunblaðið sagði fyrir nokkrum vikum frá gjaldeyris- braski kommúnista í sambandi við Moskvuhátíðina. Blaðið greindi ýtarlega frá því, hvernig svindli þessu var fyrir komið og nafngreindi þann mann, sem þar | hafði framkvæmdina af hálfu | kommúnista. Þjóðviljinn, sem I annars er óspar í fullyrðingum j sínum, hefur leitt hjá sér að neita þessum ásökunum. Einung- is sagt, að um þetta mætti tala til eilífðarnóns án þess að hann svaraði. Af því má álykta, hversu málstaðurinn sé sterkur. Alþýðublaðið hefur lítillega tekið undir kröfu Morgunblaðs- ins, en þó skjótt hvikað þar frá. Tíminn hexur aftur á móti alveg þa'gað um málið. Vonandi er það þó ekki vitni þess, að dómsmála- stjórnin ætli að láta málið fara afskiptalaust fram hjá sér. Henni til afsökunar má segja, að eigi hafi verið auðvelt að fást við þetta á meðan á leiðangrinum stóð. Sennilega fara ferðalang- arnir nú skjótlega að koma heim aftur. Þá reynir á, hvort Her- mann Jónasson ætlar í þessu að hlífa hinum kommúnistisku Frainh á bis. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.