Morgunblaðið - 22.08.1957, Blaðsíða 1
-V
I«aS var alvarlegt áfal! fyrlr Elsenhower forseta, þegar fulltrúadeild Bandaríkjaþings skar niffur
lagafrumvarp hans um efnahags- og hernaffaraffstoff viff vinveittar þjóffir um einn-fjórffa effa
niffur í tvo og hálfan milljarff dollara. Forsetinn vonar, aff öldungadeildin verffi sér hliffhollari.
Á myndinnl er Eisenhower á fundi viff fréttamenn, og lét hann svo ummælt við þá, aff hann
vildi ekki veifa hótunum, en hann mundi hiklaust kalla Bandaríkjaþing saman til aukafundar
í haust, ef öidungadeildin yrði jafnharðhent og fulltrúadeildin.
Bandaríkin munu ekki skerast
í leikinn í Sýrlandi
Bandariska sendiráðið i Damaskus
umkringt öryggishersveitum
Washington, 21. ágúst.
Frá NTB-AFP.
Á FUNDI sínum viff fréttamenn
í Hvíta húsinu í dag sagði Eisen-
hower Bandaríkjaforseti, aff Rúss
ar hefðu sýnilega gert tilraun til
að ná tangarhaldi á Sýrlandi með
því aff hagnýta sér þjóffernis-
stefnu Sýrlendinga. En hins veg-
ar geta Bandaríkin ekki skorizt
í Ieikinn, þegar um er aff ræða
innanríkismál annarra þjóffa.
Eins og stendur eru engar þær
upplýsingar fyrir hendi, sem
gætu réttlætt afskipti Banda-
ríkjamanna af atburffunura í
Sýrlandi í samræmi viff Eisen-
hower-kenninguna, sagði forset-
inn.
Hann lagði áherzlu á, að banda
ríska stjórnin fylgdist nákvæm-
lega með því, sem nú er að ger-
ast í Sýrlandi. Hann gaf engar
upplýsingar um það, hver stefna
Bandaríkjapna mundi verða í
þessum málum, en sagði að í
harðvítugri baráttu væri það
ætíð skynsamlegt að gefa óvin-
inum færi á að draga sig til baka.
Ströng ritskoðun
Bandaríkjastjórn hefur ekki
enn fengið nægilegar upplýsing-
ar um ástandið í Sýrlandi til að
m3'nda sér endanlega skoðun um
málið, sagði forsetinn. Allar
fréttir þaðan eru stranglega rit-
skoðaðar, og bandaríska sendi-
ráðið í Sýrlandi hefur verið um-
kringt af öryggishersveitum í
marga daga. Bandaríkin eru í
stöðugu sambandi við banda-
lagsríki sín varðandi þróunina
í löndunum við austanvert Mið-
jarðarhaf, sem skiptir allan hinn
Frh. á b’ . 2
MOSKVU, 21. ágúst. — Laga-
nefndin í rússneska sovétlýðveld-
inu hefur lagt fram frumvarp til
laga um, að hver sá einstakling-
ur, sem ákærður er af nábúum
sínum fyrir að vera „fjandsam-
legur þjóðfélaginu“ fyrir að
svíkjast undan skyldum sínum
sem sovétborgari, geti dæmzt í
þrælkunarvinnu fjarri heimkynn
um sínum. Það var Tass-frétta-
stofan rússneska sem tilkynnti
þetta í kvöld.
Þetta lagafrumvarp byggist á
svipaðri löggjöf í Eystrasaltslönd
unum og sovétlýðveldinu Uzbe-
kistan, en þar hefur þessum laga-
ákvæðum verið beitt til hins ýtr-
asta. í frumvarpi laganefndar-
Anderson var fyrst
yfir Ermarsund
DOVER, 21. ágúst. — Bandaríska
stúlkan Greta Marie Anderson,
sem fædd er í Danmörku, varð
hlutskörpust í sundkeppninni
yfir Ermarsund. Hún lagði upp
frá Cap Grisnes í Frakkl. kl. 3:10
í morgun og gekk á land nálægt
Dover í Englandi kl. 17:03 í dag.
Hafði hún sem sagt synt sam-
fleytt í 13 tíma og 53 mínútur.
— NTB.
innar segir m. a., að það sé ósam-
rýmanlegt sósíalískum grund-
vallarkenningum að svíkja þjóð-
félagið. Lögunum er einkum
stefnt gegn þeim, sem eru latir
til vinnu eða afla sér lífsviður-
væris með vinnu, sem ekki er
gagnleg þjóðfélaginu, t. d. með
betli.
Til að fá mann dæmdan er ekki
nauðsynlegt að fara til dómstól-
anna. „Göturáðið“ eða þorpsráð-
ið getur krafizt þess, að maður-
inn verði dæmdur. Síðan verður
mál hans rannsakað af æðri ráð-
um, t. d. bæjarráðinu eða sýslu-
ráðinu, og hafa þau heimild til
að senda manninn í þrælkunar-
vinnu. — NTB.
Rússar bæta löggjöf sína
Bandaríkin senda Sýrlandi mófmœli
Damaskus, 21. ágúst.
SÝRLENZKI innanríkisráðherr-
ann, Salah Akil, bar í dag til
baka fréttir þess efnis, að Sýr-
lendingar hefðu gert leynilegan
samning við Sovétríkin um
byggingu 16 flugvalla í landinu.
Sagði ráðherrann, að Sýrlending-
ar hefðu þegar kunngjört, að
þeir hefðu enga leynisamninga
gert við Rússa, og að fregnir
um slíkt ættu rætur að rekja til
vestrænna heimsvaldasinna, sem
héldu uppi rógsherferð gegn Sýr-
lendingum.
Sjötti floti Bandaríkjanna er
nú að æfingum á vestanverðu
Miðjarðarhafi, en hann er reiðu-
búinn að halda austur á bóginn,
ef nauðsyn krefur.
Formælandi bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag, að
stjórn sín hefði sent sýrlenzku
stjórninni mótmæli vegna þess,
að hafður er hervörður við banda
ríska sendiráðið í Damaskus.
Sýrlenzka stjórnin hefur svarað
mótmælunum og segir, að her-
vörðurinn hafi verið settur við
sendiráðið til að vernda það.
Vestrœn tillaga um bann
við kjarnorkuvopnum
London, 21. ágúst. j
Frá NTB-Reuter. |
VESTURVELDIN lögðu í dag til
á afvopnunarráðstefnunni í Lond
on, að hætt verði tilraunum með
kjarnorkuvopn næstu tvö árin,
ef samkomulag náist um önnur
atriði, sem tekin verði með í sátt-
mála um takmarkaða afvopnun.
Rússar höfðu lagt til, að kjarn-
orkutilraunir yrðu bannaðar í 3
ár. En þeir vilja hafa það bann
skilyrðalaust.
Þungamiðjan í ósamkomulagi
Rússa og Vesturveldanna er ekki
spurningin um, hve lengi eigi að
banna tilraunir með kjarnorku-
vopn, heldur hvort slíkt bann
eigi að vera bundið lausn ann-
arra vahdamála afvopnunar. Til-
laga Vesturveldanna var lögð
fram án þess að ráðgazt væri við
Atlantshafsráðið, en það mun
koma saman til aukafundar á
mámudaginn og ræða tillöguna,
Venjan hefur verið sú, að allar
meiri háttær tillögur í afvopnun-
armálum væru lagðar fyrir Atl-
antshafsráðið, áður en þær voru
lagðar fram á fundum afvopnun-
arnefndarinnar.
Eisenhower forseti sagði í dag,
að Bandaríkin væru reiðubúin
að hætta öllum tilraunum með
kjarnorkuvopn, ef ákveðnum skil
yrðum væru fullnægt. Eitt skil-
yrðið væri, að á þessum tveim
árum framleiddu Rússar ekki
kjarnorku, sem nota mætti til
vopnaframleiðslu, og að sett'yrði
upp einhvers konar eftirlit með
þessu. Rússar hafa hingað til
hafnað tillögum, sem ganga í
þessa átt.
Moskvu-útvarpið um
Ungverjaland
MOSKVU, 21. ágúst: — Útvarpið
í Moskvu gerði í dag Ungverja-
landsskýrslu S.Þ. að umræðu-
efni, en eins og kannugt er verð-
ur hún tekin til umræðu á.Alls-
herjarþinginu 10. september n.k.
Útvarpsfyrirlesarinn sagði, að
skýrslan v»ri hneykslanlegt safn
illkvittinna lyga, sem meðlimir
gagnbyltingarsamsærisins, er
sluppu úr landi, hefðu komið
fram með. í útvarpssendingunni,
sem var ætluð hlustendum í
Sovétríkjunum, var því haldið
fram, að til aðalstöðva S.Þ. komi
stríður straumur af símskeytum,
bæði frá einstaklingum og félaga
samtökum, þar sem látin sé í ljós
sár gremja yfir rógsherferðinni,
sem haldið sé uppi með það fyrir
augum að gera ástandið í aiþjóða
málum enn verra og rangfæra
ástandið i Ungverjalandi.
Þess má geta, að þessar fréttir
þykja allnýstárlegar á aðalstóðv-
um S.Þ. í New York.
Rússar gefa út verk eftir
bandarískan njósnara
NEW YORK, 21. ágúst: — Það
hefir nú kvisazt, að Rússar ætli
að þýða og gefa út einhverja af
bókum frú Martha Dodd Stern.
Hún er dóttir William E. Dodds,
sem var sendiherra Bandaríkj-
anna í Þýzkalandi á árunum 1933
—38, en er nú látinn. Bandaríski
gagnnjósnarinn Boris Morros
(sem sagt var frá hér í blaðinu
í gær) hefur lýst því yfir, að hún
hafi starfað fyrir leyniþjónustu
Sovétríkjanna.
Frú Stern og maður hennar
Alfred K. Stern, auðugur kaup-
hallarbraskari og miðlari, hafa
flúið bak við járntjald samkv.
tilkynningum bandaríska dóms-
málaráðuneytisins. Frú Stern
hefur skrifað a. m. k. þrjár bæk-
ur. Tvær þeirra eru skáldsögur,
en hin þriðja segir frá lífi henn-
ar í Þýzkalandi, þegar faðir henn
ar var sendiherra þar.
Fyrsta bók hennar, „Through
Embassy Eyes“, var gefin út ár-
ið 1939.Segir þar frá því, hvernig
hún fór til Þýzkalands 23 ára
gömul og varð í fyrstu mjög hrif-
in af nazismanum. Síðar sner-
ist aðdáun hennar í hatur. Bók
henhar var bönnuð í Þýzkalandi.
Árið 1945 kom út skáldsagan
„Sowing the Wine“, þar sem lýst
er niðurlægingu flugmanns í
þýzka flughernum. Tíu árum síð-
ar kom „The Searching Light“,
sem kommúnistablaðið „Daily
Worker“ hrósaði mjög. Bókin
er lýsing á háskólalífi á austur-
strönd Bandaríkjanna og gagn-
rýnir m. a. hollustueiða háskóla-
kennaranna. Forstjórar ríkisút-
gáfunnar rússnesku, sem hefur
umsjón með erlendum bókum,
sögðu frá fyrirætlunum um að
gefa út verk frú Stern.
Alfred K. Stern.