Morgunblaðið - 22.08.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1957, Blaðsíða 2
2 Moncvisnj. íoið Fimmtudagur 22. Sgúst 1957 Þjóðviljinn ætti að hotta á ríkisstjórnina og Rússa 8000 ungverskir flótta- menn komnir til Svíþjóðar ÞJÓBVILJINN brást Ula við í gær út af því sem Morgunblaðið hefur upplýst um sementsskort- inn í bænum. Reynir blaðið nú að skella skuldinni á fyrirtækin, sem dreifa sementinu og segir að þeim farist úthlutunin illa úr hendi og komi hún misjafnt nið- ur. Hafi t. d. einn aðili fengið 'að kaupa 700 tonn á sama tíma sem öðrum, sem miklar þarfir höfðu hafi verið neitað. Blaðið hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál og hefur eins og vænta mátti komið í ljós, að staðhæfingar Þjóðviljans eru uppspuni frá rót- um. Skip það, sem nú kom sein- ast, meðan skorturinn var sem mestur, flutti einimgis 3000 tonn og má því nærri geta að ekki hefðu margir aðilar getað fengið 700 tonn af slíkum farmi! Skipt- ing farmsins á milli H. Bene- diktsson & Co. h.f. og J. Þor- láksson & Norðmann var sú að hið fyrmefnda fékk 2000 tonn í sinn hlut til dreifingar en hið síð- amefnda 1000. Sá aðili, sem mest fékk af farmhluta fyrrnefnda fyrirtækisins var Byggingarfélag f GREIN um sementsvandræðin i Þjóðviljanum í gær, eru eftir- farandi staðhæfingar: 1) að í ár sé búið að flytja til landsins ámóta magn af sementi og á sama tima 1 fyrra. 2) að Sovétrikin séu búin að afgreiða allt það magn af sem- enti, sem gerður var fastur samn ingur um. ★ Staðhæfingar Þjóðviljans koma þó ekki heim við opinberar hag- skýrslur. Því af Hagtíðindum fyr ir fyrstu sex mánuði þessa og sl. árs, kemur eftirfarandi skýrt í ljós: Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur verið flutt inn sement frá Rússlandi fyrir 6,8 millj. kr. Á fyrstu sex mánuðum sl. árs var flutt inn sement frá Rúss- landi fyrir 9 milljónir króna. ★ Munar því um 2,8 millj. kr. hvað innfiutningurinn frá Rúss- landi var meiri á sama tíma sl. ár. NÝLEGA er komin út Árbók Ferðafélags íslands, 1957, sem er þrítugasta árbók félagsins. Ár- bókin fjallar að þessu sinni um Austfirði, norðan Gerpis, og hef- ur Stefán Einarsson prófessor ritað meginhluta bókarinnar, en þætti úr jarðfræði Austfjarða hefur Tómas Tryggvason jarð- fræðingur ritað. Prýdd fjölda ljósmynda. í bókinni er mikill fjöldi fag- urra ljósmynda og hafa tekið þær þeir Björn Björnsson, kaup- maður á Norðfirði, Ámi Stefáns- son, Páll Jónsson og Þorsteinn Jósefsson. Þá er í bókinni skyndi- mynd af Dyrfjöllum eftir Jó- hannes Kjarval og einnif er kápumyndin eftirmynd af Dyr- fjallatindi, glæsilegu listaverki eftir Kjarval. Yfirlitskort af Austfjörðum eftir Ágúst Böðv- arsson er í bókinni og aftan á prentara, sem er að reisa stór- hýsi og notar til þess skriðmót og þurfti því á allmiklu magni að halda í einu. Var hér einnig um að ræða gamla pöntun og fékk þessi aðili 200 smálestir. Næst stærsti aðilinn var Reykjavíkur- bær, sem fékk 114 smálestir til sinna framkvæmda, sem eru ein- hverjar hinar mestu í bænum. Aðrir aðilar fengu langtum minna og var auðvitað reynt að skipta hinu litla magni eins jafnt á milli og sanngjarnlega og mögu legt var. Þjóðviljinn ætti fremur að reka á eftir ríkisstjórninni um að Ieyfa að taka hluta af varnarliðs- sementinu á Keflavíkurflugvelli til að bæta úr vandræðunum, en að skrökva sökum upp á þá sem dreifa því litia sementi, sem fengizt hefur. Ekki skaðaði held- ur þó Þjóðviljinn ýtti á Rússa um að afgreiða til okkar umbeðið sement. Það væri ólíkt líklegra til árangurs en að þjóðnýta H. Benediktsson & Co. h.f. og J. Þorláksson & Norðmann eins og Þjóðviljinn stakk upp á i vand- ræðum sínum i gær! Einnig ber þess að geta, að innflutningur á sementi frá Rúss- landi hélt áfram allt sl. ár og var að verðmæti fyrir allt árið 1956 um 26,8 millj. kr. Sam- kvæmt því, er sementsinnflutn- ingur' frá Rússlandi nú aðeins orðinn um fjórðungur af innflutn ingnum allt sl. ár og þykir því undarlegt, ef sementskaup eru nú skyndilega stöðvuð þaðan. Cleymdist að slökkva á elda- vélimii Á þriðjudagskvöldið var slökkvi- liðið kvatt að húsinu nr. 14, við Mávahlíð. Var kominn eldur í súð í rishæðaríbúð. Var eldurinn fljótt slökktur og ekki varð mik- ið tjón af. Orsök eldsins var sú, að gleymzt hafði straumur á raf- magnseldavél. kápunni er teiknimynd af Gerpi eftir Tryggva Magnússon. í formála kveðst Stefán Ein- arsson, prófessor, hafa notið að- stoðar kunnugra manna á Aust- fjörðum lun sveitalýsingar og orðið gott til fanga. Hóf hann að vinna að bókinni árið 1950 með því að heita á kunnuga menn í þessum fjörðum að senda sér lýs- ingar staðanna, sem hann síðar. bar saman við landið og kortið árið 1954, er hann ferðaðist um þessar slóðir. — Sérstaklega að- stoðuðu hann við þetta Jón Sig- fússon kaupmaður á Norðfirði, Sigurður Vilhjálmsson bóndi á Hánefsstöðum, séra Ingvar Sig- urðsson á Desjamýri, Stefán Bald vinsson bóndi í Stakkahlið og Vilhjálmur Hjálmarsson alþing- ismaður á Brekku. Eina heimild enn kveðst hann hafa notað um örnefnin í Fjörðunum og eru það þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar. I Fjárhagur Frakka réltir við PARÍS, 21. ágúst. — Felix Gaill- ard, fjármálaráðherra Frakka, sagði á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, viðskiptajöfnuðurinn við útlönd hefði þegar batnað eftir aðgerðir stjórnarinnar 11. ágúst, sem höfðu m.a. í för með sér nokkra gengisfellingu frankans og höfðu að markmiði að auka útflutninginn og minnka inn- flutninginn. Formælandi stjórn- arinnar sagði, að Gaillard hefði tjáð stjórninni, að Frakkar stæðu nú mun betur að vígi gagn vart dollara-svæðinu og Evrópu- markaðinum. Stjórnin kemur að líkindum saman í vikulok til að ræða nýjar aðgerðir, sem Gaill- ard hefur á prjónunum með það fyrir augum að koma í veg fyrir frekari verðhækkanir. — NTB-Reuter. Morðinginn bað um 'sorglega jarðarför’ Frá NTB. EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, svipti morðinginn, sem drap tvo menn í Stokkhólmi á þriðjud., sig lífi í skógi einum við borgina í fyrrakvöld. Það kom í ljós í gær, að morðinginn, Rolf Merlin; skrifaði pósthúsinu í Stokkhólmi bréf, meðan hann var á flóttanum, og fór þess á leit, að öll bréf, sem send væru heim til hans á Bandersgatan 48, yrðu send um hæl, þar sem hann mundi ekki verða á heimili sínu framvegis. í dag var opnuð innsigluð erfðaskrá, sem hann var með í vasanum, og var hún afrit af erfðaskránni, sem fannst á skrif- borðinu heima hjá honum. í henni biður hann um „sorglega jarðarför", en vill ekki, að hann verði grafinn í grafreit fjölskyld unnar. Hann hafði sagt skilið við fjölskyldu sína fyrir mörgum ár- um og breytt um nafn. Á fjórða tugi aldarinnar erfði Merlin um 100.000 sænskar krón- ur. Hann vann aðeins með höpp- um og glöppum, en var sérfræð- ingur í meðferð IBM-véla. — í þessu sambandi er fróðlegt að vita, að annað fórnarlamb Merl- ins, Aktuar Brandt, var yfirmað- ur IBM-kortadeildarinnar á hag- stofu Stokkhólmsborgar og hafði sennilega átt einhver viðskipti við Merlin í sambandi við störf sín. Verzlimarmaima- félag Isaf jarðar stofnað NÝLEGA var stofnað á ísafirði Verzlimarmannafélag Isafjarðar. Á stofnfundinum mætti formað- ur Landssambands ísl. verzlunar- manna, Sverrir Hermannsson. — Lagði hann fram og skýrði lög félagsins. Ennfremur skýrði hann frá hinum nýja Lífeyrissjóði verzlunarmanna svo og stofnun og tilgangi L.Í.V. A stofnfundin- um var samþykkt að sækja Um upptöku í L.Í.V. í stjórn félagsins voru kosnir: Jón Páll Halldórsson, formaður, Konráð Jakobsson, Haukur Inga- son, Gunnar Jónsson, Albert Karl Sanders. Varastjórn: Olga Ásbergsdóttir og Steindór Þórisson. Endurskoðendur: — Sigurður Pálsson og Hörður Þorsteinsson. Vara-endurskoðandi: Jón Karl Sigurðsson. Trúnaðarráð: Þorgeir Hjörleifs son, Sigurður Pálsson, Hörður Þorsteinsson, Jón Karl Sigurðs- son og Magðalena Jónsdóttir. — Varamenn: Birgir Valdimarsson og Iljördís Hjartardóttir. (Frétt frá L.Í.V.). Stokkhólmi, 21. ágúst. Frá NTB. INNAN skamms koma til Sví- þjóðar 400 ungverskir flótta- menn, flestir þeirra frá Júgó- slavíu. Upphaflega var ákveðið að Svíar tækju ekki við fleiri flóttamönnum, en samkvæmt beiðni Sameinuðu þjóðanna hafa þeir fallizt á að taka enn við nokkrum fjolda. Með þessum hópi eru þá alls komnir til Svíþjóðar um 8000 ungverskir flóttamenn. Flestir þeirra hafa komið beint úr flótta mannabúðum, en 1300 þeirra hafa fengið landvistarleyfi sam- kvæmt eigin umsóknum, og áttu þeir flestir ættingja í Svíþjóð. Til að bæta menntunarskilyrði PARÍS, 21. ágúst. — Norður- Afrikunefndin svokallaða, sem skipuð er frönskum ráðherrum, náði í dag endanlegu samkomu- lagi um þau atriði, sem liggja skulu til grundvallar nýrri rikis- skipan í Alsír. Samkvæmt opin- berum heimildum í París mun nefndin nú eiga viðræður við helztu pólitíska flokka í Frakk- landi, að undanskildum kommún- istum og poujadistum, áður en áætlun hennar verður lögð fyrir rikisstjórnina. Búizt er við, að Bourges- Maunoury forsætisráðherra muni þegar á morgun ræða málið við flokksleiðtogana. Þegar náðst hefur samkomulag um skilyrðin fyrir nýskipaninni er talið senni- legt, að forsætisráðherrann heim- sæki Alsír. Fara til Suður-Ameríku og Asiu Jafnframt mun Pineau utan- ríkisráðherra leitast við að gera Sameinuðu þjóðunum það ljóst, þegar Allsherjarþingið kemur saman, að Frakkar séu með raun- hæfar áætlanir, sem eigi að upp- fylla þær óskir, sem Allsherjar- þingið lét í ljós I ályktunum sín- um á fyrri árum, nefnilega, að finna skuli friðsamlega, réttláta og lýðræðislega lausn á Alsír- vandanum. Pineau mun fyrst fara til Suður-Ameríku, en Maurice Faure aðstoðarutanríkisráðherra fer til Asíu. Munu þeir báðir skýra sjónarmið Frakka fyrir stjórnum landanna, sem þeir heimsækja, og reyna að sýna fram á, að Frakkar séu að reyna að finna lausn, sem bindi endi á ófriðinn í Alsír og skapi þar pólitískt réttlæti. Helztu atriði áætlunarinnar íhaldsblaðið „Paris-Presse" segir, að hin nýja Alsír-áætlun feli m. a. I sér, að Alsír verði áfram hluti af franska ríkinu. — Franska stjórnin beri efnahags- lega, lagalega og hernaðarlega ábyrgð á landinu. 1 fulltrúadeild franska þingsins eigi að sitja um 30 fulltrúar frá Alsír. Skipta eigi landinu í 6 eða 7 sjálfstæð um- dæmi, sem hvert um sig hafi eig- ið þing, sem kosið verði með al- mennum kosningum. Auk þess eigi að setja upp sérstakt ráð, sem verði eins konar ríkisstjórn. Þannig eigi að ganga frá kosn- ingalögunum, að minnihlutahóp- um verði tryggðir fulltrúar á þingi. Með skiptingu landsins í ákveðin umdæmi munu tvö þeirra hafa evrópskan meirihluta — Algeirsborg og Oran. Eins konar sambandsþing fyrir allt landið á að vera í Algeirs- borg, og á því eiga að sitja fuU- Itrúar frá öllum umdæmunum. Verði misklíð milli þinganna og hinna evrópsku eða múham- flóttafólksins verður settur á stofn menntaskóli fyrir 140 nem- endur í Gautaborg í haust. Ungversk hreinsun VtNARBORG, 21. ágúst. — A Miscolo-svæðinu í Ungverjalandl hefur farið fram gagngerð hreinsun meðal kennara. Komm- únistaflokkurinn á staðnum rann sakaði hoUustu allra 360 kennar- anna við flokkinn, og voru 27 þeirra reknir. 20 voru dregnir fyrir sérstakan dómstól. Þá ber- ast fregnir um mótmælagöngur i Györ og Pecs vegna fangelsana siðustu daga. edönsku íbúa í Alsír á fulltrúl frönsku stjórnarinnar í Alsír og sérstakur dómstóll, skipaður af forseta Frakklands og með setu í París, að miðla málum. — E i senhower Frh. af bls. 1. frjálsa heim miklu máli, sagði Eisenhower. Margs konar kommúnlsmi Þegar forsetinn var spurður um afstöðu Bandaríkjanna til kommúnistastjórnarinnar í Sýr- landi, sagði hann, að til væru ýmsar tegundir af kommúnisma. Kommúnistastjórnin í Júgóslavíu væri t.d. frábrugðin öðrum kommúnistastjórnum í Austur- Evrópu, og ekki væri hægt að líta á hana sem verkfæri í hönd- um alþjóðakommúnismans. Þetta þýðir þó ekki, að Bandaríkin leggi blessun sína yfir nokkra tegund kommúnisma, sagði for- setinn. Verður þingið kvatt saman til aukafundar? Þegar talið barst að frumvarpi forsetans um efnahags- og hern- aðaraðstoð við vinveitt ríki, sagði hann: „Ef öldungadeildin sam- þykkir þá lækkun um 809 millj. dollara, sem fulltrúadeildin hef- ur þegar samþykkt, munu Banda ríkin ekki geta veitt neinu ríki þá aðstoð, sem nauðsynleg er til að halda uppi hernaðarlegu ör- yggi þess“. Hann var hins vegar von- góður um, að öldungadeildin mundi samþykkja að veita a.m.k. helming upphæðarinnar, sem full trúadeildin felldi burt. En sam- þykki öldungadeildin að lækka aðstoðina um þessar 809 milljón- ir dollara, verða hin einstöku ráðuneyti að skera úr um það, hvort nauðsynlegt sé að kalla saman þingið til aukafundar til að fá það til að veita einhverja frekari hjálp. Treystir almenningsálitinu Eisenhower kvaðst sjálfur ekki æskja þess að kalla þingið sam- an til aukafundar, fyrr en bráða nauðsyn bæri til, þar sem báðar deildir hefðu þegar setið á rök- stólum langt fram yfir venjuleg- an tíma. Hann kvaðst þegar hafa sent almenningi nógu margar á- skoranir um að styðja frumvarp sitt um aðstoð við aðrar þjóðir. Það mundi tryggja Bandaríkj- unum það forustuhlutverk í hin- um frjálsa heimi, sem þau hefðu haft hingað til. Hann kvaðst þess fullviss, að bandaríska þjóðin skildi betur hve mikilvægt þetta væri en mennirnir, sem ræddu málið í Washingtoa. Semenfsinnflutningur frá Rússlandi er nú aðeins V* af því sem hann var 1956 Árbók Ferðulélugs íslonds ijoll- or nm Austflrði norðon Gerpis Höíundur er Stefán Einarsson prófessor Frönsk áætlun um nýskipan Alsír-mála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.