Morgunblaðið - 22.08.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. ágúst 1Ö5T
Monr.rnsm. 4f>fÐ
15
Sigurður Bjarnason
rafvirkjameisf. 60 ára
SIGUR£>UR Bjarnason rafvirkja-
meistari, Lindargötu 29, verður
sextugur í dag. Sigurður sem er
fæddur á Vattarnesi, gerðist ung
ur sjómaður á mótorbátum frá
Eskifirði. Á yngri árum stóð hug-
ur hans til sjómennsku og hann
lauk hinu minna fiskimannaprófi
og gerðist formaður á bátum
eystra um nokkurra ára skeið.
Árið 1924 lá leið hans hingað
til Reykjavíkur og hér hefur
hann æ síðan starfað. Þegar hann
kom til höfuðborgarinnar hætti
hann sjómennskunni, en þó ekki
fyrr en hann hafði um skeið ver-
ið á togurum. Hann kom fljótt
auga á það hér í Reykjavík hví-
líka möguleika rafmagnsiðnaður
hafði og því söðlaði hann um og
hóf nám í rafvirkjun. Var Sigurð-
in: rúmlega fertugur, er hann tók
við úr hendi iðnskólastjórans
prófskírteini skólans eftir aðeins
tveggja vetra setu í skólanum.
Síðan hefur Sigurður helgað sig
iðn sinni og hefur um langt ára-
bil annazt raflagnir í húsum hér
í Reykjavík og einnig utan. Hef-
ur ætíð farið orð af Sigurði sem
góðum, vandvirkum og einstak-
lega áreiðanlegum iðnaðármanni
og hefur hann áunnið sér traust
mikils fjölda manna.
Kona hans er frú Ingibjörg
Guðbjarnadóttir og eiga þau einn
dreng, sem fermdur var í vor.
Sigurður Bjarnason er maður
yfirlætislaus, sem hefur látið sig
mestu skipta velferð heimilis
síns. Hann er hinn traustasti
maður í hvívetna og er sæti hans
vel skipað, þar sem hann kemur
við sögu.
Faðir Sigurðar, hinn erni öld-
ungur Bjarni skrifstofustjóri Sig-
urðsson, varð níræður fyrir
skemmstu. Sigurður er líkur föð-
ur sínum um margt, m. a. sýnast
báðir mun yngri en þeir eru, og
báðir eru fullir áhuga á fram-
gangi Sjálfstæðisflokksins og
stefnu hans. Sigurður á sæti
fulltrúaráði flokksins hér í bæ,
sækir fundi og skemmtanir flokks
ins flestum betur og er vel virt-
ur þar í hópi eins og hvarvetna
annars staðar.
Vinir Og fjölmargir kunningjar
munu á þessum merkisdegi Sig-
urðar senda honum hugheilar
kveðjur og þakkir fyrir góða við-
kynningu, og óska honum og
heimili hans allra heilla um ó-
komna framtíð.
Kunnugur.
Síðastliðið ár dvaldist 501 barn
í sveit á vegnm Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Isiands
AÐALFUNDUR Reykjavikur-
deildar Rauða kross íslands var
haldinn 13. ágúst síðastliðinn.
Foiunaður deildarinnar, séra Jón
Auðuns, dómprófastur, flutti
skýrslu um starfið árin 1953—56.
Minntist hann einnig á helztu
verkefni deildarinnar á þessu
tíniabili.
7914 sjúkraflutningar.
Skýrði hann frá því, að á þessu
tímabili hefðu 501 barn dvalizt
í sveit á vegum deildarinnar. —
Sjúkraflutningar voru 7914.
Tvær nýjar sjúkraflutningabif-
reiðir voru keyptar frá Banda-
ríkjunum sl. ár. Þá hafa verið
haldin námskeið í „Hjálp í við-
lögum“ fyrir almenning og öflun
hjúkrunargagna til útlána í
heimahús í veikindatilfellum hef-
ur gengið vel.
Kjörnir voru 19 fulltrúar á að-
alfund Rauða kross íslands. —
Ný slys í Ölpunum
SONDRIO, 21. ágúst: — Fjögurra
þýzkra fjallgöngumanna er sakn-
að í ítölsku ölpunum. Þeir voru
að klífa hinn 4000 metra háa
Bernina-tind. Höfðu þeir náð
tindinum og voru á leið niður
aítur. Á sunnudaginn komu þeir
við í kofa nokkrum, en höfðu
þar skamma viðdvöl. Síðan hef-
ur ekki til þeirra frétzt. — 1
ítölsku ölpunum hefir verið mjög
illt veður, stormar og hríðir, síð-
ustu dagana. Óttazt er, að tveir
þýzkir fjallgöngumenn hafi far-
izt á Marmolada-f j alli í Dolomit-
fjallahryggnum, eftir að þeir
höfðu verið veðurtepptir þar
uppi dögum saman.
Það var tilkynnt seint í kvöld
að Þjóðverjarnir fjórir í ítölsku
ölpunum, 2 karlar og 2 konur,
hefðu farizt. — Fundust lík
þeirra seínt í dag. —NTB.
Stjórn deildarinnar var endur-
kjörin nema hvað frú Ragnheið-
ur Guðmundsdóttir læknir, kom
í stað frú Guðrúnar Bjarnadótt-
ur hjúkrunarkonu. — Stjórnin
er því þannig skipuð.
Séra Jón Auðuns, formaður,
Jón Helgason káupmaður gjald-
keri, Gísli Jónasson skólastjóri,
ritari, Jónas B. Jónsson fræðslu-
fulltrúi, Jón Sigurðsson borgar-
læknir, Óli J. Ólason kaupmaður
og Ragnheiður Guðmundsdóttir,
læknir. Varastjórn: Margrét Jó-
hannesdóttir hjúkrunarkona og
séra Þorsteinn Jóhannsson stjórn
arráðsfulltrúi. Endurskoðendur
eru Magnús Vigfússon og Víg-
lundur Möller.
Skipin Iesta
frosna beitusild
SIGLUFIRÐI, 21. ágúst: — í gær
var reknetaveiðin hér 596 tunnur
uppsaltaðar. í dag er betri veiði
og eru sumir bátarnir með um
100 tunnur. Er veiðin skammt
sótt um 2Yz klst. útsiglingu, en
síldin er mjög misjöfn og virðist
ekkert batna. Lengdin er frá 27
—37 sm., meðallengdin er 33
sm. I fyrra var meðallengd
Norðurlandssíldarinnar 36 sm.
Þetta er allt vorgotssíld.
Síldin er öll floltkuð í tunn-
umar og eru tvær stúlkur um
hverja tunnu þegar saltað er.
Mörg skip komu hér í nótt að
austan og eru þau að hætta veið-
um, gera upp og fara heim. Taka
sum þeirra frosna beitusíld til
næstu vertíðar. -—Guðjón.
Jafntefli hjá Inga
R. og Friðrik
í ÞRIÐJU umferð skákmótsins
í Hafnarfirði varð jafntefli hjá
Inga R. og Friðrik, Pilnik vann
Stíg og Árni Finnsson vann Sig-
urgeir. Ólokið var skák Benkö
og Jóns Pálssonar. Staðan var
betri hjá Benkö, en hann var
miklu tímahraki. Kári átti betra
gegn Jóni Kristjáns.
í kvöld 'mætast Jónarnir, Árni
og Kári, Friðrik og Sigurgeir,
Stígur og Ingi R. og Pilnik og
Benkö.
Sendiherra Sviss
afhendir
trúnaðarbréf
HINN nýi sendiherra Sviss á ís-
landi, Otto Seifert, afhent í gær
(miðvikudaginn 21. ágúst 1957)
forseta íslands trúnaðarbréf sitt
við hátíðlega athöfn á Bessastöð-
um, að viðstöddum utanríkis
ráðherra.
Að lokinni athöfninni snæddu
sendiherrahjónin og utanríkisráð
herra og frú hans hádegisverð í
boði forsetahjónanna, ásarnt
nokkrum öðrum gestum.
Sendiherra Sviss á íslandi hef-
ur búsetu í Ósló. (Frá skrifstofu
forseta).
Olíuskipið sokldð
GÍBRALTAR, 21. ágúst. — OIíu-
skipið „World Splendour“, sem
er eign Níarkosar hins gríska en
siglir undir fána Líberíu, sökk
í dag fyrir utan Algeeiras á
Spáni. Skipið, sem var aðeins 3
mán. gamalt, varð alelda í gær,
þegar í því urðu tvær spreng-
ingar. Á skipinu voru 78 menn,
og í kvöld var 7 þeirra saknað.
Ékki er þó víst, að þeir hafi allir
farizt, þar sem þeim kann að
hafa verið bjargað af einhverju
þeirra skipa, sem komu á vett-
vang.
Skipstjóranui* og nokkrum
mönnum öðrum tókst að ráða nið
urlögum eldsins í nótt, og átti
að draga skipið til hafnar, en
þá tók það að sökkva. í kvöld
sökk það. Skipið var 25.000 tonn.
Orsakir sprenginganna eru ekki
kunnar.
Syndið 200 mefra
Hurðarnaf nsp j öld
Bréfalokur
Skiltagcrðin, Skólavörðustíg 8.
Kristján Guðlaugssor
h«9U.réttarlögma&ur.
Skrifstofutími kL 10—12 og 1—5.
Austurstrseti 1. — Súni 13400.
Samkomui
Samkoma verður haldin
í kirkjunni á Akranesi í kvöld,
fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 8,30. —
Ölafur Björnsson,
Stefán Runólfssou.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 8,30.
Ræðumaður Ellen Edlund o. fl.
Allir velkomnir.
Félagslíf
Haf narfjörður!
F.H. heldur innanfélagsmót í
frjálsum íþróttum á Hörðuvöllum
kl. 7 í kvöld. Keppt verður í 60
m. hlaupi, kúluvarpi karla og
kvenna.
Vinna
Hreingerningar —— gluggahreinsun
Sími 1-78-97. — Þórður & Geir.
Hreingerningar
Tökum að oklcur hreingeming-
ar og utanhú&unálningar. — Sími
17417. —
Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem glöddu
mig á margvíslegan hátt á sjötugsafmæli mínu.
Jóhanna Jónsdóttir,
Efstasundi 84.
Fasfeignir og verðbréf s.f. Austurstr. I
Til sölu
3 herbergja íbúð við Skipasund
4 herbergja íbúð við Framnesveg
4 herbergja íbúð í Laugarneshverfi
3 herbergja íbúð við Skipasund, jarðhæð
Mjög falleg 5 herbergja íbúð við Gnoðavog
4 herbergja íbúð Gnoðavog.
Stór húseign, tvær íbúðir og iðnaðarpláss á mjðg
góðum stað í Kópavogskaupstað.
Verð og greiðsluskilmálar hagstætt.
Tveggja og þriggja herbergja fokheldar íbúðir
við Álfheima.
Uppl. í síma 13400, milli kl. 1—5.
H úsgogn
Smíðum alls konar húsgögn,
eldhúsinnréttingar og viðgerðir á húsgögnum.
Alfred JÖrgensen
Njálsgötu 65 — sími 14022.
Lokað til mánaðamóta
vegna sumarleyfa
Samábyrgð íslands
Skólavörðustíg 16
Húsnæði til sölu
Glæsilegt einbýlisliús í smíðum á eftirsóttum stað í
bænum. Húsið er 8 herbergi, eldhús, bað, „hall“,
forstofur og miklar geymslur.
Skemmtileg 5 herbergja risíbúð við Bugðulæk til-
búin undir tréverk.
4ra herbergja risíbúð við Kambsveg tilbúin undir
tréverk. Hagstætt verð.
3 herbergja íbúð á hæð með 4. herb. í kjallara í húsi
við Laugarneveg. Fyrsti veðréttur er laus. Á 2.
veðrétti hvilir kr. 50.000.00. Sanngjarnt verð.
Tilbúin undir tréverk.
2ja og 3ja herbergja íbúðir í húsi í Hálogalands-
hverfinu, sem verið er að byrja að byggja.
Hagstætt verð. Skemmtilegur staður.
Höfum ennfremur til sölu íbúðir af ýmsum stærð-
um, tilbúnar og í byggingu.
Fasteigna og Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhannesson, brL)
Suðurgötu 4.
Símar: 1-3294 og 1-4314.
Móðir okkar og tengdamóðir
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
andaðist að Bæjarsjúkrahúsinu 21. þ. m.
Steinþór Eiríksson, Guðmundur Eiríksson,
Guðríður Steindórsdóttir, Þuríður Markúsdóttir.
Eginmaður minn, faðir og tengdafaðir
OLAF FORBERG
verður jarðsunginn föstudagihn 23. þ. m. kL 1,30 e. b.
frá Fossvogskirkju.
Ásthildur Forberg,
Sandra Forberg,
Olaf Forberg,
Elfar Skúlason.