Morgunblaðið - 22.08.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1957, Blaðsíða 8
 MUKGVyBLAÐIÐ Fimnitudagur 22. ágúst 1957 mgtiiiiritafrtít Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsíngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SPILAFÉ LÚÐVÍKS UPPLÝSINGAR þær, sem Morgunblaðið birti í gær um hið hörmulega ástand i gjaldeyrismálum þjóðarinnar, hljóta að vekja ugg hjá öllum hugsandi mönnum. Að vísu, hefur þess mjög orðið vart síðustu vik- urnar, að tregða væri á yfir- færslum, en fáir munu þó hafa gert sér grein fyrir, að ástand- ið væri jafnískyggilegt og raun ber vitni. Lúðvík Jósefsson, við- skiptamálaráðherra, sagði raun- ar í erindi, er hann flutti á frí- degi verzlunarmanna: „Eins og kunnugt er skortir okkur mjög erlendan gjaldeyri“. En hann bætti við: „Gjaldeyriserfiðleikar okkar stafa ekki af neinu óvæntu atviki eða óhöppum. Það sem af er þessu ári höfum við haft úr að spila jafnmikl- um gjaldeyri, einnig svonefnd- um frjálsum gjaldeyri og á sama tíma í fyrra, en þá var mesta gjaldeyriseyðsluár í okk- ar sögu“. ★ Þó að með þessum orðum sé viðurkennt, að ástandið sé slæmt, er dregin hula 'yfir það, sem mestu máli skiptir. Ráðherrann segir, að við höfum haft „úr að spila jafnmiklum gjaldeyri“ á þessu ári og á sama tíma í fyrra. En hann lætur undan fallast að skýra frá því, hvernig féð í ár er fengið auk venjulegra leiða. Þess hefur verið aflað m.a.: 1) Með því að auka gjald- eyrisskuldir um 118 milljónir. 2) Með því að selja innlendar vörubirgðir örar en áður, svo að það, sem nú er í landinu nemur 110 milljónum minna en fyrir hendi var á sama tíma í fyrra. Greið afurðasala er góð, en í þessu sambandi verkar hún svo, að nú er minna til að grípa síð- arihluta ársins. 3) Loks hefur verið gengið stórlega á birgðir innfluttra vara til landsins. Um það eru ekki til nákvæmar tölur, en kunn ugustu menn efast ekki um að sá munur nemi mörgum milljóna tugum. Vaxandi skuldir og minnkandi vörubirgðir á einu ári nema því vafalaust eitthvað nærri 300 milljónum króna. ★ Engum hefði verið nær en ríkisstjórninni að segja þjóðinni frá þessum vofveiflegu atburð- um. Stjórnarvöldin gæta þess hins vegar að þegja vandlega um þá. Viðskiptamálaráðherrann hagar m.a.s. orðum sínum svo, að láta alls ekki í það skína, hvað- an peningarnir eru fengnir, sem hann hefur verið að „spila úr“ þetta eina ár, sem hann hefur farið með æðstu völd þessara mála. Auk þess, sem gengið er á birgðirnar, svo að varasjóðirnir eru minni en áður, þá eru það lán og aftur lán, sem reynzt hafa haldreipið. Þjóðviljinn hefur raunar ekki gert mikið að því að halda þessum lánum á lofti að undanförnu. Þau eru sem sé fengin vestan járntjalds, að veru legu leyti hjá Bandaríkjamönn- um. 65 milljón króna lánið, sem ríkisstjórnin er talin fyrir, var beinlínis tekið í sambandi við endurnýjun varnarsamningsins í vetur. Fyrir óaðgæzlu glopraðist þá frásögn um hið sanna sam- hengi út úr Þjóðviljanum; en síðan hefur í dálkum blaðsins verið reynt að breiða yfir það glappaskot með þagnarblæjunni. ★ Það eru ekki lántökurnar, sem Þjóðviljinn harmar, heldur ein- ungis hvar lánin hafa verið tek- in. Að undanförnu hefur hann verið að kvarta yfir því, að ekki gengi nógu ört með töku stóra lánsins. Engum kunnugum dylst við hvað þar er átt. Það er lán- takan í austri, peningarnir, sem eiga að gera viðskipti okkar enn háðari dutlungum valdhafanna í Moskvu en við erum þó í dag. Ástandið í þeim efnum er samt nú þegar orðið svo ískyggilegt, að Alþýðublaðið birtir í gær, grein eftir verzlunarmann, þar sem m. a. segirí „Það getur því alls ekki verið óeðlileg ósk af hólfu íslendinga við Rússa, Tékka, Pólverja og Austur-Þjóðverja, að þeir greiði a.m.k. einhvern hluta af fiskin- um, sem þeir kaupa hér á landi með gjaldeyri, sem nota má ann- arsstaðar en í Austur-Evrópu. Eigum við að trúa því að þessar þjóðir geti þetta ekki eða vilji það ekki? Ef hið síðara er svar- ið, þá verður eklci betur séð en það sé vísvitandi stefna þessara ríkja að hnýta íslendinga órjúf- andi böndum við sig, hvort sem þeim líkar betur eða ver“. Um þá spurningu, sem hér er sett fram, má ségja: Eigi spyr þú af því, að þú vitir ekki. Við- leitni valdhaíanna austan járn- tjalds, getur ekki dulizt neinum heilslcyggnum manni. Tilboðið um stóra lánið er einn þáttur í þeirri viðleitni, að „hnýta ís- lendinga órjúfandi böndum“ við járntjaldslöndin. Kommúnistar róa öllum árum að því, að sú lántaka verði sem fyrst og sem mest. — Og því miður hljóta þær grunsemdir að vakna, að viðskiptamálaráðherrann haldi vísvitandi svo- á, að slík lántaka verði ekki um- flúin. Þess vegna segir hann við þjóðina, að hún hafi haft úr jafnmiklum gjaldeyri „að spila“ og áður, þegar sannleik- urinn er sá, að „spilaféð" hefur fengist með vaxandi skuldum og minnkandi birgðum, svo að h.u.b. 300 milljónum króna nemur á einu ári. í „versta tilfelli" ætlar hann að nota tilboðið um lán að austan til að kría eitthvað út úr lýðræðislöndunum. Lán og aft ur lán, hvar sem einhvern eyri er að fá. Það er eina úrræðið. Ábyrgð viðskiptamálaráðherr- ans er vissulega þung. Samráð- herrar hans eiga einnig mikla sök. Enginn þeirra hefur fremur en hann orðið til þess að segja þjóðinni sannleikann í þessum efn um. Framsóknarmenn, sem áður margstöguðust á ískyggilegum horfum í gjaldeyrismálunum og skrökvuðu því til, að ástandið hefði raunverulega versnað á valdaárum stjórnar Ólafs Thors, þegar fyllilega var haldið í horf- inu, þeir þegja nú, þegar keyrt hefur um þverbak á einu ári eft- ir að ógæfustjórn Hermanns Jónassonar tók við. Hér sem ella er aðferð stjórnarinnar sú að reyna að komast hjá staðreynd- unum með því að þegja um þær. raBMITAN tlR HEIMI~| Afleiðingar Moskvu-mófsins ÍSLENZKU þátttakendurnir í æskulýðsmótinu í Moskvu eru komnir heim. Eflaust hafa þeir hver sína sögu að segja, eftir því hvar í flokki þeir standa og hvað duglegir þeir hafa verið að loka augunum, meðan þeir dvöldust í sæluríki kommúnismans. Það er ekki ófróðlegt nú að athuga, hvað einn kunnasti núlifandi sér- fræðingur í málefnum Austur- Evrópu, Edward Crankshaw, hefur að segja um afleiðingar Moskvu-mótsins. Grein hans í „Observer" 12. ágúst sl. birtist hér í lauslegri þýðingu: „Einn sá hlutur, sem járntjald- ið hafði til að bera á hinum auð- veldu og einstrengingslegu dög- um kalda stríðsins, var að það hlífði mönnum við að hugsa. Á meðan ekki var hægt að komast inn fyrir það var ekkert við því að gera; og allt sem aflaga fór í heimin- um var hægt að rekja til þess sem gerðist handan við járntjald- ið. Það var alger og blæbrigða- laus hindrun, og vestræn við- horf til þess gátu líka verið biæ- brigðalaus: við getum ekki gert neitt á meðan öll samskipti við Sovét-heiminn eru bönnuð; en strax og hindruninni hefur verið rutt úr vegi, munum við vita hvað gera skal! Nýtt járntjald? Nú jæja, hindruninni hefur verið rutt úr vegi. Vitum við þá, hvað við eigum að gera? Sýni- lega ekki. Þegar vestrænir leið- togar standa andspænis þeirri nauðsyn að semja sig að hinum nýju kringumstæðum, þá flýta þeir sér að hrófla upp sínu eigin flausturslega járntjaldi. Þegar alls konar fólk á Vesturlöndum stendur andspænis þeirri nauð- syn að hugsa sjálfsætt, þá fer það strax að syrgja hina gömlu góðu daga hins ósveigjanlega stalin- isma, sem nú eru horfnir, því þá vissum við a. m. k. skil á hlut- unum, og það kvartar sáran undan því, að brosmildi og skraf- hreifni Rússa sé miklu hættulegri en þegjandaháttur og drungi þeirra. Þetta er sérstaklega erfið ur heimur. Tvíeggjaður áróður Þessar hugsanir hafa vaknað við frásagnir unga fólksins, sem nú er komið heim frá hinni ótrú- legu æskulýðshátíð í Moskvu. Var það vestrænni æsku hollt eða óhollt að sækja þessa hátíð? Lesendur mína rekur kannski minni til þess, að áður en hátíða- höldin hófust hélt ég því fram, að það væri hollt, þar sem áróð- urinn gæti orðið tvíeggjaður: áhrif mikils fjölda vakandi og framtakssamra manna úr vestri á Moskvu-búa gætu orðið a. m. k. eins gertæk og áhrif Moskvu á saklausa vestræna æsku. Nú þegar þetta er allt um garð geng- ið, held ég því enn fram, að sjón- armið mitt hafi verið rétt — enda þótt ég verði að játa, að ég hafði ekki búizt við því, að þessi fjölda framleiðsla á bræðralagi yrði jafnvíðtæk, djúptæk og glaðvær og raun varð á. Fjögur meginmarkmið Frá sjónarmiði valdamann- anna í Kreml hafði hátíðin a. m. k. fjögur meginmarkmið: 1) Að hafa jákvæð áhrif á kommúnistaæskuna og taglhnýt- inga hennar um allan heim; að uppræta efasemdir þeirra og endurvekja flokkslegan þegn- skap þeirra með því að gera Moskvu að glitrandi sýningar- glugga rússneskra afreka og með því að framleiða ný vígorð, sem ættu að því er virtist rætur sínar í hinu opinskáa andrúmslofti há- tíðarinnar; og loks að fá dyggum kommúnistum ný vopn í hendur. 2) Að flytja öllum þátttakend- um boðskap hlutleysisins, um- fram allt þátttakendunum frá löndum, sem eru skammt á veg komin efnahagslega og stjórn- málalega. 3) E. t. v. var mikilvægasta markmiðið að sannfæra æsku- lýðinn, sem ekki aðhyllist komm- únismann eða er jafnvel andvíg- ur honum, um góðan hug og lof- samlegar fyrirætlanir' valdhafa, sem eru óvinsælir. 4) Að leggja áherzlu á og sýna Rússum það í verki — og þá fyrst og fremst rússneskum æskulýð — að valdhafarnir stefni raunverulega að því að auka frelsið heima fyrir, og jafnframt að draga úr einangrunarkennd rússneskrar æsku með því að sýna henni, að milljónir æsku- manna um allan heim séu ekki Edward Crankshaw. sama sinnis og ríkisstjórnir þeirra, heldur séu þeir hliiðhollir Rússum — og þá líka óbeinlínis rússnesku valdhöíunum. Ef dæma má af samtölum við þátttakendur, sem komnir evu heim frá Moskvu, hefur hátíðin náð tilgangi sínum að því er snertir þessi fjögur megmmark- mið. Sáu þeir sprungurnar? Fyrstu tveimur markmiðunum var auðvelt að ná. Þeim hefði jafnvel verið hægt að ná með minni tilkostnaði og án þeirrar hættu, sem fólst í tveimur síðari markmiðunum. Að því er tekur til síðari markmiðanna var nefni- lega áróðurinn tvíeggjaður. Þeir á meðal gestanna, sem voru hugs- andi og efasamir, kunna að hafa orðið fyrir áhrifum af góðum vilja valdhafanna og af hinni áköfu löngun rússnesks almenn- ings til að komast í samband við Vesturlönd. Þeir kunna að hafa komið heim með þá tilfinningu, að gagnrýnendur rússnesku valdaklikunnar gerðu of mikið úr ósveigjanleik hennar, and- legri kúgun og efnahagslegum þvingunum. En flestir þeirra hljóta að hafa séð sprungurnar á hinu glæsta yfirborði, og flestir þeirra hljóta að velta fyrir sér orsökum þessa óseðjandi hung- urs eftir ljósi, sem hingað til hef- ur verið forboðið. Spilling æskunnar Að því er snertir áhrif vest- rænnar æsku á Rússa, þá hafa valdhafarnir gengizt undir vel yfirvegaða áhættu. Að mínu áliti hafa þeir tapað meiru en þeir unnu, þegar þeir líta á málin af eigin sjónarhóli. Mig grunar, að þeir hafi óttazt mest hin spillandi áhrif vestrænnar æsku; og lík- lega hefur ótti þeirra ekki verið með öllu ástæðulaus. En hins vegar er sá hluti rússneskrar æsku, sem er algerlega fráhverf- ur kommúnismanum (hann er stór, en ræður þó engan veginn I úrslitum) orðinn svo spilltur frá sjónarmiði valdhafanna, að hon- um verður ekki bjargað. Ég dreg það mjög í efa, að hin skyndilega innrás vestrænna siða hafi að nokkru marki aukið þessa spill- ingu. Hin raunverulega hætta Frá sjónarmiði valdhafanna í Kreml er hin eiginlega hætta miklu víðtækari. Hún felst í hin- um gamla orðskviði „ágirnd vex með eyri hverjum“. Óteljandi þúsundir rússneskra æskumanna eru þreyttar á ríki sínu. Þeir líta á sovétskipulagið sem sjálf- sagðan hlut, en þeirra höfuð- áhugamál er að bæta lífskjörin og vinna sér aukið frelsi innan skipulagsins. Þessir menn líta ekki hin augljósu mein valda- klíkunnar sem óaðskiljanlegan hluta skipulagsins, heldur sem einhvers konar slysni, sem lag- færa megi, ef góður vilji er fyrir hendi. Þeir eru gagnteknir af hinni nýju þróun í áttina til auk- ins frelsis, en óþolínmóðir vegna þess hve hægt hún gengur. Þeir gera sér ekki Ijóst, að þessi þró- un er ófús viðbrögð leiðtoganna í kommúnistaflokknum við sívax andi kröfum fólksins. Þeir trúa því, að flokksforingjarnir séu að auka frelsið af eintómri hjarta- gæzku, en viðleitni þeirra sé ó- nýtt af afturhaldsöflunum. í augum þessara manna verður hið opinskáa og óþvingaða and- rúmsloft hátíðarinnar, sem Kreml-leiðtogarnir hugsuðu sér að yrði sérstakur viðburður með ákveðnum og takmörkuðum markmiðum, eitt skrefið enn á brautinni til aukins frelsis fyrir alla. Það sem þeir hafa einu sinni bragðað munu þeir ekki fúslega segja skilið við. Og það er í þess- um skilningi, sem hátíðin hefur verið heillarik frá vestrænu sjón- armiði. Vegna þess að leiðtog- arnir í Kreml munu í framtíð- inni eiga miklu erfiðara með að kæfa hinn sívaxandi eld frelsis- viljans, að hafa hemil á hinum sterka straumi, sem nú rennur allur í eina átt og ryður burí-öll- um menjum stalinismans. Ómótstæðilegir Þessir ungu menn gera sér það alls ekki ljóst, að þeir eru í rauninni að grafa undan sjálfum máttarstoðum skipulags, sem hvílir á ströngu og ósveigjanlegu eftirliti á öllum sviðum lífsins. Þeir eru þeim mun ómótstæði- legri sem þeir eru blindari á það, sem þeir eru að gera. Hvað það sem hinn frjálsi heimur getur gert til að halda lífinu í og örva þessa hálf-ómeðvituðu hreyfingu er rétt stefna. Það er miklu rétt- ari stefna en sú að reyna að verja vestræna æsku fyrir spillingunni frá Moskvu“, Eins og flestum mun kunnugt er mikil húsnæðisekla í Moskvu. Meðal óánægðra Moskvubúa gengur sagan um flóna, sem gerði sig heimakomna hjá frönskum gestum, sem staddir voru í Sov- étríkjunum á ferðalagi, í þeirri von, að hjá þeim myndi hún finna safamikla fæðu. Þegar Frakkarnir fóru frá Sov- étríkjunum, fór flóin með þeim til Frakklands. En eftir fáeina mánuði kom hún aftur til Moskvu. „Líkaði þér ekki dvölin í Frakk landi“, spurði vinur hennar. „Nei“, svaraði flóin. „Ég varð að stökkva gegnum fjögur her- bergi til þess að geta bitið eina manneskju. En hérna get ég bit- ið fjórar manneskjur í hverju herbergi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.