Morgunblaðið - 30.08.1957, Blaðsíða 12
12
MORGVNBl AÐIÐ
Fostudagur 30. ágúst 1957
A
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
118
kerru“, sagöi hann. — „Hvernig
veiztu hvað er framendi-og hvað
afturendi á þessum kassa?" — Og
hann klifraði niður úr vagninum,
eins og sendiherra, sem stígur út
úr einkajárnbraut. Hann glotti
hæðnislega til tvíburanna og sneri
sér svo með kuldalegan svip að
Adam. — „Ég vona að ég komi
ekki of seint í hádegisverðinn",
sagði hann.
Adam og Lee litu hvor á annan.
Þeir höfðu alveg gleymt hádegis-
verðinum.
Inni í húsinu lét hálfguðinn svo
Htið að þiggja ost og brauð og
kalt kjöt og eplagraut og kaffi og
stykki af súkkulaðiköku.
,.Ég var vanur heitum hádegis-
verði“, sagði hann. — „Það er
vissara að gæta þessara stráka,
ef nokkuð á að verða eftir af bif-
reiðinni". Þegar vélfræðingurinn
hafði neytt matar síns í ró og næði
og fengið sér stuttan miðdags-
blund úti í sólbyrginu, tók hann
töskuna sína og fór inn í svefn-
herbergi Adams. Að stundarkomi
liðnu kom hann aftur út, í röndótt
um hlífðarfötum, með hvíta húfu
á höfðinu, en framan á henni stóð
nafnið „Ford“ með stórum bók-
stöfum.
„Jæja", sagði hann. — „Hafið
þér lært nokkuð?“
„Lært?" er.durtók Adam undr-
andi.
„Hafið þér ekki einu sinni lesið
bókina, sem liggur rndir sætinu?"
„Ég vissi ekki að þar væri nein
’ bók“, sagði Adam.
„Drottinn minn dýri", sagði
ungi maðurinn með vandlætingu.
Með því að grípa til alls síns vilja
styrks gekk hann ákveðnum skref
□----------------------□
Þýðing
Sverrn Haraldsson
□----------------------□
um yfir að bifreiðinni. — „Það er
víst bezt að byrja“, sagði hann.
„En guð má vita hversu langan
tíma það kann að taka, úr því
að þér hafið ekkert lært“.
„Hr. Hamilton kom honum ekki
í gang í gær“, sagði Vdam.
„Hann reynir alltaf að koma
vélinni af stað með seglinum",
sagði vitringurinn. — „Jæja, kom-
ið þér nú hingað að. Þekkið þér í
meginatriðum, hvernig brennslu-
vél vinnur?"
„Nei“, sagði Adam.
„Herra minn trúr“. Hann lyfti
upp vélhlífinni. — „Þetta hérna
er sem sagt brennsluvél".
„Svona ungur og þó svo lærð-
ur“, sagði Lee í hálfum hljóðum.
Unglingurinn sneri sér hvat-
lega að honum og hleypti brúnum
reiðilega: — „H að sagðirðu?"
spurði hann og sneri sér svo aft-
ur að Adam: — „Hvað var það
sem Kínverjinn sagði?"
Lee fórnaði höndum og brosti
auðmjúklega: — „Svona mikið
ungur maður", sagði hann ró-
lega. — „Kanr.ske verið í há-
skóla. Mikið vitur".
„Kallið þið mig bara Joe“, sagði
ungi maðurinn, að því er virtist
að tilefnislausu. Svo bætti hann
við: — „Háskóla. Hvað haldið þið
að svoleiðis karlar kunni? Geta
þeir gert ríð kveikingu? Kunna
þeir að gera við gasleiðslur? Há-
skóla“. Og hann hrækti stórum,
brúnum tóbakshráka með fyrir-
litningarsvip. Tvíburarnir horfðu
Iotningarfullir á hann og Cal safn
aði saman munnvatni uppi í sér,
til þess að æfa sig í þessari list.
„Lee dáist að jekkingu yðar og
reynslu", sagði Adam.
Ungi maðurinn stilltist og varð
aftur umburðarlyndur og lítillát-
ur. — „Kallið þið mig bara Joe“,
sagði hann. — „Það væri annað
hvort að ég kynna þetta. Ég, sem
hef gengið á bifreiðaskóla í Chica-
go. Það er raunverulegur skóli —
ekki neinn háskóli". Og hann
sagði: — „Pabbi gamli segir að
góður Kínverji — ég meina sko
virkilega góður — sé eins góður
og hver annar. Þeir eru heiðarleg-
ir“. —
„En þeir sem ekki eru góðir?"
sagði Lee.
„Nei, fjandinn fjarri mér. Þeir,
eru verri en allt sem vont er. En
góðir og skikkanlegir Kínverjar".
„Ég vona að þér teljið mig einn
úr þeirra hópi?“
„Mér virðist þú líkjast góðum
Kínverja. Kallaðu mig bara Joe“.
Adam var alveg ruglaður af
þessum samræðun., en það voru
tvíburarnir hins vegar ekki. Cal
sagði við Aron í tilraunaskyni:
„Kallaðu mig bara Joe". Og Aron
bærði varirnar og reyndi líka: —
„Kallaðu mig bara Joe“.
Vélfræðingurinn varð aftur emb
ættislegur, en hann var mildari í
rómnum. Hin fyrri fyrirlitning
hans hafði nú þokað fyrir vinsam
legri gamansemi. „Þetta hérna",
sagði hann — „er sem sagt
brennsluvél". Þeir störðu niður á
hinn Ijóta járnklump með ótta-
blandinni lotningu.
Nú gerðist ungi maðurinn svo
óðamála að orðin runnu saman í
einn lofsöng um hið nýja tímabil.
„Starfar vegna gassprengii.gar í
lokuðu rúmi. Sprengiorkan hefur
áhrif á dælubulluna og flyzt eftir
samtengdri mælistöng og sveifar-
ás til afturhjólanna. Hafið þið
skilið það?“ Þeir kinnkuðu kolli
fjálglegir á svip, hræddir við að
rjúfa orðaflóðið. „Tegundirnar
eru tvær, tveggja hjóla og fjög-
urra hjóla. Þessi hérna er fjög-
urra hjóla. Fylgizt þið með?“
Þeir kinkuðu kolli aftur. Tví-
burarnir, sem störðu upp til
hans, fullir lotningar, kinukuðu
líka kolli.
„Þetta er mjög skemmtilegt",
sagði Adam.
Joe hélt áfram með sama ofsa-
lega hraðanum: — „Það, sem
aðallega greinir Ford-bifreiðina
frá öllum öðrum bifreiðum, er
skiptingin, sem byggist á nýju,
gerbyltandi fyrirkomulagi". —
Hann tók sér örlitla málhvíld og
það var sýnileg áreynsla í svipn-
um. Og þegar hinir fjórir áheyr-
endur hans kinkuðu kolli, aðvar-
aði hann þá: — „Þið skulið ekki
ímynda ykkur að þið vitið þetta.
Gleymið því ekki að þetta nýja
fyrirkomulag er ger-gerbylt-ger-
byltandi. Ykkur væri nær að læra
um það í bókinni. Og ef þetta er
nú orðið ykkur ljóst, þá er bezt
að við snúum okkur að starfsemi
bifreiðarinnar". Þetta sagði hann
með talsverðum rembingi, bersýni
lega mjög "eginn því að hafa nú
lokið fyrsta þætti erindisins, en
samt voru áheyrendur hans enn
fegnari. Þeir voru farnir að þreyt
rst á því að beita eftirtelctinni svo
til hins ýtrasta og ekki bætti sú
staðreynd úr skák, að þeir höfðu
ekki skilið eitt einasta orð.
„Komið þið nú hingað", sagði
ungi maðurinn. — „Jæja, sjáið þið
þetta þarna? Þetta er kveikilykill-
inn. Þegar maður snýr honum, er
maður tilbúinn að aka af stað. —
Svo ýtir maður þessum rofa þarna
til vinstri, þá er rafgeymirinn sett
ur í samband — sko, þarna stend-
ur Raf. Það merkir rafgeymir".
Þeir teygðu úr hálsunum og gægð
ust inn í bifreiðina. Tviburarnir
stóðu á aurbrettinu.
„Nei bíðið bið nú við. Nú hef
ég hlaupið yfir eitthvað. Þessi
þarna — sjáið þið það? — Þessi
þarna er kveikjan. Honum er ýtt
upp — skiljið þið það? — Upp.
Beint upp. Og þessi þarna er fyr
ir gasið — honum er ýtt niður.
Nú ætla ég fyrst að útskýra það
og sýna ykkur það svo á eftir. Ég
vil að þið takið vel eftir. Og þið
þarna, drengir, þið verðið að fara
af aurbrettinu. Þið skyggið á mig.
Hypjið ykkur niður, segi ég“. —
Drengirnir stigu ólundarlega nið
ur af brettinu. Aðeins augu
þeirra náðu upp fyrir hurð bifreið
arinnar.
Hann dró djúpt að sér andann:
„Jæja, eruð þið nú tilbúnir? —
Kveikjan upp, gasið niður. Setjið
nú rafgeyminn í samband — til
vinstri, munið það — til vinstri".
AHt f einu heyrðist eitthvert suð,
eins og í risa-stórri býflugu.
„Heyrið þið þetta?" sagði ungi
maðurinn sigrihrósandi. „Þetta er
snertingin við eitt rafspennukefl-
ið. Náist hún ekki, verður að taka
vélina til alvarlegrar athugunar".
Hann tók eftir vandræðasvipnum
á andliti Adams. — „Þér getið
-shampoo freyðir undursamlega
Eina
shampooið
sem býður yður
þetfa úrval
BLATT fyrir
þurrt hár.
HVÍTT fyrir
venjulegt hár.
BLEIKT fyrir
feitt hár.
Heildverzlunin HEKLA hf, Hverfisgötu 103 — sími 1275.
DEAL
]>A STILL
COMFIDENT
...AT LEAST
I'LL DO
EVERYTHING
1 CAM TO
BEAT YOU /
ALTHOUGH
I THINK IT'S A
WASTE OF
' TIAAE AND f
money/ J
1 MR. MARSHALL, DO THE
RULES ALLOW HER TO
ENTER A BLIND COLT IN
THE HOR5E SHOW ?
■* THERE'S NO I
RULE AGAINST IT
... IF SHE WANTS TO
IT'S >
DOWNRIGHT
„ 6TOPIP/
OH, YES...1 :
KNOW MARK TRAIL 15
TRAINING YOUR COLT, MISS
LEEDS, BUT THAT DOESN'T
WORRY ME A GREAT
1) — Já, ég veit ósköp vel, að
Markús temur þinn fola. En ég
er alveg óhrædd.
2) — Ég er alveg örugg. Ég
skal gera allt sem ég get til að
sigra þig.
3) — Heyrið þér, framkvæmda
stjóri, heimiiia reglurnar að blind
ur foli fái að taka þátt í keppn-
inni.
— Já, það er ekki bannað, ef
menn vilja það.
4) — En það er sama og að kasta
peningum til einskis.
— Það er anjög heimskulcgt.
lesið nánar um það í bókinni",
sagði hann vingjarnlega og brosti
af mesta lítillæti
Hann gekk fram fyrir þifreið-
ina: — „Jæja, þetta er svo sveifin
og sjáið þið litla virspottann, sem
gægist út úr radiatornum? — Það
er slökkvarinn. Nú skuluð þið
taka vel eftir því sem ég sýni ykk
ur", sagði hann. — „Nú ýti ég
henni inn og sný henni, þangað til
þrýstingin er .lægileg. Þá tek ég í
þennan vír og sný hægt og gæti-
lega, til þess að sjúga gasið. Heyr
ið þið soghljóðið? En kippið ekki
of mikið i vírinn, því að þá verð-
ur gasgjöfin of mikil. — Nú
sleppi ég vírnum og sný sveifinni
eins hratt og ég get og. — Þetta
er allt, sem þið þurfið að kunna".
Áheyrendurnir stóðu hljóðir og
hugsandi. Þurfti þá virkilega
svona mikla og margflókna þekk-
ingu til þess eins að koma vélinni
af stað?
En ungi maðurinn var ekki al-
veg af baki dottinn enn.
„Nú er bezt að þið endurtakið
þetta allt“, sagði hann, „svo að
þið gleymið því ekki undir eins
aftur. Kveikjan upp — gasið
niður".
Þeir endustóku sem einn mað-
ur: —- „Kveikjan upp — gasið
niður".
„Snúið yfir á Raf“.
„Snúið yfir á Raf“.
„Snúið sveifinni".
„Snúið sveifinni".
„Hægt í hring — sleppið vírn-
um“.
„Hægt í hring — sleppið vírn-
um“.
„Snúið af öllum mætti".
„Snúið af öilum mætti".
„Kveikjan niður — gasið upp".
„Kveikjau niður — gasið upp".
„Svona, nú endurtökum við
þetta einu sinni til. Kallið þið mig
bara Joe“.
„Kallið þið mig bara Joe“.
„Nei, þetta þr.rfið þið ekki að
endurtaka. Jæja, svo hyrjum við
aftur. — Kveikjan upp — gasið
niður".
Adam fann til vaxandi þreytu,
þegar þeir endurtóku þuluna í
fjórða skiptið. Honum virtist
þetta allt svo kjánalegt. Honum
létti stórum, þegar Wilí Hamilton
kom nokkru síðar akandi heim að
húsinu í lítill', rauðri bifreið. —
Ungi maðurinn leit upp, þegar
hann heyrði bifreiðina nálgast. —
„Þessi þarna hefur sextán loka",
sagði hann með lotningu í rómn-
um. — „Smíðuð af sérfræðingi".
Will rak höfuðið út um glugg-
ann á bifreið sinni: — „Hvernig
gengur?" spurði hann.
„Aldeilis prýðilega", sagði vél-
fræðingurinn. — „Þeir eru strax
búnir að læra þetta".
SHÍItvarpiö
Föstudagur 30. ágúst: '
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
19,30 Létt lög (plötur). — 20,30
„Um víða veröld". Ævar Kvaran
le'kari flytur þáttinn. 20,55 Is-
lenzk tónlist: Lög eftir Sveinbjörn
S.einbjörnsson (plötur). — 21,20
Upplestur: Andrés Bjömsson les
kvæði eftir Jón Þorsteinsson frá
Amarvatni. 21,35 Tónleikar (pl.).
22,10 Kvöldsagan: „Ivar hlújám"
eftir Walter Scott; XXXI. (Þor-
steinn Hannesson les). 22,30 Har-
monikulög: Franco Scarica leik-
ur (plötur). 23,00 Dagsikrárlok.
Laugardagur 31. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar-
dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt-
ur barna og unglinga (Jón Páls-
son). 19,30 Samsöngur: Smára-
kvartettinn í Reykjavík syngur;
Carl Billich leikur undir (pl.).
20,(30 Tónleikar (plötur). 20,45
Upplestur: „1 Mjóagili", smásaga
eftir Rósberg G. Snædal (Karl
Guðmundsson leikari). 21,05 Tón
list frá Póllandi Pólskir listamenn
syngja og leika (plötur). 21,35
Leikrit: „Nafnlausa bréfið" eftir
Vilhelm Moberg. — Leikstjóri:
Þorsteinn ö. Stephensen. 22,10
Danslög (plötur).