Morgunblaðið - 30.08.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1957, Blaðsíða 6
0 MORCVNJtJ AÐIÐ Föstudagur 30. ágúst 1957 Sjötugur 1 dag: Páll Ólafsson fv. ræðismaður íslands í Færeyjum Brot úr sögu fjölhœfs framkvœmdamanns KYNNI mín af Páli Ólafssyni, framkvæmdastjóra, ræðismanni íslands í Færeyjum, urðu fyrst veruleg eftir að hann flutti frá Reykjavík til Kaupmannahafnar árið 1936. Áður hafði ég margoft heyrt hans getið, oftast undir nafninu „Páll Ólafsson frá Hjarðarholti", og vissi af afspurn, að hann var álitinn athafnamaður meiri en almennt gerðist, framkvæmdar- stjóri umfangsmikillar togaraút- gerðar og „Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda" í Reykjavík. Stuttar viðræður hafði eg end- ur og sinnurp átt við P. Ó. er ég var á ferð á íslandi, og einnig er hann var á ferð í Kaupmanna- höfn í verzlunarerindum, nokkiu fyrir ófriðinn, en nánari kunn- ingsskapur milli okkar varð 'pó ekki fyr en hann fluttist til Kaup mannahafnar eins og fyrr segir. Frá Kaupmannahöfn fluttist P. Ó. til Færeyja 1939, þar sem hann mikið til hefur verið bú- settur síðan. Á árunum eftir stríðið, átti ég nokkrum sinnum kost á að heimsækja hann í Þórs- höfn í Færeyjum, og verða að- njótandi hinnar miklu gestrisni á hinu höfðinglega heimili þeirra hjóna, svo og síðar eftir að hann búsetti sig í Kaupmannahöfn, að nokkru leyti. Þótt P. Ó. væri á fimmtugs- aldri er við kynntumst fyrst, og ég hérumbil hálfum öðrum ára- tug eldri, fann ég brátt að hann var maður að mínu skapi. Mér varð Ijóst að gáfurnar voru góð- 'ar, og venju fremur fjölhæfar. Manna virtist hann fróðastur, skemmtilegur og einlægur í einkatali, glaður og reifur í hóp kunningja. Ef málefni bar á góma er valdið gat ágreiningi, var skoð un hans venjulegp veitt meiri eftirtekt en flestra annarra, og fór þar ávallt saman gaumgæfi- leg athugun á kjarna málsins og skörp dómgreind. Páll er söng- elskur mjög, og raddmaður góð- ur. Hann hefur samið allmörg sönglög og skáldmæltur er hann með ágætum. Listgáfum sínum heldur hann lítt á lofti, og þekkja þær færri en skyldi. Þess betur sem við kynntumst, þess meiri varð samhyggðin. — Kunningsskapurinn varð að vin- áttu, þess sterkari sem lengra leið. Vera má, að skyldar skoð- anir í ýmsum málum, er snerta Island, og íslenzka menningu, og framþróun íslenzkra atvinnu- vega, er oft var umræðuefni, hafi ekki hvað sízt orðið tii þess að skapa samúð, og sameiginlegt vinaþel. — Hver er maðurinn? — Svo hefur oft verið spurt, þar sem ókunnan ferðamann bar að garði, og vil ég leyfa mér að halda gamalli venju, og svara þeirri spurningu með því að minnast nokkurra atriða úr ævi- og at- hafnasögu Páls Ólafssonar, sem ég hefi aflað mér eftir öruggum heimildum. Páll Ólafsson er fæddur 30. ágúst 1887 á Lundi í Borgarfirði vestra, sonur hjónanna Ingibjarg- ar Pálsdóttur, prests Mathiesen í Arnarbæli og Þingvöllum, syst- ur Jens prófasts Pálssonar í Görðum á Álftanesi, og manns hennar séra Ólafs Ólafssonar, síð- ast prófasts í Hjarðarholti í Döl- um. Séra Ólafur var sonur Ólafs Jónssonar (Johnsen) kaupmanns og útgerðarmanns í Hafnarfirði, dugnaðar- og atorkumanns hins mesta. Páll ólst upp með foreldr- um sínum í Lundi, og í Hjarðar- holti. Var svo nokkur ár búsett- ur í Búðardal, eftir að hann gift- ist 1913, og stjórnaði þar verzlun og búskap svo sem síðar verður að vikið. Um foreldra Páls skal aðeins fás eins getið: „Ingibjörg Páis- dóttir móðir hans var framúr- skarandi eiginkona og húsmóðir, gædd öllum þeim kostum, sem sanna tigna húsfreyju mega prýða“, skrifar Þórður Kristleifs- son kennari á Laugarvatni í eft- irmælum eftir hana 9. okt. 1929. „Þau hjón bjuggu 17 ár á Lundi, .og 17 ár í Hjarðarholti, og sýndi stjórn hennar, sem húsfreyja á báðum stöðunum, einkum í Hjarð arholti, þar sem búið var rausn- arbúi, og haldinn unglingaskóli með heimavist, og allt að 40 manns í heimili, hver skörungur hún var. Ingibjörg átti geysi mik- inn þátt í því að gera heimilið þann sælureit sem allir, sem nutu viðurkenna, og minnast með að- dáun og þakklæti.“ Ennfremur skrifar Þórður: „Ingibjörg var listelsk, og örfaði börn sín að iðka fagrar listir, einkum söng og hljóðfæraslátt, og sköruðu þau framúr í þeim listum." mennrar menntunar, og auk þess sérmenntunar í námsgrein hins almenna menntaskóla undir handleiðslu föður síns. En veik- indi er um fermingaraldur gerðu vart við sig urðu þó einkum or- sök þess að hann treystist ekki að ganga skólaveginn, svo sem Páll Ólafsson. irtækis. Ekki hafði hann verið þar nema tæpt ár er Dalamenn sendu honum boð, kváðust vera búnir að kjósa hann kaupfélags- stjóra fyrir Kaupfélag Hvamms- fjarðar, og báðu hann að hverfa heim. Sérstaklega fyrir tilmæli föður síns varð Páll við þessum óskum héraðsbúa sinna, sagði upp stöðu sinni hjá Thomsen, og hvarf vestur í Dali og tók við stjórn kaupfélagsins, sem þá var raunverulega í andaslitrunum. Á þessum árum mátti heita að verzlun og samgöngur væru í hinni mestu óreiðú víðast hvar á Islandi, og því örðugri og verri, sem fjær dró hinum helztu kauptúnum. P. Ó. sá því að á þessu sviði var yírið verkefni fyrir ungan framgjarnan mann, og að hér gæti hann jafnvel orðið byggðarlagi sínu að liði. Sem lítt þroskaður unglingur innan tvítugsaldurs, hafði P. Ó. tekið að sér stjórn á búi föður síns í Hjarðarholti, sem honum, að sögn óvilhallra manna fórst snilldarlega. Árið 1909 var P. Ó. — þá 21 árs gamall, svo sem áður segir, ráðinn kaupfélagsstjóri fyrir Kaupfélag Hvammsfjarðar, og sama ár stofnaði hann ásamt nokkrum bændum í Dalasýslu, Sláturfélag Dalamanna, og var formaður þess og framkvæmda- stjóri. Ekki leið ó löngu að kaup- ■ V v.vmreraww.'.w ■-'XVWC*' %vwv.;.%v Utgerðarstöðin í Viðey á framkvæmdastjóraár uni Páls Ólafssonar. Stöðin er nú horfin með öllu. Um föður Páls, séra Ólaf, skrif- ar sami höf. meðal annars: „Eftir 17 ára prestskap og myndar búskap á Lundi í Lund- arreykjardal, flutti séra Ólafur að Hjarðarholti í Dölum — hinu fornfræga höfuðbóli, sem hann bætti á marga lund. Séra Ólaf- ur lét byggja heimavistarskóla á staðnum fyrir 20—25 nemend- ur, var sjálfur skólastjóri og að- alkennari hans. Séra Ólafur var eljumaður með afbrigðum, sístarf andi, fjölhæfur og vakandi, fjöi- gáfaður maður og hugkvæmur.'1 Um burtför séra Ólafs frá Lundi, að Hjarðarholti, skrifar Guðbrandur Isberg sýslumaður: „Orðstír séra Ólafs sem kenni- manns og athafna búhölds, hafði borizt á undan honum, og séra Ólafur brást ekki vonum manns. Hann fluttist að Hjarðarholti með konu sinni og glæsilegum hóp stálpaðra barna, og á fáum árum varð Hjarðarholtsheimilið slík fyrirmynd, bæði innra og ytra, að þess mun ætíð minnst af þeim sem þekktu, sem hins glæsi legasta sveitaheimilis að um- gengnisprýði, höfðingsskap og rausn.“ Guðbrandur Isberg, sem var lærisveinn séra Ólafs í unglinga- skólanum í Hjarðarholti, skrifar ennfremur: „Eg minnist með þakklæti og virðingu, margra síð- ari kennara minna í Menntaskól- anum og Háskólanum, en ég hefi engan kennara þekkt sem lagði sig í líma fyrir nemendur sina eins og séra Ólafur gerði. Hann var fæddifr kennari. Honum á ég einna mest að þakka allra manna mér óskyldra, er ég hefi mætt á lífsleiðinni." Þannig geta nákunnir mikils metnir menn foreldra Páls Ólafs- sonar, og fyrirmyndar heimilis þeirra, og skal því ekki frekara farið út í þá sálma. Séra Ólafur andaðist í Reykjavík 13. marz 1935. Páll var elztur fimm systkina ér upp komust, þau voru Jón læknir Foss, er andaðist í Amer- íku á unga aldri. Þá Kristín er einnig lærði læknisfræði, gift Vilmundi Jónssyni landlækni. Guðrún, gift séra Birni Stefáns- syni á Auðkúlu, nú löngu látin, svo og Ásta, gift Ólafi Bjarnasyni óðalsbónda í Brautarholti á Kjal- arnesi. I föðurhúsum naut Páll al- systkini hans tvö gerðu, enda hneigðist hugur hans að ýmsum verklegum framkvæmdum, er vöktu athygli hans og starfsþrá. Árið 1908 réðist hann bókhaldari til H. Th. A. Thomsens magasin í Reykjavík, sem þá var lang- stærsta verzlun landsins. Vildi hann með því samtímis kynna sér rekstur og fyrirkomulag stórfyr- félagið stækkaði verksvið sitt. Fyrir utan söludeild í Búðardal var önnur deild sett á stofn í Skarfstaðarnesi norðan Hvamms fjarðar. Svo voru og stofnaðar pöntunardeildir í hverjum hreppi sýslunnar. Deildir mynduðust einnig í Snæfellsnessýslu og Strandasýslu. Vöruumsetning fé- lagsins óx þá, á tveim árum frá ikringum 10 þúsund krónum, upp í 250 þúsund í inn- og útfluttum vörum. Stóð hagur félagsins þá með miklum blóma. Árið 1911 sagði P. Ó. upp stöðu sinni við kaupfélagið, og var ó- fáanlegur til að starfa lengur fyrir félagið, mun þar mestu hafa ráðið mjög slæmur húsakost ur félagsins, erfið aðstaða, feikna störf, en lítil laun. Byrjaði P. Ó. verzlun í Búðardal fyrir eigin reikning, og tók tveim árum síð- ar í félag við sig Boga kaupmann Sigurðsson, og ráku þeir verzl- unina undir nafninu „P. Ólafsson & Sigurðsson.“ Árið 1910 keypti P. Ó. jörðina Hrappstaði í Laxárdalshreppi, og rak þar búskap með ráðsmanni. samhliða verzluninni til 1918. Jörðina ræktaði hann, sléttaði túnið og byggði öll útihús. Jörð- ina seldi hann svo nokkru eftir burtför sína úr héraðinu. í heimsstyrjöldinni fyrri lokuðust leiðir til að fá vörur til verzl- unarinnar, og landsverzlun var sett á stofn með allar nauðsynja- vörur. Varð það þá að samning- um að þeir félagar seldu verzl- un og vörubirgðir til Kaupfélags- ins. Haustið 1916 fluttist P. Ó. svo til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Næstu árin rak hann verzl- un í Reykjavík, keypti Lauga- land við Reykjavík og stundaði þar samtímis búskap. Einnig keypti hann Undraland og Aust- urhlíð, og var nú þegar orðinn eigandi að stórum landspildum í Reykjavík og nágrenni. Fyrstu afskipti P. Ó. af út- gerð voru þau, að hann árið 1919 keypti ásamt nokkrum öðr- um mönnum mótorskip er gert var út til síldveiða þá um sum- arið. Afli varð lítill, og síldin næstum verðlaus, svo stórtjón varð á útgerðinni. Næsta ár tók hann þátt í stofnun togarafélags- ins „Kára“, og var ráðinn út- gerðarstjóri þess. Félagið keypti togarann „Austra“ og lét byggja togarann „Kára Sölmundarson" Um sömu mundir seldi P. Ó. verzlun sína og starfaði nú ein- göngu að rekstri togaraútgerðar- innar. Arið 1924 keypti hann útgerð- Framh. á bls. 10 sfcrifar úr daglega lífínu Birting nafna A' HORFANDI skrifar: „Fyrir nokkru las ég kulda- lega grein í einu dagblaðanna hér í borg eftir þingeyskan bónda, sem telur sig hafa orðið óþægilega fyrir barðinu á strokufanga úr hegningarhúsinu. Hefur hann fullkominn rétt til að láta það í ljós, jafnvel í opin- beru blaði. En það er áskorun hans til blaðanna um að birta nöfn þeirra manna, sem gera sér og öðrum óleik með röngu fram- ferði, sem varð orsök þess, að ég skrifa þessar línur. Það er fullvíst, að þeir einir, sem reynt hafa, þekkja þjáning- una og sorgina, sem þeir verða að bera, er eiga nána aðstand- endur í hópi þeirra, sem gerzt hafa brotlegir við lögin, þótt þeim sé ekki íþyngt með því að birta nafn viðkomanda — „af- brotamannsins" — eins og bónd- inn kemst að orði. Ég vil J)vi skora á blöðin að birta ekki eitt einasta nafn. Fyrir framan mig á borðinu liggur blað með rækilegri aug- lýsingu um 17 ára gamlan pilt. Honum tókst að brjótast út, og leitaði hann þá heim til átthag- anna. Ekki er ég að mæla bót slæmu framferði og yfirsjónum þeirra, sem orðið hafa undir í lífinu, en mér verður alltaf á að hugsa sem svo: Hver er nú or- sökin hér — getur hún ekki verið áhrif frá þjóðfélaginu sjálfu? — Hvers vegna flóir áfengið yfir þetta land í svo stríðum straum- um, að menn falla í straumþung- anum og hafna svo af þeim or- sökum í fangelsinu? Að birta nöfnin er einnig mjög athugavert vegna unglinganna sjálfra, sem gerast e.t.v. brbtlegir í fyrsta skipti. Ungmenni eitt, er þannig var ástatt um og sá nafn sitt birt í blöðum, taldi í viðtali, að líf sitt væri eftir það alger- lega vonlaust og tilgangslaust. „Ég er stimplaður“, sagði hann. Hin rétta og eina lækning hef- ur verið, er og mun verða kær- leikurinn. Hann er æðsti máttur- inn til hjálpræðis og sannrar hamingju". Rök með og móti VELVAKANDA er ljóst, að op- inber birting nafna getur valdið þjáningum — þjáningum, sem e.t.v. hafa víðtækar og ó- heillavænlegar afleiðingar. Aðal- röksemdin fyrir því, að yfirleitt eigi að ræða um afbrotamál í blöðunum, er sú, að athafnir lög- reglu og dómstóla varða allan almenning. Þessir aðilar hafa mikilvægum störfum að gegna í þjóðfélaginu, og þjóðin þarf að vita, hverju þeir vinna að. Þá skilur hún störf þeirra og hlut- verk, stendur vörð um sjálfstæði þeirra og virðingu og hefur jafn- framt auga með því, að þeir vinni af samvizkusemi. Það virð- ist yfirleitt vera nægilegt til að ná þessum tilgangi að segja frétt- ir af brotum án þess að nefna nöfn, þó að hitt sé staðreynd, að almenningur telur sig eiga að fá nákvæmar fréttir að meiri háttar málum, þ.á.m. nöfn, og telur far- ið á bak við sig, ef svo er ekki. Slíkt almenningsálit kann að vera óæskilegt, og vinna má að því að breyta því, en taka verður visst tililt til þess, meðan það er við lýði. Þá er afbrotafréttum ætlað að sýna ástandið í þjóðfélaginu og vekja menn til umhugsunar og úrbóta, og virðist það geta verið, þó að nöfn vanti. En hér kemur fleira til: Þekking á brotum og afleiðingum þeirra — þ.á.m. þeim, að frá brotinu verði sagt °g nöfn birt — getur varnað því, að fólk drýgi brotin. Frásagnir geta hjálpað til, að brotamenn finnist, og loks ætlast almennings álitið stundum til þess, að ná- kvæmar opinberar frásagnir birt- ist í refsingarskyni. Opinberar refsingar tíðkast nú vart í menn- ingarríkjum, og íslendingar eru ekki refsiglaðir, en þó er vafa- laust, að þessi hugsun á sér ræt- ur í réttarvitund almennings, og það hefur sína þýðingu. Síðustu atriðin hafa verið þung á metunum í sambandi við þau 2 mál, sem áhorfandi nefnir í bréfi sínu. Er t.d. vandséð, að komizt verði hjá því að lýsa eftir strokumanni með nafni. Velvakandi getur því ekki — því miður — verið á sama máii og bréfritarinn, sem telur, að aldrei eigi að birta nöfn. Mál geta verið svo veigamikil eða svo sérstæð að eðli, að það sé rétt. Reglur þær, sem nú er farið eftir í samráði við dómstólana, eru þær, að nöfn eru ekki nefnd, ef brotamenn eru ungir eða þeir fremja brot í fyrsta sinn. Sé um ítrekað og alvarlegt brot fullorð- inna manna að ræða, er hins veg- ar oftast sagt frá nöfnum. E.t.v. ættu reglurnar um þetta að vera skýrari og þeim betur fylgt, en hitt er fullvíst, að íslenzk blöð fara hér yfirleitt mjög mildilega í sakirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.