Morgunblaðið - 30.08.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. ágúst 1957
MORGU1SBTAÐ1Ð
3
FAO boðar til alþjóðaráðstefnu.
um fjárhagsgrundvöll útvegsins
Samtal við F. E. Popper, yfirmann hagfræði-
skrifstofu fiskveiðideildar FAO.
MATVÆLASTOFNUN Samein-
uðu þjóðanna eða FAO eins og
hún er kölluð á alþjóðamáli er
nú að undirbúa merkilega ráð-
stefnu sem á að fjalla um fjár-
hagsmálefni sjávarútvegsins. Er
búizt við að ráðstefna þessi verði
haldin haustið 1958 í Lundúnum
og að allar fiskveiðiþjóðir við
norðanvert Atlantshaf eigi sína
fulltrúa þar.
Að undanförnu hefur dvalizt
hér á landi. F. E. Popper sem er
yfirmaður hagfræðiskrifstofunn-
ar í fiskdeild FAO og hefur hann
rætt við Davíð Ólafsson fiski-
málastjóra og aðra íslenzka kunn
áttumenn á sviði_ sjávarútvegs-
ins um þátttöku íslands í fyrr-
nefndri ráðstefnu. En þess er
óskað að fulltrúar frá hinum
ýmsu ríkjum birti skýrslur og
flytji fyrirlestra um fjárhags
grundvöll sjávarútvegsins í við
komandi landi.
Mr. Popper er Kanadamaður.
Hann hefur í fjögur ár verið yfir
maður hagfræðiskrifstofu FAO,
en áður var hann starfsmaður í
hagdeild kanadíska fiskimála-
ráðuneytisins. Fréttamaður Mbl.
kom sem snöggvast að máli við
hann og innti hann eftir tilgang-
inum með hinni fyrirhuguðu ráð-
stefnu í Lundúnum. Hann komst
þá svo að orði:
NAUÐSYN UPPLÝSINGA
Meðal allra fiskveiðiþjóða er
vaxandi skilningur á því hver
nauðsyn sé að fá sem nákvæm-
astar skýrslur um fjárhagsgrund
völl og hagnýti hinna ýmsu
greina fiskveiðanna. Það er al-
kunnugt að eftirtekjan er mjög
mismunandi eftir því hvar fisk-
veiðar eru stundaðar, með hvaðs.
veiðarfærum, eftir tegund fisks
og eftir verkunaraðferðum.
Á síðustu árum hefur einnig
verið að kreppa að sjávarútveg-
inum. Hann ræður ekki sjálfur
yfir verði aflans, heldur ákvarð-
ast það á hinum frjálsa marka'ði
í samkeppni við önnur matvæli.
En allur tilkostnaður hefur stöð-
ugt verið að aukast.
ísland varð meðal fyrstu land-
anna að semja skýrslur um fjár-
hagsgrundvöll sjávarútvegsins.
Síðan hafa fleiri lönd skilið nauð
syn þess svo sem önnur Norður-
lönd, Bretland og Kanada. Það
er heldur ekki hægt að una við
það lengur að rennt sé mikið til
blint í sjóinn varðandi svo mikil-
væga atvinnugrein.
SÍFELLT VAXANDI
KOSTNAÐUR
— Hvaða þættir kostnaðarins
hafa einkum aukizt?
— Það eru flestir þættir. Nú
eru fiskiskipin stærri og dýrari.
Margs konar tæki hafa aukið
kostnaðinn og svo ber að geta
þess að vinnulaunin hafa hækkað
verulega í flestum löndum. Sjáv-
arútvegurinn hefur ekki verið
samkeppnisfær við ýmiss konar
iðnað um greiðslu vinnulauna. Og
nú þegar iðnaðarfyrirtæki hafa
risið upp nálægt fiskveiðiborg-
unum fara kröfur sjómanna um
hækkuð vinnulaun vaxandi. Allt
þetta stuðlar mjög að því að far-
ið sé að hyggja að fjárhagsgrund
velli sjávarútvegsins.
STUÐNINGUR
RÍKISVALDSINS
— Er þá ekki víða farið að
tíðkast að ríkisvaldið styrki
sjávarútveginn?
— Það er ekki orðið óalgengt
að ríkisvaldið reyni með ýmsum
hætti að styrkja sjávarútveginn,
svo sem með lánaívilnunum, trygg
ingum og niðurgreiðslum. Þegar
svo er, þá er ekki nema eðlilegt
að ríkisvaldið vilji fá óyggjandi
skýrslur um hagnýti hinna ýmsu
greina útvegsins. M.a. til þess að
sjá, hvaða fiskveiðar gefa beztan
arð og eru þess verðar að fá
styrk.
Félög sjómanna vilja einnig fá
sínar skýrslur um hvernig er var
ið fjárhag útvegsins. Svo að úr
öllum áttum er kallað á skýrslur,
sem sannastar og nákvæmastar
um afkomu þessa atvinnuvegar.
BETUR SJÁ AUGU
EN AUGA
— En hvaða þýðingu teljið þér
að alþjóðasamstarf í þessum mál-
um hafi svo sem hin fyrirhugaða
ráðstefna í Lundúnum?
— Við v’onum að hún gæti kom
ið að góðu gagni. í öllum fisk-
veiðilöndum er verið að glíma
við þennan sama vanda. Og það
er gamalt máltæki, að betur sjá
augu með auga. Á ráðstefnunni
geta komið til umræðu allar að
ferðir til sparnaðar og aukinnar
hagkvæmdar.
Þar má t.d. gera ráð fyrir að
menn frá ýmsum löndum hug-
leiði, hvaða stærð fiskiskipa sé
hagkvæmust, hvaða dreifingarað-
ferðir gefi bezta raun. Þar verð-
ur rætt um hlutaskipti, hámarks-
og lágmarksverð, tollverndun og
ótalmargt fleira.
STARFSEMI FAO
Fréttamaður Mbl. bað Mr.
Popper að greina nokkuð frá
annarri starfsemi FAO á sviði
fiskveiða.
— Fiskveiðideildin er aðeins
einn af mörgum þáttum í starf-
semi matvælastofnunarinnar.
Hún skiptist aftur niður í þrjá
þætti. 1) Líffræðideild, 2) Tækni
deild og 3) Hagfræðideild.
Lífrfræðideildin hugar að lifn-
aðarháttum fiskanna og fiskstofn
inum, fylgist með sveiflum í fisk
magninum í sjónum, bæði eðli-
legum breytingum og þeim sem
verða vegna ofveiði og fleiri or-
saka af manna völdum. Það er
m.a. eitt hélzta verkefni þess-
arar deildar að fá yfirlit yfir
fiskmagn í öllum höfum og reyna
að stuðla að því að vanyrkt lönd
taki að nýta fiskinn sem er við
strendur þeirra.
Tæknideildin skiptist í þrjá
hluta. Einn hefur með höndum
skipasmíðar, annar veiðarfæri
og sá þriðji verkun aflans. Á
þessum sviðum hefur FAO unnið
víðtækt og merkilegt starf með
því að miðla reynslu og þekk-
ingu meðal fiskveiðiþjóðanna.
Meðal annars má geta þess að
í sambandi við skipasmíðar hefur
FAO stuðlað að samstarfi sér-
fróðra manna um smíði ranri-
sóknarskipa.
Veiðarfæradeildinni. stjórnar
íslendingur, Hilmar Kristjóns-
son og er hún að skipuleggja ráð
stefnu, sem halda á í Hamborg
í október n.k., þar sem sérfræð-
ingar frá flestum fiskveiðiþióð-
um heims ræða um flestar teg-
undir veiðarfæra. Hefur þessi
fyrirhugaða ráðstefna vakið al-
heimsathygli og verður þátttaka
mjög mikil í henni. f þessu sam-
bandi vildi ég geta þess, að marg
ir íslendingar hafa starfað á veg
um FAO. Hafa þeir veitt tækni-
legar leiðbeiningar í fiskveiðum
m.a. í Tyrklandi, Indlandi og
Ceylon og hefur framlag íslands
til starfsemi FAO að þessu leyti
verið hlutfallslega meira en fram
lag nokkurs annars lands. •
Að lokum kemur sú deild, sem
ég veiti forstöðu, það er hag
fræðideildin. Hún safnar fisk
veiðiskýrslum frá öllum fisk
veiðiþjóðum og gefur þær út ár
lega. Þetta hefur aldrei vcrið
gert fyrr og var við marga örðug
leika að stríða. Nú tekst okkur
að koma fiskiskýrslum út 10
mánuðum eftir að skýrsluári lýk
ur. Samtímis þessu er enn verið
að vinna að samræmingu í fiski-
skýrslum hinna ýmsu þjóða, svo
sem að stuðla að því að teknar
séu upp samræmdar þyngdarein-
ingar. En skýrslusöfnun þessi
verður að teljast mjög mikilvæg,
Hún er undirstaða þess að hægt
sé að taka vandamál sjávarút-
vegsins ákveðnum tökum á al-
þjóðavettvangi.
STAKSTEINAR
Þekkfur vísindamaður kynnir
sér hér búfé og búfjárrækf
Veitir leiðbeiningar og heldur fyrirlestra
í DAG kemur hingað til lands
hinn heimsfrægi lífeðlisfræðing-
ur dr. John Hammond á vegum
Búnaðarfélags íslands og með til-
styrk ICA-deildar bandaríska
sendiráðsins hér.
Hann hlaut menntun sína við
Cambridgeháskóla og lauk þar
meistaraprófi árið 1912, 23 ára
að aldri, en stundaði þar fram-
haldsnám við vísindarannsóknir
næstu tvö árin. Eftir að hafa
gegnt herþjónustu frá 1914—
1918, réðist hann sem lífeðlis-
fræðingur að fóðurfræðideild
Cambridgeháskólá og vann þar
jafnhliða að kennslu við háskól-
ann og vísindarannsóknum. —
Hann lét af því embætti lyrir
aldurssakir árið 1954.
Frá 1946—1954 var dr. Ham-
mond einnig yfirmaður stofnunar
þeirrar i Cambridge, er vinnur
að rannsóknum á æxlun búfjár
á vegum Tilraunaráðs landbún-
aðarins. Frá 1954 hefur dr. Ham-
mond verið ráðgjafi brezka land-
búnaðarráðuneytisins.
Jafnframt kennslu við háskól-
ann hóf dr. Hammond þegar a
unga aldri sjálfstæðar vísinda-
legar rannsóknir, einkum á sviði
æxlunar- og vaxtalífeðlisfræði
búfjár, en þekking á þeim fræði-
greinum var þá mjög takmörkuð,
einkum þeirri síðarnefndu. Dr.
Hammond, sem er með afbrigð-
um hugkvæmur og afkastamikill
vísindamaður, lagði ótrauður út
á nýjar brautir í rannsóknum
sínum og lét sér aldrei vaxa í
augum erfiði.
Á skömmum tíma varð dr.
Hammond heimsfrægur fyrir hin
merku og margþættu vísindaaf-
rek sín.
Lagði hann grundvöllinn að
vaxtarlífeðlisfræðinni, er hann
sýndi fram á, að hin einstöku líf-
færi, líkamshlutar og líkamsvefir
vaxa með mismunandi hraða og
í ákveðinni röð á hinum ýmsu
stigum vaxtarskeiðsins og að
bráðþroska líkamshlutar eða vef-
ir hafa ætíð forgangsrétt að
þeirri næringu, sem til umráða
er hverju sinni, þannig að sein-
þroska líkamshlutar verða ætíð
harðast úti er skepnan býr við
vaneldi.
Með rannsóknum sínum skil-
greindi dr. Hammond fyrstur
manna m. a. hinn lífeðlisfræði-
lega mun frumstæðra og rækt-
aðra búfjárkynja og í hverju
væri fólginn munur á bráð-
þroska og seinþroska búfjár-
kynjum með tilliti til kjötfram-
leiðslu.
Frægð dr. Hammonds varð til
þess að búfjárkandídatar úr öll-
um heimsálfum flykktust til
Cambridgeháskóla til framhalds-
náms undir handleiðslu hans.
Dr. Hammond ásamt lærisvein
um sínum markaði sérstaka
stefnu í vísindarannsóknum, sem
er við hann kennd og kölluð
Hammondsskólinn.
Vísindastörf dr. Hammonds
hafa einkum einkennzt af því, að
hann hefur unnið að lausn vanda
mála, sem hafa brýnt hagnýtt
gildi fyrir búfjárræktina, og hef-
ur hann látið sér mjög annt um
að koma niðurstöðum slikra
rannsókna til bænda hvarvetna
í heiminum.
Dr. Hammond er orðinn kunn-
ugur búfjárrækt fjölda þjóða í
öllum heimsálfum. Hann heíur
verið boðinn heim til margra
landa til að kynna sér búfjár-
rækt þeirra og til leiðbeininga á
því sviði. Jafnframt hefur hann
setið fjölmargar alþjóðaráðstefn-
ur um búfjárræktarmál og verið
forseti sumra þeirra.
Dr. Hammond hefur meðal
annars heimsótt Ástralíu, Nýja-
Sjáland, Sovét-Rússland, Banda-
ríkin, Suður-Afríku, Indland auk
flestra ríkja í Vestur-Evrópu.
Á ferðalögum sínum og al-
þjóðafundum hefur hann flutt
fjölda fyrirlestra ýmist um há-
vísindaleg efni eða túlkað niður-
stöður sínar á alþýðlegu máli,
svo að bændum kæmi að sem
mestu gagni.
Dr. Hammond hefur ritað ara-
grúa af vísindaritgerðum um
John Hammond
rannsóknir sínar og einnig fjölda
greina um búfjárrækt í búfræði-
tímarit. Ennfremur hefur hann
skrifað bækur um umfangsmestu
rannsóknir sínar, og má þar
nefna bók um æxlun nautgripa
(Reproductions in the Cow),
aðra um kjötgæði sauðfjár
(Mutton Qualities in the Sheep),
sem er risaverk, og kennslubók í
búfjárrækt (Farm Animals). Þá
hefur hann séð um útgáfu á og
verið ritstjóri að miklu riti um
nýjungar í lífeðlisfræði búfjár
(Progress in the Physiology of
Farm Animals), sem nýlega hef-
ur komið út.
Dr. Hammond er félagi í kon-
unglega enska vísindafélaginu og
hefur hlotið doktorsnafnbót við
háskólana í Iowa, Vín og Lou-
vain. Þá var hann um skeið for-
maður félaganna The Nutrition
Society og The British Society
of Animal Production.
Hér mun dr. Hammond kynna
sér íslenzkt búfé og aðstæður til
búfjárræktar, stefnu Búnaðar-
félags íslands í búfjárrækt og
tilraunir á sviði búfjárræktar. —
★
Prófessor J. Hammond flytur
eftirtalda fyrirlestra í 1. kennslu
stofu Háskólans, á vegum Bún-
aðarfélags fslands:
Laugardaginn 31. ágúst, kl. 2
e. h.: Frjósemi nautgripa og sauð
fjár.
Sunnudaginn 1. september kl.
2 e. h. Lífeðlisfræði mjólkur-
myndunar.
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrunum.
(Frá Búnaðarfélagi fslands)
,,Bi*jóstmynd á stalli“.
Mjög er Bjarni Beneðiktsson
ofarlega í huga stjórnarliða. —
Þeim nægir ekki að helga honum
mest allt efni flestra blaða sinna,
heldur fara þeir í eins konar píla-
grímsgöngur um landið þangað
sem hann hefur staldrað við. —
Þessi umhyggja þeirra kemur
glögglega fram í síðasta sunnu-
dagsblaði Tímans, 25. ágúst. Þar
stendur:
„Ferðamenn, sem koma í
grennd við Húsafellsskóg á þessu
sumri spyrja kunnuga, hvar það
hafi verið, sem Bjarni Benedikts-
son flutti ræðuna í fyrra------.
Þá var ríkisstjórnin eins dags
gömul í starfinu-------færi vel
á að reisa þarna brjóstmynd á
stalli af ræðumanninum og lelra
á hann fyrirheitið, sem hann gaf
í ræðunni: „Við komum bráðum
aftur“--------
Vilja þeir einnig prenta
upp?
Af þessu tilefni er rétt að birta
hér að nýju það ágrip af ræðu
Bjarna Benediktssonar í Húsa-
fellsskógi, sem Morgunblaðið
birti í fyrra, hinn 24. júlí, 2 dög-
um eftir Varðarferðina:
„Kvað hann þess engin dæmi
á íslandi að nokkur stjórn hefði
farið jafn ógiftusamlega á stað
eins og sú, sem nú væri
að taka við. Fyrst og
fremst styddist hún við þing-
fylgi, er fengið væri með brögð-
um og í öðru lagi hefði það ver-
ið Hræðslubandalagsins fyrsta
verk að svíkja kosningaloforð
sín. Seinustu hróp þess til kjós-
enda fyrir kosningarnar hefði
verið þau, að aldrei skyldi það
ganga til samstarfs við kommún-
ista. Mánuði seinna væri sam-
starfið hafið, og með því hefði
kjósendum verið sýnd meiri lítils
virðing, en nokkur dæmi \a-ru
til. — Þessir nýju menn hótuðu
því nú aftur á móti, að ofsækja
Sjálfstæðismenn á alla lund. Nú
mundu þeir, til þess að vera inn-
ræti sínu trúir, koma á alls kon-
ar höftum og skerða frelsi ein-
staklinganna. En ef þeir hygðust
koma Sjálfstæðisflokknum á kné
með því, þá skjöplaðsst þeim
hraparlega. Þeir ættu ekki flokkn
um einum að mæta, heldur helm-
ing þjóðarinnar, og það afl gætu
þeir ekki brotið á bak aftur. —
Hann kvað þetta ferðalag Varðar-
félagsins vera táknrænt fyrir
komandi tíma. Förin hefði verið
hafin í dimmviðri og ískyggi-
legu útliti, en eftir stutta stund
Ijómandi sól um land og sæ“.
Allt, sem þarna er eftir baft,
er óhaggað í dag.
Erfiðleikar búnir til
Hið sama á við það, sem Bjarni
Benediktsson sagði í annarri ræðu
tveimur dögum síðar:
„Bjarni Benediktsson kvað þá
erfiðleika sem nú væri við að
etja, alla tilbúna af þeim mönn-
um, sem nú væru að taka við
stjórn landsins. Ætti þetta jafnt
við um utanríkismál sem efna-
hagsmál. í þeim málum væru
flest vandkvæði sköpuð af komm
únistum og aftaníossum þeirra í
Alþýðuflokknum.
Annars væri það mála sannast,
að þessi rikisstjórn settist í blóm-
legra bú en nokkur önnur ríkis-
stjórn í þessu landi. — íslenzka
þjóðin byggi aldrei við meiri vel-
sæld en nú, og atvinnulífið hefði
aldrei staðið á styrkari stoðum
né meiri möguleikar verið ttl efl-
ingar því um langa framtíð".
Eru stjórnarliðar jafnfúsir til
að prenta um sín fyrri ummæli
og Sjálfstæðismenn?