Morgunblaðið - 30.08.1957, Blaðsíða 16
2-24-8«
194. tbl. — Föstudagur 30- ágiíst 1957.
2-24-80
í setustofu frú Fisher. Leikendur taldir frá vinstri: Róbert, Herdís, Kristbjörg og Arndís.
Frumsýning hjá Leikhúsi
Heimdallar í kvöld
Leikstjóri er Indriði Waage
í KVÖLD kl. 8,30 frumsýnir
Leikhús Heimdallar í Sjálfstæð-
ishúsinu, gamanleikinn „Sápu-
kúlur“ eftir George Kelly. Er þá
að nýju tekinn upp sá háttur í
skemmtanalífi Reykjavíkur, sem
Heimdallur hóf fyrir tveimur ár-
um. Eins og áður, er þessi gam-
anleikur einþáttungur og tekur
sýning hans tæpan klukkutíma.
Síðan leikur hljómsveit Sjálf-
stæðishússins fyrir dansi til kl.
hins aumkunarverða Audry
Piper.
11,30 og verða þá jafnframt seld-
ar veitingar. Aðgöngumiðar að
frumsýningunni verða seldir frá
Á EVRÓPUMEISTARAMÓTINU
í Bridge gerðust þau miklu tíð-
indi í 15. umferð, að ítalir, sém
unnið hafa hvert einasta spil
fram til þessa töpuðu nú fyrir
Austurríki með 39 gegn 53.
ítalir eru þó enn efstir með 26
stig, næst koma Bretland og
Austurríki hvort með 23 stig.
í 15. umferð vann Finnland
ísland með 73:41, Svíþjóð vann
Libanon með 54:41. Jafntefli varð
milli Danmerkur og Sviss 54:58.
í 13. umferð urðu úrslit þessi:
kl. 9 til 5 í Sjálfstæðishúsinu
uppi, sími 17100.
Höfundur gamanleiksins,
George Kelly, er lítt þekktur
hér á landi, en frægur í heima-
landi sínu og fékk fyrir leikrit
sitt „Graig’s Wife“ hin eftirsóttu
Pulitzer-verðlaun. Kelly er raun
sær í skáldskap sínum en hefir
þó alltaf rúm fyrir gamansemi
þar sem hún á við. Leikurinn
hefur verið sýndur víða og jafn-
an við hinar beztu undirtektir.
Leikstjóri gamanleiksins „Sápu
kúlur“, er Indriði Waage, en
hann er að góðu kunnur fyrir
leikstjórn sína á mörgum beztu
leikritum, sem hér hafa sézt, og
nægir að nefna Topaz og Sölu-
maður deyr.
Leikendur eru fjórir, af þeim
eru þrír meðal fremstu leikara
Þjóðleikhússins, þau Róbert
Arnfinnsson, Herdís Þorvalds-
dóttir og Arndís Björnsdóttir.
Einnig leikur ung og glæsileg
stúlka, Kristbjörg Kjeld, en hún
er talin mjög vaxandi leikkona.
Leiktjöld hefir Magnús Pálsson
teiknað af sinni alkunnu smekk-
vísi.
Kirkjuhljómleikar i
Stykkishólmi
STYKKISHÓLMI, 29. ágúst. —
Páll Kr. Pálsson organleikari í
Hafnarfirði kom til Stykkishólms
í dag og hélt orgeltónleika í kirkj
unni kl. 9. Á hljómleikaskrá voru
7 verk eftir kunna erlenda höf-
unda, m.a. Hándel, Bach og Schu-
bert. Var hljómleikunum mjög
vel tekið.
Noregur vann írland 65:26, Finn-
land Svíþjóð 65:58, Danmörk
Pólland 61:50, Spánn ísland 61:51,
Ítalía Sviss 81:29, Frakkland
Belgía 69:46, Austurríki Þýzka-
land 76:43 og England vann
Holland 89:50.
í 14. umferð urðu úrslit þessi:
England vann Þýzkaland 36:31,
Austurríki Belgía 66:59, Ítalía
Frakkland 44:29, Sviss Spánn
53:46, Danmörk — ísland jafn-
tefli 64:60, Pólland Finnland jafn
tefli 59:57, írland Svíþjóð 62:24,
Noregur Libanon 57:48.
Bmn stórslasnst
í biireiðoórekstri
SJÚKRABÍL var ekið með ofsa-
hraða út úr bænum um kl. 6,30.
Slys hafði orðið á gatnamótum
Sogavegs og Tunguvegar. Þegar
sjúkraliðsmenn komu á vettvang
var þar 3 ára drengur sem mikið
hafði slazast. Hafði hann orðið
fyrir bíl og við borð lá að annár
fótur litla drengsins hefði kubb-
ast sundur. — F'ótleggurinn sjálf
ur var brotinn, opið brot. Litli
drengurinn heitir Ólafur Sig-
mundsson, Sogavegi 202. Var
hann þegar fluttur í slysavarð-
stofuna og þar var drengurinn
enn í gærkvöldi, enda var áverk-
inn á fæti hans mjög mikill.
Rannsóknarlögreglan hafði
ekki fengið boð um slys þetta frá
götulögreglunni og var rannsókn
slyssins því ekki hafin er þetta
var skrifað.
Ætla að færa
kirkjum á Suður-
nesjum gjafir
FÉLAG Suðurnesjamanna hefir
ákveðið að efna til íerðar fyrir
félagsfólk suður í Innri-Njarðvík
og Keflavík n.k. sunnudag til að
hlýða messu í kirkjunum og af-
henda þeim gjafir. Lagt verður af
stað frá B.S.Í. kl. 1 e.h. á sunnu-
dag. Þátttaka tilkynnist í síma
1-31-44 í kvöld kl. 6—8.
Varð fyrir bíl og
handleggsbrotnaði
HAFNARFIRÐI. — í gærdag
varð það slys á gatnamótum
Reykjavíkurvegar og Tunguveg-
ar, að 9 ára gamall drengur,
Guðni Ragnar (sonur Eyjólfs
Guðmundssonar kennara, Tungu
vegi 2), varð fyrir bíl og hand-
leggsbrotnaði og skrámaðist auk
þess nokkuð í andliti.
Þannig háttar til á umræddum
stað, að verið er að vinna þar
með stóran krana, sem notaður
er til þess að tengja nýju vatns-
veituna við hina gömlu, og voru
nokkrir krakkar að leika sér þar.
Tók Guðni sig allt í einu út úr
hópnum og hljóp fram fyrir kran
ann og út á götuna, en í sama
mund bar þar að sendiferðabíl,
sem var á leið inn úr. Skipti það
engum togum, að drengurinn
lenti á hurð bílsins með þeim af-
leiðingum, er að ofan greinir.
Mun bíllinn hafa verið á hægri
ferð. — Var Guðni fluttur í Slysa
varðstofuna í Rvík, þar sem gert
var að sárum hans. — G.E.
Austurríki vann Italíu
Samf er ftalía enn hæsf á Bridge-móiinu
Alvarlegur vatns-
skortur í Reykjavík
Bilunin ófundin seint í gærkvóldi
STÓRHLUTI af Reykjavík varð
vatnslaus laust eftir klukkan 1
í gærdag. Kom brátt í ljós að hér
var um að ræða alvarlega bilun,
því meðal stofnanna, sem ekkert
kalt vatn höfðu í gær var Heilsu-
verndarstöðin, sjúkrarúmadeild
stöðvarinnar, þar sem eru 65
sjúklingar og Mjólkursamsalan.
— í allan gærdag unnu starfs-
menn Vatnsveitunnar að því að
finna þessa bilun. Seint í gær-
kvöldi höfðu ekki borizt fréttir
að því að hún væri fundin.
Klukkan rúmlega 1 byrjuðu
símar Vatnsveitunnar að hringja
og fólk í gamla hluta bæjarins
spurði: Hvað er að vatninu?
Þegar starfsmenn Vatnsveit-
unnar komu í vatnsgeymana á
Rauðarárholti kom í ljós, að þar
var ekkert vatn. Hófst leitin þá
þegar. Síðdegis höfðu starfsmenn
irnir fullvissað sig um að ekkert
var að aðalæðinni frá Gvendar-
brunni að geymunum. Það kom
brátt í ljós að svæði það sem
vatnslaust var norðan hinna
þriggja hæða: Rauðárholts, Skóla
vörðuholts og Langholtshæðar-
innar. Á þessu svæði eru margar
stofnanir og fyrirtæki sem þurfa
mikið vatn, og lagðist vinna þar
niður meira og minna. Hvergi var
þetta þó eins bagalegt og í sjúkra-
deild Heilsuverndarstöðvarinnar.
Sundhöllin varð að loka, svo þar
var aðeins hægt að veita nokkr-
um gestum mótttöku sem fóru i
sólbað. f Mjólkursamsölunni kom
vatnsskorturinn sér afarilla.
Vinna lagðist öll niður er vatns
laust var, ekkert var hægt að
vinna við gerilsneyðingu eða
flöskuþvott, en seint í gærkvöldi
var þar vatn og var ekki búizt
við að hörgull yrði á mjólk í dag.
En starfsfólkið var boðað fyrr til
vinnu en venjulega í morgun. í
gær í -vatnsleysinu var tappað á
flöskur þeirri mjólk er þá var
gerilsneydd.
I ýmsum iðnaði svo sem smjör-
líkisgerð var og stöðvun af völd-
um vatnsleysisins. Prentmynda-
gerð tafðist mjög mikið og tókst
fyrir það eitt að meðan verið var
að leita að biluninni, var vatni
hleypt á Laugaveginn um stund
og því gátu Prentmyndir h.f. skil-
að nokkrum myndum í Morgun-
blaðið í dag.
I gærkvöldi voru starfsmenn
vatnsveitunnar að þreifa sig
áfram í leitinni að biluninni hér
í bæjarkerfinu og voru starfs-
menn Vatnsveitunnar að smá-
þrengja hringinn. Ekki verður
hætt fyrr en tekizt hefur að finna
bilunina, en það getur orðið æði
seinlegt verk, meðan vatnslekinn
í æðinni kemur hvergi fram á
yfirborði jarðar.
Búizt við að björgun
af Pólarbirni lyki í gær
ÞAÐ var búizt við því að þyril-'5
vængja bandaríska flughersins
myndi Ijúka í gærkvöldi björgun
allra skipverja af norska heim-
skautsfarinu Pólarbjörn. Aðstæð-
ur til björgunar voru allar hinar
beztu, kyrrviðri og gott skyggni.
Ljósari fregnir hafa nú fengizt
af því að í fyrrakvöld flutti þyril
vængján þegar fimm af áhöfn
skipsins til danska varðbátsins
Teisten, sem var um 70 sjómílur
frá Pólarbirninum.
Um nóttina hélt þyrilvængjan
kyrru fyrir á ísnum rétt við Teist
en, þar sem ekki þótti rétt að
hætta á að fljúga í náttmyrkrinu.
En strax í morgun lagði þyril-
vængjan upp í aðra ferð sína til
Pólarbjarnarins og síðan hverja
af annarri. Síðustu fréttir bárust
seinni hluta dags, þegar þyril-
vængjan lagði af stað í næst-síð
ustu ferð sína. Þá sendi John
Gjævær skipstjóri á Pólarbirni
svofellt skeyti til Noregs:
— Björgun áhafnarinnar held-
ur áfram. Veðurskilyrði eru ágæt
og verður öllum bjargað í dag, ef
allt gengur vel. Nú flýgur loft-
skeytamaðurinn okkar. So long.
Mjölnismönnum
boðin sörnu kjör
FULLTRÚAR vörubílstjórafélags
ins Mjölnis í Árnessýslu, félags-
ins sem meira hefur verið í frétt-
um dagblaðanna en nokkurt
annað efni undanfarið, hafa set-
ið á samningafundum við full-
trúa Vinnuveitendasambandsins
vegna verktaka við Efra-Sog, um
kaup og kjarasamninga vörubíl-
stjóra sem hjá verktökunum
starfa.
Vinuveitendasambandið hefur
boðið Mjölnismönnum sömu kjör
og öðrum þeim bílstjórum hér í
Reykjavík og nærsveitum, sem
samniga hafa við Vinnveitenda-
sambandið.
Síðdegis í gær hófst enn samn-
ingafundur. Stóð hann yfir er
þetta er skrifað. Austur við Efra-
Sog eru Mjölnismenn í verkfalli
og á veginum upp að bækistöð
verktakanna er verkfallsvörður
Mjölnismanna sem lokar fyrir
alla bílaumferð þangað.
Matsveinar á flot-
anum kref jast
10% hækkimar
ENN er komið að skipafélögun-
um í landinu að setjast að samn-
ingaborðinu vegna nýrra kaup og
kjarasamninga. Að þessu sinni
eru það matsveinar á skipunum.
Gildandi samningar renna út
hinn 1. desemþer næstkomandi,
en þeim verður að segja upp með
3 mánaða fyrirvara, sem sé um
þessi mánaðamót.
Samingaviðræður hafa þegar
farið fram. Krefjast matreiðslu-
menn beinnar kauphækkunar er
nemur 10%, auk annarra krafna
um aukin hlunninai og bætt kjör.
'Samningaviðræður þær er fram
hafa farið hafa ekki enn sem
komið er borið neinn árangui.
SkákmótiÖ í
Natnarfirði
í ÁTTUNDU UMFERÐ skák-
mótsins í Hafnarfirði, sem tefld
var í gærkvöldi, vann Friðrik
Ólafsson Jón Kristjánsson, en
öðrum skákum varð ekki lokið.
9. umferð og sú síðasta verður
á sunnudagskvöld.