Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 9

Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 9
Þriðjudagur 3. september 1957 MORCVTSnT AÐIÐ Helgi Hjörvar: Barnaskólar og lasiabæli — Sláfurhús og sæbingastöbvar FRÁ því er sagt í blöðum, og mjög vakin athygli á, að her- menn úr Keflavík hafi vaðið inn á dansleik í Brautarholti á Skeiðum, nú nýverið. Það er ekki tekið beint fram, að þarna sé mjög heilagur samkomustaður. En þarna hafði verið auglýst hástöfum „kaupakon uball“, öll- um útlendúm og innlendum. Kaupakonur munu raunar engar á Skeiðum, en illt fyrirtæki þarf að hafa girnilegt nafn. Og hvar ættu hlýlega hugsandi hermenn að leita menningartengsla og persónusambands, ef ekki í lysti- sölum yfirstjórnar menntamála á Skeiðum? Enda mun það rétt, að herdát- ar komu þar allmargir, að svip- ast eftir „kaupakonum"; þeir leggja kannski ekki sömu merk- ingu í orðið sem gamliif Skeiða- menn gera. Ekki skal hirt að leið- rétta eina litla blaðagrein, þó svo að mætti, en um kl. 5 síðd. mun borðalagt herlið hafa verið komið á hinn haslaða vígvöll, og hafði eins konar reisupassa, nótu úr allfrægri vefnaðarverzlun og ritað á með kvenhönd: Brautar- holt, Skeiðum. Móttökuhátíð var engin, enda eru fínir siðir ekki sérstök á- stundun oddvitans á Skeiðum; skólinn var lokaður, ein kona heima með börn. Herinn settist þá um menntastofnunina með kurt, hljóðlega og skipulega, og beið þess, að menningarvirkið yrði gefið upp og opnaður hinn blíði faðmur kaupakvenna, svo sem lofað var í útvarpinu. Umsát hersveitanna stóð í fimm dauf- legar klukkustundir, en eftir það upphófust hin fögru kynni, i algleymi góðra siða, og víst mun ekki herinn hafa lát- ið sinn hlut eftir liggja, er í bardagann var komið. En það segja ófullir menn, er þar voru einnig nokkrir, að vissulega væri „menning" hersins frekar til fyr- irmyndar vorum löndum, allra helzt mörgum þeim meyjum, sem þeysandi komu bilförmum sam- an um langa vegu, til að kjósa þá sem falla skyldu. En ekki er um það að spyrja, að þar var „fátt guðsbarna, flest útróðrar- menn“, hinn eftirsótti aðkomu- lýður til féflettingar, þessi mjólk- urpeningur „menningar“-félag- anna. Slíkar ódáðasamkundur eru, sem allir vita, skattfrjáls og refsi- laus fésvik, lögð við fagurt nafn. Þessi menningarstund varð mjög á einn veg og hvergi síðri en áð- ur er á bækur fest um þann stað. talið að 5.—7. hver samkomu- gestur hefði getað komizt inn i salinn, þar sem lífslind hinnar dýrseldu menningar rann fram; „standandi pláss" á hlaði og víða- vangi, seld úti við (í hundruð- um?) á 40 krónur; „liggjandi I pláss“ ekki seld aukreitis, enda þurfti þeirra margur; drykkju- peningur ríkisins af áður ó- þekktri hámarksstærð; slagsmál afargóð og mikil og vel almenn; slegnir menn og dauðir eftir hætti; húsabrot ekki teljandi; manspjöll ekki skrásett. — Ágóði, frátekinn í fagrar hugsjónir og blessunarsjóð: 15—25 þúsundir? Nokkrar blóðslettur á. Þetta umtalaða herhlaup úr Keflavík inn í hreint og saklaust sveitalíf og hrekklausan ásetn- ing um að gleðja kaupakonur á Skeiðum, sem langflestar sofa þungt undir grænni torfu, en þær seinustu sem lifa löngu hættar að koma þar, það er tilefni þess, að hér verða birt nokkur gögn um sjálft innræti málanna: Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi. * „p.t. Selfossi, 24. júlí 1956 Um Brautarholtsskóla á Skeiðum: Hér með leyfi ég mér að senda yður, hæstvirti menntamálaráð- herra, eftirrit af bréfi mínu til fræðslumálastjóra, dags. 21. þ.m., með þeim fylgisskjölum, sem í bréfinu greinir. Þess ber að geta, að salernin hafa verið lagfærð síðan skemmt- unin 24. sept. 1955 var haldin. Virðingarfyllst. Þorsteinn Eiríksson.“ ★ „Brautarholtsskóla, 21. júlí 1956 Herra fræðslumálastjóri: Hér með leyfi ég mér að senda yður formlega skýrslur tvær, með fylgisskjölum (þ. e. upplímdum ljósmyndum), um skemmtun í Brautarholtsskóla 24. sept. 1955, en yður eru skýrslui þessar áður næsta kunnar og mál þessi hafa oftlega verið rædd við yður. Jafnframt vil ég taka það fram, að „skemmtanir“ í skólanum fara ekki batnandi. I marz s.l. tók skólanefndin sjálf í sínar hendur útlán á skólanum til skemmtana- halds, vegna ágreinings við mig um „útlán“ á húsinu til þeirra hluta, og vegna þess að ég vildi ekki þola þær hindranir á skóla- haldinu, sem af þessum skemmt- unum leiddi. Þetta er yður, herr a fræðslumálastjóri, áður kunnugt af símtölum mínum við yður þá. Engin „auglýst" samkoma hef- I ur síðan verið haldin í skólahús- inu svo að ekki hafi orðið meiri og minni skemmdir á húsi og húsmunum. Sem dæmi má nefna „samkomu“, sem haldin var 23. júní s.l. Drykkjulæti voru þar mikil, utanhúss og innan. Nokk- uð löngu eftir miðnætti komu forstöðumenn samkomunnar til mín og báðu mig að binda um sár á manni, sem skorizt hafði á úlnlið á rúðubrotum En hann hafði gengið á einn gluggann ut- an frá og brotið hann. Maðurinn var hættulega skorinn og batt ég hendina til bráðabirgða, en síðan var ekið með manninn í skyndi til læknis á Selfossi. Meðan ég var að gera að sárum mannsins var komið til mín með annan mann, ataðan í blóði en hann hafði líka skorizt á hendi við hina sömu iðju, að brjóta rúð- urnar í skólahúsinu. Þessi maður var líka skaðskorinn, en mjög örðugt var að hjálpa við sárum hans vegna drykkjuláta í honum sjálfum og öðrum, því að hvorki hann né slagsmálabræður hans vildu láta tefja sig frá áflogun- um, meðan bundið væri um sár- in. Þessi maður mun líka hafa verið fluttur beint til læknis, og hljóta báðir þessir samkomugest- ir að hafa fatlazt frá vinnu um lengri eða skemmri tíma. Eftir skemmtunina reyndust tíu rúður brotnar í skólahúsinu, en benzín- geymir við ljósamótor skólans var rifinn frá og brotinn niður. trégirðing um skólalóðina hafði líka verið brotin niður á nokkr- um kafla; auk þess voru smá- skemmdir, t. d. að brotnir voru hlutir og leikföng barna, sem samkomugestir höfðu lagt hend- ur að á leikvelli barnanna. Daginn eftir, sunnudag 24. júni, fóru fram alþingiskosningar í skólahúsinu, í „samkomusalnum", þ. e. leikfimisainum. Engin ræsting fór fram á húsinu eftir „ballið“, nema hvað glerbrotum, þ. e. rúðubrotum og flöskubrot- um, var sópað burt Verð ég að ætla að þessi ræsting hafi verið með vitund og leyfi skólanefnd- arinnar þannig af hendi leyst, og gekk að sjálfsögðu eitt yfir sjálf- an salinn sem gangana og fordyi - ið, sem jafnframt er heimili skólastjórans. Nýjar rúður voru settar í gluggana á skólahúsinu, og var því lokið um það leyti sem kjörfundur hófst, eða litlu síðar. Eins og yður er vel kunnugt eru þessar samkomur í Brautar- holtsskóla haldnar meðfram á heimili skólastjórans, þar sem gangar eru sameiginlegir fyrir allt húsið og snyrtiherbergi, en enginn inngangur né útgangur ekki heldur samgangur milli íveruherbergja og eldhúss, og ekki aðgangur að vatni fyiir heimilisfólk nema í gegnum þess- ar „samkomur" og mannkösina, sem þeim fylgir. Ekki er heldur um svefn né heimilisfrið að ræða meðan slíkar samkomur standa í skólahúsinu, með öllu því, sem þeim vill fylgja. Yður er líka persónulega kunn- ugt, herra fræðslumálastjóri, að konan' mín hefur nú raunveru- lega orðið að flýja heimili okk- ar, enda hef ég enn, eins og und- anfarin sumur, orðið að leita mér vinnu allfjarri heimilinu, þ. e. á Selfossi. En með því að konan verður þá oft ein heima, í þeim sömu vistarverum þar sem hún hefur áður orðið fyrir ógeðfelld- um og ruddalegum heimsóknum aðalfulltrúa hreppsnefndarinnar, að mér fjarstöddum, en ofbeldis- árás og líkamsmeiðingum af ein- um fyrrverandi skólanefndar- manni (svo sem yður er kunn- ugt), þá hlýtur það að leggjast enn þyngra á hana og verða henni loks alger ofraun að vera þannig sífelldlega svift öryggi og friðhelgi á heimili sínu, en sjá það traðkað undir fótum og út- vaðið í skarni og ósóma, án þess að geta nokkra rönd við reist eða hafa von um bætur á þessuin aðförum. Nánari skýrslur eru að sjálf- sögðu til reiðu af minni hálfu, ef fræðslumálastjórnin óskar, eða henni þykir við þurfa. Virðingarfyllst. Þorsteinn Eiríksson.“ ★ (Skýrsla lögregluþjónanna verður ekki prentuð hér, né tal- andi ljósmyndir). * „Brautarholti, 23. okt. 1956 Herra menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason. Samkvæmt viðtali við yður í haust sendi ég hérmeð skýrslu um skólasókn barna á Skeiðum o. fl. (Skýrslunum er sleppt hér) Samkvæmt lögum á skóli að byrja hér í september, en gat ekki byrjað fyrr en 22 okt., sök- um þess að ekki var lokið ýmsum viðgerðum á skólahúsinu, málun á kennslustofu o. fl. Auk þess er ekki enn að fullu lokið við- gerðum á húsinu eftir skemmdir sem urðu á síðasta dansleik, 22. sept., „réttaskemmtun“. Nú hefur skólanefnd ákveðið að lána húsið fyrir dansleik um næstu helgi, enda þótt húsið sé alls ekki í nothæfu standi, m. a. salerni í ólagi. Það er að lokum von mín, að þér, herra menntamálaráðherra, losið íslenzku barnaskólana sem fyrst undan oki drykkjusam- komanna. Með virðingu og trausti Þorsteinn Eiríksson.“ ★ Bókun skólastjóra (í gerðabók skólanefndar). „Frá því að skólahúsið í Braut- arholti var reist hafa verið haldn ar þar danssamkomur á vegum ýmsra félaga og einstaklinga. Þessar samkomur hafa farið fram í húsnæði skólans og þeim hluta af skólastjóraíbúðinni, sem sam- eiginlegur er skólanum. Við þetta var unað meðan ekki var í skól- anum fast heimili, börnin ekki í skólahúsinu um helgar, en skóla stjórarnir einhleypir og ekki í húsinu nema kennslutímann Þannig átti ég t. d heimili utan skólans fyrstu tíu árin sem ég var hér skólastjóri. Árið 1953, er ég kvæntist, flutti ég heimili mitt í skólann. íbúðin og öll aðstaða heimilis þar er skólanefndinni kunn, og urðu þá slíkar samkomur óþol-1 andi með öllu, enda fóru þær I sífellt versnandi, vegna sívax- andi spillingar yfirleitt í þessu „skemmtanalífi", sem svo er kall- að. Engar umkvartanir mínar voru teknar til greina nema síð- ur væri, hvorki af skólanefnd allri, hreppsnefnd né fræðslu- málastjórn. Hinn 24. sept. 1955 fékk ég nokkra lögregluþjóna til að staðfesta það ásigkomulag, sem var á þessum „skemmtun- um“, og er sú skýrsla mjög lands- kunn. Sú skýrsla var gerð sem beint svar við þeirri yfirlýsingu fræðslumálastjórans, að honum hefði engar kvartanir borizt um þessa meðferð á skólanum hér En allt kom fyrir ekki. Þessar mjög svo svívirðilegu samkomur voru haldnar eftir sem áður, og eru enn. Seinasta tilraun mín var að leggja málið fyrir menntamála- ráðherra sjálfan, Gylfa Þ. Gísla- son, og ámálga það enn síðar bréf lega, eftir viðtali við hann, og með nýjum upplýsingum. En jafn vel þetta hefur engan árangur borið, þó að heilt ár sé liðið, og virðist vonlaust um nokkur if - skipti til hins betra af hálfu fræðslumálastjórnar og mennta- málaráðherra. Nú lýsi ég því hérmeð fyrir skólanefndinni, að ég mun héðan í frá loka dyrum heimilis míns fyrir öllum almennum. dans- samkomum í skólahúsinu, eða svokölluðum „skemmtunum." sem auglýstar kunna að verða til aðsóknar almenningi. Um þessa ákvörðun skírskota ég til 66. greinar stjórnarskrár- innar, að heimilið er friðheilagt, og mun ekki þurfa frekari rök- semda. Ennfremur skírskota ég sérstaklega til skýrslunnar frá 24. sept. 1955. Þessi ákvörðun snertir að sjálf- sögðu ekki samkomur innan- sveitarmanna, né innbyrðis sam- komur ungmennafélagsins né kvenfélagsins, þó að utansveitar- mönnum sé að einhverju leyti boðið sem gestum, enda verði mér að sjálfsögðu tilkynnt í tæka tíð, að slíka samkomu eigi að halda. Ef nú leitað verður yfirvalda gegn þessari ákvörðun minni, og færi svo, að heimili mitt yrði brotið upp með fógetavaldi, til þess að þar skuli halda svo sví- virðilegár samkomur sem hér um ræðir, þá mun ég þegar í stað áfrýja slíkum úrskurði til hæsta- réttar. Mundi ég þá einnig leggja mál þetta og ástandslýsingar fyr- ir alþjóðasamband kennara og leita eftir liðsinni þess og álits- gerð, til notkunar fyrir hæsta- rétti. 15. ágúst 1957 Þorsteinn Eiríksson.“ ★ Eitt er auðséð af plöggum þess- um: Það hefur ekki verið full- komin eindrægni um menning- una og ekki fullur friður um is- lenzkt sakleysi og hreinleik á Skeiðum, þó að herinn hafi ekki gert innrás í það land fyrr en nú. Fræðslumálastjórnin og sjálf- ur menntamálaráðherrann stend- ur nú frammi fyrir því álitamáli, hvort slík háyfirvöld eigi að heimta það, að brjóta skuli upp með fógetavaldi heimavistarskóla barna og heimilið sjálft, til þess að þar megi hafa sína hentisemi um nætur útlendur her og ís- lenzkur drykkjuskríll, aðsteðj- andi flennur og áflogahundar hvaðanæva að. Ef nú svo fer, að menntamála- ráðherra krefjist þess, að heim- ili skólastjóra verði brotið upp í þessar þarfir, þá hefur enn ný vitneskja komizt við veðri urri menntamálastjórn í hinum hjarð- fögru og peningaþunguðu upp- sveitum Suðurlands. Það kvað nú maður manni segja um Árnes- sýslu og Rangárþing, að góður bóndi væri kvaddur til vitnis um skólahald, og llafi hann borið það að hann ráðstafaði sonum sínum til Þorsteins í Btautarholti af því að heimavistarskúlinn i hans eig- in framfarasveit hafi verið hafð- ur ekki einasta fyrir ,samkomur“ (sem allir vita hvað þýðir), held- ur líka fyrir sláturhús og sæð- ingarstöð, meðan kennsla fór fram. „Nú æptu menn upp og þótt- ust aldrei slík undur heyrt hafa“. segir í þætti Sneglu-Halla. En hvað sem vera kann um kvitt þennan úr réttinum, þá er fjarri því að þetta sé nein nýj- ung eða undur fyrir kunnuga, og mun raunveruleikinn sjálfur vera sem hér segir: Einhverjir bændur höfðu sam- tök um að slátra í einum stað geldfé til frálags í lok sláturtíð- ar, en tvennt sameiginlegt hús- næði áttu þeir í sveitiimi: kirkj- una og barnaskólann Skólinn var að sjálfsögðu valinn. En verkaskipun mun ,'erið hafa á þá leið, að geldærnar voru aflíf- aðar í kofa nærri skólanum, en síðan voru skrokkarnir höfuð- stýfðir og færðir inn um eitthvert skjágat á skólaveggnum og flegn- ir í borðstofu skólabarnanna, inn- yflum og gori velt bar úr, en kropparnir síðan hengdir upp í leikfimisalinn, því að þar voru rimlarnir, líkin þvegin þar og látin taka sig, eftir góðum sið- um við slátrun. Það er hins veg- ar ekki alveg rétt, hafi það sagt verið, að þessar athafnir væri samfara sjálfri kennslunni, held- ur voru sláturstörfin síðustu dag- ana áður en kennsla hófst, svo að ætla má að gorþefurinn háíi verið nokkuð sjatnaður í skóla- borðstofunni, þegar börnin sett- ust þar að mat sínum. En snemma á fengjutíma, er kennslan stóð sem hæst, var það einn fagran morgun að kenn- arinn kom ofan til að byrja kennslu. Þá voru grindabílar á skólahlaðinu, fullir hinum föngu- legasta ásauði. En kennarinn og börnin komust ekki um skóla- ganginn, hvorki í þvottavatn né heldur inn í skólastofuna til morgunbæna og kennslu, því að sjálfur skólagangurinn var troð- fullur af úrvalsfögrum ám og sæðingarmönnum með tæki sín og anstaltir; þar höfðu þeir fund- ið sér samastað fyrir verk sitt og vísindi. Ekki hafði unnizt tími til að skreyta skólaganginn með sjálfstæðum kúnstverkum, því að „List á vinnustað“ vax ekki há- tíðlega innleidd í okkar menn- ingu fyrr en á útmánuðum í vet- ur sem leið. Þessar framkvæmdir allar eru í hinu fegursta samræmi við þann boðskap sem oddviti og skólahaldari Skeiðamanna flutti á hátíðlegri stund: ,að skólinn og hans starfsemi ætti að vera fyrst og fremst sem menningar- stofnun sveitarinnar.“ En svo mælti Jón í Vorsabæ á stórkost- legri hátíð sannleiksvotta, sem hann hélt í Brautarholtsskóla á aftökudegi Jóns Arasonar 1954, og lék þar sjálfur hið mesta hlutverkið. Ekki hafa verið varðveittar myndir frá þeim ágætu búnað- arframförum í skólamálum, sem hér er frá sagt. En stórfróðlegur viðauki má þetta kallast um ís- lenzkt skólahald, ef nú skyldi þurfa að leita alþjóðlegrar að- stoðar gegn sjálfu menntamála- ráðuneytinu um mannlega frið- helgi í skólum ríkisins. (Meira síðar) 30. ág. 1957 Helgi Hjörvar Bretar kaupa fiskiskip í Póllandi Nýstofnað stórt fyrirtæki i síldveiðibænum Yarmouth í Bretlandi á í smíðum í Gdyma í Póllandi skip af nýrri tegund, sem nota á til síldveiða. Nokk- urn hluta af kaupverðinu á að greiða með síld. Þá á síldarút- vegsnefnd þeirra Bretamra þar í smíðum sams konar skip, sem nefndin mun leigja til fyrirtækja í Yarmouth til síldveiða. 28 skip af þessari tegund hafa verið byggð í Gdynia fyrir Pói- verja sjálfa og Ráðstjórnarrikin. Þessi nýja tegund skipa, sem kalla mætti síldveiðitogara, er byggð til þess að verka og salta síldina um borð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.