Morgunblaðið - 03.09.1957, Qupperneq 11
Þriðjudagur 3. september 1957
MORGUNBL AÐIÐ
11
1
Fyrsta mark Frakkanna. Bakverðirnir Árni og Krisíinn liggja við markstöngina og Cisowski
miðherji fær óvaldaður að skora.
Á NÍUNDA þúsund manns sáu Frakkland sigra Island í landsleik á
sunnudaginn, en það var síðari leikur landanna í undanúrslitum
heimsmeistarakeppninnar 1958. Frakkar skoruðu 5 mörk gegn 1 í
leik sem var að öðrum þræði leikur hinna glötuðu tækifæra af
hálfu íslenzka liðsins og að hinum þræði leikur sem sýndi yfir-
burði franska liðsins í tækni, í uppbyggingu og samleik. Eftir tæki-
færum hefði leikurinn getað endað 6:3 fyrir Frakka, en eftir sam-
leiknum og kunnáttunni í knattmeðferð og fleiru með stærri sig'ri
Frakka en raun varð á.
Það sem ísl. áhorfendur eru
hrifnastir af er frammistaða
íslenzka liðsins fyrstu 30 mín-
útur leiksins og það sem ísl.
áhorfendur eru sárastir yfir,
er hversu illa tókst að nýta
þau upplögðu tækifæri til
marka sem sköpuð höfðu ver-
ið, einkanlega þó með mis-
heppnaða vítaspyrnu sem ís-
landi var dæmd á Frakka.
Vonbrigði
Eftir mjög stutta og látlausa
setningarathöfn sem var fólgin í
leik lúðrasveitar á þjóðsöngvun
landanna var leikur hafinn í veð-
urstillu, 12 gráðu hita og skúrum
en sól á milli. Það sem fyrst
vakti furðu manna var að ekkert
það sást til franska liðsins sem
bent gæti á réttlæti ummæla um
Ríkharður og Jonquet (fyrir-
liðar) skiptast á oddfánum í
viðurvist hins ágæta dómara
Davidson.
það að það væri eitt af beztu
knattspyrnuliðum álfunnar. Enda
mun keppnistímabil þeirra vera
rétt hafið en Ieikmenn hafa verið
í tveggja mánaða sumarfríi. Mun
því líkt hafa staðið á fyrir þeim
nú og fslendingum í Nantes í vor,
hvorugir voru í æfingu er þeir
sóttu hina heim.
En svo aftur sé vikið að leikn-
um fyrstu 30 mínúturnar, þá kom
á daginn að íslendingar áttu á
köflum langar sóknarlotur og
ákveðnari leik en Frakkarnir.
Sókn þeirra var oft hrundið áður
en hættulegt tækifæri kom. En
það er sjaldan sem við höfum
séð ísl. lið eiga slíkar sóknarlotur
að knötturinn hafi mínútum sam-
an ekki komið á þess vallarhelm-
ing.
En hitt er jafnalvarlegt að
þegar ísl. lið nær slíkri sókn þa
ætti það að skapa einhver tæki-
færi. En það kom ekki skot á
mark eða að marki svo að kvæði
nema 2 fyrsta hálftímann. Rík-
harður átti gott skot utan við
stöng snemma í leiknum og hann
„kiksaði“ illilega síðar er Þórður
gaf vel fyrir. Þar fór gott tæki-
færi eftir langa en árangurslitla
sókn. Er einhverju ábótavant við
val framlínu landsliðsnefndarinn
ar?
★ Tvö mörk á 3 mín
En Frakkarnir tóku leikinn í
sínar hendur. Fyrir mikinn klaufa
skap í vörn ísl. liðsins fékk Frakk
land skorað á 31. mín. Kristinn
var kominn úr stöðu sinni yíir
til hægri þegar Cisowski mið-
herji var óvaldaður (af hverju)
fyrir miðju marki og skoraði er
bakverðir íslands lágu í valnum.
Tveim mín síðar ætlar Kristinn
að hreinsa frá en tekst það svo
illa að knötturinnlendirtilCisow
skis og hann skorar þar sem hann
stóð aftur óvaldaður. 2:0 á þrem-
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
ur mínútum og þó átti fsland
eins mikið í leiknum.
Vítaspyrna
3 mín. síðar er íslandi dæmd
vítaspyrna vegna hindrunar er
Þórður Þórðar var beittur. Fyrir
eftir tvö óhappamörk og mis-
heppnaða vítaspyrnu, þá fór með
iþessum 2 mörkum á 2 mínútum
sá vilji og kraftur sem þarf til
að ná leik á móti sterkara liði.
En Þórð.ur Jónsson, sem vart
hafði sézt allan fyrri hálfleikinn
varð til þess að kveikja vonar-
neista í döprum hjörtum. Á 20.
mín. óð hann upp vinstri kant,
gaf fyrir og markv. ætlaði að
hlaupa og taka sendinguna, en
náði ekki og Þórður Þórðar gaf
aftur til vinstri þar sem Þórður
Jóns kom aðvífandi og skoraði
áður en Colonna markvörður
hafði aftur komizt örugglega í
stöðu sína. 4:1 — vonin óx.
Franska liðið hóf leik og áður
en það upphlaup var mínútu gam
alt sendi Ujalki innherji knöttmn
með lausu skoti í stöng og þaðan
í netið. Hvað var að Helga að
taka ekki 20—25 m skot?
5:1. Mörkin voru upptalin. Þó
ísl. liðið héldi uppi sókn síðustu
10 mínúturnar og skapaði sér
tækifæri til þess að skora mörk,
voru þau öll herfilega misnotuð
og það varð ekki leiðrétt að
Frakkar fóru með slíkan stórsig-
ur úr leik sem var mun jafnari
hvað tækifæri snertir en mörkin
gefa til kynna. Og það þurfum
við að athuga, af hverju ísl. lið
fær ekki skorað úr eins mörgum
eða fleiri tækifærum og flest er-
lend lið skora úr.
★ Liðin
Leikur ísl. liðsins fyrstu 30
mín. og síðustu 10 mín. heíði
vissulega átt að gefa meira en 1
mark. Þetta getuleysi til að skora
Fjórða mark Frakkanna. Útherjinn Wisnieski (7) skaut fast
að markinu og Helgi hafði hendur á knettinum — en missti
hann í netið. Þarna eru 5 til varnar gegn 2 Frökkum, en samt
tókst ekki að stöðva.
iiðinn Ríkharður Jónsson spyrnir
— en svo Iaust og svo illá að
markvörður sem kominn var úr
jafnvægi fékk varið. Á örfáum
mínútum hafði ísl. liðið fengið
á sig 2 mörk og misheppnaðist
vítaspyrna. Það var ekki furða
þótt úr liðinu drægi máttinn.
En þó urðu mörk hálfleiksins
sem ísland hafði átt eins mikið
eða meira í ekki fleiri. Það er um
liugsunarefni hvað olli því.
★ Síðari hálfleikur
Upphaf síðari hálfleiks varð
svo til að „mænudeyfa“ ísl, liðið.
Á 5. mín fékk það á sig tvö mcrk.
Hið fyrra skoraði Ujalki með
skalla eftir fallegt upphlaup og
miðjun Piantonis v. innherja. og
hið síðara skoraði Wisnieski með
föstu skoti, sem Hélgi hafði hend-
ur á en hélt ekki. Þó liðið hefði
fengið 10 mín hlé til að jafna sig
Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Þannig liggjandi fékk Colonna
varið misheppnaða vítaspyrnu
Ríkharðs.
olli vonbrigðum um leið og leik-
ur liðsins á sama tíma vakti
gleði. Þó líki ég þessum leik ís-
lendinga ekki saman við samleik
úrvalsins við Dynamo fyrir
skömmu, en nú voru í ísl. liðinu
það sem kalla má „göt“ í fjórum
stöðum. Þar á ég við útherjana,
stoðu vinstri innherja og stöðu
vinstri bakvarðar. Þessar stöður
voru ekki fylltar eins og gera
verður kröfu til, þó hver ein-
stakur þessara leikmanna er
þarna var, hafi áður gert mikiu
betur í sömu stöðum. Að minnsta
kosti í þessum stöðum verður að
skipta um menn fyrir Belgíuleik-
inn, því þegar einhverjir hinna
„11 beztu“ sem landsliðsnefnd
hefur valið til leiks, bregðast.
verður að reyna aðra menn. Ann-
ars þýðir ekki ungum mönnum
að vera að keppa um að komast
í landslið. Festist menn í lands-
liði sem með hverjum leik vinna
sér ekki rétt til áframhaldandi
veru þar, hætta aðrir að keppa
um að komast í stöðurnar. Óg
þá eru engir fyrir hendi þegar
landsliðsnefnd loks þóknast að
brjóta odd af oflæti sínu og
skipta um.
Halldór Halldórsson var liðs-
ins bezti maður og án hans hefði
illa farið. Þar næstan má Reym
telja, sem mjög vel byggði upp,
einkum í fyrri hálfleik Árni
Njálsson átti og góðan leik og
einu menn framlínunnar sem
eitthvað dugðu í baráttunni voru
Ríkharður og Þórður Þórðar, en
til hvers að vera svona undar-
lega vondur í leik, Þórður Þórð-
ar, gerandi ljóta hluti, sem allra
reiði vekja?
Franska liðið olli vonbrigðum
Framh. á bls. 16
Utherjinn Wisnieski ætlaði að gefa fyrir, en Guðjón (6) fékk
hindrað. Wisnieski fékk í staðinn svolitla „salíbunu" á magan-
um á votu grasinu. — Ljósm. Gunnar Rúnar.
Island misnotaði
franskt lið vann
tœkifœri
stórsigur
sm
5:1
og óœft