Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 12

Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 12
12 MORGVNBLABIB J»riðjudagur 3. seplember 1957 A ustan Edens eftir John Steinbeck 121 inn og inn í svefnherbergið þeirra. Svo komu þeir aftur í nátttreyjun uia, til þess að bjóða föður sínum góða nótt. Lee kom ’ftur inn í stofuna og lokaði hurðinni fram á ganginn. Hann tók flautuna upp, skoðaði hana og lagði hana svo aftur á borðið. — „Ég hefði gaman af að vita, hvað hér býr undir", sagði hann hugsandi. „Hvað eigið þér við, Lee?“ „I>eir hafa veðjað um eitthvað fyrir kvöldmatir og að honum loknum tapaði Aron veðmálinu og ga!t veðféð. Hvaf vorum við að tala um við borðið?“ „Ég man bara það eitt að ég sagði þeim að fara að hátta", sagði Adam. „Jæja, það kemur kannske í ljós seinna“, sagði Lee. „Stundum virðist mér þér leKgja of mikið upp úr því, sem drengimir segja og gera. Senni- lega hefur þetta ekki merkt nokk- nrn skapaðar. hlut“. „Jú, eitthvað merkti það“, sagði Lee. Svo bætti hann við: — < i A i s s s s s s s s s s s i s s s s s s s s s s s s s j s s s s s s s s s s s s s s s s s < s NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Iuögin, sem Smárakvartetl- inn 1 Reykjavík þurfti allt- af að endurtaka. Fásl í hljóðfæraverzlunutn. Llgefantli: Hljóðf æ ra vml u n Sigriar Helgadátfer Vesturveri — Sími 11315 AÐ LÍFIÐ SÉ SKJALF- ANDI LÍTIÐ GRAS KÆRLEIKSÓÐURINN (TRUNT, TRUNT, TRÍNA) ÉG VEIT AÐ ÞÚ KEMUR ÞEGAR HLJÓTT 1 HÚMI NÆTUR -------------------□ Þýðing Sverrn Haraldsson □----------------------□ „Hr. Trask, haldið þér að það sé fyrst á einhverjum sérstökum aldri mannsins, sem hugsanir hans verða skyndilega þýðingarmiklar? Hafíð þér nú næmari tilfinningar og skýrari hugsun, en þegar þér voruð tíu ára? Sjáið þér eins vel, heyrið þér eins vel og er smekkur yðar jafnskarpur?" „Þér hafið kannske rétt fyrir yður“, sagði Adam. „Að mínum dómi er það mikill misskilningur“, sagði Lee, „að hald;> að tíminn veiti mönnum mikið annað en sár og sorgir“. „Og minningar". ,,Já, minningar. Án þeirra væri tíminn vopnlaus gagnvart okkur mönnunum. Hvað var það sem þér ætluðuð að tala um við mig?“ Adam tók bréfið upp úr vasa sínum og lagði það á borðið. — „Ég vil að þér lesið þetta bréf, lesið það mjög vandlega og svo — svo vil ég að við tölum um það“. Lee tók upp gleraugun sín og setti þau á sig. Svo tók hann bréf ið, færði sig nær lampanum og las það. Að loknum lestrinum leit Adam spyrjandi á hann- „Jæja?“ „Eru hér nokkrir möguleikar fyrir lögfræðing?“ „Hvað eigið þér við? Oh, nú skil ég. Þér eruð að spaugast að þessu“. „Nei“, sagði Lec. — „Ég var ekki að spauga. Ég var bara, sam kvæmt kurteisislegri, austur- lenzkri venju, að gefa það í skyn, að ég kysi heldur að vita yðar skoðanir, áður en ég léti mínar uppi“. „Á ég að skilja þetta sem um- vandanir?" „Já“, sagði Lee. — „Ég skal sleppa hinum austurlenzku siðum mínum. Ég er að verða gamall og nöldrunarsamur. Ég er orðinn vanstilltur. Hafið þér ekki heyrt það að allir gamlir kínverskir þjónar eru tryggir og trúir, en þeir verða geðvondir og beiskir með aldrinum?“ „Það var ekki ætlun mín að styggja yður eða særa tilfinn- ingar yðar“. „Það hafið þér heldur ekki gert. Þér viljið tala um bréfið. Þér skuluð tala og á tal- yðar get ég heyrt hvort ég á að láta yður vita mínar hreinskilnustu skoðanir eða styrkja yður í yðar eigin“. „Ég skil það ekki“, sagði Adam ráðþrota. „Þér þekktuð þó bróður yðar. Og ef þér skiljið þetta ekki, hvern ig get ég þá gert það, sem sá hann ekki?“ ■"*' Adam reis á fætur og opnaði ganghurðina, en sá ekki skuggann, sem skauzt á bak við hana. Svo gekk hann inn í herbergið sitt, kom þaðan aftur um hæl og lagði brúna, máða Daguerre-ljósmynd á borðið fyrir framan Lee. „Þetta er Charles bróðir rninn", sagði hann. Svo gekk hann yfir að dyr- unum og lokaði þeim. Lee virti hina skínandi málm- plötu fyrir sér við daufa birtuna frá lampanum og sneri henni alla- vega fyrir sér til að athuga hana sem bezt. — „Það er langt síðan hún var tekin“, sagði Adam. — „Áður en ég gekk í herinn". Lee laut alveg niður að mynd- inni: — „Hún er líka orðin mjög ógreinileg", sagði hann. — „En eftir svipnum að dæma, hefði ég sagt að bróðir yðar hefði ekki haft mikla kímnigáfu til að bera“. „Það hafði hann heldur ekki“, sagði Adam. — „Hann hló aldrei". „Það var nú ekki nákvæmlega það, sem égÁtti við. Þegar ég las ákvarðanii-nar í rfðaskrá bróður yðar, datt mér í hug að hann hefði kannske verið maður með óvenju- lega grófan, ef ekki grimmdarleg- an, skilning á gamni. Þótti hon- um vænt um yður?“ „Ég veit það ekki“, sagði Adam. — „Stundum hélt ég að hann elskaði mig. Einu sinni reyndi hann að drepa mig“. „Já, hvort tveggja er í svip hans“, sagði Lee. — „Bæði ást og hatur, — kærleiksþorsti og morð- Afgreiðslufólk Viljum ráða frá 1. okt. duglegan ungan mann til afgreiðslustarfa og duglega stúlku til afgreiðslu og annarra starfa. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: Kjötverzlun —6330 Kjöthúðin Borg fýsn. Og þetta tvennt gerði hann að nirfli og nirfill er hræddur maður, sem felur sii bak við víg- girðingu úr peningum. Þekkti hann konuna yðar?" „Já“. „Þótti honum vænt um hana?“ „Hann hataði hana“. Lee andvarpaði. — „Það skipt- ir raunverulega ekki miklu máli. Vandamálið er sem sagt ekki fólg ið í því?“ „Nei, alls ekki". Mynduð þér vilja gera grein fyrir vandamálinu og reyna að kryfja það til mergjar?" „Það er nú einmitt það sem ég vil gera“. „Jæja, þá skuluð þér gera það“. „Það er eins og ég geti alls ekki einbeitt huganum að neinu sérstoku". „Viljið þér kannske að ég leggi fram spilin fyrir yður. Sá, sem ekki er neitt við málið riðinn á stundum léttara með að gera það“. „Það er einmitt ósk mín“. „Jæja, gott og vel“. Skyndilega rumdi í Lee og undrunarsvipur kom á andlit hans. Hann strauk ávala hökuna með lítilli, þunnri hendi. — „Það hafði mér ekki dottið í hug“, sagði hann. Adam hreyfði sig órólega til í sætinu: — „Ég vildi óska að þér fengjust til að tala örlítið ljósar", sagði hann gramur. — „Það er eins og maður standi andspænis svartri töflu og stari r einhverja dularfulla og óleysanlega reikn- ingsþraut". Lee tók reykjarpípu upp úr vasa sínum, með löngu, mjóu íben viðarmunnstykki og skálmynduð- um, litlum málmhaus. Hann fyllti hausinn með tóbaki, sem var svo smátt skorið að það líktist helzt dufti. Svo kveikti hann í því og saug réykinn fjórum sinnum að sér, en lét svo drepast í pípunni. „Er þetta ópíum?" spurði Adam. „Nei“, sagði Lee. — „Þetta er ódýrt, kínverekt tóbak og það er mjög óþægilegt á bragðið". „Hvers vegna eruð þér þá að reykja það?“ „Ég veit það ekki“, sagði Lee. „Það er sennilega vegna þess að það minnir mig á dálítið —“. Lee sat með hálf-lukt augu. — „Jæja, en snúum oklcur nú að efninu. —- Þessi kona er enn, sem fyrr, eig- inkona yðar og hún er enn á lífi. Samkvæmt erfðaskránni erfir hún sem svarar fimmtíu þúsund 10II- tirum. Það eru miklir peningar. Það er hægt að gera bæði mikið gott og mikið illt með svo hárri upphæð. Ef bróðir yðar hefði vit- að hvar hún er og hvað hún ger- ir, myndi hann þá hafa æskt þess að hún fengi peningana? Dóm- stólarnir reyna alltaf að uppfylla óskir arfgjafanna. „Það hefði bróðir minn eflaust ekki viljað“, sagði Adam. En svo minntist hann stúlknanna uppi á lofti veitingahússins og hinna tíðu heimsókna Charles til þeirra. „Þér neyðist kannske til að hugsa líka fyrir bróður yðar“, sagði Lee. — „Atvinna konu yðar er í sjálfu sér hvork’ ill né góð. Það geta sprottið dýrlingar upp úr hvaða jarðvegi sem er. Kannske myndi hún láta eitthvað gott af sér leiða í krafti þessara peninga. Slæm samvizka er bezti stökkpallurinn fyrir manngæzku og líknarlund". Það fór hrollur um Adam: — „Húr sagði mér hvað hún myndi gera, ef hún ætti peninga. Það var skyldara morði en mannkær- leika". „Þér álítið þá, að hún ætti ekki að fá þessa peninga?“ „Hún sagðist ætla að eyðileggja niarga mikils metna menn í Salinas. Hún getur líka gert það“. „Ég skil“, sagði Lee. — „Mér þykir vænt um að ég skuli geta séð þetta frá hlutlausu sjónar- mili. Heiðarleiki þessara mikils metnu manna hlýtur þá að vera með einhverjum snöggum blett- um. Siðferðislega séð, þá eruð þér andvígur því, að henni séu af- hentir peningarnir?" „Já“. „Jæja, nú skulum við athuga allar aðstæður. Hún hefur ekkert nafn, hvorki yðar né sitt eigið. Hún getur ekki gert kröfu til pen inganna án aðstoðar yðar, jafnvel þótt hún fengi vitneskju uim fyrir mæli erfðaskrárinnar". „Þér hafið sennilega alveg rétt fyrir yður. Nei, hún hefði auðvit- að engin ráð til að komast yfir peningana án minnar hjálpar“. Lee tók pípuna, skaraði öskunni úr henni með litlum málmprjóni og fyllti hana aftur með tóbaki. Meðan hann saug hana fjórum sinnum, lyfti hann þungum augna lokunum og virti Adam fyrir sér. „Þetta er mjög flókið siðferðds- vandamál", sagði hann. „Með yð- ar leyfi vil ég leggja það fyrir mína æruverðu ættingja og fela þeim að rannsaka það til ákvörð- unar“. Hann þagnaði, lagði píp- una frá sér og hélt svo áfram: — „Auðvitað nefni íg engin nöfn við þá. Þeir munu velta því fyrir sér og ræða það frá ólíkustu sjónar- miðum. Ég er viss um að þeir komast að einhverjum merkileg- um niðurstöðum. En þér hafið heldur ekki um neitt að velja". „Hvað meinið þér með því?“ spurði Adam. „Eða hafið þér það kannske? Þekkið þér sjálfan yður það mikið minna en ég þekki yður?“ „Ég veit ekki hvað gera skal", sagði Adam. — „É.g verð að hugsa mig betur um, áður en ég tek nokkra endanlega ákvörðun í þessu máli“. „Ég hef víst eytt tíma mínum til ónýtis", sagði Lee gremju- ajíltvarpiö Þriðjudagui* 3. september: Fastir liðir eins og venjulega. 19,00 Hús í smíðum; XXV. og síðasti þáttur: Marteinn Björns- son verkfræðingur svarar spurn- ingum hlustenda. 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). —■ 20,30 Erindi: Jón Vigfússon bisk- up á Hólum; síðara erindi (Egill Jónasson Stardal kand. mag.). — 20,50 Ei.rsöi.gur: Mattivilda Dobbs og Rolando Panerai syngja dúetta og aríur úr óperum (pl.). 21,20 íþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21,40 Samleikur á flðlu og píanó: Ida Háodel og Gerald Moore leika verk eftir Bloch, Dvo- rák, Stravinsky og Bartók (pl.). 22,10 Kvöldsagan: ,,.var hlújárn" eftir Walter Scott; XXXII. (Þor- steinn Hannesson les). — 22,30 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutning hans. — 23,20 Dagskrárlok. Miðvíkuclagur 4. seplemlier: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,30 Iæg úr óper- um (plötur). 20,30 Minnzt 50. ár- tiðar Edvards Grieg: a) Ivar Org land sendikennari flytur erindi um tónskáldið. b) Þuríður Páls- dóttir og Kristinn Hallsson syngja lög eftir Grieg; Fritz Weisshap- pel leikur undir á pianó. — 21,20 Upplestur: „Músagildran", smá- saga eftir Arthur Or.ire, í þýð- ingu Árna Hallgrímssonar — (Andrés Björnsson). 21,40 Tón- leikar (plötur). 22,10 Kvöldsag- an: „ívar hlújárn" eftir Walter Scott, í þýðingu Þorsteins Gísla- sonar; XXXTII. — f-ögulok. 22,30 Létt lög (plötur). — 23,00 Dag- skrárlok: LE5, I WANT YOU TO KEEP - YOUR EVE S ON MARK c . TRAII_____ NOW THAT HE KNOWS CHERKY DAVIS IS COMPETING WITH US IN THE HORSE . SHOW, HE MAY 'föj/mW- SLOW UP HIS TRAINING SO E SHE can win/ OKAY, MISS LEEDS, I'LL WATCH Mf HIM/ y. 1) — Lalli, ég vil að þú hafir vakandi auga með Markúsi. 2) — Þegar hann veit að Sirrí verður keppinautur á fjölleika- sýningunrii, þá getur verið að hann verði hyskinn við tamninguna. —■ Já, Loví&a, ég skal fylgjast með honum. 3) — Hvert sagðistu ætla að fara, Lovísa? — Aðeins í svolítinn reiðtúr. MARKUS Eftir Éd Dodd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.