Morgunblaðið - 03.09.1957, Síða 15

Morgunblaðið - 03.09.1957, Síða 15
Þriðjudagur 3. september 1957 MORCVISBL 4ÐIÐ 15 Framh. áf bls. 11 Islendinga. Það sýndi aldrei neinn glansandi leik, eins og menn bjuggust við af einu bezta liði Evrópu, enda munu nú leik- menn þess vera að enda sumar- frí sitt. Aldrei voru menn þó í vafa um hvort liðið hafði meiri tækni, meiri hæfileika til árang- ursríks leiks, meiri uppbyggingu og betri knattmeðferð. Enda hefði það atvinnumönnum illa sæmt að eiga eigi slíkt í ríkara mæli en mátulega æfðir íslenzk- ir áhugamenn. -jr Hófið Eftir leikinn hélt KSÍ hóf fyrir knattspyrnuliðin og fleiri gesti. Þar lýsti Björgvin Schram form. KSl þessum leik „sem stórkost- legum sigri íslands". Hann sagði, „að sigra mætti á annan hátt ’ knattspyrnuleik en með því að skora mörk. Slíkan sigur hefði ísl. liðið unnið.“ Við spyrjum: Er það rétt af forystumönnum knattspyrnu- hreyfingarinnar að verða svona ofsaglaðir yfir leik götótts ísl. landsliðs, sem mistekst að nota sér ákjósanleg tækifæri til marka? Væri ekki réttara að láta mátulega óánægju koma í ljós, ef ske kynni að mistökin í þess- um leik yrðu komandi landslið- um að lærdómi? Björgvin gerði og gagnrýni blaðanna á vali liðsins að um- talsefni og sagði m. a. („án þess að vilja gagnrýna einn eða neinn“), „að gagnrýni yrði að byggjast á heiðarleika, dreng- skap og kunnáttu". Ásakaði hann blaðamenn um að hafa rangfært skoðanir er fram komu á blaðamannafundi KSÍ á dögunum og sagði að bezt yrði að halda slíka fundi á frönsku, því blaðamenn skyldu ekki móðurmálið hvort sem væri .... Jafnframt bað hann blöðin um vinsamlegt samstarf. Er þetta réttasta leiðin til sam- starfsins vinsamlega? Hvað er eftir í gagnrýni blaðanna (jafn- vel þó þau séu á einu máli), ef í hana vantar „heiðarleika, dreng lyndi og kunnáttu"? Vér spyrj- um: Er þá nokkuð eftir nema óheiðarleiki, ódrenglyndi og van- kunnátta? Var það kannski það sem meint var um leið og beðið var um gott samstarf? Síðar tóku til máls í hófinu formaður franska knattspyrnu- sambandsins sem þakkaði fyrir Frakka og ambassador Frakka, Voillery, sem talaði um tengsl Frakka og íslendinga á sviði íþrótta á undanförnum árum. A. St. Dómarinn o<r línu- verðir vöktu mesta athygli HVAÐ mesta athygli á vellinum á sunnudaginn vöktu dómarinn R. H. Davidson og línuverðirnir RAGNAR JÓNSSON hæstaréllarlogmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Loprfræðistörf. — EignaumsýslH. Gísli Einarsson hcraðsdómslögmaöur. Málfiutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Kristján Guðlaugssor hæsturéttarlögmaður. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400. Hilmar Garðars hc.'aðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa. Gamja-Bíó. Ingólfsstræti. samlandar hans skozkir. Ekkert fór fram hjá þeim það er varðaði knattspyrnulögin og árvekni þeirra í starfi, staðsetningar til að sjá alltaf sem bezt og einstök aíhygli þeirra, vakti eftirtekt al'.ra. Þarna eru menn sem kunna til síns verks. Af þessum mönn- um mættu ísl. dómarar mikið læra. Það gefst og tækifæri til þess, því að í Þjóðleikhússkjallaran- um í kvöld kl. 8,30 spjallar skozki milliríkjadómarinn David son við dómara um ýmis þeirra málefni og svarar fyrirspurnum Allir dómarar eru eindregið hvattir til að mæta. Londslíðið ekhi vnlið enn SEINT í gærkvöldi var enn óval- ið í landslið fslands sem leika á gegn Belgíu annað kvöld. Höfðu staðið yfir langir fundir innan stjórnar knattspyrnumálanna, en liðið hafði þó ekki verið tilkynnt. Ekkert spurðist um það hvort uppi væru deilur um val í liðið. En einsdæmi mun það vera að yfirstjórn knattspyrnumála til- kynni ekki með eins dags fyrir- vara opinberlega landslið er leika á í heimsmeistarakeppni. Sínii 1-85-80. Bílamálun — ryðbætingar. réttingar — viðgerðir. BÍLVIRKINN, Síðumúla 19. SKIPAUTGCB* RÍKISINS SKJALDBREIÐ vestur um land til fsafjarðar, hinn 6. þ. m. Tekið á móti flutn- ingi til Snæfellsnesshafna, Flat- eyjar og Vestfjarðahafna, í dag. Farseðlar seldir á fimmtudag. HERÐUBREIÐ austur um 1 ?.nd til Bakkafjarð- ar hinn 7. þ.m. Tekið á móti flutn ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarf j arðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar á morgun. Farseðl- ar seldir á föstudag. SKAFTFELLINGUP Tekið á móti flutningi tii Vest- mannaeyja daglega. Kennsla Byrja aftur aS kenna. Ottó Arnaldur Mag.iússon (áður Weg), Grettisgötu 44A. Sími 15082. — Samkonur Fíladclfía Almennur biblíulestur kl. 8,30. Allir velkomnir! BEZT AÐ AUGLfSA I MORGUNBLAÐINXJ Simanúmer okkar er 33507 Bílaskálinn hf. við Kleppsveg Sf. Jósefskóii, Hafnarfirði verður settur mánudaginn 9. september. Börn 8, 9, 10, 11 og 12 ára, mæti kl. 10 f. h. en 7 ára börn þriðjudaginn 10. september kl. 1 e. h. Skólastjórinn. Konur! IWunið sér sund fíma ykkar í sundhöllinni, mánudaga, þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga klukkan 9 e. h. og í sund- laugunum kl. 9 f. h. sömu daga. Konur, lærið og æfið sund og syndið 200 metrana. Okeypis kennsla. Sundfélag kvenna. Höfum fyrirliggjandi Rennilásar 4—6 mm breiðir, 12—55 cm. langir, opnir og lokaðir. Ennfremur damask, léreft, lakaléreft og fið- urhelt léreft. Perlon-sokkar dömu, bómullar og krep- perlon sokkar herra. Sloppatölur, léreftstölur, skyrutölur, handklæði, af- þurrkunarklútar, gólfklútar o. m. fl. Væntanlegt: Rifflað flauel, mollskinn, mislitt og rönd- ótt, silki léreft, mislitt þoplin o. fl. Söluumboð fyrir Verksm. Magni hf. Jóh. Karlsson & Co. Reykjavík Hveragerði Sími 3 47 37. Sími 2 20 90. Beztu þakkir til allra sem með heimsóknum, gjöfum og skeytum sýndu mér vinsemd á fimmtugsafmæli mínu 28. ágúst. Bjarni Kolbeinsson, Njálsgötu 80. Öllum þeim mikla f jölda vina og vandamanna f jær og nær, er heiðruðu mig á hundrað ára afmæli mínu 29. ágúst sl. með hlýju 'handtaki, heimsóknum, skeytum, blómum og öðrum gjöfum, minntust mín af hlýhug í blöð- um og útvarpi, þakka ég af hræðru hjarta og bið algóðan Guð að launa ogb lessa á ókomnum tímum. Pétur Hafliðason. Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli minu þann 22. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Stefán Stefánsson, Árnagerði, Fáskrúðsfirði. Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hlíð, andaðist 2. september að heimili sínu, Hlíðarbrautlö, Hafnarfirði. Börn hinnar látnu. Maðurinn minn og faðir okkar JÓNAS JÓHANN KRISTMUNDSSON, andaðist að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 55, laugaj,- daginn 31. þ. m. María Magnúsdóttir og börn. Hjartkær sonur okkar og bróðir RÚNAR G. GUÐJÓNSSON, Kársnesbraut 23, lézt 31. ágúst sl. Guðrí-ður Árnadóttir, Guðjón Jónatansson og sysíkini. JÓN SIGFÚSSON deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki verður jaðsunginn miðvikudag 4. september. Athöfnin hefst á heimili hans, Aðalgötu 13, kl. 2 e.h. Jórunn Hannesdóttir, börn og tengdabörn. Jarðarför eiginmanns míns GEORGS PÁLSSONAR sem lézt 25. ágúst, fer fram frá Siglufjarðarkirkju mið- vikudaginn 4. september klukkan 2. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Hólmfríður Guðjónsdóttir. Eiginmaður minn og fósturfaðir LÚÐVÍK M. LÚÐVÍKSSON Kirkjuveg 72, Vestmannaeyjum, sem lézt 25. fyrra mán- aðar, verður jarðsunginn fimmtud. 5. september. Athöfn- in hefst með bæn að heimili hans kl. 2 e.h. Helga Sigurðardóttir, Dagný Ingimundardóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐBRÖNDU GUÐBRANDSDÓTTUR Hjarðarfelli. Börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vináttu við fráfall og jarðarför "Inannsins míns JÓNS EYJÓLFSSONAR, Fyrir hönd aðstandenda Þórunn Pálsdóttir, Fálkagötu 36. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall INGIBJARGAR BACHMANN JÓNSDÓTTUR, Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.