Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 16
197. tbl. — Þriðjudagur 3. september 1957,
2-24-80
2-24-80
Héraðsmót í Eyjafirði
Fullkomnasta farþegaþota
Rússa kemur til Keflavíkur
í fyrsta skipti sem rússneska farþega
flugvélin TU-104 flýgur yfir
Atlantshafið
ÁKVEÐIÐ er, að' fullkomn-
asta farþegaflugvél Rússa,
TU-104, komi við hér á lanoi
á leið sinni yfir Atlantshai.
Flugvélin er með tvo þrýsti
loftshreyfla, sem eru óvenju
lega sterkir og má geta þess,
að sérfræðingar á Vesturlönd
um gizka á, að hvor hreyfill
hafi um 20 þús. punda þrýst-
ing. Er það um það bil helm-
ingi meiri orka en í venju-
legum hreyflum, sem nú eru
í notkun.
Flugvél af gerðinni TU-104
kom í fyrsta skipti til Vestur-
landa með þá Krúsjeff og Bulg-
anin, þegar þeir fóru í hina
frægu opinberu heimsókn sína
til Bretlands. Vélin vakti þá fó-
dæma athygli og reyndu sérfróð-
ir menn um flug að athuga hana
sem bezt þeir gótu, meðan hún
var á Lundúnaflugvelli. Ekki
hefur slík vél oft sézt á Vestur-
löndum síðan þeir Krusjeff og
Bulganin voru í Bretlandi, en þó
mun flugvél af þessari gerð hafa
komið við i Kaupmannahöfn.
Flugvélin, sem kemur við i
Keflavík, er á leið vestur um haf
með rússnesku sendinefndina á
þing S. Þ. Ekki getur hún flogið
með alla nefndina ‘ einu, svo að
ráðgert er, að farnar verði tvær
ferðir. Vélin er væntanleg til
Keflavíkur á fimmtudagsmorgun
og svo aftur einhvern tíma 4
tímabilinu 13.—15. september
n.k. Ekki er blaðinu kunnugt um
hvort komið verður við á íslandi
í bakaleiðinni.
Mbl. hefur snúið sér til Björns
Jónssonar flugumferðarstjóra og
spurt hann um flug þetta. Hann
sagði, að Rússar hefðu fyrir
nokkru snúið sér til íslenzka ut-
anríkisráðuneytisins og beðið um
lendingarleyfi hér og hefðu þeir
nú fengið það. Hann bætti því
við, að við hefðum ekki loftferða
samning við Rússa og þegar svo
væri, þyrfti sérstaklega að biðja
um lendingarleyfi.
Björn Jónsson benti á, að þetta
væri í fyrsta skipti sem flugvél
af þessari gerð flýgur yfir At-
lantshafið og mundi hún þurfa að
koma við í Lundúnum, þar sem
ekki væri fullkomlega öruggt að
fljúga beint frá Moskvu til
Reykjavíkur, hér væri enginn
varaflugvöllur fyrir svo stórar
þotur. Þær gætu hvergi lent
nema á Keflavíkurflugvelli. Þá
sagði hann ennfremur, að Rússar
hefðu óskað eftir því, að beint
talsamband yrði úr flugturninum
á Reykjavíkurflugvelli til
Moskvu, en ekki kvaðst hann
vita, hver væri tilgangurinn með
því. Sennilega vildu Rússar fylgj
Austurrískir leið-
angursmenn hcr
í GÆRDAG tók fólk eftir því r.ð
margir útlendingar, alskeggjaðir
voru á ferli á götum bæjarins og
töluðu þýzku og ensku. Vöktu
mennirnir nokkra eftirtekt, sér-
staklega vegna skeggsins.
Þetta voru þó hvorki Þjóðverj-
ar eða Englendingar, heldur aust
urrískir Lauge Koch-leiðangurs-
menn á leið heim til sín frá
Grænlandi þar sem þeir hafa
dvalizt undanfarna mánuðj við
jarðfræði- og jöklarannsóknir.
Nokkrir þessara leiðangurs-
manna héldu til Austurríkis
héðan í gærdag, en þeir síðustu
fara í dag snemma. Höfðu menn-
irnir haft lítinn tíma til að láta
skera hár sitt og skegg meðan
þeir dvöldust á Grænlandi en
létu það verða eitt sitt fyrsta
verk er þeir komu hingað.
ast eins nákvæmlega með flug-
inu og þeir gætu. Þeir ættu ekki
aðild að Alþjóðaflugmálastofn-
uninni og þekkja lítið það fjar-
skiptasamband sem hún sér um,
þegar um venjulegt flug er að
ræða. Björn kvaðst einmitt hafa
reynt talsambandið í gærmorgun,
en skilyrði hefðu verið slæm og
lítið heyrzt. Það stæði þó senni-
lega til bóta.
Flug þetta hefur vakið mikla
athygli erlendis og í fréttum hef-
ur verið skýrt frá því. Ákveðið
mun vera, að Rússarnir leggi
upp frá Moskvu og fljúgi til New
York með viðkomu í Lundúnum,
Keflavík og í Goose bay á Labra-
dor. Þar koma bandarískir loft-
siglingafræðingar um borð og
stjórna flugvélinni til New York.
Flogið verður í 35 þúsund feta
hæð og er gert ráð fyrir, að flug-
ið taki um 13 klukkustundir. —
Flugleiðin er um 5400 mílur.
gjaldeyrisbraski kommúnista
EINN þátttakendanna í Heims-
mótinu i Moskvu, Magnús Þórð-
arson stud. jur., segir m. a. í
grein, sem hann hefur skrifað
um mótið, hér í blaðinu: „Fyrir
hvern íslending voru greiddir
4 dollarar á dag í hina 15 móts-
daga, eða um 980 krónur alls.
Aðra peninga hafa Rússar ekki
getað fengið frá okkur með lög-
legum hætti, því að það sem um-
fram var í yfirfærsluleyfi fyrir
hvern íslending, var okkur
greitt í dönskum krónum í Ilöfn,
og greiddi hver fyrir það sér-
staklega hér heima. Þar sem ís-
lenzka þátttökugjaldið var 5500
kr. á mann (4700 kr. fyrir söng-
fólk) verða því alltaf eftir óút-
skýrðar milli 3500 og 4000 kr..
þegar frá er dregið fargjaldið á
Drottningunni. — Við skulum
samt vona, að þær hafi einhvern
veginn komizt til skila. Hvort
nokkurt gjaldeyrisbrask fór fram
í sambandi við mótið eða ekki,
get ég ekki fullyrt neitt um, þar
sem mér var ekki boðin þátttaka
í því. Hitt er annað mál, að
opinskátt var talað um, að 3000
kr. danskar hefðu verið seldar
á svartamarkaðsverði í skrif-
stofu íslenzku mótsnefndarinnar,
en sumir nefndu hærri tölu. — I
Moskvu gat svo hver sem viidi
keypt rúblur fyrir hina ágætu
íslenzku krónu, og er það enn
eitt dæmi um gestrisni og
kurteisi Rússa. Þó munu þeir hafa
fengið „eftirþanka" því að túlk-
arnir fjargviðruðust mjög yfir
því, að íslendingar keyptu rúbl-
ur allra þjóða mest“.
Hér er svo langt sem það nær
staðfest frásögn Mbl. af gjald-
eyrisbraski kommúnista í sam-
bandi við Moskvumótið og verð-
ur ekki séð, hvernig stjórnar-
völdin geta leitt málið hjá sér
öllu lengur og skellt skollaeyr-
um við háværum kröfum um
rannsókn á þvi.
Farþegaþotan TU-104
Þórður Jónsson (11) skoraði einasta mark fslands í Iandsleiknum. Markvörðurinn var illa staðsett-
nr og varnarleikmenn höfðu ekki minnstu mögdleika að varna marki. Þarna kom gat í frönsku
vörnina. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
í GÆRKVÖLDI var héraðsmót
Sjálfstæðismanna í Eyjafirði, í
hinu nýja félagsheimili að Frey-
vangi í Öngulsstaðahreppi. Var
mót þetta mjög fjölsótt og hið
ánægjulegasta.
Árni Ásbjarnarson bóndi í
Kaupangi setti mótið og stjórn-
aði því. Bauð hann velkomna
langt aðkomna gesti, ræðumenn
og skemmtikrafta og þakkáði
þeim komuna.
Magnús Jónsson alþingismaður,
tók fyrstur til máls. Hóf hann
mál sitt með því að lofa híð
glæsilega félagsheimili og óska
íbúum sveitarinnar til ham-
ingju með það. Síðan vék hann
máli sínu að stjórnmálaástand-
inu og ræddi um það á víð og
dreif. Benti hann á að núver-
andi stjórnarflokkar skömmuðu
Sjálfstæðismenn fyrir að skýra
fólki frá því sem væri að gerast
í stjórnmálum þjóðarinnar, hins
vegar vildi stjórnin halda þar
öllu leyndu. En það væri
sannfæring Sjálfstæðismanna að
það væri sannleikurinn einn sem
segja yrði þjóðinni um gang
stjórnmálanna á hverjum tíma.
Ingólfur Jónsson alþingismað-
ur ræddi einnig stjórnmálaástand
ið í dag. Gerði hann m.a. að um-
talsefni vinndeilurnar og efndir
stjórnarsinna á loforðum um
vinnufrið. Þá benti hann á hvern
ig Sjálfstæðismenn hefðu í fyrr-
verandi stjórn viljað leysa
aðsteðjandi vandamál vegna verð
bólgunnar. Hefðu ráðstafanir
þær er þeir hefðu lagt til að gerð-
ar yrðu kostað þjóðina, sam-
kvæmt útreikningi Hagstofunnar
á fyrra ári 20—25 miljónir kr. og
ef til vill 30 millj. á þessu ári.
Hins vegar hefði þjóðin nú fer.g-
ið 300 millj. kr. auknar álögur
vegna aðgerða núverandi stjórn-
ar.
Ræðum alþingismannanna var
mjög vel tekið.
Að loknum ræðum þeirra
Magnúsar og Ingólfs var fluttur
söngleikurinn Ást og andstreymi
eftir Offenbach. Voru söngvarar
þau Guðmunda Elíasdóttir, Þuríð
ur Pálsdóttir og Guðm. Jóns-
son, en undirleik annaðist Fritz
Weisshappel. Var þessum létta
gamansöngleik mjög vel fagnað
og að lokum var stiginn dans.
— vig.
Moskvufari staðfestir frásögn Mbl. af