Morgunblaðið - 13.09.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 13.09.1957, Síða 8
8 MORGXJTSBIAÐIÐ Föstudagur 13. sept. 1957 roðtntfrfaMfr Útg.: H.i Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. VANDAMÁL LANDBÚNAÐARINS AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda stendur um þessar mundir yfir. Eru þar að sjálfsögðu rædd vandamál landbúnaðarins, sem mörg hver eru jafnframt mál er varða þjóð- ina í heild. Enda þótt framleiðsla landbúnaðarafurða hafi stórauk- izt á undanförnum árum með auk inni tækni, er þó hagur og af- koma bændastéttarinnar ákaf- lega m.isjöfn. Búin eru mjög mis- jöfn að stærð og sama gildir um arðsemi búpeningsins. Sést það greinilegast af því að bezti arður af fóðraðri kind er talinn vera 28 kg. af kjöti en lakasti arður af kindinni er hins vegar talinn vera þriðjungi minni. Mesta af- urðamagn eftir kúna er hins veg- ar talið vera 3600 lítrar mjólkur með 4,13% fitu en lakast 1800 lítrar með 3,4% fitumagni. Af þessu sést það greinilega hversu geysiþýðingarmikið það er að unnið sé ötullega að kyn- bótum á bústofninum og sem beztri meðferð hans. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á Stéttarsam- bandsfundinum í gær eru rúm- lega 4000 bændur, sem hafa það lítil bú, að þau þola nær enga fjárfestingu. Þessi stóri hópur bænda hefur minna bú en gert er ráð fyrir, þegar reiknaður er út verðlagsgrund völlur landbúnaðarafurða, en samtals munu vera rúmlega 6000 bændur í landinu, Erfiðar aðstæður Ýmsar ástæður liggja til þess að búin eru svo smá, sem raun ber vitni. Heilir landshlutar hafa fram á síðustu ár verið nær veg- lausir og ekki átt kost á því að fá til sín stórvirkar ræktunar- vélar. f þessum héruðum hefur ræktunin gengið of hægt til þess að búin gætu stækkað svo nokkru næmi. En aukin ræktun hlýtur ávallt að verðá frumskilyrði bættrar afkomu og aukinnar framleiðslu í sveitum landsins. Þá hefur fólksleysið undanfar- ið sorfið að bændum í flestum landshlutum. Hefur það átt rík- an þátt í því að hindra myndun stórbúa í íslenzkum sveitum. En að því verður hiklaust að keppa að skapa hér aðstöðu til stórbú- skapar, sm víðast um landið. Án hans verður erfitt að gera land- búnaðinn að þeirri kjölfestu í þjóðlífinu, sem hann þarf að vera. Skortur á stofnfé Enda þótt ungir menn séu mjög hvattir til þess um þessar mundir að hefja búskap, verður því þó alls ekki neitað að skil- yrðin til þess eru engan veginn eins góð og æskilegt væri. Til þess að kaupa jörð, vélar og bu- stofn þarf mikið fjármagn. Engin sérstök lánastofnun hefur það sérstaka hlutverk slt lána frum- býlingum til bústofnunar. Veð- deild Búnaðarbankans er aðeins veikur vísir að slíkri starfsemi, en er í raun og veru sáralítils megnug í þessum efnum. Það er eitt mesta vandamál bændastéttarinnar í dag, hvernig úr þessu verður bætt. Það er ekki nóg að efla þá • sem nú búa í sveitum lands- ins til ræktunar og byggingar- framkvæmda, ef örfáir menn hafa aðstöðu til þess að taka við jörðunum síðar. í þessum efnum verður að vinna af meiri framsýni og hygg- indum en áður hefur verið gert. Fjölbreyttari framleiðsla Á það verður einnig að leggja aukna áherzlu, að gera fram- leiðslu íslenzkra landbúnaðaraf- urða fjölbreyttari en hún er í dag. Svo er nú komið að innanlands- markaðurinn tekur ekki við nánd ar nærri öllu því magni, sem framleitt er af mjólkurafurðum og kindakjöti. Segja má að vísu að bændur eigi sama rétt á því og aðrir framleiðendur að ríkis- sjóður verðbæti þann hluta af- urða þeirra, sem út er fluttur. Engu að síður verða bændur að freistast þess að haga framleiðslu sinni nokkuð með tilliti til hins erlenda markaðar. Þess vegna bendir margt til þess að skynsam- legt sé, eins og vakin hefur ver- ið athygli á, að auka hér verulega ræktun holdanautgripa, sem lík- legt er að verði útgengilegri vara á erlendum mörkuðum en ísl. kindakjöt. Trúin á landið Enda þótt margvíslegir erfið- leikar, svo sem sífelt vaxandi dýrtíð og skortur á fjármagni og. fólki, blasi við íslenzkum bænd- um í dag, er þó síður en svo á- stæða til þess að örvænta um hag landbúnaðarins á Islandi. Hér hafa á skömmum tíma orðið stór- felldar framfarir. Ein eða tvær kynslóðir hafa lyft Grettistökum á sviði ræktunarmálanna, sem þjóðin í heild mun um langa framtíð njóta góðs af. fslenzkar sveitir eru í dag betri og byggi- legri en nokkru sinni fyrr. Kapp- hlaupið um skjótfenginn gróða hefur að vísu villt mörgum sýn á síðustu árum. Þrátt fyrir það er trúin á landið, arð moldarinn- ar og hins skapandi ræktunar- starfs, þróttmikil og lifandi í brjóstum þúsunda dugmikilla manna. Ef forystumenn þjóðar- innar sýna skilning á þörfum landbúnaðarins, mun hann halda áfram að blómgast. Hann mun tryggja þjóðinni holl og nauðsyn leg matvæli, um leið og gamall menningararfur heldur áfram að ávaxtast í sveitum landsins. Nýi verðlagsgrund- völlurinn Um hinn nýja verðlagsgrund völi iandbúnaðarafurða, eru sjálfsagt skiptar skoðanir. Margir bændur munu teija hann sér mjög óliagstæðan, aðxir telja hann sér sæmilega hagstæðan. En hann er ávöxt- ur samkomulags milli fulitrúa neytenda og framleiðenda. Sú staðreynd verður hins veg- ar ekki sniðgengin, að hratt vaxandi dýrtíð bitnar í dag harkalega á bændastéttinni, sem viðurkennd er sem spar- samasta og hófsamasta stétt landsins. ÖR HEIMI J Alvarlegar horfur hjá norskum sjávarútvegi Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi grein frá norska blaðamanninum Ketil Jamte Einrem: „EKKI alls fyrir löngu átti norska stjórnin fund við full- trúa norskra sjávarútvegsmanna. Vandamálin, sem fyrir fundinum lágu, voru alvarleg. Nú er svo komið, að grípa verður til rót- tækra aðgerða til að bjarga norsk um sjávarútvegi. Að öðrum kosti má ganga út frá því sem vísu, að sjómenn geri alvöru úr hótunum sínum um verkfall. Það leiðir ekki aðeins til þess, að Norð- menn fá lægri tekjur af útflutn- ingi, heldur munu keppinautar þeirra á hinum alþjóðlega fisk- markaði án efa kunna að hag- nýta sér möguleikana meðan norsku fiskiskipin liggja við bryggju. Forsaga Forsaga þessara ^rfiðleika er sem hér segir: Eftir að nokkrar vertíðir hafa brugðizt, er norskum sjómönnum orðið það ljóst, að þeir hafa dregizt aftur úr í velmegunar- þróun Noregs. Þess vegna krefj- ast þeir uppbóta í hærra fisk- verði. Hins vegar hefur fram- leiðslukostnaður aukizt svo mjög í Noregi, að margar vörur eru orðnar alltof dýrar fyrir erlend- an markað. Og 85% af öllum fiski, sem Norðmenn veiða, eru flutt út. Hallarekstur Ef síldinni er sleppt, nam hall- inn á fiskútflutningi Norðmanna í fyrra um 50 milljónum norskra króna. Horfurnar á þessu ári eru sízt bjartari. Einu fiskafurðirnar sem hægt verður að flytja út hallalaust eru saltfiskur. Allar áðrar fiskafurðir eru greiddar niður úr Fiskverðjöfnunarsjóðin- um en hann hefur alls haft um 250 millj. króna tekjur árin eftir stríðið. Hinn 1. júlí í ár voru eftir í sjóðnum aðeins 53 milljónir króna, og búizt er við, að í lok þessa árs verði sjóður- inn þurrausinn. Það eru vanda- málin, sem skapast munu við það sem stjórnin hefur nú rætt við fulltrúa sjávarútvegsins. Sjómenn hafa gefið í skyn, að þeir vilji fá ríkistryggt lágmarks- verð og tryggingu fyrir ákveð- inni sölu' til að geta búið við sæmileg lífskjör. En hvernig á að greiða þetta, þegar sjóðurinn er þurrausinn, ef markaðshorfur batna ekki? Útlitið fyrir betri markaði er ekki heldur bjart. Þá er ekki annað eftir en greiða niður fiskútflutninginn úr ríkis- sjóði — annaðhvort beint eða óbeint með því að veita styrki til beitukaupa, eldsneytis, veiðar- færa flutninga o s. frv. fyrir kosningarnar til Stórþings- ins 7. okt. Ástæðan er nefnilega sú, að margir ráðherranna, þeirra á meðal sjávarútvegsmálaráð- herrann, virðast ekki hafa neina sérstaka trú á tillögunni. Þeir óttast, að ríkisrekstur útflutn- ingsins muni aðeins torvelda lausn núverandi vandamála og e. t. v. skapa ný. Vilia aukið frelsi Fáir atvinnuvegir hafa verið jafnbundnir reglum og lögum eft- ir stríðið og sjávarútvegurinn. Fiskframleiðendur og útflytjend- ur hafa yfirleitt greitt meira en lágmarksverð, en mestur hluti milliliðagróðans hefur farið í Fiskverðjöfnunarsjóðinn sem út- flutningsgjöld. Meðal þeirra sjávarútvegsmanna, sem ekki eru alltof mikið á snærum stjórnar- innar, er nú sívaxandi skilning- l ur á því, að veita þurfi atvinnu- lífinu meira frelsi. Þeir benda á, að eftir stríð hafi verið strangar reglur og eftirlit með framleiðsl- unni, og árángurinn sé sá, að nú standi menn gagnvart óyfirstíg- anlegum erfiðleikum. Ný stjórn mundi auka frelsið Hins vegar er lítil ástæða til að gera ráð fyrir því að stjórnin muni áræða að ganga í berhögg við róttækustu stuðningsmenn sína með því að slaka á taumun- um. En sá möguleiki er fyrir hendi, að eftir kosningarnar í haust verði stjórnarskipti, og það er hafið yfir allan vafa, að stjórn, sem lýtur ekki leiðsögn Verka- mannaflokksins, mun leitast við að skapa aukið frelsi í sjávarút- veginum, sem er Norðmönnum svo mikilvægur. Víkkun landhelffinnar Sums staðar í Noregi er því haldið fram, að víkkun land- helginnar í 12 mílur og frjálst viðskiptasvæði í Evrópu séu einu möguleikarnir, sem Norðmenn hafi til að skapa þolanlegt ástand í sjávarútvegi sínum. En eins og menn vita, er það mikið vafamál, að fiskur verði tekinn með, ef frjáls verzlun í Evrópu kemur til framkvæmda, og það er líka óráðin spurning, hvernig norsk stjórn mundi snúast við, ef til þess kæmi að víkka landhelgina. Líða mun enn nokkur tími, áður en það vandamál verður útkljáð í hinni sérstöku nefnd S. Þ., sem fjallar um þetta erfiða vanda- mál. Deilt um víkkunina í Noregi eru menn engan veg- inn á einu máli um víkkun land- helginnar. Sjómenn í Norður- Noregi virðast vera hlynntir hug- myndinni, því þá mundi meiri- hluti hinna útlendu togara, sem halda sig við strendur Noregs, hverfa og þessi físksælu mið geymd handa Norðmönnum ein- um. Með því mundu möguleik- arnir á aukinni fisksölu til Eng- lands, Frakklands og Þýzkalands einnig aukast, þar sem með því er reiknað, að þessi lönd geti ekki stundað fiskveiðar svo nokkru nemi á Barentshafinu einu saman, þar sem öll skilyrði eru mjög ótrygg. Sjómenn í Vestur-Noregi eru hins vegar lítið hrifnir af víkkun landhelginnar. Þeir reikna með því, að Noregur verði ekki eina landið, sem víkkar landhelgi sína, heldur muni önnur lönd gera slíkt hið sama. Það kynni að leiða til þess, að fiskveiðar Norð- manna í fjarlægum höfum drægj- ust mjög saman eða stöðvuðust með öllu. Leysir ekki vandann Hvaða afleiðingar víkkun land- helginnar kann að hafa fyrir norskar siglingar yfirleitt, er ekki heldur ljóst ennþá. Það er a. m. k. hægt að slá því föstu, að þeir, sem vona, að 12 mílna landhelgin muni leysa öll fisk- veiðivandamál Norðmanna í einu vetfangi, eru heldur um of bjart- sýnir. Það þarf áreiðanlega rót- tækari aðgerðir til þess, og þeg- ar líður á haustið mun koma í ljós, hvaða aðgerðir þykja beztar í bili. Hins vegar er það augljóst mál, að Norðmenn geta ekki leyst vandamál sjávarútvegsins á skömmum tíma — nema því að- eins að markaður batni skyndi- lega. En því miður bendir ekkert til að það muni gerast. Svíar hækka tollana Hinir raunverulegu erfiðleikar hafa annars haft það í för með sér, að hlaupið hefur smásnurða á þráðinni milli Svíþjóðar og Noregs. Eftir styrjöldina hafa Norðmenn byggt upp nýtízku iðnað fyrir frystan fisk, og selja þeir að jafnaði árlega um 3000 tonn af frystum fiskflökum og fiskbollum til Svíþjóðar. En með tilliti til hagsmuna sænskra fisk- framleiðenda, hafa sænsk yfir- völd lagt svo háa tolla á inn- fluttan frystan fisk, að telja má næstum ókleift að selja þessar afurðir þangað. Norskir sölu- menn gera ráð fyrir því, að með lækkuðum tollum gætu Norð- menn selt nágrannaþjóðinni a. m. k. 10.000 tonn af frystum fisk- afurðum árlega. Mundi það hafa mikla þýðingu fyrir sjávarútveg- inn og fiskframleiðsluna í Noregi, en eins og sakir standa virðast Svíar ekki ætla að lækka toll- ana. Sænskir sjávarútvegsmenn hafa meira að segja heimtað enn hærri tolla til að minnka inn- flutninginn. Utanríkisráðuneyti landanna hafa rætt málið, en án endanlegs samkomulags enn sem komið er“. Fágaður Ijóðaflutningur Sumir vilia ríkisrekstur En þetta eru ekki einu vanda- málin,' sem norskur sjávarútveg- ur stendur andspænis. Fiskimála- sérfræðingar Verkamannaflokks- ins hafa einnig beint skeytum sínum að útflytjendum og sagt sjómönnum, að margir af erfið- leikunum mundu hverfa, ef út- flutningurinn væri í höndum ríkis ins eða einhverrar stofnunar á vegum þess. Sjávarútvegsmála- ráðuneytið skipaði ekki alls íyrir löngu nefnd, sem komst að þeirri niðurstöðu. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki enn tekið afstöðu til tillög- unnar, og mun tæplega gera það í STÓRBORGUM Evrópu telst það mikill tónlistarviðburður er ljóðaflokkur Mullers og Franz Schuberts „Die schöne Muller- in“ er fluttur í heild á opinberum tónleikum. Aðeins hámenntaðir listamenn ráðast þar í það að flytja þetta mikla verk, sem gerir geysimikla kröfu til músikþroslca og söngkunnáttu. í Reykjavík er það stórviðburð- ur og aðeins á færi félaga, sem eiga innan sinna vébanda mikinn fjölda þroskaðra áheyrenda. Meðferð Hermanns Prey og Guð rúnar Kristinsdóttur á þessu dá- samlega rómantíska verki var yfirleitt með afbrigðum góð. Hverju orði, hverri línu og lagi var gefið innihald, sem oft nálg- aðist fullkomna listræna túlkun. Sama mátti segja um samstarfs- mann söngvarans undirleikarann Guðrúnu Kristinsdóttur. Guðrún er augsýnilega efni í mikla lista- konu. Hermann Prey er aðeins 28 ára gamall, en hefir náð leikni og þroska í meðferð ljóðs og lags, sem nágast að vera einsdæmi um mann á þessum aldri. Vikar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.