Morgunblaðið - 29.09.1957, Page 3
Sunnudagur 29. sept. 1957
3
HtORGVNBÍ. AÐÍÐ
Úr verinu
Þórir Þórðarson dósenf:
Postulleg kirkja
Togaramir
Tíðin var góð hér við land
þessa síðustu viku, engin frátök
hjá togurunum þrátt fyrir all-
snarpa vestanátt síðarihluta vik-
unnar. Við Grsenland var einnig
gott fiskiveður.
Á heimamiðum hefur verið
sæmilegur afli og hjá sumum á-
gætur eins og Þorsteini Ingólfs-
syni, sem kom inn í fyrradag með
nærri fullfermi, 240 lestir, og fór
rakleitt til Þýzkalands.
Við Grænland hefur afli verið
misjafn. Tvö skip, Neptúnus og
Marz, fengu þar uppgripaafla á
svonefndum Banan-banka, norð-
arlega við Vestur-Grænland um
1100 mílna siglingu frá íslandi
eða álíka vegalengd og til Hull.
Fengu skipin fullfermi, um 350
lestir, á tveimur sólarhringum,
allt karfi. Það er víst vart hægt
að koma meiri afla niður í farm-
rými togara á styttri tíma. Skip
hafa reynt þarna áður og fengið
þar góðan afla, en ekki eru þetta
víðáttumikil mið, a.m.k. hvað
karfann snertir, og ekki fengu
tvö skip, sem komu þarna rétt á
eftir, afla, en það má vera, að
veðrið hafi átt þar nokkurn þátt
i.
Fisklandanir sl. viku:
Skúli Magnúss. 248 tn 16 dagar
Marz 321 — 11 —
Neptúnus 349 — 12 —
Samtals 918 tn
Sölur erlendis:
Karsefni 224 tn DM 123 þús
ísborg 132 — — 81 —
Vöttur 200 ------ 117 —
Reykjavík
Síðarihluta vikunnar hefur
verið ótíð, þó hafa netjabátarnir
vitjað um annan hvern dag, og
hefur afli verið um 2 tonn í róðri.
Nokkrir hafa skroppið út með
handfæri, en afli verið sáratreg-
ur, einn bátur, Happasæll, komst
hæst upp í 1100 kg. yfir daginn.
Keflavík
Síldarbátamir hafa ekki farið
út síðustu daga vegna vestan
storm-streKkings. Aðfaranótt
laugardagsins var ætlunin að róa
og nokkrir fóru af stað, en sneru
aftur.
Fyrrihluta vikunnar, sem róið
var. var afli rýr eins og áður.
Kinn eða tveir bátar fengu 3d—
40 tunnur í róðri síðast, þegar
farið var út á miðvikudaginn, en
hi íir voru með minna og sumit
ekki neitt.
Sjómenn segja margt, en fátt
gott um síldveiðarnar, en flestir
búast þó við síld í næsta straum
kringum 10. október.
Nú þegar allir tala um síldar-
leysið, er ekki ófróðlegt að rifja
upp, hvað sagt var í „Verinu'*
um síldaraflann um þetta leyti í
fyrra.
Þann 7. október segir:
„Enginn bátur hefur lagt fyrir
síld í vikunni, en handfærabátar
mældu mikla sild og fengu fal-
lega síld á færi“.
„Vélbáturinn Böðvar varð síld
ar var í vikulokin, hafði fengið
% tn. í net og orðið viða var við
þó nokkra síld á dýptarmælinn
við Reykj anesskerin“,
Akranes
Ekki var róið þrjá síðustu daga
vikunnar, þó fóru 6 bátar á sjó
aðfaranótt laugardagsins, en ein-
hverjir þeirra sneru aftur vegna
veðurs.
Það var róið tvo daga fyrri
hluta vikunnar, og var afli rýr,
annan daginn 15 tunnur að með-
alafli á bát og hinn 30 tunnur.
Öll síld hefur verið söltuð fram
að þessu.
Báðir togararnir eru úti á veið
um, og hefur aflazt heldur illa,
eftir þvr sem frétzt hefur.
V estmannaey jar
Sjóveður voru aðeins þrjá
fyrstu daga vikunnar, á fimmtu-'
dag gerði allhvassa suðvestanátt
og frátök.
5 vélbátar róa nú orðið með
línu, og hefur afli verið 4—5
lestir á 30 stampa.
Hjá trillunum hefur verið rýr
afli á linuna, 300—500 kg í róðri.
Handfærabátar hafa aflað
sæmilega sumir hverjir, en mis-
jaínt, komizt upp í 8 lestir yfii
daginn, allt ufsi.
Allflestir reknetjabátarnir, er
voru syðra, eru komnir heim og
bíða nú betra veðurs, en surnir
fara tkki út attur fyrr en afli
glæðiiit,
Mesta vandamálið
Menn standa andspænis því,
að afli minnkar árlega hér við
land, ekki aðeins á línu og í botn
vörpu, heldur einnig í þorskanet.
Er þó alltaf verið að hverfa
meira yfir í fínni og veiðnari net.
Ef nú væru notuð hampnet, eins
og fyrir nokkrum árum, sæist
varla fiskur í net.
En þrátt fyrir þessa augljósu
staðreynd, neita menn að viður-
kenna hana og kjó&a heldur að
lifa í skýjaborgum vonarinnar,
þar sem þeir sjá meiri og meiri
afla, helzt á borð við það, sem
var áður en ofveiðin sagði jafn
greinilega til sín og nú.
Það er gott að vera bjartsýnn,
þegar það á við. En bjartsýni,
sem verður til þess að draga á
langinn nauðsynlegar aðgerðir,
sem mættu verða til þess að
forða enn meira tjóni, á ekki rétt
á sér.
Sé um ofveiði að ræða á mið-
unum, er ekkert líklegra en afli
minnki í vetur frá því, sem hann
var í fyrravetur, en þá var hann
20% minni en árið áður. Og
hvernig stendur sjávarútvegur-
inn eftir aðra slíka vertíð eða
verri?
Það er tvennt, sem hægt er að
gera til að mæta árlega minnk-
andi aflamagni: Að auka styrk-
ina eða færa út landhelgina.
Útgerðarmenn og sjómenn
geta ekki annað en krafizt þess,
að hin föðurlega forsjá ríkis-
stjórnarinnar nái einnig til
þ'eirra eins og allra annarra í
þessu blessaða styrkja-, uppbóta-
og niðurgreiðslna-þjóðfélagi
voru. Þeir verða að fá hækkað
fiskverð, eftir því sem afli þverr
og tilkostnaður vex.
En þeir segja líka allir einum
rómi: Færið út landhelgina.
Það má vera meira en lítið,
sem stendur í vegi fyrir þessu
máli, að hér skuli ekki vera látið
til skarar skríða með svo mikinn
einhug landsmanna að haki sér
og stór orð valdhafanna fyrr og
síðar.
Norðmenn riðu á vaðið af
Norðurálfuþj óðanna — kannske
fyrir utan Rússa — með að
færa landhelgina úr þremur
mílum í fjórar og að láta hana
ná til allra flóa og fjarða. Þessi
mál hafa mikið þokazt í áttina,
síðan Norðmenn og íslendingar
stigu þetta skref og vaxið skiln-
ingur þjóðanna á nauðsyn frið-
unar uppeldisstöðva fisksins. En
hvað dvelur þá Orminn langa?
Treystir ríkisstjórnin sér ekki
til að verja landhelgina, ef í
odda skerst. Hve margar þjóðir
hafa ekki fært út landhelgi sína
jafnvel um tugi mílna? Sumar
hafa að vísu orðið að standa í
ströngu. En hver er kominn til
með að segja, að stórþjóðirnar
fari að beita íslendinga valdi í
friðunarmálinu?
Her er allt að vinna, en engu
að tapa. Fjöregg þjóðarinnar er
í hættu. Við getum innan
skamms búið við fiskileysi á borð
við Færeyinga og Skota, sem fyr
ir ekki ýkjalöngu áttu auðug
fiskimið.
Það var siður herkonunga hér
áður fyrr, þegar veldissól þeirra
tók að hníga, að þeir lögðu til
orrustu til að freista þess að sam-
eina þjóðina um sig á ný. Vill nú
ekki íslenzka rikisstjórnin leggja
til orrustu í landhelgismálinu,
það er ekki seinna vænna. Hún
hefur þó alltaf á að skipa 7 varð-
skipum og ef í harðbakka slær,
mætti vopna togarana og sjá,
hversu margir yrðu til að leggja
í íslendinginn ,sem berðist fyrir
lífsbjörg sinni.
Rússar byggja ©g byggja
Rússar halda látlaust áfram
að byggja fiskiskip, hvar sem
þeir geta höndunum undir kom-
ið. Þeir sömdu fyrir nokkru um
byggingu 20 togara í Lovestoft í
Bretlandi. Hafa 12 þeirra þegar
verið afhentir.
Skipin eru 700 lestir að stærð
og kosta 13,5 millj, króna hvert.
Skipasmíðastöðin segir, að eft-
irlitið og gagnrýnin hjá Rússun-
um sé meiri en þeir hafi átt að
venjast.
Bræðsla Norðmanna á
Íslandssíld
Norðmenn fengu um 45.000
mál af bræðslusíld af íslands-
miðum. Voru það 7 verksmiðjur
sem fengu síldina. Ekki gaf þetta
neinn fjárhagslegan ábata, en
dýrmæta reynslu. Eru Norðmenn
ákveðnir í að reyna þetta aftur
næsta ár.
Fjórðungur á við íslendinga
Norðmenn hafa í ár fryst um
fjórðung á við íslendinga af fisk-
flökum, eða 10.000 tonn til miðs
ágústs. Þó var þetta um 10%
meira en á sama tíma í fyrra.
Eitraðir fiskar
Þegar talað var um eitraða
fiska, var það nánast álitið hind-
urvitni og til þess eins að hræða
með börn og unglinga. Þegar
graiið var eftir maðki í fjörunni
og i:ota átti til beitu, var krökk
unum sagt, að sumir væru eitr-
aðir, einkum áttu þeir, sem voru
gulröndóttir, að vera það.
En hvað sem líður marklausu
hjali um eitraðan fisk við íslands
strendur eða hættulega orma í
fjörunni, er það nú svo, að í haf-
inu eru taldar vera 300 eitraðar
fisktegundir. Einkum er urmull
slíkra kvikinda í hitabeltinu. Og
þar eru líka um 50 tegundir af
ormum jafneitraðir og gleraugna
slanga.
Hér er aðeins ein fisktegund,
sem er eitthvað í líkingu við það,
sem er í hitabeltinu, og það er
marhnúturinn. Hann er ineð eit-
ur í fálmurunum og stingur auð-
veldlega. fslendingar hafa held-
ur aldrei lagt hann sér til munns.
Fisk 2 daga í viku.
Hér á landi mun það algengt
að hafa kjöt 2 daga í viku, þótt
margar undantekningar séu að
sjálfsögðu. Víðast erlendis er
fiskur aðeins einn dag í viku,
föstudaginn. Bæði er nú það, að
þetta er ævaforn siður og svo
hitt, að fiskur er víðast erlendis
dýrari fæða en kjöt.
Nú hafa Englendingar og þá
einkum togaraeigendur og fisk-
kaupmenn hafið herferð til þess
að fá fólk til að neyta fisks tvo
daga í viku, þriðjudaga og föstu-
daga.
Fyrst um sinn verður varið til
þessara auglýsinga um 15 millj.
króna.
Þverrandi fiskafli í Kanada
í júnímánuði var fiskaflinn í
Kanada 18% minni en árið áður
í sama mánuði, og var verðmætið
16% minna. Þetta átti éinkum rót
sína að rekja til minni þorskafla
við Nýfundnaland og minni lúðu-
og laxveiði við vesturströndina.
Það er víðar en við ísland, að
aflinn gengur saman.
HVAÐ er kirkjan? Hvert er eðli
hennar, hvert hlutverk? Hvaðan
fær hún svör við spurningum
um tilgang sinn, hver er grund-
völlur hennar? Þessara og því-
líkra spurninga er spurt víða um
heim í dag. Fyrir starf alkirkju-
hreyfingarinnar svonefndu hefir
eins konar vakning hafizt víða
um heim meðal kirkjufólks og
leiðtoga kirkjunnar. Menn hafa
uppgötvað. að kirkjan er ekki á
verði sem skyldi, lifir víða á
niðursoðinni næringu vanans en
fer á mis við þá kjarngóðu fæðu
sem forfeður vorir nærðust á.
Alkirkjuhreyfingin hefir enga
stefnuskrá. Hún er samtök þeirra
kirkna, sem trúa á Jesúm Krist
sem frelsara og Drottin. Stefnu-
mál hreyfingarinnar er það eitt,
að kirkjurnar sameinist um þá
bæn, að Herra hennar og brúð-
gumi sendi endurlífgun anda
síns. Hreyfingin vill vinna að því
að opna augu manna fyrir því,
hvaðan oss kemur hjálp. Stefnu-
miðið er ekki vort að ákvarða,
stefnuskráin ekki vor heldur
Guðs. Allt annað væri hjáguða-
dýrkun. Guðs andi mun leiða
kirkju sína þangað, sem hans vilji
bíður, jafnvel þangað, sem kirkj-
an vill ekki fara eins og Pétur
forðum, er hann flúði Róm og
var snúið aftur.
Prófessor Alan Richardson er
í hópi bezt þekktu guðfræðinga
Englendinga af yngri kynslóð-
inni. Hann hélt nýskeð fyrirlestra
á prestaþingi hér í Chicago og
talaði um eðli kirkjunnar. Fyrir-
lestrar hans gefa góða hugmynd
um þá áherzlu, sem margir guð-
fræðingar nútímans leggja á
biblíulegan grundvöll kirkjunn-
ar og vinna þeir innan al-
kirkjuhreyfingarinnar að fram-
gangi þess máls. Kirkjan hefir
týnt sjálfri sér vegna þess, að
hún hefir gleymt því, að grund-
völlur kirkjunnar er lagður í
Nýja testamentinu. Nýja testa-
mentið (og hið Gamla með kenn-
ingu sína um „Guðs lýð“) er
stjórnarskrá kirkjunnar. Þar og
hvergi annars staðar er að finna
lífslind hennar.
Prófessor Richardson dró fram
þrjá þætti þessa máls. Kirkjan
er postulleg, þ. e. a. s. hún er
send af Guði til þess að gegna
ákveðnu hlutverki. Hún er presta
dæmi, þ. e. a. s. tilvera hennar er
þeim tilgangi háð að færa Guði
þekkar fórnir andans og trúar-
innar og höfuð hennar, Kristur,
er sjálfviljugur hin eina full-
gilda fórn, eins og sést skýrast á
myndamáli Hebreabréfsins. Hún
Sjötugsafmæli
Arnbjörg Siguröardóttir frá
Keflavík er sjötug í dag. Afmæl-
isgrein um hana eftir sr. Björn
Jónsson verður því miður að bíða
birtingar vegna þrengsla í blað-
inu í dag. — Frú Arnbjörg dvelst
í dag að Hringbraut 66, í Reykja-
vík.
er þjónninn, þ. e. a. s. eins og
Kristur þjónaði, þannig á hún að
vera allra þjónn.
í dag ætla ég að geta um fyrsta
þátt málsins. Postuli þýðir sá
sem sendur er. Kirkjan er postul-
leg, það merkir, að hún er send.
Hún er „mission". Hún er ekki
til sjálfrar sín vegna, hún hvílir
ekki í sjálfri sér né gælir hún
við sjálfa sig, hún hefir hlut-
verki að gegna hér í heimi, sem
Guð hefir sett henni, og hún má
ekki út af víkja.
f þrettánda kapítula Markúsar
guðspjalls eru varðveitt orð
Jesú um „hina síðustu hluti“, um
endi hins sýnilega heims. f því
sambandi talar hann um það, að
fagnaðarerindið verði „fyrst að
vera prédikað öllum þjóðum“.
Kirkjan hafði því hlutverki aS
gegna að prédika fagnaðarerindið
öllum heiminum. Til þess var hún
send. Það er hlutverk hennar í
dag að bera vitni hjálpræði Guðs
í Kristi. Hún er postulleg að þvx
marki, sem hún rækir þetta hlut-
verk.
Nýja testamentið er gagnsýrt
þeirri sannfæringu, að nýtt tíma-
bil sé hafið í sögu mannkyns
með komu Krists. Tímans rás er
skipt í tvennt, hinn gamla sátt-
mála og hinn nýja. Sjálfir tölum
vér um „fyrir Krist“ og „eftir
Krist“ þótt í daglegu tali sé átt
einvörðungu við hentuga tíma-
skiptingu. En kirkjan byggir á
þeirri vitund, að með Kristi sé
nýtt tímabil upp runnið, tímabil
guðsríkisins. Það merkir, að fræ-
korninu hefir verið sáð, er af
mun spretta voldugur meiður.
Frumsigurinn var unninn á kross-
inum, og mun hann leiða til hins
endanlega sigurs Guðs yfir öllu
illu. „Dagurinn er í nánd“. „Tím-
inn er fullnaður". Þó ekki þannig,
að menn eigi með ugg og ótta að
reikna út tíma og stundir, hve-
nær heimsendir komi. Kristur
ræður mönnum frá þeim heila-
brotum: „um þann dag eða stund
veit enginn, ekki einu sinni engl-
arnir á himni né sonurinn held-
ur aðeins faðirinn". En kirkjan
á að vera tákn þess, að tíminn
er í nánd. Hún á ekki að ætla
sér af um boðun fagnaðarerindis-
ins öllum þjóðum, þar til endir-
inn kemur.
Þessu hlutverki sínu má kirkj-
an ekki gleyma, vilji hún vera
ætlunarverki sínu trú. Allt frá
miðöldum fram á nýju öldina var
þessi kenning Nýja testamentis-
ins í láginni þar til á 18. og 19.
öld, að menn vöknuðu til vitund-
ar um hlutverk kirkjunnar gagn-
vart heiðingjunum. 19. öldin hef-
ir verið kölluð mesta uppgangs-
tímabil kirkjunnar frá upphafi.
Á þeirri öld voru stofnuð félög
þúsunda manna um allan hinn
kristna heim, er höfðu það að
markmiði, að fagnaðarerindið
skyldi „prédikað öllum þjóðum".
Áhrifin á kristnilíf Evrópu voru
augljós. Því meir sem kirkjurnar
störfuðu út á við, efldust þær
inn á við.
Samkvæmt Nýja testamentinu
hefir Guð stofnað kirkjuna til
þess að gegna ætlunarverki, sem
er hluti þess tilgangs, sem býr að
baki allra ytri atburða og er
mönnum hulinn þar til hann er
þeim opinberaður. Rás þessarar
veraldar er ekki óendanleg, hún
er háð skilyrðum baráttunnar
milli góðs og ills, en að lyktum
mun Guð leiða fram til sigurs,
hann mun drýgja dáðir,sem brjóta
á bak aftur veldi hins illa. Þetta
nefnist „eskatológía“ á máli guð-
fræðinnar og heimspekinnar (sbr.
andstæðu þessa, en um leið hlið-
stæðu, eskatológíu marxismans).
Kirkjan er einn liðurinn í ætl-
unarverki Guðs. Hennar hlut-
verk er það að veita sigurafli
Guðs inn í heiminn, til allra
manna. „Fagnaðarerindið verður
fyrst að vera prédikað öllum
þjóðum".