Morgunblaðið - 29.09.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Norðan kaldi. Víðast léttskýjað Reykjavíkurbréf Sjá bls. 9. Gjaldeyrisskorturinn herðir Orsakanna ekki að leita í óvenjulegum aflabresti að Gjaldeyrisskorturinn kreppir nú æ harðar að, dregur úr nauð- synlegum innflutningi og tor- veldar framkvæmdir. Algerri stöðvun hefur með naumindum verið forðað með töku erlends stórláns og minnkun vörubirgða í landinu, bæði innlendra og að- fluttra. Á fyrsta valdaári V-stjórnar- innar versnaði aðstaðan að þessu leyti um a.m.k. 300 millj. kr. Stjórnariiðum ber engan veg- inn saman um orsakir þessa fyr- irbæris né hversu alvarlegt það sé. Lúðvík Jósefsson sagði hinn 5. ágúst: „Gjaldeyriserfiðleikar okkar stafa ekki af neinu óvæntu atviki eða óhöppum". í samræmi við þetta gerir Þjóðviljinn sem minnst úr erfiðleikum og segir að í rauninni sé allt í lagi. Tíminn hefur aftur á móti margendurtekið, að versnandi gjaldeyrisástand væri vegna ó- venjulegs aflabrests á fisk- og síldveiðum, og sakar Morgunblað ið um að þegja yfir, hversu al- varlegt ástandið sé! Af þessum sökum er fróðlegt að kynna sér aflaskýrslurnar og athuga aflamagnið á undanförn- um árum. Er þá eðlilegt að bera fiskaflann á fyrsta valdaári nú- verandi stjórnar, ágúst—júlí 1956—57 saman við sama tímabil næstu ár á undan. Samkvæmt aflaskýrslunum hef ur fiskaflinn (annað en síld) að undanförnu verið þessi: þús.smál. Ág. 1951—júlí 1952 282 Ág. 1952—júlí 1953 303 Ág. 1953—júlí 1954 335 Ág. 1954—júlí 1955 351 Ág. 1955—júlí 1956 342 Ág. 1956—júlí 1957 331 Fiskaflinn síðasta ár var að vísu ívið minni en stundum áður. Það er þó aðeins um slíka sveiflu að ræða, sem alltaf má búast við og engan veginn óvenjulega. Síldveiðar norðanlands hafa árin 1952—1957 verið svo sem nú skal greina: þús. tn. og Áætl. útflutn- mál alls ingsverðm. brests fyrir hinu hörmulega á- standi í gjaldeyrismálunum nú. Lúðvík Jósefsson reynist í þessu hafa réttara fyrir sér en Tíminn, þó að síðara skraf Lúðvíks og Þjóðviljans um, að í rauninni sé ekkert að, nái auðvitað ekki neinni átt. Er nú vissulega tími til þess kominn ,að ríkisstjórnin gefi rétta og óhlutdræga skýrslu um þann vanda, sem hún hefur stýrt þjóðinni í, og geri grein fyrir hinu sanna orsakasamhengi. Síldveiðin KOMIN er norðan strekkingur á miðum síldarbátanna hér fyrir sunnan og var landlega hjá þeim í gær. Það hefur sem kunnugt er verið lítil veiði undanfarið. Nú munu allmargir útvegsmenn ætla að bíða unz veðrinu slotnar og sjá þá til hvort ekki lifni yfir síld- veiðinni á ný. Komi ekki fjör- kippur í veiðina, má búast við að nokkur hluti bátaflotans hætti veiðum að minnsta kosti í bili, eins og í fyrra er síldveiðin lá niðri fram um miðjan október- mánuð. Stórmótinu lýkur í dag - fvísýnt mjög um úrslit 1 DAG lýkur stórmóti Taflfélags Reykjavíkur. Ér það 11. og loka- umferð mótsins, sem tefld verður og hefst hún í Listamannaskálan- um kl. 2 síðdegis. Staðan er það jöfn að ógerlegt er að segja fyrir um hver muni verða sigurvegari mótsins, því þrír efstu menn hafa nær því jafna möguleika til sig- urs. Sem fyrr segir verður byrjað að tefla klukkan 2 og stendur svo umferðin yfir til klukkan 6. Verði einhverjum skákum þá enn ólokið, fara þær í tveggja klst. bið, og verða tefldar áfram klukkan 8 í kvöld. Formleg mótsslit og verð- um undir á annað hundrað íbúðir úthlutað Al I morg byggingarsamvinnufélög reisa sambýlishús Á FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn var lögð fram skrá um út- hlutun byggingarlóða, sem ný- Iega hefir farið fram. Hefir í þetta sinn verið úthlutað lóðum fyrir rúmlega 130 íbúðir. Lóðir þesyar eru fyrir fjölbýlishús, raðhús, tvílyft hús og einbýlishús. Bygg- ingarlóðirnar eru við þcssar göt- ur í bænum: Austurbrún (12 hæða fjölbýlishús) Glaðheima, Háagerði, Hjarðarhaga, Hrísteig, Hörgshlíð, Laugalæk, Otrateig og Grimshaga. Meðal þeirra sem lóðir fengu á þessum stöðum eru Byggingarsamvinnufélag vega gerðarmanna, byggingarsam- vinnufélag lögreglumanna bygg- ingarsamvinnufélag starfsmanna Reykjavíkurbæjar, byggingarsam vinnufélag S.V.R. og byggingar- samvinnufélag starfsmanna Landsbanka íslands. Minningarguðsþjónusto um Húkon konung í Dómkirkjunni A ÞRIÐJUDAGINN, er útför Há- konar Noregskonungs verður gerð í Osló, fer hér fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík minning- arguðsþjónusta. Margir lœra að fljúga ÖLLUM ber saman um það, að sumarið hafi verið eitt hið bezta um langt skeið. Kennarar við flugskólann Þyt eru á sama máli, því að aldrei hefur verið flogið meira hjá flugskólanum en ein- mitt í sumar — og er flug á litl- um flugvélum mjög háð veður- farinu sem vænta má. Hafa mjög margir stundað flug- nám í sumar og um 60 þeirra hafa þegar lokið fyrsta stigs prófi, hlotið réttindi til þess að fljúga lítilli flugvél án þess að hafa farþega. Um þessar mundir er að hefjast nýtt námskeið í skólanum og sækja það um 50 nemendur. Hér er aðallega um að ræða unga menn, en áhugi fólks á fluginu virðist hafa auk- izt mjög að undanförnu. Lítill hluti þessara manna byrjar flug- námið með atvinnuflug fyrir aug um. Það er flugið sjálft, sem heillar. Guðsþjónustan hefst kl. 11, en á sama tíma hefst útför hins látna konungs í Noregi. í Dómkirkjunni, sem verður skreytt með norskum og íslenzk- um fánum og blómum, mun biskup landsins, dr. Ásmundur Guðmundsson, flytja minningar- ræðuna um Hákon konung. Það er Nordmannslaget hér i Reykjavík, sem hefur um þetta forgöngu. Hefur það boðið ríkis stjórninni, fjölmörgum embættis mönnum ríkis og bæjar, sendi herrum erlendra ríkja, og að sjálfsögðu þeim mönnum, sem mest hafa unnið að norsk-islenzk- um viðskiptum svo sem stjórn félagsins ísland—Noregur, þá munu einnig verða viðstaddir at- höfnina Norðmenn búsettir hér og Noregsvinir. launaafhending fer fram annað kvöld í Tjarnarkaffi kl. 8,30. Þeir Friðrik Ólafsson, Benkö og Pilnik eru sem kunnugt er efstir með 8 vinninga, 7V4 og 7 vinninga, og má af því sjá að þessi lokaum- ferð getur orðið afar spennandi og tvísýn. Friðrik teflir við Pilnik og hefur hvítt, Benkö teflir við Arinbjöm Guðmundsson, Stáhl- berg, sem er í 4. sæti með 6^4 vinn ing teflir við Gunnar Gunnarsson Ingvar Ásmundsson og Ingi R, Jóhannson, Guðmundur S. Guð- mundsson og Guðm. Pálmason, og þeir Guðmundur Ágústsson og Björn Jóhannesson eigast við. Þá hefur St&hlberg orðið við ósk Taflfélagsins að þreyta klukkufjöltefli á þriðjudagskvöld- ið á 10 borðum. — Skákmenn,sem áhuga hafa á þátttöku ættu að gefa sig fram þegar í dag i Lista- mannaskálanum og snúa sér til aðgöngumiðasölunnar þar. Martinson fer í dag SÆNSKl rithöfundurinn Harry Martinson fer utan í dag. Er MbL hafði spurnir af honum í gær, var hann í ferðalagi, en átti að vera á samkomu með rithöfund- um kl. 4. í blaðinu í gær var sagt frá fyrirlestri Martinsons í háskólanum í fyrrakvöld. Frétta- menn blaðsins tóku hinn stór- vaxna en' fölleita Svía tali ör- stutta stund að fyrirlestrinum loknum, og kvartaði hann þá yfir því, að mikið yrði að gera, er heim kæmi. „Allt Nóbelsverð- launastússið er framundan" sagði skáldið og bar dularfullt balsam í nef sér. Kvaðst hann hafa kvef- azt í íslandsferðinni, en lét ann- ars vel yfir sér. Reykjanesmót í DAG kl. 13,30 hefst Reykjanes- mót í knattspyrnu á knattspyrnu- vellinum í Keflavík. Fjögur félög taka þátt í mótinu: Knattspyrnu- félag Keflavíkur, Ungmennafél. Keflavíkur, Reynir, Sandgerði og íþróttafélag Keflavíkurflugvall- ar. Kl. 13,30 keppa ÍKF og Reynir, en kl. 17 KFK og UMFK. íþróttabandalag Keflavíkur sér um mótið. —BÞ. m. kr. 1952 76 22.8 1953 296 86.2 1954 199 38.6 1955 214 71.4 1956 520 124.3 1957 684 111.3 Meiri síldveiði norðanlands ár- ið 1956 og 1957, þ.e. á þeim tíma, sem núverandi stjórn nýtur góðs af, gerir þvi meira en að bæta upp það sem munar á fiskveiðun- um. Loks er þess að gæta að síld- veiði suðvestanlands var mun meiri sl. haust en undanfarin ár, svo sem þessi skýrsla sýnir: þús. tn. og mál 1952 174 1953 226 1954 168 1955 200 1956 254 Ljóst er, að leita verður ann- arra orsaka en óvenjulegs afla- NÚ eru skólarnir að byrja og veldur það miklum breytingum á útburðarstarfsliði blaðsins. Má búast við að þetta valdi nokkr- um erfiðleikum við að koma blaðinu til kaupenda a.m.k. fyrstu daga mánaðarins. En að sjálfsögðu verður allt gert til'að flýta fyrir útburðinum. Forráðamenn barna- og gagnfræðaskólanna í Reykjavík. — Eins og skýrt er frá í blaðinu í dag og í gær, hafði Fræðsluráð Reykja- víkur, fræðslustjóri, námsstjóri gagnfræðastigs, svo og skólastjórar og yfirkennarar barna- og gagnfræðaskólanna í borginni o. f!., fund með blaðamönnum í fyrradag. Myndin er tekin að honum Ioknum, og eru á henni (talið frá vinstri): 1. röð: Systir Clemen- tia (Landakotsskóla), Steinþór Guðmundsson (fræðsluráðsmaðuri, Kristján J. Gunnarsson (fræðslurm. og yfirkennari Langholts- skóla), Magnús Gíslason (námsstjóri gagnfræðastigs), Helgi H. Kiríksson (formaður fræðsluráðs), Jónas B. Jónsson (fræðslustj.), Helga Þorgilsdóttir (yfirk., Melaskóla), Helga Magnúsdóttir (skóla ísaks Jónssonar), dr. Guðni Jónsson (skólastj. Gagnfrsk. Vest- urbæjar), Sveinbjörn Sigurjónsson (skólastj. Gagnfrsk. Austurbæjar), Árni Þórðarson (skólastj. Gagnfrsk. við Hringbraut). 2. röð: Jón Guðmannsson (yfirk. Miðbæjarsk.), Ástráður Sigursteindórsson (skólastj. Gagnfrsk. við Vonarstræti), Helgi Þorláksson (yfirk. Gagnfrsk. Austurbæjar), Magnús Sigurðsson (skólastj. Eskihlíðarsk.), Arnfinnur Jónsson (skólastj. Austurbsk.), Arngrímur Kristjánsson (skólastj. Melask.), Gunnar Guðmundsson (yfirk. Laugarnessk.), Friðbjörn Benónýsson (form. Fél. gagnfrsk.kennara í Rvík), Jens Guðbjörnsson (fulltrúi í fræðsluskrifst. Rvíkur), Ragnar Georgsson (skólastj. Gagnfrsk. við Réttarholtsveg). 3. röð: Pálmi Jósefsson (skólastj. Miðbæjarsk.), Gísli Halldórsson (framkvstj. byggingarnefndar skóla), Hjörtur Kristmundsson (skóla- stjóri Breiðagerðissk.), Jón Á. Gissurarson (skólastj. Gagnfrsk. við Lindarg.), Ragnheiður Friðriksdóttir (ritari í fræðsluskrifst. Rvíkur), Magnús Óskarsson (fulltrúi fræðslustjóra), Ingibjörg Björnsdóttir (ritari í fræðsluskrifst. Rvikur), Þórður Kristjánsson eftirlitsm. með kristindómsfræðslu í Rvík), Jónas Jósteinsson (yfirk. Austurbæjarsk.) og Gísli Jónasson (skólastj. Langholtssk.) (Ljósm.: S. E. Vignir)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.