Morgunblaðið - 01.10.1957, Side 14
14
MORCUWBT. AÐIB
Þriðjudagur 1. okt. 1957
D/ese/
Framkvæmum viðgerðir
á olíuverkum með full-
komnustu tækjum og af
æfðum fagmönnum. —■
Góð varahlutaþjónusta.
BOSCH umboðið á íslandi
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3 — sími 11467
(3 línur)
I
Ódýr ínnskotsborð
úr teakvið 995 kr. úr mahogny 950 kr. einnig
skrifborð frá 1850 kr. og stakir stólar frá 1350 kr.
Húsgagnaverzlun
Gunnars Mekkinóssonar.
Laugaveg 66. — Sími 16975.
Q/uzScó
S*LT
‘EttEH,
HÆCu
DósvmjM.
Os t
BUu
HElAtSi
'ÞEKKT
C/£iMv
AHa
Varahlutir
i Kitchen Aid-
hrærivélar
NÝKOMNIR
Element í CREDA-hraðsuðukatla
ÞJÓNUSTA
VIÐGERÐIR
RAFLAGNIR
RofmagnsTerkstœði S.Í.S.
Hringbraut 119 — Símar 17080 og 15495.
Lœknaskipti
Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um sam-
lagslækna frá n.k. áramótum, gefi sig fram í af-
greiðslu. samlagsins í októbermánuði og hafi með
sér samlagsbók sína.
Listi yfir þá lækna, sem um er að velja, liggur
frammi hjá samlaginu.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Landsleikirnir í knattspyrnu
eftir Cunnl. Lárusson
ÉG hefi undanfarið leitt hugann
að öllum þeim gauragangi og
moldviðri sem upp var þyrlað í
sambandi við val landsliðsnefnd-
ar í landslið okkar gegn Frakk-
landi og Belgíu í byrjun þessa
mánaðar. Varð ég þar persónu-
lega fyrir miklu aðkasti sumra
íþróttafréttaritara, þar talinn
hlutdrægur, óvitur o. m. fl. Þeir,
sem að þessum skrifum stóðu,
vita vel að það er mjög erfitt
fyrir landsliðsnefndina sem slíka,
að ræða þessi mál á opinberum
vettvangi. Þess vegna er hægt
tiltölulega áhættulítið að úthúða
meðlimum þessarar frægu nefnd-
ar fyrir bjánaskap, hlutdrægni,
hatur o. þ. u. L „Krítik“ á slík
„vináttuskrif“ er tæpast að
vænta. Það hefur líka verið regla
hjá meðlimum nefndarinnar að
láta allt slíkt liggja milli hluta.
Engin regla er þó án undantekn-
inga, því öllu má ofbjóða. Ég
þykist nú hafa fengið það tilefni
sem dugar til þess að láta mitt
sjónarmið koma fram í þessu
máli. Líklegt er þó að fari eins
og jafnan fyrr, að aðrir hafi þar
síðasta orðið, en álit mitt á mál-
inu í heild er þetta:
Þegar valið var í lið okkar
gegn Frökkum var það gert eins
og jafnan áður. Reynt var að
finna ellefu leikmenn sem mynd-
að gætu beztu heidina. Höfð var,
eins og áður, hliðsjón af þeim
form. Landsl.nefndar
leikjum sem okkar menn höfðu
leikið vikurnar á undan, þar að
sjálfsÖgðu meðtaldir landsleikir
okkar hér heima við Norðmenn
og Dani. Öllum var ljóst að nú
áttu okkar menn að mæta liði
sem í dag er talið eitt af 4 beztu
liðum í Evrópu ásamt Rússum,
Spánverjum og ítölum. Eftir að
lið okkar var ákveðið, sem að
sjálfsögðu var okkar bezta lið að
áliti nefndarinnar, réðust sumir
íþróttafréttaritarar að nefndinni
með miklu offorsi og létu jafn-
vel svívirðingarnar ganga á
henni og sérstaklega þó á mér.
Iþróttafréttaritararnir vissu bet-
ur hvað bezt var okkar landsliði,
þeir heimtuðu Albert Guðmunds-
son með.
Leikurinri fór nú fram. Skoðun
min um leikinn er í stuttu máli
þessi: Leikmenn okkar urðu sér
til sóma með frammistöðu sinni
og áttu skilið hagstæðari marka-
tölu en fékkst, eftir tækifærum
og gangi leiksins að dæma. 4
mörk gegn 2 hefði verið sann-
gjörn úrslit. Hver og einn liðs-
maður lagði sig allan fram. Þarna
var baráttuviljinn, þarna var út-
haldið og krafturinn, — já oft
undarlega hratt og gott spil svo
að franska vörnin var á stund-
um í hreinni upplausn. Mátti með
sanni segja að það væri hrein
óheppni að okkar menn skoruðu
ekki tvisvar í fyrri hálfleik. Að
öllu samanlögðu er þetta einn
allra bezti leikur islenzka lands-
liðsins frá upphafi. Þykist ég þar
tála af nokkurri þekkingu. Liðið
var eins og einn hugur og ein
hönd, samstillt og spilaði betur
en þeir bjartsýnustu þorðu að
vona. Frakkarnir voru líka hissa
á, hvað þessir íslenzku áhuga-
menn gátu gegn þrautreyndum
atvinnuknattspyrnumönnum, já,
e. t. v. einu af 4 beztu liðum álf-
unnar. Þess má geta að þessir
frönsku knattspyrnumenn hafa
hver um sig sem svarar 150 ensk-
um sterlingspundum í kaup á
mánuði fyrir að þjálfa sig og
keppa. Er það þeirra eina at-
vinna.
Franski landsliðsnefndarfor-
maðurinn, sem hér var með liði
sínu, lét það álit sitt í ljós við
form. KSÍ að þetta ísl. lið, eins
og það lék þennan dag, væri 1.
flokks knattspyrnulið. Að aflokn-
um leiknum lýsti og formaður
KSÍ því yfir, sem skoðun sinni,
að lið okkar hefði í rauninni
unnið stórsigur með þessum leik
sínum. Var tvennt ólíkt að sjá
lið okkar nú, eða þegar leikið var
við Norðmenn og Dani 5—6 vik-
um áður. Þó eru þessar þjóðir
mun lakari knattspyrnulega en
Frakkar, enda áhugamenn um
íþróttina eins og við.
Ég var því mjög ánægður yfir
árangri okkar manna og mátti
vera það. Leikurinn sýndi mikla
framför okkar liðs frá leikjunUm
við bræðraþjóðirnar, þar sem við
ég þakka
Colgate
velgengni mína
Flugfreyja, eins og ég, verður að hafa fall-
egt bros.Hið frábæra COLGATE DENTAL
CREAM, heldur tönnum- mínum mjallhvít-
um.
Ég hef erfitt starf, en hef
aldrei haft frátafir
vegna
tannpínu.
COLGATE ver tennur min.
ar skemmdum.
'“V
burstið tennur yðar
með COLGATE
DENTAL CREAM
það freyðir!
það hreinsar munninn medan þa d verndar tennur yðar