Morgunblaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 1. okt. 1957 MORGUNBL AÐIÐ 15 töpuðum 3:0 og 6:2 án þess að geta sýnt þeim herrum neitt, hvorki góða knattspyrnu né held- ur baráttuvilja, sem má a. m. k. aldrei bresta í landsleikjum. Það voru sár vonbrigði. Það er því hér sem íþrótta- fréttaritararnir, margir hverjir, gera minna úr sér, en ég hafði að óreyndu ætlað þeim. í stað þess að unna okkar leikmönnum sannmælis og örva þá nú og eggja til framgöngu gegn Betgum, sem leika átti við tveim dögum síð- ar, þá reyna þeir að gera sem allra minnst úr liði okkar og slá upp aðalfyrirsögnum í þessum dúr: „Óæft franskt landslið vinn- ur stórsigur" o. s. frv. Það sjá allir sem vilja sálarástand þeirra manna er svona skrifa og tala. Fréttaritararnir voru búnir að svívirða landsliðsnefndina og skamma fyrir valið á liðinu fyrir leikinn. Með því að skýra sann- gjarnlega frá dugnaði liðs okkar, samstillingu þess og baráttuvilja, voru þeir óbeint að hæla lands- liðsnefndinni. Það mátti ekki, betra að snúa blaðinu við, byrja nú að tala um æfingaleysi franska liðsins, mannanna með 150 sterlingspundin í mánaðarkaup fyrir að æfa og keppa, og það í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Er hægt að ganga lengra í virð- ingarleysi fyrir dómgreind þeirra er slíkt kynnu að lesa. í stað þess að draga nú saman seglin fyrir leikinn við Belgíu, sem einnig hefur atv.manna knatt spyrnuliði á að skipa, er óhróð- urinn um landsliðsnefndina hert- ur og keyrir nú um þverbak. Þegar hér er komið eru íþrótta- fréttaritararnir orðnir eins og dómarar og alveg búnir að gleyma að þeir eiga að vera hlut- lausir gagnrýnendur. Er engu líkara en að þeir séu nú slegnir blindu, svo mikill er ofsinn og stóryrðin. Jafnvel gengið svo langt að örva menn til að sækja ekki landsleikinn. Var nú sá varnagli sleginn að taka það strax fram að belgiska landslið- ið væri óæft og góðar líkur fyr- ir sigri okkar. Með þessu var auðveldara að gera lítið úr okk- ar mönnum eftir á, ef vel skyldi til takast. Þeir fundu að það var veikur punktur að tala um æfinga leysi franska landsliðsins eftir leikinn og vildu nú fyrirbyggja þann leka. Þarna komu of ljóst fram þær langanir sem í hug- skotum þeirra íþróttafréttritar anna hrærðust. Þeir fundu að þeir höfðu tekið of stórt upp í sig, voru ekki menn til að viður- kenna það, og tóku þann kostinn að halda áfram að níðast á sjálf- um sér ogsamvizku sinni. Þegar út á völlinn kom, mátti líka fljótlega finna að óhróður- inn hafði náð tilgangi sínum. Sú stemning sem þessum leikjum á að fylgja var þar ekki. Hinn örvandi kliður þúsundanna var þar ekki — samt lékum við á heimavelli. íþróttafréttaritararn- ir höfðu unnið sitt verk vel. Stundum er það nefnt múgsef jun. Um 'leið og fyrstu mistök okkar manna óttu sér stað, heyrðust öskur og svívirðingar sumra á- horfenda til manna okkar. Sum- ir hlógu að þeim og gerðu grín. Andrúmsloftið var megnað af óvild sumra viðstaddra sem létu orð falla, að þeir vildu helzt að tap okkar yrði sem stærst. Og þarna niðri á vellinum voru þeir sem enga sök áttu, ef um sök einhvers var að ræða, og börðust fyrir heiðri lands síns. Hér er ef til vill að finna eina ástæðuna, og ekki þá minnstu, fyrir því að lið okkar náði ekki saman sem skyldi. Útkoman varð að vísu betri en við áttum skilið (5:2). Var það fremur fyrir mik- inn dugnað okkar manna, en góða knattspyrnu. Þrekið og kjarkur- inn var þarna, en stemningin, sem fólkið getur oft skapað, og svo mikið hefur að segja, var víðs fjarri. Skulu menn vita það, að til þess að eitt knattspyrnulið nái góðum árangri og samstilltum leik, verður að skapa innan flokksins andlega einingu, ef svo má segja, svo flokkurinn kenni sig sem eina heild, óeigingjarna, samrunna heild, án allra sérsjón- armiða, með eitt markmið fyrir augum, að þjóna hver öðrum svo tilgangi leiksins verði sem bezt náð. Þetta er mín reynsla, en hver skyldi reynsla flestra íþróttafréttaritaranna vera af þátttöku þeirra á knattspyrnu- vellinum? íþróttafréttaritarar hafa fullan rétt til að setja fram sína skoð- un um val í landslið, og hafa oft gert. Stundum geta slík skrif verið gagnleg. En þeir mega ekki missa taumhald á skapsmunum sínum og svívirða þá menn, svo til takmarkalaust, sem valdir hafa verið hverju sinni af stjórn knattspyrnumálanna til að gegna þessu óvinsæla og vandasama starfi. Ég fullyrði að ekkert ann- að sjónarmið hefur ríkt í nefnd- inni en að reyna að skapa sem bezt og heilsteyptast landslið. Við sem í nefndinni erum, höf- um trúlega hugsað meira um þessi mál en flestir aðrir. Þekkj- um við því öðrum fremur þau mörgu sjónarmið er til greina geta komið við val á knattspyrnu- liði. Til þess að sýna að landsliðs- nefndinni er ekki alls varnað, leyfi ég mér að lokum að hafa eftir ummæli þeirra dönsku og norsku knattspyrnusérfræðinga er hér voru í sumar með liðum sínum. Spang Larsen, sá er velur danska landsliðið segir í grein, er hann skrifar um leikinn ís- land—Danmörk: „Mér fannst Ríkharður og Helgi Daníelsson beztir af ísl. leikmönnunum, en mér þótti lítið til koma A. G. hins fyrrverandi atvinnuknatt- spyrnumanns". Jóhannsen, sá er velur í norska landsliðið kvaðst hissa á að A. G. skyldi vera í liðinu, hann hefði enga yfirferð. Einn af dönsku fararstjórunum lét þau orð falla að hann væri hissa á hve margir íslendingar héldu að þeir- hefðu efni á að hafa A. G. í landsliðinu, lið okk- ar væri ekki það sterkt, að við hefðum efni á að láta einn eða neinn „spásséra” um völlinn. Þetta voru ummæli þessara manna. Bárust þau mér í hendur eftir að valið var í landsliðið gegn Frakklandi. Menn verða líka að muna það, að nú er orðið milli 4—5 ár síðan A. G. raun- verulega hætti að stunda knatt- spyrnu af fullri alvöru. Ég hefi hér að framan brugðið ljósi yfir gang þessa máls, frá mínum bæjardyrum séð. Ég hefi hér talað um iþróttafréttaritara okkar almennt, þótt sumir eigi þar óskylt mál. Kemur það von- andi ekki að sök, þeir taka til sin sem eiga. Margt fleira væri ástæða til að drepa á, t. d. orsök þess að íþróttafréttaritarar ekki völdu A. G. í pressuleikinn, sem var eins konar „generalprufa" að landsleikjunum við Frakkland og Belgíu. Hafa þar trúlega einhver sérsjónarmið komið til. Læt ég hér staðar numið. Koma tímar, koma ráð. Reykjavík, 23. sept. 1957. Gunnlaugur Lárusson. Þýzkalandsfarar „Puch“ mótorhjól, sem nýtt til sölu, í Þýzkalandi, við mjög vægu verði. Greiðist í íslenzku. Tilb. sendist blað- inu fyrir n.k. laugardag, — merkt: „Puch — 6782“. BEZT AÐ AtlCLÝSA A í MORGVNBLAÐim T I\lýtt einbýlishiís í Hafnarfirði Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar 60 ferm. einbýlishús í Hafnarfirði. I húsinu er: Stór stofa, svefn- herbergi, rúmgott eldhús og bað. Eftir er að ganga frá kjallar og lítilsháttar á hæðmni. Verðið mjög lágt. Útb. kjallar og lítilsháttar á hæðinni. Verðið mjög lágt. Útb. aðeins 35 þús. ef samið er strax. Eignasalan Ingólfsstræti 9B, sími 19540 Eini sjálfblekungurinn með sjálffyllingu ... án nokkurra hreyfihluta Verð: 61 Heirloom penni: Kr. 866,00. Settið: Kr. 1260,00 61 Heritage penni: Kr. 787,00. Settið: Kr. 1102,00 Smekkvísi í frágangi og fegurð í útliti, ásamt einfaldleik í meðförum gerir Parker 61 hríf- andi gjöf! Þessi algjörlega nýi penni fyllist bleki á aðeins 10 sekúndum með háræðakerfi eingöngu! Ennfremur áfyllingarskaptið er hreint að lokinni áfyllingu ... hreinsar sig sjálft. Hinn fagri Parker 61 er vissulega til- valinn fyrir yður til gjafa handa þeim sem þér viljið bezt. Beztan árangur gefur Parker Quink í Parker 61. Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Reykjavík. Skólavörðustíg 5, Reykjavík. CP3-38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.