Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 44. árgangur. 225. tbl. — Laugardagur 5- október 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins- Óeirðir á götum Varsjárborgar í gærkvöld Mannfjöldinn hröpaði á kommúnistahermennina: GESTAPO Mikill mannfjoldi á götunum, þegar síðast fréttist VARSJÁ, 4. okt. (NTB-Reut- er). — Stúdentar við verk- fræðiháskólann í Varsjá ætl- uðu í kvöld að efna til mót- mælafundar undir vígorðinu: Við krefjumst prentfrelsis. — Einnig átti með fundi þessum að mótmæla handtöku nokk- urra stúdenta í gær. — Áður en fundurinn hófst í kvöld. höfðu stúdentarnir borið út dreifimiða, sem á stóð: Við verðum að sýna hinum hand- teknu félögum okkar holl- ustu. Á kröfuspjaldi, sem kom ið var fyrir í skólanum, stóð' Við mótmælum gestapóaðferð um. Við krefjumst þess að fá að vita, hver hefur fyrirskip- að hermönnum að skipta sér af stúdentafundum. Þegar mótmaelafundurinn átti að hefjast, höfðu 2000 stúdentar safnazt saman í salnum, en jafn rnargir biðu fyrir utan. Allt í emu birtist öflugt lög'egiulið og lokaö - psð fundarsatnum, en dreifði hópnum, sem úti beið með táragasi. Nokkru síðar safnaðist mikill mannfjöldi saman fyrir framan aðalstöðvar pólska kommúnistaflokksins, þar sem Gomulka hefur skrifstofur sin- ar ,og segja fréttar itarar, að um 4C00 stúdentar nafi verið i hópn um. Lögreglulið og alþýðulög- regla dreifði mannfjöldanum með kylfum og táragasi, en fólk- ið safnaðist þá saman í hliðar- götum og varðist þaðan. Öflugt herlið kom á vettvang og réðist gegn mannfjöldanum með gúmmíkylfum og táragasi, en fólkið varði sig með götustein- um. Meðan þessu fór fram, stöðv aðist öll umferð í miðri borginni en um níuleytið var komin á ró aftur. Sjónarvottar segja, að þarna hafj verið saman kominn mesti mannfjöldi, sem sézt hefir á göt um Varsjárborgar frá stríðslok- um. Þegar síðast fréttist, þótti lík- legt, að Gomulka mundi tala á fundi stúdenta og reyna að fá þá til að breyta afstöðu sinni til stjórnarinnar. Stúdentablaðið Po Prostu hafði mikil áhrif í þá átt að styrkja aðstöðu Gomulka, þeg- ar hann átti í sem harðastri bar- áttu við stalinistana. — í kvöld var lesin upp í útvarpið í Varsjá tilkynning frá mið- stjórn pólska kommúnistaflokks ins, þar sem ráðizt er á blað stúd entanna og sagt, að það hafi far- ið með lognar ásakanir á hendur stjórninni og reynt að gera allt til að espa menn til óeirða. Því hafi verið nauðsynlegt að stöðva útkomu þess. Síðari fregnir herma, að mikill mannfjöldi hafi enn verið fyrir framan verkfræði- Norðurlönd 76 stig - Balkan* lönd 57 Gomulka Hann á i erfiðleikum háskólann skömmu fyrir mið- nætti. Sögðu sjónarvottar þá, að ástandið í Varsjá væri hið ískyggilegasta og ekki væri gott að spá um afleiðingar þess, sem gerzt hefur. Þá herma síðustu fregnir einn- ig, að litlu hafi munað, að mann fjöldin hafi komizt inn í aðal- stöðvar pólska kommúnistaflokks ins, áður en herliði og lögieglu tókst að hrinda honum af hönd- um sér. Margir menn voru hand- teknir í átökunum. Síðustu fregnir, sem blað- inu bárust í gærkvöldi um ástandið í Varsjá hermdu, að mikill mannfjöldi hefði verið á götum borgarinnar og hróp- að á alþýðulögregluna og her- menn Gomulkastjórnarinnar. Gestapó, Gestapó. Ekki hafði þó aftur komið til átaka, þeg- ar síðast fréttist. „Ofstœkismenn með al- vœpni" — í San Marino AÞENU, 4. okt. (NTB). — Frjálsíþróttakeppnin milh Balkanlanda og Norðurlanda hófst í Aþenu í dag. — Eftir fyrri daginn höfðu Norður- lönd fengið 76 stig gegn 57. Keppnisveður var ekki gott, 25 stiga hiti og mikill raki í lofti. Bezti árangur náðist í 800 m hlaupi. Svíinn Dan Waern setti nýtt sænskt met á þeirri vegalengd, hljóp á 1.48,1 mín. Einnig vakti afrek Finnans Valkamas í lang- stökki verðskuldaða athygli Hann stökk 7.60 metra. Hilmar Þorbjörnsson vann í 100 metra hlaupi á 10.8 sek. Ann ar varð Carl Fredrik Bunes (Noregi) á 10.8, þriðji Búlgarinn Kolev á 10.9, fjórði Norðmaður- inn Björn Nielsen á 10.9, fimmti Grikkinn Georgopoulos á 10.9 og sjötti Kadar (Rúmeníu) á 11.1. Mihailo (Júgóslavíu) varð fyrstur í 10 km hlaupi á 30.21.6 mín. Annar varð Daninn Tvge Thögesen á 30.45.8, þriðji Arhland á 30.52.4, fjórði Finninn Frantala á 31.35.6, fimmti Kutckov (Búlg- aríu) á 32.37.2 og sjötti Bartsöv (Búlgaríu) á 32.37.5. í langStökki varð Finninn Valk ama fyrstur, stökk 7.60 m, eins og fyrr getur. Annar varð Mioer (Júgóslavíu), stökk 7.31, þriðji Porrasulmi (Finnlandi) stökk 7.08, fjórði Slavkov (Búlgaríu) stökk 6.94, fimmti Sörn (Rúmen- íu) stökk 6.69 og sjötti varð Finni, sem stökk 6.65. San Marino, 4. okt. — Kommún- istastjórnin í dvergríkinu San Marino hefur beðið S. Þ. um að senda alþjóðlegt lögreglulið inn Mollet reynir sljórnarmyndun - ósennilegt, að það fakist PARÍS, 4. okt.—Leiðtogi franskra jafnaðarmanna, Guy Mollet, reyn ir nú stjórnarmyndun og mun gefa Coty Frakklandsforseta skýrslu um árangurinn á sunnu- dag. Eftir fund með forsetanum í dag skýrði Mollet svo frá, að honum hefði verið skapi næst að neita að gera tilraun til stjórn- armyndunar, þvi að litlar líkur séu á því, að hann geti myndað starfhæfa stjórn með öflugan þingmeirihluta á bak við sig. Hann hefði þó orðið við ein- dregnum óskum forsetans um að gera tilraunina. Mollet minnti á, að hans eigin stjórn, sem sat í 18 mánuði sam- fleytt eða lengur en nokkur önn- ur stjórn í Frakklandi eftir stríð, hafi verið felld á efnahagsmál- unum og stjórn Bourges-Maun- ourys hafi fallið á Alsír-stefnu sinni, sem jafnaðarmenn fylgdu af einhug. Af þessu mætti .sjá, að það væri hvorki þingmeiri- hluti fyrir stefnu jafnaðarmanna í Alsír né í efnahagsmálum og því ósennilegt, að honum takíst stjórnarmyndun. Mollet ræddi við þingflokk jafnaðarmanna i kvöld, en á laugardag ræðir hann við leiðtoga annarra flokka. Nýtt lyf WASHINGTON, 4. okt. — Banda- rísku heilbrigðisyfirvöldin hafa tilkynnt, að nýtt lyf hafi verið reynt við sérstakri tegund heila- bólgu, sem hefur oftast dauðann í för með sér, og hafi lyfið verið mjög áhrifamikið. Það nefnist ampthotericin B. Lyfið hefur í heilt ár verið gefið sex sjúkling- um, sem þjáðst hafa af „crypto- coccal meningitis" og eru þeir allir lifandi. í landið „til þess að halda uppi lögum og reglu og verja okkar gamla frelsi“, eins og komizt er að orði. Einn af formælendum kommúnistastjórnarinnar hefur komizt svo að orði: „Við erum í stjórn, stjórnarandstaðan verður að beita valdi til að koma okkur á kné“. — Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, misstu komm- únistar meirihluta sinn á þingi, en neituðu að afhenda stjórnar- andstöðunni stjórnvölinn. Mikil ókyrrð hefur verið í ríkinu, al- þýðulögregla kommúnistastjórn- ‘arinnar, sem hefur búið um sig í ráðhúsinu, hefur lokað helztu samgönguleiðunum og í tilkynn- ingu hinnar nýju ríkisstjórnar, sem hefur búið um sig í verk- smiðju skammt frá ráðhúsinu, segir, að „ofstækismannaflokkar hafi náð á sitt vald mestum hluta landsins, þeir vaði um allt með alvæpm, svo að íbúarnir þora ekki að láta sjá sig á götum úti“. — Ósennilegt þykir, að kommún- istastjórnin láti handtaka ráð- herra stjórnarandstöðunnar, því ítalskt lögreglulið hefur beðið á landamærunum og mundi senni- lega láta til skarar skríða gegn kommúnistum, ef þeir fremdu ofbeldisverk í dvergríkinu. í dag komu nokkrir bílar til San Marino hlaðnir matvælum. Mikill matarskortur er í ríkinu. í kringlukasti sigraði Svíinn Lars Arvidson 53.08, 2. Júgóslav- inn Ardosevic 51.57 m, 3. Búlg- arinn Milev 50,67 og 4. Lindros, Finnlandi 50.61, 5. Grikki 50.28 og sjötti Folund Svíþ. 49.77. Eins og fyrr segir vann Svíinn Dan Waern 800 metrana á 1:48,1 mín, 2. varð Finninn Salonen á 1:49,6, 3. Despastas Grikklandi á 1:49,7 (grískt met), 4. Ragnar Andersen Noregi á 1:50,4, 5. Grikkinn Constantinidis á 1:50,4 og 6. Vamos frá Rúmeníu á 1:51,4 400 metra grindahlaupið vann Savel (Rúmeníu) á 53,1 sek., 2. Osvald Mildh (Finnland) á 53.2., 3. Per Owe (Svíþjóð) 53,4, 4. Starel (Rúmenía) 54,2, 5. Grikk inn Lis á 54,3 og 6. Swarts (Sví- þjóð) 56.1. í 1000 m boðhlaupi sigraði sveit Norðurlanda á 1:57,7 mín, en sveit Balkanlanda hljóp á 1:58,5. Fleslir sam- mála „Ike" WASHINGTON, 4. okt. — Gallup stofnunin hefur látið rannsaka afstöðu Bandaríkjamanna til þeirrar ákvörðunar Eisenhowers að senda herlið inn í Little Rock. Niðurstöður skoðanakönnunarinn ar eru þær, að mikill meiri hluti bandarísku þjóðarinnar telur, að þessi ákvörðun forsetans hafi bæði verið rétt og nauðsynleg. Aðeins 26% þeirra, sem spurðir voru, héldu því fram. að Eisen- hower hefði ekki átt að senda herlið til Arkansas. Sögulegasti knattspyrnu- leikur í Danmörku minnti einna helzt á slagsmál í Nýhöfn allar áttir og gerði hverja skyss- una á fætur annarri. Við það æstust áhorfendur, en þó kastaði ekki tólfunum fyrr en írarnir reyndu að tefja leikinn með því Framh. á bls. 2 KAUPMANNAHÖFN, 4. okt. — Á fimmtudagskvöldið fór fram í Kaupmannahöfn landsleikur milli Dana og Ira og gerðust hinir furðulegustu atburðir í sambandi við þennan leik. — Dönsku blöðin segja, að aldrei hafi orðið slíkt hneyksli þar í landi við knattspyrnuleik, enda hafi hann verið hinn sögulegasti sem um getur. Kom til handa- lögmála og iá við stórslysum i miðjum leik. Leikurinn minnti á hina sögufrægu leiki í Suður- Ameríku, þegar bæði áhorfendur, leikmenn, dómari og línuverðir eru í bráðri lífshættu. Um 28 þús. áhorfendur voru viðstaddir leik þennan. Hann hófst mjög vel og gekk allt ágæt- lega, þangað til hálftími var eft- ir af síðari hálfleik. Þá stóðu leikar 2:0 írum í vil og þótti það sanngjörn staða. En þá fóru frar að nota bolabrögð, að því er dönsk blöð herma, og urðu áhorf- endur reiðir yfir því. Dómarinn, sem var frá Austur-Þýzkalandi, réð ekki við neitt, en pataði út í 19 þúsund stúdentar flúðu BONN, 4. okt. — Stúdentasam- band Vestur-Þýzkalands hefur skýrt frá því, að 4500 stúdentar hafi flúið frá Austur-Þýzkalandi vestur á bóginn undanfarna fjóra mánuði. Þá hafa samtals 19 þús. stúdenta flúið til Vestur-Þýzka- lands síðan 1953. Átján hafa látist WASHINGTON, 4. okt. — Um milljón Bandaríkjamanna hefur nú fengið Asíu-inflúenzuna og 18 menn hafa látizt úr veik- inni í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.