Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 12
12 M ORGUNBlAÐIÐ Laugardagur 5. okt. 1957 I I A ustan eftir John Steinbeck 148! ist eitthvað hugsandi S svipinn, svo að Cal sagðí: — „Ég er Cal Trask“. „Ja hérna. Það er naumast þú ert orðinn rtór og mikill maður. Er hann pabbi þinn hér líka?“ „Nei. Ég kom einn“. „Gerðu svo vel og fáðu þér sæti. Þú reykir líklega ekki. „Jú, stundum. Vindlinga“. Will ýtti pakka af Murad yfir borðið til hans. Cal opnaði hann, en lokaði honum jafnskjótt aftur: — „Ég held að ég hafi ekki lyst á því núna.“ Will virti fyrir sér dökkleitt andlit drengsins og honum leist vel á það. — „Þetta er greindur strákur", hugsaði hann með sér. — „Hann lætur ekki leika á sig“. Svo sagði hann. — „Ég þykist vita að þú farir fljótlega að spila á þínar eigin spýtur?" „Já, ég hefi hugsað mér að byrja búskap á jörðinni okkar, þegar ég er búinn með skólann." „Það er ekkert á því að græða“, sagði Will. — „Bændur verða □- -□ Þýðing Sverrn Haraldsson □-------------------□ aldrei ríkir. Það eru hinir sem græða, sem kaupa og selja af- urðir bændanna. Þú verðirr aldrei ríkur á búskapnum. Will fann að Cal var að reyna hann, rannsaka hann, prófa hann og það var honum alls ekki á móti skapi. Og Cal hafði ákveðið sig, en fyrst spurði hann: — „Hr. Hamil- ton, eigið þér engin börn?“ „Nei og mér þykir það mjög leiðinlegt. Það er kannske mitt mesta h: yggðarefni." Og því næst: — „Hvers vegna spyrðu að því?“ Cal lézt ekki heyra spurning- una: — „Mynduð þér vilja gefa mér ráð?“ Will hlýnaði af ánægju: — „Ef ég get. þá skal ég gera það með Fegurstu konur heims ... veiju Drene shnmpoo Takið eftir hinum gullfallegu kvikmynda- stjörnum, heillandi dansmeyjum og hrífandi tízkusýnum. Sjáið hve hárið er mikill feg- urðarauki. Og flestar þeirra velja DRENE -shampooið, sem gerir hárið silkimjúkt og auðvelt við að eiga. Hár yðar getur orðið eins undurfagurt . . . ef þér notið DRENE og auðvelt við að eiga. DRENE SHAMPOO gerir hárið silkimjúkt SHAMPOO. mestu ánægju. Hvað er það sem þú vilt vita?“ Og þá gerði Cal það, sem Will líkaði énn betur. Hann notaði hreinskilni sem vopn. Hann sagði: „Mig langar til að eignast mikla peninga. Viljið þér segja hér hvernig ég á að fara að pví?“ Will var næstum farinn að hlæja, en honum tókst að halda alvörusvipnum á andlitinu. Enda þótt spurningin væri barnaleg, þá áleit hann Cal alls ekki barna- legan í hugsun. „Það vilja allir verða ríkir", sagði hann. — „Hvað kallar þú mikla peninga?" „Tuttugu-þrjátíu þúsund doll- ara.“ „Herra minn trúr“, sagði Will og tók viðbragð í stólnum. Og nú hló hann, en ekki hæðnislega. Cal brosti aðeins, þegar Will hló. „Geturðu sagt mér hvers vegna villt þú eignast svona mikla peninga?“, spurði Will. „Já“, svaraði Cal. — „Það get ég sagt yður.“ Hann opnaði Murads-pakkann, tók sér einn vindling með korkmunnstykki og kveikti í honum. Will hallaði sér aftur í stólnum og skemmti sér hið bezta. „Faðir minn tapaði miklum peningum." _„Ég veit það“, sagði Will. — „Ég ráðlagði honum að reyna ekki að flytja fryst grænmeti yfir þvert landið." „Gerðuð þér það? Hvers vegna?“ „Það var engin trygging fyrir hendi“, sagði Will. — „Kaup- sýslumenn verða að vernda sjálfa sig. Kæmu einhver óhöpp fyrir, þá var úti um hann. Og óhöppin létu ekki standa á sér. En haltu áfram.“ „Ég þarf að eignast nógu mikla peninga, til þess að bæta honum upp það sem hann missti.“ Will starði á hann: — Hvers vegna?“. spurði hann. „Mig langar til þess.' „Þykir þér vænt um hann?“, spurði Will. „Já.“ Kippir komu í holdugt andlit Wills og endurminningu brá snöggt fyrir í huga hans. eins og köldum stormsveip. Hmn þreif- aði sig hægt til baka, aftur í for- tíðina. Hún var þarna Öll komin leiftursnöggt, öll árin-eins og mynd, tilfinning, örvænting — stönzuð eins og þegar suðandi kvikmyndavél stanzar skyndilega og allt stendur kyrrt. Þarna var Samúel, bjartur eins og heiðrík dögun með sitt frjálsa og óbeizl- aða hugmyndaflug. Og þarna var Tom, góður og hugsandi og Una sem hafði vindinn fyrir gangvara og hin hrífandi Molly, Dessie hin hugljúfa og hláturmilda, Gecrge sem var svo myndarlegur og góð- ur, að velviljj hans og góðvild fylltu húsið eins og blómailmur. Og þarna var Joe, hinn yngsti og vinsælasti. Sérhvert þeirra veitti fjölskyldunni einhverja góða gjöf af gnægð sinni. Flestir munu búa yfir leyndum harmi eða sársauka, sem engir aðrir eiga hlutdeild í. Will hafði leynt þeirra einkaeign sinni mjög vel. Hai’n hafði hlegið hátt, hag- nýtt sér rangsnúnar dygðir og aldrei látið langanir sínar og metnað komast á glapstigu. í eig- in augum var hann hversdagaleg- ur, klunnalegur, íhaldssamur og leiðinlegur. Engir stórir draumar lyftu honum til flugs og -ngin örvænting knúðj hann til sjálfs- eyðingar. Hann hafði ávallt reynt að finna sér fótfestu innan fjöl- skyldunnar með þá eiginleika er hann hafði til að bera, hirðusemi, skynsemi, iðni. Hann sá um bók- haldið, réði málflutningsmennina, útvegaði útíararstjóra og greiddi loks reikningana. Hinir meðlim- ir fjölskyldunnar vissu jafnvel ekki að þeir þörfnuðust hans. Hann kunni að eignast peninga og eiga þó. Hann áleit. að fjöl- skyldan fyrirliti sig fyrir þenn- an eina hæfileika, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf. Hann hafði alltaf eiskað ættingja sína og allt- af staðið tilbúinn með peningana í höndunum, til þess að bjarga þeim út úr hvers konar vand- ræðum. Hann hélt að þeir skömm uðust sín fyrir hann og hann gerði allt sem hann gat, til að öðlast viðurkenningu þeirra. Allt þetta rúmaðist í hinni nístandi köldu vindhviðu, sem næddi í gegnum hann. Hin fremur útstæðu augu hans voru rök, þegar hann starði langt fram hjá Cal og drengurinn spurði: — „Hvað gengur að yður, Hamilton? Líður yður ekki vel?“ Will hafði þekkt fjölskyldft sína, en hann hafði ekki skilið Unglingar eða eldra fálk 'óskasf fil að hera blaðið til kuupwuud vtoanfKgar um bœinn Sími 2-24-80 M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) Þú kveiktir eldinn með i — Lögreglustjóri, viljið þér j 2) Lögreglustjórirm fer ofan í. 3) — Hérna er sönnunin, ann- þessu kerti og ég held ég geti ekki framkvæma leit á manninum. vasa Láka. I að kerti. Þú ert handtekinn, Láki. gannað það. I ‘ « hana og hún hafði ekki vitað að margt það bjó innra með hon- um, sem kallaði á skilning. Og nú kom þessi drengur til hans. Will skildi hann, gat gert sér tilíinn- ingar hans ljósar, þekkti sjálfan. sig aftur í honum. Svona son hefði hann þurft að eiga, eða bróður, eða föður. Og hinn napri næðingur minning- anna breyttist í hlýju og góðhug gagnvart Cal — steig upp og fyllti brjóst hans. Hann neyddi athyglma aftur inn fyrir glerveggi skrifstofunnar, Þar sat Cal hinn rólegasti í stóln- um og beið Will vissj ekki hversu lengi hann hafði setið þögull. „Ég fór að hugsa um dálítið sérstakt", sagði hann hljóðlega. Svo brýndi hann róminn: — „Þú baðst mig um dálítið“, sagði hann. „Ég er kaupsýslumaður. Ég gef ekki neinum neitt. Ég sel það.“ „Já, hr. Hamilton.“ Cal var var um sig, hann fann að Will Hamil- ton líkaði vel við hann. „Það er dálítið sem ég vil fá að vita“, sagði Will. — „Og ég vil fá að vita sannleikann. Vilt þú segja mér hann?“ „Það veit ég ekki“, sagði Cal. „Þetta svar líkar mér vel. Hvernig geturðu vitað það, áður en þú hefur heyrt spurninguna? Þetta var gott svar. Það var skyn samlegt-og heiðarlegt Hlustaðu nú á mig. — Þú átt bróður. Þykir föður ykkar vænna um hann en þig?“ „Það þykir öllum“, sagði Cal stillilega. — „Öllum geðjast vel að Aroni.“ „Þér líka?“ „Já, hr. Hamilton. Að minnsta kosti — já . . . “ „Hvað áttu við með. Að minnsta kosti?“ Stundum finnst mér hann heimskur, en mér þykir samt vænt um hann.“ „En hvað með pabba þinn?“ „Mér þykir vænt um hann“, sagði Cal. „Og honum þykir vænna um bróður þinn.“ „Ég veit það ekki.“ „Þú sagðist vilja gefa pabba þínum aftur peningana, sem hann hefði tapað. Hvers vegna?“ Venjulega var augnatillit Cals ódjarflegt og varfærið, en nú var það svo opinskátt og ákveðið að það virtist ætla að lesa innstu hugrenningar Wills. „Pabbi minn er góður“, sagði hann-„og mig langar til að bæta honum það upp, að ég er ekki góður.“ „En ef þú gerir það, ertu þá ekki góður?“ v „Nei“, sagði Cal. — „Ég held ekki að ég geri það vegna þe;-s að ég sé goður.“ Will hafðí aldrei heyrí nokkurn mann tala svona bert og hrein- skilnislega Það ló við að það gerði hann vandræðalegan og hann vissi hve ósæranlegur Cal var í sinni einföldu hreinskilni. — „Aðeins eina spurningu enn“, sagði hann — „og mér er nokkurn veginn sama þótt þú svarir henni ekki. Ég held að ég myndi ekki svara henni, í þínum sporum. Og hérna kemur hún: — Ef þú fengir þessa peninga og gæfir pabba þínum þá myndi það þá nokkurn tíma hvarfla að þér að þú værir að reyna að kaupa ást hans?“ „Já, hr. Hamilton. Og það værí satt.“ SJÚtvarpiö Laugardagur 5. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar. dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Einsöngur: Richard Tauber syngur (plötur). — 20,30 Tónleikar (plötur). 20,45 Leikrit „Móðurhjartað" eftir Leck Fis- her, í þýðingu Ragnars Jóhannes sonar. — Leikstjóri: Indriði Waage. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.