Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. okt. 1957
Kommúnistar virtn ekki reglur
þingræðisins í Son Marino
UPPI í íjöllum á austan-
verðri Ítalíu er sjálf-
stætt dvergríki, sem kall
ast San Marino. Það er nú talið
elzta lýðveldi í Evrópu, talið
stofnað árið 855. Það er umlukt
ítölsku landi á allar hliðar og
þótt íbúarnir tali ítölsku hefur
þeim tekizt að varðveita sjálf-
stæði sitt gegnum aldirnar. Þeg-
ar Ítalía sameinaðist kringum
1860 hélt þetta litla ríki enn sjálf-
stæði sínu, vegna þess að þar var
lýðveldi. Þar var enginn fursti
til að steypa, heldur ákváðu þjóð-
kjörnir fulltrúar að vísa enn til
gamalla samninga um að sjálf-
stæði dvergríkisins skyldi við-
urkennt.
Landið er aðeins 64 ferkíló-
metrar á stærð og í því búa
um 13 þúsund manns. Þeir
hafa komizt vel af og haft
hag af sjálfstæðinu. Ein
stærsta tekjulindin hefur ver-
ið að selja hégómlegu fólki
aðalstitla og eru aðalsmenn
sem þar hafa verið dubbaðir
upp yfirleitt kenndir sem her-
togar eða greifar við einhvern
fjailstindinní San Marino. Þá
græðir ríkið á útg. frímerkja
og hefir talsverðar tekjur af
því að auðveldara er að fá
hjónaskilnað þar en fyrir dóm
stólum á ftalíu. Loks greiðir
stjórn ftalíu ríkinu mánaðar-
lega ákveðna fjárhæð, 35 millj
lírur (um 750 þús. kr.) sem
endurgreiðslu á tollum, en all-
«r vöruflutningur til landsins
fer í gegnum ítalska tollgæzlu.
★
Jafnvel á dögum Mussolinis
var sjálfstæði San Marino virt.
Það var fyrst síðla í styrjöldinni,
sem Þjóðverjar hernámu landið
til að tryggja sér varnaraðstöðu
í því. Þeim tókst þó ekki að halda
landinu nema stutta stund. Banda
menn sóttu á, það var barizt um
San Marino og mikil spjöll urðu
þar. Alexander marskálkur Breta
gerði innreið sína í landið og
viðurkenndi að því loknu sjálf-
stæði þess.
Nú ber að geta þess, að þótt
San Marino sé sjálfstætt hafa
ítalskar stjórnmálahreyfingar
mjög áhrif í landinu. Á dögum
Mússolínis létu fasistar t. d. all-
mjög að sér kveða. Og eftir lok
heimsstyrjaldarinnar varð stjórn
CmnO».
I,
tivorro\ RíjrenetX^ "
' \ itaucn
m —:
Uppdráttur er sýnir legu
San Marino
málaástandið í San Marino líkt
og í nágrannahéruðunum.
San Marino er staðsett í
miðju Emilia-héraðinu ítalska,
sem hefur verið aðalhreiður
kommúnista. Það er skammt
frá borginni Bologna, sem er
háborg kommúnismans. Þess
vegna hefur ekki farið hjá því,
að kommúnisminn hefur feng
ið ítök í landinu. Eftir að land-
ið var frelsað undan Þjóðverj-
um, óðu svonefndar „frelsis-
sveitir" kommúnista uhi fjalla
héruðin, vopnaðar vélbyssum
og myrtu andstæðinga sína að
næturlagi í tuga og hundraða-
tali. Var þetta sama sagan og
gerðist þar í nágrannahéruð-
unum.
Þegar fyrstu kosningarnar
fóru svo fram til þings San
Marino náðu kommúnistar þar
hreinum meirihluta, sem þeir
hafa haldið í 12 ár, eða þar til
fyrir nokkrum dögum, að stór
tíðindi gerðust í San Marino.
★
Síðustu kosningar í San Marino
fóru fram fyrir nærri tveimur
árum. Höfðu andstæðingar komm
únista þá mikinn viðbúnað að
reyna að sigra þá í almennunj
kosningum. Sameinuðust þeir all
Lögreglustjóri San Marino, að
nafni Ettori Sozzi er fjaður-
skrýfður
ir í eina fylkingu og töldu sig-
urvonir sínar miklar. En úrslit
kosninganna urðu allt að einu
þau, að af 60 þingsætum kræktu
kommúnistar í 35 en andkomm-
únistar aðeins í 25. Þessi úrslit
þóttu mörgum kynleg og hermir(
almannarómur, að hinir komm-
únísku valdhafar hafi með ein-
hverjum ráðum framið kosninga
svik og breytt úrslitum sér í
hag.
Þessi sífelldi orðrómur um
kosningasvik, ásamt fregn-
um af hermdarverkum komm
únista í Ungverjalandi hefur
gert fylgi kommúnista í San
Marino ótryggara en nokkru
sinni áður. Þegar ofbeldisverk
in í Ungverjalandi voru mest
á dagskrá tilkynntu fimm af
þingfulltrúum kommúnista
að þeir hefðu sagt sig úr
flokknum. Nú voru styrkleika
hlutföllin í þinginu 30:30, en
kommúnistar héldu þó öllum
völdum, vegna þess að sjálf-
ræði ráðherranna tveggja er
meira en ella tíðkast í þing-
ræðislöndum.
En hinn 19. sept. sl. dró að úr-
slitastund. Þá skyldi endurkjósa
ráðherrana tvo, sem völdum
halda í landinu. Nokkru áður en
kjör þetta skyldi fara fram í þing
inu tilkynnti enn einn af þing-
mönnum kommúnista, Giannini
að nafni, að hann segði sig úr
flokknum. Nú var því sýnt, að
frambjóðendur andkommúnista
yrðu kjörnir með 31 atkvæði.
Þannig hefði allt gengið hávaða-
laust fyrir sig, ef þingræðisregl-
um hefði verið hlýtt.
En hvenær er vitað til þess að
kommúnistar fylgi lýðræðisregl-
um, ef þeir sjá sér fært oj; telja
sig hagnast meira á að beita rang
indum? Það er víst ólíklegt og
sannaðist þetta enn í smáríkinu
San Marino.
Þegar þingheimur San Mar-
ino var saman kominn til að
kjósa nýja ráðherra, stóð upp
annar af fráfarandi ráðherr-
um kommúnista og tilkynnti
þingrof. Leysti hann þingið
síðan tafarlaust upp og til-
kynti nýjar kosningar í nóv-
ember. Kvaðst hann byggja
þingrofsheimildina á þeirri
staðreynd að 34 þingmenn
hefðu boðað að þeir ætluðu að
segja af sér þingmennsku.
Þingið væri því óstarfhæft.
Rök fyrir þessum afsögnum
hafa þó hvergi komið fram.
Það er skemmzt af að segja að
and-kommúnistar í San Marino
mótmæla þessum aðgerðum, sem
fullkomnum lagabrotum. En
gagnslítið er að mótmæla, þar
sem lögregluvaldið er í höndum
kommúnista. Þó hefur lögregiu-
stjórinn Ettori Sozzi lýst því yfir
að hann eigi ekki þátt í þeirri
ákvörðun kommúnistaráðherr-
anna, að kalla út 200 manna vara
lið kommúnista og skipa þá vara
iögreglumenn.
★
í fyrstu fregnum frá San
Marino var látið að því liggja
að þessir atburðir væru ekki
mjög alvarlegir. Xil dæmis
var skýrt frá því að varalög
regla kommúnista hefði verið
búin gömlum miðaldarifflum,
en hefði engin skotfæri.
Fréttamenn sem komið hafa á
staðinn síðar telja þó hættuna
meiri, því að kommúnistarnir
ern raunar allir búnir litlum
nýtízku handvélbyssum. Þetta
eru vopnin frá styrjöldinni er
liafa verið tekin fram og
kommúnistar virðast reiðu-
búnir að halda áfram „frelsis-
aðgerðum" sínum frá því í
stríðslok.
Nú eru tvær ríkisstjórnir í San
Marino. Kommúnistastjórnin sit-
ur í þinghúsinu og hefur um sig
vörð vopnaðra kommúnista. And
kommúnistar hafa stofnað eigin
stjórn, sem nýtur fylgis 31 þing-
manns. Hafa þeir búið um sig í
gamalli gúmmíverksmiðju í út-
jaðri San Marino. Þar hírast all-
ir þingmennirnir 31 að tölu við
þröngan kost. Sofa þeir á dýnum
á köldum og rökum steingólfum.
Þótt þeir hafi meirihluta þings-
ins skortir þá allt lið til fram-
kvæmda.
★
Það mun hinsvegar verða and
kommúnistum til mikillar styrkt
ar, að Ítalía hefur viðurkennt
þeirra stjórn löglega og svo
munu aðrar vestrænar þjóðir
gera. Þá hafa ítölsk yfirvöld lok-
að öllum vegum til San Marino
og er það gert til að hindra að
ítalskir kommúnistar geti hópast
til landsins og veitt ofbeldis-
stjórninni þar lið.
Ástandið er sem sagt hið al-
varlegasta og getur verið að blóðs
úthellingar verði þar á hverri
stundu.
Góðteoilarahúsið í Reykjuvík
70 óra síðastliðinn miðvikudag
Afmælisins minnzt með hófi í Góðfempiarahúsinu
2. ÞESSA mánaðar hélt Góð-
templarareglan í Reykjavík há-
tíðlegt sjötíu ára afmæli Góð-
templarahússins í Reykjavík, en
það var vígt 2. okt. 1887. Hátíða-
höldin hófust með sameiginlegri
kaffidrykkju, en þar var saman
komið margt manna og kvenna.
Hófinu stjórnaði Indriði Indriða-
son og fór það mjög virðulega
og vel fram, ræður voru fluttar,
lesin upp skeyti og kveðjur er
bárust og einnig fóru fram
skemmtiatriði. Að síðustu var
dansað.
„Þangað geta mörg menning-
armál rakið spor sín“.
Aðalræðu kvöldsins flutti
Freymóður Jóhannesson. Rakti
hann sögu hússins og uppruna
þess. Gat hann þess, að er Góð-
templarahúsið var vígt, voru
sfcrifar úr
daglega lífinu
VELVAKANDA hefir borizt
bréf fró unga júgóslafneska
menntamanninum, sem skýrt var
frá á sínum tíma hér í dálkunum.
Þakkir júgóslafneska
menntamannsins
HAGIR hans voru slíkir, að
hann var að stunda íslenzku-
nám, en þá vildi svo illa til fyrir
honum að mestallur bókakostur
hans íslenzkur brann. Leitaði
hann hingað til lands um hjálp,
og gekkst Velvakandi fyrir því,
að safnað var bókum á nýjan leik
handa honum. Lesendur þessara
dálka brugðust mjög vel við
þeirri málaleitan, svo vel að Vel-
vakandi hafði ekki gert sér nein-
ar vonir um slíkar undirtektir.
Fjöldj bóka barst, margar verð-
mætar mjög, og voru þær allar
sendar austur til Júgóslafíu. Og
nú er sem sagt komið bréf frá
honum. Það hljóðar svo í lausl.
þýðingu:
„Ég varð frá mér numinn af
gleði, þegar ég fékk hið vir.sam-
lega bréf yðar og tvo stóra
böggla verðmætra íslenzkra bóka
og blaða. Ég þakka yður og öllum
vinum yðar, sem bækurnar sendu
innilega fyrir hina miklu vinsemd
sem mér hefir verið sýnd. Þessi
rausnarlega bókagjöf kemur mér
mjög að haldi við íslenzkunám
mitt, og gerir mér kleift að halda
því áfram. — Með beztu kveðjum
og miklu þakklæti, — R. Klodic.
Skólar hefjast
ÞESSA dagana er verið að setja
skóla landsins og það má
imerkja það á bæjarlífinu hér í
Reykjavík. Þó er það ennþá greini
legra í smærri bæjum úti á landi
þar sem skólar eru staðsettir. Ann
ar svipur kemur á miðbæinn, ung
og glaðleg andlit sjást á götunum,
sem ekkj voru þar áður, skóla-
piltar fara gjarnan í smáhópum
og láta allmikið á sér bera, ef því
er að skipta. Kaffihús fá strax
aukna aðsókn því á þeim stöðum
hafa skólapiltar innan við tvítugt
alla jafna krufið heimsvanda-
málin til mergjar og leyst lífs-
gátuna. Og það er alltaf einhver
sérstakur bjarmi og blær yfir
skólunum og umhverfi þeirra,
einkum menntaskólunum.
Nýlega var ég við skólasetn-
ingu í einum framhaldsskólanna
þar sem flestir skólapiltanna eru
þó komnir um tvítugt eða eru
eldri. Skólastjórinn bað þá þess
lengstra orða að forðast áflog inni
í skólastofunum, vegna húsgagn-
ánna og á göngum skólans, er
slíkir fílefldir karlmenn ættust
við en flytja handalögmál sín vin
samlegast út í skólagarðinn!
Þetta hljómar kannske dálítið
undarlega svona fyrst í stað en
svo mikið er eftir af drengs-
eðlinu, eða öllu heldur
víkingseðlinu, í lundarfari
tvítugra íslenzkra pilta að
áflog og stimpingar eru þar ekki
sjaldgæfur viðburður. Mér þótti
þetta skemmtilegur vitnisburður
um það að enn eru kraftar í köggl
um tvítugra pilta, jafnvel þótt
ljúfir eigi að vera í skólabekk, og
víst eru slíkir ljónfjörugir skóla-
strákar ólíkt geðslegri en dauð-
yfli og bókabéusar, sem aldrei
stekkur bros. Og þó að skólastjór-
inn hafi kannske ekki verið á
sama máli (vegna húsgagnanna)
þá held ég samt að öllu sé slík
lífsorka affarasælli fyrir land
og þjóð þegar til lengdar lætur.
Beizlun slagsmála-
hneigðarinnar
EN er ekki hægt að beizla slags-
málahneigðina?
Um það hafa uppalendur og
sálfræðingar lengi hugsað og
fundið ýmis ráð til. Og því hefir
það vakið athygli í fréttum síð-
ustu daga að Æskulýðsráð Reykja
víkur virðist hafa gert eina skyn-
samlegustu tilraunina til þessa,
sem lengi hefir verið fram-
kvæmd. Það hefir opnað tóm-
stundaheimili á Lindargötunni
fyrir unglinga á skólaaldri, ein-
mitt þeim aldri, sem menn verða
vandræðamenn flestir, ef þeir þá
nokkurn tíman fara út í þá sálma.
Þessi starfsemi er mjög þörf og
sætir reyndar furðu að ekki skuli
félagssamtök ýmis, sem kenna sig
við æskulýðinn hafa komið þess-
ari starfsemi á fyrir löngu. En
hér er ekki staður til að fordæma
einn eða neinn, heldur gleðjast
yfir því að nú skuli starf þetta
hafið, og hvetja unglinga til þess
að nota sér það.
fyrst viðhafðir vígslusiðir á ís-
landi, að undanskildum kirkjum.
Kvað hann 360 manns hafa ver-
ið viðstadda þá athöfn. Góð-
templarahúsið í Reykjavík var
annað húsið sem reglan eignaðist
hér, en hið fyrsta var reist í
Hafnarfirði 1886 af Morgim-
stjörnunni þar. Það var Ein-
ingin nr. 17 sem átti stærstan
þátt í byggingu Góðtemplara-
hússins hér. Er bygging þess var
hafin komu stúkurnar Verðandi
nr. 9 og Framtíðin nr. 13 til liðs
við Eininguna í byggingarmál-
inu og húsið var reist á skömm-
um tíma. Var það á næstu
árum á eftir einn aðal sam-
komusalur Reykvíkinga og
allt fram undir aldamót. „Hing-
að geta mörg menningarmál rak-
ið spor sín“, sagði Freymóður,
„svo sem leiklist, íþróttir, tón-
list og fleira mætti telja“.
Kveðjur og skeyti.
Að ræðu Freymóðs lokinni,
söng Guðrún Á. Símonar, óperu-
söngkona nokkur lög, með undir-
leik Fritz Weisshappels, eftir
innlenda og erlenda höfunda. —
Var söngkonunni tekið með mikl-
um fögnuði og varð hún að
syngja aukalag.
Þá las Indriði Indriðason upp
skeyti og kveðjur er borizt höfðu
í tilefni afmælisins. Voru það
skeyti frá Daníelsher í Hafnar-
firði og Steindóri Björnssyni í
Hveragerði. Kveðja barst frá
Böðvari Bjarnasyni formanni
húsráðs, en hann gat ekki verið
viðstaddur. Að því loknu mælti
séra Friðrik Friðriksson nokkur
olð. Árnaði hann reglunni guðs
blessunar.
Skemmtiatriði.
Næst söng tvöfaldur kvartett
úr IOGT undir stjórn Ottós Guð-
jónssonar nokkur lög. Var söngn-
um vel tekið og söng kórinn
aukalag. Þá flutti Karl Guð-
mundsson gamanleikari skemmti-
þátt „Gullna hliðið“ og varð af
því mikil ánægja meðal áheyr-
enda.
Benedikt Björnsson stórtempl-
ar flutti ávarp og skýrði meðal
annars frá því, að nú hefðu yfir-
völdin gefið tilskilin leyfi til
byggingar nýs Góðtemplarahúss.
Mun því vera ætlaður staður á
Skólavörðuholtinu. Þorsteinn J.
Sigurðsson mælti að lokum nokk-
ur orð.
Aldnir templarar viðstaddir
Til þessarar ágætu samkomu
mættu alstu templarar bæjarins,
séra Friðrik Friðriksson, sem hef-
ur verið templari frá 1886, Á-
gústa Ágústsdóttir, templari frá
1887, Arndís Þorsteinsdóttir, séra
Sigurbjörn Á. Gíslason og Krist-
ín Thorberg.