Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 8
t MORGUNfíT4 Ðl Ð Laugardagur 5. okt. 1957 Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. UTAN UR HEIMI nclir ur ymóum áttum Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritst]órn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjald kr 30.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 1.50 eintakið. T'IMINN SEGIR SIG VERRi EN HANN ER LESENDUR Tímans hafa oft kvartað yfir því, að hann væri ekki nógu gott fréttablað. Aldrei hefur sú ásökun þó verið sett hatramlegar fram en í Timanum sjálfum i gær. Þar er rætt um hinar furðu- legu yfirlýsingar Eysteins Jóns- sonar ,um að það sé í samræmi við orð hans fyrir kosningar, að samstarf var tekið upp við kommúnista um stjórnarmyndun. Tíminn kemst ekki fram hjá þeirri staðreynd ,að á kosninga- daginn sagði hann: „Ekkert samstarf við komm- únista um stjórnarmyndun". Þetta var prentað með stórum stöfum og í greininni, sem fylgdi var sagt: „Þjóðviljinn hefur þá fregn að færa liði sínu við lok kosninga- bardagans, að „ákveðið hafi ver- ið í herbúðum Hræðslubanda- lagsins, að leita til okkar um stjórnarsamvinnu eftir kosning- ar“. Eins og margbúið er að lýsa yfir, af hálfu Alþýðulfokksins og Framsóknarflokksins, er þetta uppspuni frá rótum og ekkert samstarf verður haft við þetta bandalag kommúnistanna um stjórn, af því að þeir eru ekki hóti samstarfshæfari en áður, þótt þeir hafi skipt um nafn.“ ★ Tíminn treystir sér ekki til að neita þessum sínum eigin orð- um en segir nú: „Allt og sumt, sem Bjarni hef- ur haft upp úr krafsinu, eru ummæli úr ýmsum blöð- um, Degi á Akureyri, Al- þýðublaðinu og Tímanum, og vitnar síðan. í orð Haralds Guðmundssonar um að ekki ætti að vinna með kommúnist- um, en engar yfirlýsingar af hendi Eysteins Jónssonar eða Hermanns Jónssonar, sem úti- lokuðu samstarf við Alþýðu- bandalagið." 1 þessu felst, að ekkert mark sé takandi á orðum „ýmsra blaða“: Dags á Akureyri, Al- þýðublaðsins og Tímans, hvað þá Haralds Guðmunássonar! — Allt öðru máli væri að gegna, ef vitnað hefði verið til orða slíkra öðlinga sem Eysteins Jóns- sonar og Hermanns Jónassonar. En við hverja átti Tíminn, þegar hann sagði á kosningadag- inn, að margbúið væri að lýsa því yfir af hálfu Framsóknar- flokksins, að ekkert samstarf yrði haft við „þetta bandalag kommúnistanna um stjórn“? Það var einmitt Eysteinn Jóns- son, sem þar var vitnað til. Aftui- á móti hefur Morgunblaðið aldrei haldið því fram, að Hermann Jónasson hafi gefið slíkar yfir- lýsingar. Blaðinu er ókunnugt um, hvort hann hefur gert það eða ekki og má vel vera, að hann hafi látið það undan fallast, ein- mitt vegna þess, að hann var fyrir kosningarnar staðráðinn í því að vinna með kommúnist- um eftir kosningar, ef á þyrfti að halda. En því fór svo fjarri að Eysteinn Jónsson hafi fyrir kosningar ver- ið búinn að samþykkja þessa ráðagerð Hermanns, að hann trúði henni alls ekki. Það var ekki fyrr en Eysteinn stóð frammi fyrir staðreyndunum eft- ir kosningarnar, að hann brotn- aði eins og eðlisávísun Her- manns hafði sagt til um. Og þá notaði Hermann brotin til að reisa skjólgarð fyrir völd komm- únista á íslandi. ★ Um þá fyrirætlan þagði Her- mann að vonum fyrir kosningar. Tíminn segir raunar nú, og það er meginuppistaðan í málsvörn hans og Eysteins Jónssonar, að Hermann og Eysteinn hafi í mál- flutningi sinum fyrir kosning- arnar, lagt áherzlu á þetta, eitt af þrennu: „Að færi svo að ekki næðist hreinn meirihluti, mundi umbóta bandalagið gangast fyrir stjórn- armyndun í samvinnu við samtök vinnandi fólks í landinu." En ef þeir félagar héldu þessu þá fram, af hverju sagði Tíminn aldrei frá slíkum stórtiðind- um ,heldur birti þvert á móti þá yfirlýsingu, sem hann gerði á kosningadaginn og gekk í þveröfuga átt? Hér gerir Tíminn of lítið úr sjálfum sér. Fréttamennska hans er betri en svo, að hann þegi um slík tíðindi í 16 eða 17 mán- uði. Tíminn sagði aldrei frá því- líkum ummælum Eysteins Jóns- sonar og Hermanns Jónassonar einfaldlega af því, að þeir sögðu ekki það, sem Eysteinn heldur nu fram, heldur allt annað. í málefnasamningi Alþýðu- flokks og Framsóknar, sem birt- ur var á sumardaginn fyrsta 1956, er vikið að tilteknu sam- starfi, er fyrirhuguð stjórn þess- ara tveggja flokka mundi hafa við stéttasamtökin í landinu. Sú samvinná var allt annars eðlis en stjórnarsamvinna við Alþýðu- bandalagið og beinlínis til að umflýja hana. Andstæðingar Hræðslubandalagsins héldu því fram að sú ráðagerð væri óraun- hæf. Það er mál fyrir sig og kemur þessari deilu ekki við, að öðru leyti en því, að Eysteinn Jónsson vonar nú, að menn rugli þessu tvennu saman og ætlar í skjóli þess að villa um fyrir þeim. ★ Menn hafa oft furðað sig á. að maður eins og Eysteinn Jóns- son skyldi una rangfærslum og ósannindum Tímans. Vitað hef- ur verið, að ef hann vildi, hafði hann aðstöðu til að bæta þar úr. Því hefur þá verið svarað til. að Eysteinn sjálfur vandaði sig í málflutningi, og óvinnandi verk væri fyrir hann eða aðra að hafa hemil á blaðamönnunum. Ekki yrði meira krafizt en að hver sæi um sjálfan sig. Þessi hugsunarháttur kemur berlega fram í Tímanum í gær. Þar er með fyrirlitningu talað um hvað „ýms blöð“ á borð við Dag, Alþýðublaðið og Tímann segi, en Eysteinn Jónsson er hvítþveginn. Það leynir sér ekki, hver hefur hér um fjallað. Þau vinnubrögð stoða ekki lengur. Héðan í frá þýðir aðstandend- um Tímans ekki að skella skuld- inni á ritstjórn hans eða blaða- menn og segja að þeir geti ekki elzt við dagleg störf þeirra. Nú er lýðum ljóst, að Eysteinn Jóns- son stendur sjálfur afhjúpaður sem upphafsmaður ósannind- anna. Kekkonen Finnlandsforseti og kona hans voru nýlega í opinberri heimsókn í Danmörku og heim- sóttu þá m. a. „Mindelunden“ í Ryvangen, þar sem fulitrúar frá dönsku andspyrnuhreyfingunni tóku á móti þeim. Kekkonen lagði blómsveig við minnismerkið um þá, sem féllu I síðari heims- styrjöldinni. Á myndinni sjást finnsku forsetahjónin og dönsku konungshjónin að athöfninni iok- inni. Ifertogahjónin af Windsor voru nýlega á ferð í Frankfurt og litu þá inn í fornminjaverzlun, þar sem þau keyptu þrjú málverk eftir þýzka málai inn Carl Griinwald. Til öryggis tekur hertoginn mál af málverkunum til að ganga úr skugga um, að rúm sé fyrir þau í ibúð hjónanna í París. Elizabeth Brewer, 26 ára stúlka frá Wembley í Englandi, giftist nýlega Skotanum Andrew Ro- bertson. Þau fengu bæði lömunarveikina fyrir nokkrum árum og eru meðlimir í sérstökum hjóla- stóla-klúbbi. Þar hittust þau fyrir fjórum árum, þegar klúbburinn fór í ferðalag um HoIIand, Danmörku og Svíþjóð. — Á myndinni eru vinir þeirra að ljósmynda þau eftir giftinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.