Morgunblaðið - 05.10.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.1957, Qupperneq 2
M OXC V n L 4DÍÐ Laugardagur 5. okt. 1957 Hinir nýju og björtu vinnuskáiar að Reykjaiundi. Berklavaraardagurinn er á morgun Á MOKGUN, sunnudag, er hinn árlegi berklavarnadagur iiéi' á landi, en fyrir 19 árum var dagur þessi fyrst haldinn, voru það fé- lagssamtök berklasjúklinga, sem gengust fyrir því. Þau settu sér það mark meðal annars að stöðva útbreiðslu berklanna og útrýma þeim og að koma á fót hinu merka vinnuheimili Sambands íslenzkra berklasjúklinga. — Merkjasalan hefur gengið til þess að koma upp Reykjalundi, og í dag verða einnig seld merki og út kemur rit S.Í.B.S., Reykja- lundur. Fyrir nokkrum dögum drukku blaðamenn kaffi með nokkrum af forráðamönnum S.Í.B.S., sem töldu það hafa orðið samtökum þeirra ómetanlegt hve allur al- menningur í landinu hafi frá fyrstu tíð verið í nánum tengsl- um við markmið S.Í.B.S. og það starf sem unnið hefur verið á Reykjalundi. Á þessum árum hef- ur mikið áunnizt á sviði berkla- varna í landinu og Reykjalundur orðið að þeirri miðstöð fyrir berklaöryrkja, sem forustumenn samtakanna hafði dreymt um. Þar hefur verið hægt að skapa milli 80 og 90 berklaöryrkjum starf við þeirra hæfi og getu. Er það einkum plastiðnaðurinn nú á síðari árum sem vaxið hefur hröð um skrefum. Þórður Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, einn af forvígis- mönnum stofnunar S.Í.B.S., sagði: Það má enginn vanmeta andstæð- inginn, berklana, og við vitum heldur ekki hve hættuiegur hann kann að verða í framtíðinni. Þó berklarnir séu á hröðu undan- haldi, þá eru enn um ófyrirsjáan- legan tíma, næg verkefni fyrir Reykjalund við það eitt að hjálpa berklaöryrkjum. í Reykjavík eru þeir í miklum meirihluta þeirra 1000 öryrkja sem þar eru nú. Á Reykjalundi mun bygginga- framkvæmdum senn ljúka. Næsta ár munu síðustu gömlu hermanna braggarnir sem frá fyrstu tíð hafa verið notaðir, verða rifnir. Verða þá fullgerðir þrír stórir og bjartir vinnuskálar. Meðal þess sem nú er á dag- skrá hjá ráðamönnum S.Í.B.S. er að kenna öryrkjum, ekki aðeins berklaöryrkjum, hinn ýmsa létta iðnað ásamt nauðsynlegri þjálfun við slík störf. Merki S.Í.B.S. á morgun verða jafnframt happdrættismiði, 300 merki eru með númeri, sem hvert hefur sinn ákveðna vinning aðal- lega varning frá plastverksmiðj- unum að Reykjalundi. En einn þessara 300 miða, hefur von í aukavinning, sem er hvorki meira né minna en nýr Fíat bíll, 4ra manna. Verður dregið í þessu happdrætti daginn eftir. Það mun hafa verið S.Í.B.S. sem fyrst reið á vaðið með slíkt happdrætti, vinningar hafa alltaf verið góðir munir og einhver stórglaðningur að auki. í blaðið Reykjalund skrifar Þórður Benediktsson um hlutverk S.Í.B.S. Þar er samtal við list- málarann Veturliða Gunnarsson, sem nú er sjúklingur á Vífils- stöðum. Kvæðabálkur eftir Árna úr Eyjum. Oddur Ólafsson yfir- læknir á Reykjalundi segir frá læknaþingi í Finnlandi, þá koma ýmsar smærri greinar og frá- sagnir. Helga Jónasdóttir frá Hólabaki skrifar ..Silungurinn sem strauk", og er það bernsku- minning Helgu. Sagt er frá því að þeir Jónas Rafnar fyrrum yf- irlænir og Helgi Ingvarsson yfir- læknir á Vífilsstöðum hafi verið kjörnir heiðursfélagar S.Í.B.S. — Er „Reykjalundur" mjög efnis- mikill, en kápumyndin sem er skemmtileg, er teiknuð af Vet- urliða Gunnarssyni. Búðir opnar til klukkan 4 í dag í GÆR voru verzlanir bæjarins opnar til kl. 6, en þær hafa verið opnar til 7 á kvöldin á föstudög- um í sumar og haust. í dag verða búðirnar opnar til kl. 4 síðdegis og verða það framvegis á laugar- dögum fram til áramóta, og til kl. 6 á föstudagskvöldum. — Mjólkurbúðir verða þó aðeins opnar til kl. 2, á laugardögum eins og verið hefir. Sexlánda heflið af íslenzkum fræðum komið út NÝLEGA_ er komið út sextánda heftið af íslenzkum fræðum, sem heimspekideild Háskóla íslands gefur út. Er Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor ritstjóri rits- ins. — Þetta hefti af íslenzkum fræðum er ritað af dr. Richard Beck og fjallar um Jón Þorláks- son og þýðingar hans á verkurr. þeirra Pope og Miltons, en óprent uð doktorsritgerð dr. Richards fjallar einmitt um þetta efni. Inflíienzan eykst ekki EFTIRFARANDI frétt hefur blað inu borizt frá skrifstofu borgar- læknis: (Tölur frá fyrri viku erú í svigum): Farsóttir í Reykjavík vikuna 15.—21. sept. 1957 samkvæmt skýrslum 23 (21) starfandi lækna. Hálsbólga .... 74 (76) Kvefsótt .... 111 (97) Iðrakvef .... 24 ( 9) Inflúenza .... 76 (74) Hvotsótt .... 10 ( 0) Kveflungnab. . 7(2) Rauðir hundar 2(3) Munnangur .. 13 ( 4) Hlaupabóla .. 1(6) Efnt til samkeppni um myndskreytta glugga Skálholtskirkju 21 gluggs í kirkjunni verður steindur ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til samkeppni um tillögur að steind- um gluggum í Skálholtskirkju hina nýju. Verða veitt 50 þús. kr. verðlaun fyrir beztu tillöguuppdrætti. Skiptast þessi verðlaun í þrennt, 1. verðlaun, kr. 25 þúsund, 2. verðlaun, kr. 15 þús. og þriðju verðlaun, kr. 10 þúsund. Dómnefnd skipuð Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið hefur skipað þriggja manna dómnefnd til þess að gera tillög- ur um verðlaunin. í nefnd þess- ari eiga sæti: Sigurður Guð- mundsson, arkitekt, dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, og Björn Th. Björnsson, listfræðing- ur, en til vara, frú Selma Jóns- dóttir, listfræðingur. Af hálfu hinna dönsku gefenda glugganna hafa jafnframt verið valdir til samstarfs við dómnefnd ina þeir Svend Möller, forseti listaakademíunnar í Kaupmanna- höfn, og Hákon Stephensen, rit- stjóri Politiken í Kaupmanna- söfn. 21 litaður gluggi Gert er ráð fyrir að samtals verði 21 litaður gluggi í hinni nýju Skálholtskirkju. Verða 5 myndskreyttir gluggar á hvoru útbroti framkirkjunnar, 2 glugg- ar á þverskipi kirkjunnar, 4 Ný íslandssago 1874-1944 — StafsetningaiorSabék — Dýra- fræðin verður endurskoðuð gluggar á hvorri hlið kórs og einn bogagluggi á vesturgafli kirkjunnar. Hér er um að ræða merkilega nýjung og verkefni fyrir íslenzka listamenn. Gæti þessi samkeppni örvað til svipaðra vinnubragða við skreytingu fleiri opinberra bygginga. Þátttökuréttur í Evrópumeistara- móti Á BLAÐAMANNAFUNDI náms- bókanefndar í gær, sögðu nefnd- armenn nokkuð frá fyrirætlun- um varðandi námsbókaútgáfu á næstu árum. Reynt er að taka sem mest til- lit til óska kennaranna. Kvaðst nefndin leggja áherzlu á sem nán asta samvinnu við kennara og skólastjóra og hafa leitað álits þeirra og tillagna um starfsemi útgáfunnar. Hefur nú þegar verið hafinn undirbúningur að Sjukoff fer fil Júgóslavíu MOSKVU, 4. okt. — Sjúkoff marskálkur, landvarnaráðherra Sovétríkjanna, fór í dag með her- skipinu Kuybysjef, til Júgóslavíu, þar sem hann mun dveljast í nokkra daga í boði landavarna- Allsherjarverkfall í Túnis TÚNIS, 4. okt. — öll vinna lá niðri í fjórar klukkustundir í Túnis síðdegis í dag og var boðað til allsherjarverkfallsins til þess að mótmæla loftárásum franskra sprengjuflugvéla á bæi við landa- mæri Túnis og Alsír. Fréttamenn segja, að verkfallið hafi verið al- gert, ekki hafi einu sinni sézt leigúbíll á götunum hvað þá ann- að. öllum skrifstofum hins opin- bera var lokað, svo og kvik- myndahúsum og öðrum skemmti- stöðum. Allstór hópur manna safnaðist saman fyrir utan sendi- ráð Frakka í höfuðborginni, Túnis. — Efnt var til mótmæla- fundar í miðri borginni. Ekki kom til átaka. AKRANESI, 4. október. — Þrír komu inn í dag af raknetjabát- unum sem úti voru og höfðu þeir 40 til 50 tunnur síldar hver. Hingað kom togarinn Akurey í nótt frá Vestur-Grænlandi með 200 lestir af karfa og 25 lestir af þorski. —Oddur. ráðherra Júgóslavíu. Búizt er við, að skipið komi til Júgóslavíu 8. okt. n. k. — Áður en Sjúkoff lagði af stað í förina, ræddi nann við Krúsjeff aðalritara, sem dvelst um þessar mundir á Krím sér til hressingar. Eyddu mein peniu^um WASHINGTON, 4. okt. — Banda- rískir ferðamenn, sem heimsóttu önnur lönd árið 1956, eyddu meiri peningum en nokkru sinni áður. Bandaríkjamenn eyddu 1800 milljónum dollara erlendis á ár- inu 1956 og er það 200 milljónum dollara meira en árið áður. Af 1.240.000 Bandaríkjamönn- um, sem fóru utan á árinu 1956, lögðu 267 þús. leið sína til Evrópu. Margir fóru einnig til Mexikó og Kanada. 13 flugvélar skotnar niður PARÍS, 4. okt. — Franska her- stjórnin í Alsír hefur skýrt frá því, að Túnisbúar hafi skotið nið- ur 13 franskar flugvélar á tíma- bilinu 18.—30 sept. s. 1. Frönsku flugvélarnar voru allar á eftir- litsflugi yfir landamærum Alsír og Túnis, þegar þær voru skotn- ar niður. útgáfu nokkurra bóka, sem þeir töldu brýnasta nauðsyn til að breyta eða gefa út nýjar. Má þar nefna litprentaða landabréfabók, íslandssögu um tímabilið eftir 1874 og allt fram til 1944, sem samin er af Þorsteini M. Jóns- syni, fyrrv. skólastjóra, og nýja stafsetningarorðabók, sem tekið hafa saman þeir Árni Þórðarson skólastjóri, og Gunnar Guð- mundsson, yfirkennari. Orðabók- in mun koma út í næsta mánuði. Því miður verður ekki hægt að láta nemendur hafa hana ókeypis af fjárhagslegum ástæðum. Gert er ráð fyrir, að íslandssagan komi út einhvern tíma á næsta ári. Auk beinna námsbóka mun Ríkisútgáfan gefa út ýmsar hjálp arbækur og hjálpargögn við nám ið og selja sem næst kostnaðar- verði. — „Ég get reiknað" nefn- ist byrjendabók í reikningi eftir Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra Tvö hefti koma út innan skamms og verður hið fyrra með teikn- ingum eftir Þóri Sigurðsson kennara. Þá er í ráði að gefa út vinnubókarblöð í landafræði, teiknuð af Marinó L. Stefáns- syni kennara. Ennfremur er haf- in athugun á því, hvaða bækur þarfnist endurskoðunar af þeim, sem nú eru notaðar, og í hvaða greinum sé þörf nýrra bóka. Þegar hafa verið ráðnir menn til að endurskoða Dýrafræði Bjarna Sæmundssonar og ís- lenzka málfræði eftir Björn Guð- finnsson. Eru það þeir Guðmund ur Kjartansson, jarðfræðingur, og Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag. Eins og áður er vikið að mun endurskoðun og samning náms- bókanna taka langan tíma, þar sem útgáfan vill að sjálfsögðu reyna að vanda sem bezt til bók- anna. Námsbókanefnd er nú þannig skipuð: Séra Jónas Gíslason, formaður Gunnar Guðmundsson, Helgi Elíasson, Helgi Þorláksson og Pálmi Jósefsson. — Varamenn: Kristján J. Gunnarsson, varafor- maður, Einar Magnússon, Frí- mann Jónasson og Þórður Krist- jánsson. — Framkvæmdastjóri er Jón Emil Guðjónsson. Á SUNNUDAGSKVÖLD hefst í Reykjavík undirbúningskeppni um þátttökurétt á næsta Evrópu- meistaramóti í bridge, sem háð verður í Osló næsta sumar. — Spilað verður í Sjómannaskólanum. Átta sveit- ir taka þátt í keppni þessarj og eru sveitarforingjar þessir: Ás- björn Jónsson, Einar Þorfinnsson, Hjalti Elíasson, Jón Björnsson, Ólafur Þorsteinsson, Ragnar Halldórsson, Sigurhjörtur Péturs- son og Stefán J. Guðjohnsen. Keppt er í fjögurra manna sveit- um. Ennfremur hafa tilkynnt þátt- töku sína í keppnina um þátt- tökuréttinn tvær sveitir frá Vest- mannaeyjum og ein sveit frá Akranesi. Vestmanneyjasveitirn- ar munu spila innbyrðis til þess að komast í úrslitakeppnina, sem háð verður síðar í vetur, en sveit- in frá Akranesj kemst beint í þá keppni. Fjórar sveitir frá Reykja- vík taka þátt í úrslitakeppninni. Þess má geta, að sjö af þeim sveitum, sem taka þátt í keppn- inni í Reykjavík, eru frá Bridge- félagi Reykjavíkur, en ein sveit- in, Hjalta Elíassonar, frá Tafl- og bridge-klúbbnum. — írar — Danir Frh. af bls. 1. að sparka knettinum eins langt út af vellinum og þeir frekast gátu. Stóðust þá Danir ekki mátið og ólætin hófust. Þeir köstuðu eplum og tómum flöskum á írsku leikmennina og herma fregnir, að ávaxtasalar íþróttavallarins hafi ekki grætt jafnmikið í annan tíma. Einkum beindust árásirn- ar að írska markmanninum og mun hann hafa verið í lífshættu um tíma. Síðustu 15 mínútur leiksins slógust írsku og dönsku leikmennirnir upp á líf og dauða og mun það einna helzt hafa minnt á slagsmál í Nýhöfninni. Stjórn vallarins neyddist til að sækja lögregluna til að skakka leikinn og tókst það, eftir að mikill liðsafnaður var kominn á vettvang. Þegar leiknum lauk loksins, var leikvangurinn einna líkastur öskuhaugum og er nú ónothæfur. Eftir leikinn tókst írunum að komast inn í búningsklefa sína enda þótt margir Danir hefðu fullan hug á því „að tala við þá“. Loks komust írarnir út af leikvanginum með aðstoð lög- reglunnar, en þá var enn mikill mannfjöldi fyrir utan völlinn. Danir ætluðu sem sé að sýna ír- unum, hvar Davíð keypti ölið. ★ Þessi leikur var liður í heims- meistarakeppninni. Voru Eng- lendingar, Danir og írar í 1. riðli. Er honum nú lokið. Englending- ar hlutu 7 stig, írar 5 stig og Danir 0 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.